Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 8
Hugmyndasagan og aldalokin III Paglía og kvennahreyfingin Nýlega hefur komið út rit þar sem farið er gegn- um vestræna listasögu með skiptinguna í app- ólóníska og díonesíska eðlisþætti að leiðar- ljósi. Bók þessi hefur valdið mikilli ólgu í Bandaríkjunum, einkum meðal kvennahreyf- Þetta er þriðji hluti af Qórum úr erindi sem flutt var í Nýlistasafni seint á góu. í fyrsta hluta var Qallað um tilvistarkvöl nútímamannsins. í öðr- um hluta var sagt frá þró- unarkenningunni, mann- fræðinni og fordómum hvíta mannsins. EFTIR ÞÓRUNNI VALDEMARSDÓTTUR inga. Þetta er bók Camille Paglia, Sexual Personae, Art and Decadence from Nefertiti to Emiliy Dickinson. Hún hefur slegið í gegn af því hún einfaldar hugmyndasöguna og býður upp á djarfa heildarsýn. Paglía segir að hin kristnu Vesturlönd hafi orðið appólónísk og hamast við að bæla hina díonesísku eðlisþætti mannsins, en á ýmsum tímabilum sögunnar hafi þeir brotist fram. Paglía segir að náttúran sé í eðli sínu svið óreiðu og illsku. Það sé fétt sem Locke hafi sagt um illsku mannsins og illsku náttúr- unnar, en Rousseau, faðir félagsvísindanna, hafi lent á villigötum með því að halda að mannlegt eðli og náttúran væri góð, aðeins þyrfti gott uppeldi, aðstoð, sálfræði og félags- fræði. Paglía bendir á hvemig Sade mark- greifi hæddist að bjartsýni og hræsni Rousse- aus og tók upp merki Lockes. Illskan verði ekki flúin, hún sé. Sade er talsmaður hins díonesíska, með því að útfæra í bókum sínum hina óttalegu óreiðu og illu náttúru. Róman- tískir hugsuðir lásu Sade í laumi og hann hafði dijúg áhrif á hugsun þeirra. Karlar Ofurseldir KONUM!?! Camille Paglía bendir djörfum fíngri á hugmyndir Sade markgreifa og Níetzsches. Hún segir það þýði ekki fyrir kvennréttinda- konur að segja að konur séu einungis fóm- arlömb, það þýði ekki að afneita illum erkitýp-' um kvenna og segja að ljótir karlar hafi búið til hina illu konu, femme fatal, og allar óhugnanlegu kvenímyndimar sem ganga fram og aftur í listum og bókmenntum Vest- urlanda. Þetta er hluti af eðli kvenna, leyfir Paglía sér að segja, og allir fá sjokk. Hún segir að konan sé í nánari snertingu við lík- amsskynjun sína en karlinn, og þar með í nánari snertingu við náttúmna, því líkist hún meir en karlinn hinni óbeisluðu og óreiðu- fullu náttúm. Konan finnur fyllingu bara í því að vera hún sjálf, nærandi móðir, hún finni í líkama sínum fyllingu og ró sem hvetji hana ekki til sköpunar. Hún hafi vald yfir börnum, sem síðan verða karlmenn. Karl- menn séu ofurseldir sveiflukenndu eðli kvenna, fyrst sem böm, síðar fullorðnir. Karlmenn flýðu undan róti kvenna og óör- yggi náttúmnnar, segir Paglía, með því að finna upp talnavísindi og upphafin trúarbrögð með rökhyggju og guði i himnum að leiðar- ljósi. Paglía segir að illt og gott, ást og hatur séu ekki andstæður, heldur feli í sér minni og meiri ástríðu. Hún heldur því fram að óhugsandi sé að Ieggja áherslu á hið góða í manninum eins og kristnin hefur gert, það sé hræsni. Barátta kristninnar við heiðna náttúra, dýrið í manninum, óreiðuna og til- finningaflóðið sé vonlaus og leiði í blindgötu. Paglía segir að kvennahreyfingarnar hafí málað sig út í hom, þær væli um misnotkun í stað þess að vera raunsæjar, viðurkenna eðli kynjanna og hugsa dæmið upp á nýtt. Karlmenn hafí í sér hvöt sem gerði þá fremri konum á vissum sviðum, þeir hafi skapað öll vísindi og allar listir, þeir hafi fundið upp þvottavélina og öll tækin sem frelsuðu konur frá sínu stríði. Nú geti konur sem finni hjá sér hvöt til þess, gengið í karlham og gert sömu hluti og þeir, skrifað bækur eíns og hún til dæmis, ef þær finni hjá sér þá hvöt og hafi möguleika til þess. Sjálf segist hún fyllast lotningu þegar hún sér stóra brú, lotn- ingu yfir hvatvísri skynjun karlmannsins, vá