Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 10
Ábyrgð fjölmiðla Eftir Ólaf Odd Jónsson * Jk byrgð fjölmiðla hefur verið til um- A ræðu undanfarið og ekki að /M ástæðulausu. í ágætri sérefnis- ritgerð um fjölmiðlasiðfræði á íslandi greinir Steinunn Arn- J^^þrúður Björnsdóttir frá nokkr- um grundvallarkenningum um Tivað skuli ráða efni og útkomu fjölmiðla af hvaða tagi sem er. Þessar kenningar byggjast á mismunandi hugmyndum manna um samband einstaklinga og ríkis, um eðli þekkingar, sannleika og frelsis. Fyrsta til- raun til þess að greina þessar kenningar var gerð árið 1956 í Bandaríkjunum. Þar töldu menn fjórar kenningar liggja til grund- vallar fjölmiðlaheiminum. Þessar fjórar kenningar eru valdboðskenningin (authorit- arianism), ftjálshyggjukenningin (libertar- ianism eða free press), kenningin um þjóðfé- lagslega ábyrgð íjölmiðla (the social re- sponsibility theory) og ráðstjórnarkenningin (communism' eða það sem var kallað Soviet Media Theory). Tvær nýjar kenningar hafa nú litið dagsins ljós, önnur á að mestu leyti við um þriðja heiminn, þróunarkenningin (Development Media Theory) og grasrótar- kenningin (Democratic-participant media theory).1 Þessar kenningar sýna að hlutverk fjölmiðla er alls staðar talið mjög mikil- vægt. Sú kenning sem ég styðst hér við er kenningin um félagslega ábyrgð fjölmiðla, sem varð til í Bandaríkjunum upp úr 1940. Samkvæmt henni er skylda fjölmiðla að skapa sanna og skýra mynd af atburðum dagsins í samhengi sem gefur þeim merk- ingu, vera vettvangur skoðanaskipta og gagnrýni og sýna rétta mynd af uppbygg- ingu þjóðfélagsins.1 Vissulega er íjölmiðlum ætlað að veita aðhald, en einelti og beinar ofsóknir eru ekki aðhald, heldur dæmi um hvemig fjölmiðlamenn geta farið út yfír öll velsæmismörk. ÁMINNING FJÖLMIÐLAMANNS- INS BlLL MOYERS Eitt sinn las ég viðtal við stjórnmála- manninn og fréttaskýrandann Bill Moyers, sem starfar við bandarísku CBS sjónvarps- stöðina. Hann talar um að við lifum á öld skyndiupplýsinga, rétt eins og við lifum við skyndibitastaði og instant" kaffí. Hann var spurður að því hvort fréttaflutningur fjöl- miðla væri ábyrgur eða hvort þeir gengju of langt og segðu mönnum hvað þeim beri að hugsa um ákveðnar fréttir? Hann svar- aði því til að sumir fjölmiðlamenn vönduðu sig ekki. Þess vegna eru oft gerð mistök og öfga verður vart. Grikkir áttu málshátt sem segir: Allt í hófí“. Bill Moyers segir að það sé mikið um öfga í heimi nútímans. Við ijölmiðla starfi fólk sem hafí til að bera smekk og nær- gætni, en þar sé einnig að fínna menn sem hafa þá einu viðmiðun að ná í fréttir og ná þeim fyrstir". Að mati Moyers haga þeir sér eins og naut í flagi eða fílar í post- ulínsbúð.2 Það er sláandi að heyra virtan fjölmiðla- mann tala þannig. Miklir hvirfílvindar ganga stundum yfír íslenskt þjóðlíf, er menn hafa ætlað sér að hreinsa til i nafni einhvers. En öfgar þekkja engin takmörk, miskunnarleysið enga miskunnsemi og dóm- harkan enga fyrirgefningu. Menn hafa varp- að fram þeirri spurningu hvort fjölmiðla- spilling sé á íslandi? Þeirri spurningu verð- ur hver að svara fyrir sig, en eitt er víst að hópar í samfélaginu, sem leita eftir pen- ingum, völdum og áhrifum, hafa leynt og Ijóst misnotað fjölmiðla í eigin þágu. SlÐAREGLUR FJÖLMIÐLAMANNA í