Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 6
Æðri máttarvöld buðu að málað skyldi svart upp í hornið til Stækkunargler. Ljósmynd/E. Guðmundsson hægri. Polke forðast stfl eins og kölski vígt vatn 6 ára. Ein myndin sýndi sprengjuregn yfir borg, upplifaðan atburð úr bernskunni. Þar með er eiginlega undirstrikað það veigam- ikla atriði, að viðkomandi listamennska á sér stoð í veruleikanum, byggir á lífs- reynslu en ekki bara innantómu hugarflugi eða einberri lönguninni til þess að vera í list. Sigmar Polke fæddist árið 1941 í Slesíu, þar sem nú er Pólland, en frá tólf ára aldri hefur hann tilheyrt Þýzkalandi. Ásamt Baselitz, Kiefer og Liipertz er Polke talinn til þeirrar fyrstu eftirstríðskynslóðar, sem gaf evrópska málverkinu nýtt gildi (segir m.a. í fréttatilkyningu frá SM). Hann hefur verið bendlaður við popplist, postmódern- isma, alkemí og málverk sögulegra minja; en þetta stimplasnakk segir í raun afar lít- ið vegna þess hve erfitt er að henda reiður á manninum. Hann forðast stíl alveg eins og skratti vígt vatn. Hann er alltaf vaðandi úr einu í annað. Sum málverka hans eru nefnilega líka þannig, að þegar hann hefur borið litinn á léreftið, taka efnahvörf við og breyta myndinni, m.a. vegna útgufunar frá líkömum skoðenda og breytilegs raka- stigs á sýningarsvæði. Eiginlega kemur Polke alltaf á óvart eins og skratti úr sauð- arlegg. Eins og öllum góðum galdramönnum sæmir leikur Polke sér gjarnan með tölur, sem hafa afar lítið með raunhæfar merking- ar að gera. Þannig leggur hann fyrir okkur 1+1=3, 2+3=6, 4+4=6, o.s.frv. Sum mál- verk mannsins eru svonefndir töfraferning- ar. — Myndir eru þegar allt kemur til alls (haft eftir listamanninum), ekkert annað en mælieiningar, tölur og stærðarhlutföll. Margar mynda minna eru í stærðinni 130140 eða 160180...“ Polke útskýrir myndlist sína af hárfínni nákvæmni með eftirfarandi jöfnum: Verk + Dugnaður = Hamingja; 37=21; 120140cm=l málverk; 1 málverk = 16.800cm2; 16.800cm2 = X $1000. — Það vantar greinilega ekki kald- hæðnina. Átján ára gamall hóf Polke glerlistamám, en flutti sig þar næst yfir á Myndlistaraka- demíuna í Dússeldorf (1960—’67). Á þessum árum stofnaði hann m.a. grúppuna Kapital- ýzki myndlistarmaðurinn Sigmar Polke gat leyft sér það að taka ekki þátt í síðustu dokumenta- sýningu í Kassel, þeirri níundu; hann svaraði ekki einu sinni þátttökuboðsbréfum því að hann hafði öðrum og mikilvægari verkefnum að sinna. Að vísu lét hann sjá sig á opnun doku- menta 9“ — Jan Hoet, sem stjórnaði upp- setningunni í Kassel, sagði fréttamönnum heimsblaðanna að Polke væri að undirbúa gallerísýningu í Antwerpen, en sannleikur- inn var sá, að Polke stóð í miðju kafi undir- búnings eigin stórsýningar í Amsterdam; segir einmitt hér frá þeirri sýningu, sem fór fram í Stedelijk Museum og gagnrýn- endur evrópskra stórblaða nefndu listvið- burð yfirstandandi árstíðar". Á árinu ’91 varð Polke fimmtugur. Fór þá yfírlitssýning á verkum hans um nokkr- ar borgir í Bandaríkjunum; var þetta frægð- arför. Stóð til að þessi farandsýning kæmi til Evrópu, þ.e. Amsterdam, á næstkomandi vori, en listamanninum snerist hugur. End- anlega komst sýningin upp í septemberlok ’92, og þá var ekki lengur um að ræða hefðbundna yfírlitssýningu heldur einka- sýningu á mestan part splunkunýjum mál- verkum. Það flutu með eldri verk. Afköst listamannsins voru slík, að eftir að sýning- arkatalógurinn fór í prentun, bættust enn við tólf verk. Utan skrár“ voru t.d. flenni- stór lök við innganginn að sýningarsölun- um, uppstækkaðar barnateikningar lista- mannsins með áritun móðurinnar: Sigmar ischer Realismus“ ásamt Gerhard Richter og Konrad Lueg. (Hér má kannski skjóta inn, að þegar grúppufélaginn Lueg sá að hann kæmist aldrei fram úr vinum sínum, Richter og Polke, á málarasviðinu, lagði hann pensilinn á hilluna og sneri sér að markaðsmálum og er í dag atkvæðamikill Sigmar Polke er einn af stjömunum í þýzkri og um leið alþjóðlegri myndlist. Erfítt þykir að henda reiður á honum, því maðurinn er ekki einhamur og hefur verið bendlaður við popplist, póstmódernisma, alkemí, söguleg málverk og margt fleira. Eftir EINAR GUÐMUNDSSON Onnur Niðurlandaferðin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.