fín brú, þetta hefur karlmannlegt vit búið til! Hún gengur fram á hnífsblaðið til að stuða fólk og fá það til að hugsa. Nú á tuttugustu öld segir Paglía að heiðnin sé við völd og siðspilling, sem hafi áður litað stök tímabil í menningarsögunni. Hún er þó ekki boðberi díónesískrar siðspillingar, segir að hamingju- rík tímabil ríki þegar hjónabandið og trúar- brögðin séu sterk. Kerfið, röðin og reglan skýli okkur gagnvart tætandi frjálsu kynlífi Jean-Jacques Rousseau. og hinni grimmu náttúm. Paglía er hægrisinnuð byltingarkona, seg- ir að ofbeldi og allar tegundir ásta búi í manninum og verði að fínna einhverja útrás, hún er hlynnt fóstureyðingum, klæðadrottn- ingum og löglegum eiturlyfjum. Óreiðan sé eðlilegur hluti lífsins, en hún kalli á röð og reglu, sem þarf líka að vera til staðar. Nýút- komin bók Michaels Medveds er eins og svar við hugmyndum Paglíu og hefur nýverið gert álíka usla og bók hennar. Rödd siðsem- innar talar í bók hans Hollywood versus America. Medved, sem er trúaður gyðingur, ræðst þar gegn spillingunni í Hollywood, sem Paglía viðurkennir að hafi haft gífurleg áhrif á að þróa menningu tuttugustu aldar. Medved vill að Hollywood hætti að vegsama dýrið í manninum í kvikmyndum, sem stöðugt gangi lengra í ofbeldi og siðspilltri ómennsku. Hon- um er svarað fullum hálsi og sagt að listir endurspegli raunveruleika sem ekki sé rétt að flýja, kvikmyndalistin ýki og hana eigi ekki að taka bókstaflega, en rannsóknir sem sanni tengsl ofbeldis í kvikmyndum og ofbeld- is í raunvemleikanum standist ekki. Við þessi spilltu aldarlok em mörk dýrslegrar spilling- arinnar í draumkenndum heimi listarinnar orðin deiluefni. Mörk Spillingarinnar í Heimi Lista Rétt eins og hver og einn verður að pússla sér saman hugmyndaheimi og trú, verður hver og einn að finna hversu langt hann þarf að leggja út i dýrslega óreiðuna til að finna lukkuna og læra að lifa með ótta sín- um. Sumir vilja ekki sjá hrylling og ástir (klám) í listum, sem aðrir em svo purrkunar- Iausir að hafa gaman af. Darwin og Freud opnuðu dýpið og hleyptu dýrinu upp, það fær að ganga nokkuð laust í listum. Peter Greenaway, sem gerði kvikmyndina um Kokkinn, þjófinn, konu hans og elskhuga hennar, sagði í viðtali að myndir sínar túlk- uðu darvínska tilvistarhyggju. Þessi frasi sýnist mér eiga vel við eitt megin hugmynda- afl okkar tíma, könnum lista samtímans á mannlegu eðli felur í sér einhverskonar dar- vínska tilvistarhugsun. Ég horfi á allar dýralífsmyndir sem ég get og fæ á heilann svo ég fer að sjá dýrategund- ir út úr fólki á sjónvarpsskerminum. Verð upphafin eins og í kirkju og hugsa um guð þegar ég sé þætti frá Amazon, þar sem öll dýr em samstundis étin eins og ekkert sé. Dauði jagúarinn líka. Hef köttinn á maganum og finn að hún er náfrænka mín, meira að segja bananaflugur eru frænkur, hafa í sér sömu gmnnstýrilögmál og við. Finn skyld- leika lífheimsins og hina dýrlegu hringrás efnisins. Horfi á fræðsluþátt um heilann og sé að skynsemisheilastöðin útskýrir og út- skýrir tilfínningar án þess að hafa við þær samband, sé að heimskan er heilög og engin leið að bijótast út úr vanlíðan með skynsam- legri hugsun. Belgist út í heimskri gleði. Er búin að þjálfa mig upp í að þola ógeð í ljós- myndum, bíómyndum og bókum, þoldi ekki myndina Alien 1 á sínum tíma, en er nýbúin að horfa á Aliens og Alien/3 mér til stakrar gleði, Aliens er eitt mesta listaverk sem ég hef séð. Svona kannar hver og einn manndýr- ið með því að njóta lista. FORNT ÍSLENSKT UPPELDIOG Hin NÝJA Heimsmynd Sömu leið og Darwin fór í endurskoðun heimsmyndarinnar í sínu persónulega lífi, hefur hver og einn þurft að fara síðan. Mað- ur þurfti í gegnum íslenskt hugmyndarót síðustu alda í uppeldinu. Sín séreinkenni hafa menn úr tengingum sem verða sterkar í heilanum þegar þeir em litlir. Sumar heilatengingar