siðareglum íslenskra blaðamanna frá 1965 segir (í 3. gr.) að forðast beri allt, sem valdið getur saklausu fólki óþarfa sárs- auka‘“ og í reglugerð um Ríkisútvarpið (nr. 375) frá 1986 segir m.a. (15. gr.): Fréttir þær sem Ríkisútvarpið flytur mega ekki vera blandnar neins konar ádeilum eða hlutdrægum umsögnum, heldur skal gætt fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum. Fréttaskýringar ber að afrnarka greinilega frá fréttum, og samfélaginu og átt þátt í að koma á umbót- um á ýmsum sviðum. Mikil bylting á sér nú stað í ijölmiðlun og enn sér ekki fyrir endann á þeirri byltingu. En enda þótt ýmislegt hafi þróast á tækni og tölvuöld þá stendur eftir sú staðreynd að menn eru í vanda staddir þegar þeir þurfa að koma til skila mannlegum gildum eins og kær- leika og miskunnsemi. I þeim efnum er einn- ig þörf á sameiginlegu tungutaki sem allir skilja. En það er ekki mikið hlúð að mann- legu gildum í íslenskum ljölmiðlum. Með hjálp sjónvarpsins getum við nú borið saman menningu okkar við menningu og sögu annarra þjóða. Mönnum verður þá betur og betur ljóst að örlög þessa heims eru samtvinnuð og þörf á auknum skilningi milli þjóða, án þess að verslað sé með grund- vallar mannréttindi eða þeim fórnað. Fyrir kristna menn, sem trúa á miskunnsaman Guð og á Jesú Krist, sem endurlausnara alls heimsins, er þessi þróun mjög mikil- væg. En við megum ekki aðeins fylgjast með án þess að standa vörð um lýðræðið og kristin gildi. Fjölhyggjan Og Lýðræðið Fjölhyggjan er mikil í heiminum. Það felur ekki aðeins í sér að sérhver einstakl- ingur hugsi fýrir sig, heldur velja ólíkir hópar, ólíkar menningarlegar, stjórnmála- legar og trúarlegar hugmyndir. Þessi fjöl- hyggja hefur fylgt manninum lengi. En í lýðræðisþjóðfélagi þarf gagnkvæma virð- ingu milli manna, enda þótt það feli ekki í sér skoðanaleysi. Lýðræðissinni getur ekki verið skoðanalaus þegar um er að ræða kynþáttahatur eða öfgakenndar skoðanir, eins og við höfum t.d. orðið vitni að í lönd- um fyrrum Júgóslavíu. Enginn lýðræðissinni mælir hryjuverka- mönnum bót. Eftirlátssemi við hvers konar öfgaöfl geta riðið lýðræðinu að fullu. Eftir sem áður eiga margs konar viðhorf rétt á sér svo framarlega sem menn láta ekki til- ganginn helga meðalið. Dagblöðin eru sá fjölmiðill sem getur haft mikil áhrif til góðs og ills. En við furð- um okkur oft á viðhorfum blaðamanna og tillitsleysi þeirra. Það er ljóst að blaðamað- urinn þekkir oft ekki forsögu þeirra mála sem hann greinir frá. Dómharkan situr þá í fyrirrúmi. Blaðamenn ættu að gera sér grein fyrir að þeir frelsa ekki heiminn með öfgakenndum frásögnum, en þeir særa oft fólk djúpum sárum. ÁHRIF FJÖLMIÐLA Á BÖRN OG UNGLINGA Nemendur eyða fleiri stundum í ljöl- miðla, einkum sjónvarp, heldur en skólann og samskipti við kennara. Hvað börnin varð- ar er jafnvel talað um sjónvarpið og mynd- bandið sem nýtt foreldri. Bæði hér heima og erlendis hefur verið skrifað um áhrif ofbeldis í fjölmiðlum á börn og unglinga. Það er ljóst að fjölmiðlarnir geta valdið sálrænu og menningar- legu umróti þótt varhuga- vert sé að mikla áhrif þeirra um of. skal ávallt kynnt nafn höfunda slíkra skýr- inga. Við skráningu frétta skal þess jafnan gætt, að heimildir séu sem fyllstar og óyggj- andi".1 íslenskt ijölmiðlafólk hefur því vissulega viðmiðanir til þess að fara að ráðum Bill Moyers, er hann hvetur til aðeins meiri varkárni, aðeins meiri þolinmæði og nær- gætni“. Ég tala nú ekki um ef við gætum tekið Guð á orðinu er hann segir: Miskunn- semi þrái ég en ekki fórn“. Fréttir Skemmtiefni Og Skemmtiefni Fréttir Moyers hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að fréttir séu að verða skemmtiefni og skemmtiefni fréttir. Hann heldur því fram að allir séu stöðugt að þóknast. Menn sem skrifa fyrir dagblöð, tímarit og sjón- varp í alræðisríkjum verða að þóknast hug- myndafræðingum ríkisins. í fijálsum samfé- lögum þóknast menn því fólki sem kaupir fréttablöðin eða horfir á sjónvarp. Moyers var kennt á sínum tíma að fjöl- miðlamaður ætti að segja við sig á hveijum morgni þegar hann vaknar: Hvað er það mikilvægasta sem ég verð að segja lesend- um mínum, áheyrendum eða áhorfendum í dag?“ Hann er hræddur um, að þar sem gildi skemmtanalífsins hafa gert innrás í fréttaflutninginn, vakni margt ijölmiðlafólk og spyiji sig: Á hveiju hafa lesendur eða áhorfendur áhuga? Hvernig næ ég athygli þeirra? Hvemig skemmti ég þeim?“2 Aukinn Skilningur Og Mannleg Gildi Fjölmiðlar geta átt þátt í að skapa gagnkvæman skilning með skoðana- skiptum manna á meðal. Þeir gta einnig vakið athygli á því sem betur jaá fara Almenn Þekking En Ólík Rök Kennari Moyers vitnaði oft í það sem væri alkunna eða almenn þekking (common knowledge). Það er alkunna að þjóð verður að deila ýmsu sameiginlega, ef hún ætlar að vega og meta eitt eða annað á heiðarleg- an hátt, án þess að hræðast lýðskrumara, án þess að örvænta gagnvart þeim sem ætla öðrum stöðug óheilindi, eða hörfa und- an harðstjórum. Við þörfnumst sameigin- legra upplýsinga og verðum að búa yfir almennri þekkingu."2 Ef hún miðast aðeins við það sem ætlað er að skemmta okkur, þá munum við skemmta okkur til dauða“, eins og Neal Postman við New York há- skóla orðar það í samnefndri bók. Menn þurfa því að leggja mikið á sig til að verða sæmilega upplýstir borgarar. Guð forði okk- ur frá fólki sem fær allar sínar upplýsingar úr fjölmiðlum, margt að því sem þar er borið fram er blátt áfram órökrétt, því er ætlað að kitla eða heilla og beina hugsun okkar frá því sem raunverulega skiptir máli. Mest sláandi dæmið nú er það sem kalla má tilfinningaleg rök, að þau séu jafn rétt- há vísindalegum rökum, — t.d. að tilfinn- ingaleg rök Bandaríkjamanna í hvalamálinu séu jafn rétthá vísindalegum rökum Norð- manna og íslendinga. Það má vel vera að þegar allt kemur til alls verði íslendingar og Norðmenn að meta meiri hagsmuni í stað minni hagsmuna í hvalamálinu, en ef við höldum því fram að tilfinningaleg rök séu jafn rétthá vísindalegum rökum þá getum við allt eins farið að blístra á hvert annað“, eins og ágætur maður orðaði það eitt sinn. Vissulega eiga ijölmiðlar sinn þátt í að sameina heiminn og eyða fordómum. Sjón- deildarhringurinn víkkar og fjarlægðir milli þjóða minnka. Fjölmiðlar hafa þannig losað menn úr viðjum fáfræði og einangrunar.3 En fjölmiðlar ganga stundum of langt að mínu viti og koma á framfæri því sem er viðkvæmnismál og má kyrrt liggja, svo sem slúður af ýmsu tagi. Þannig ala þeir á og ýta undir lægstu hvatir manna. Ef menn taka lýsingum ijölmiðla gagnrýnislaust get- ur það orðið til þess að þeir tapi