deyja, aðrar úr skíðlogandi bamshuganum lifa. í okkur er undarlegt erfðafræðilegt minni, hvatir sem eru góðar þegar yfir okkur er ró, en verða illar við spennu, heilakirtillinn myndar óreiðu- lega kúbíska barrokmynd skynjana og fram- kallar og stjórnar eigindum okkar. Maður er hin sérstaka framleiðsla augnabliksins í þeim útvalda mánuði þegar móðirin losaði eitt stykki egg, með genalyklum sem hún hafði sérvalið úr formæðrasafni sínu fyrir örlagaglettu og svo kom genasafn föðurins syndandi í sínu milljónaveldi, og sundkraftur karlmennskunnar fyrir eitthvað jafnnákvæmt og hvar snjókornið fellur fann sér einstakling til að mæta því setti úr safni forfeðranna sem móðurlíkaminn hafði valið til sammnans. Ef maður reynir síðan í uppvextinum að láta heilatengingarnar fylgja eftir og aðlagast heiminum eins og hann er, þá er maður allt lífið að rífa af sér vitleysur sem troðið er í mann, mygl- uðum gömlum tíma, úreltri hugmyndafræði. I mínum uppvexti fór ég í gegnum tvær aldir jafnvel, því föðurmóður-langamma mín frá Vestfjörðum var heima þegar ég var pínu- lítil. Á Vestfjörðum eimdi eftir af pápísku fram á 18. öld, menn sungu þá enn maríu- bænir á latínu og eins lifði rétttrúnaður og áhrif barroktímans í langömmu. Ég söng vers Hallgríms Péturssonar fyrir svefninn, Vertu guð faðir faðir minn, og drakk í mig ægilega sekt í sunnudagaskólanum, Jesú var svo góður og ég svo vond að ég þurfti stund- um að gráta fyrir svefninn. Gamli tíminn fyrir upplýsingu skilaði sér í ofboðslegum Grýlufantasíum sem ég píndi litlu systkini mín með. MÖRKIN SEM EKKIMÁ YFIR Ég man eftir atviki þegar langamma, veðurbarin og hmkkótt eins og síðasti móhík- aninn, með fléttur sem mjókkuðu niður í ekki neitt og mnnu saman við smágerð blóm- in á kjólnum, sýndi mér með gömlu aðferð- inni mörkin sem ekki má fara yfir. Ég sat á gólfinu og hafði opnað stóra hlemminn á neðri hluta danska píanósins hennar mömmu, sit í sælu og leik á hörpuna sem er hálfopin, ryklyktin og málmlyktin svo góð, smitast yfir á finguma og allt titrar með feitu strengj- unum þegar ég dreg eftir hörpunni skítuga grautarskeið. Staulast inn Guðrún lang- amma, ekki blíð eins og oftast heldur þögul og alvarleg, kemur langamma og leikur ótta, finnur hann líka sjálf því ég mettast af ótta, lokar hörpunni á neðri hluta píanósins, slamm með þungum hljómi og lokar ógnina inni með stómm hleranum, tekur mig í fangið með létti eins og hún hafi bjargað mér. Það er kónguló bak við hörpuna, inni í píanóinu, segir hún, í hvert skipti sem þú opnar hljóðfærið stækkar hún, stækkar, stækkar, stækkar, og á endanum kemur hún út og étur þig. Jesús Kristur og lifandi martraðir, slamm, píanóið breytist, ósýnilegri ógninni stafar eftir þetta af því. Ég opnaði ekki bannaða hlerann á píanóinu aftur fyrr en ég var kom- in vel á legg og búin að átta mig á hvert langamma var að fara, plata smábamið svo það yrði þægt. Það kom í marin forneskja þegar maður var lítill, það er gömul og góð íslenska að hræða böm. Svo kom píetisminn og upplýs- ingin og djöfullinn var sagður ímyndun, hon- um var úthýst og öllu hans hyski og bamið átti að vera algott, varnarlaust með sínar illskufullu hvatir. Sjálf náttúran varð ljót á hinum fáguðu rókókótímum upplýsingarinn- ar, menn óttuðust náttúmna eins og ruglað- ir túristar á Sprengisandi sem óttast storm- inn, menn tóku á sig krók til að þurfa ekki að sjá hin óhugnanlega óræktuðu og ófáguðu Alpafjöll. Þingstaðurinn við Öxará þótti einn hinn allra ljótasti, þau rök vom nefnd um 1800 til að réttlæta flutning dómþingsins frá Þingvöllum til Reykjavíkur. En rómantíkin gaus upp sem svar við upplýsingu og nýklas- sík. Rómantíkin daðraði við illskuna og þótti hin óbeislaða náttúra heillandi en ekki ófáguð og óæskileg. Framhald í næstu Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.