áttum og hætti að vega og meta sjálfir. Sú hætta er einnig fyrir hendi að við lifum um of í ímynd- uðum heimi fjölmiðla og skynjum heiminn á óraunsæjan hátt. Raunveruleikaskynið verður brogað. | ElNSTAKLINGURINN OG MANN- RÉTTINDIN Hlutverk ijölmiðla er að þjóna og þeir sem stjórna þeim verða að virða einstakling- inn og þau mannréttindi sem hann er bor- inn til. Það er ljóst að þriðja grein Mannrétt- indasáttmála SÞ þar sem kveðið er á um mannhelgi og stjómarskrárákvæðið um friðhelgi einkalífs er stundum þverbrotið af fjölmiðlum á íslandi. Það sem nefnt hefur verið sögulegir óvin- ir mannkynsins eru enn til staðar í heimin- um, svo sem fátækt, sjúkdómar, fáfræði og við verðum að halda áfram að beijast við þá. Eitt mikilvægasta verkefni framtíðar er að fræða heiminn, veita mönnum húsa- skjól og mennta fólk, gefa því tilfínningu fyrir því að það sé einhvers virði og sé tek- ið gilt. Ekkert er dapurlegra en menn án vonar. Við þurfum að sjá yfir þær hindran- ir sem era framundan. Vonin og fyrirgefn- ingin er uppspretta umbóta í heiminum og hjálpar okkur yfir öfgar og mistök. Bill Moyers líkir voninni við að vera stadd- ur aleinn á dimmum vegi og sjá ljós nálg- ast. Ef þú ert hungraður og sérð ferðamann út við sjóndeildarhringinn, þá vonar þú í fyrsta lagi að hann hafi mat meðferðis og í öðru lagi að hann deili honum með þér. En von sem beinist ekki að öðru fólki og viðurkennir ekki það samfélag sem við búum við er sem ógjaldgeng mynt.“2 Hinir Góðu Og Hinir Vondu Við höfum tilhneigingu til að skipta mönnum í tvo hópa, hina góðu og hina vondu, og það fær okkur til að líða vel. Það auðveldar mönnum að telja sig með hinum góðu, því þá komumst við hjá því að glíma við hin gráu svið siðferðisins, sem við verð- um að fást við að öllu jöfnu. í mörgum til- vikum er óhjákvæmilegt að flekka hendur sínar á því sviði, vegna þess að þar eru oft teknar ákvarðanir um álitamál. Auk þess yfírfæra menn, meðvitað og ómeðvitað, sín- ar slæmu tilfinningar yfir á hina vondu menn“ og halda þannig stöðu sinni með því að áfellast aðra. Þetta er rangt vegna þess að hið góða og illa gengur í gegnum sálar- líf sérhvers manns og það er okkar að leita hins góða og efla það með okkur, eins og spámaðurinn Amos hvetur okkur til að gera. í ljósi þessa er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir hvemig Jesús brást við ávirðingum annarra. Hann greindi sig aldr- ei frá þeim, eins og við höfum öll tilhneig- ingu til að gera. Við þörfnumst öll synda og ávirðinga náungans vegna okkar sjálfra. Segja má að við lifum á þessu, alla vega sum blöðin, þegar þau fara hamförum um líf einstaklinga. Þegar við viljum bæta sið- ferði annarra eigum við ekki að nota ávirð- ingar þeirra sem umbúðir um eigið ágæti. Ég hygg að við séum aldrei eins upptekin af okkur sjálfum og þegar við tönnlumst á misbrestum náungans. Gleymum því ekki að samkvæmt kristn- . um skilningi er til nokkuð sem kalla má siðferðilega synd. Hún er fólgin í lokaðri gæsku, þar sem við greinum að réttlæti og kærleika þannig að miskunnarleysið tekur völd. Versta afneitun á guðdómi Jesú Krists er afneitun fyrirgefningarinnar, afneitun krossins og sáttargjörðarinnar, sem er og á að vera eitt meginhlutverk kristinnar kirkju. Góður Guð gefi okkur öllum náð til þess að vinna að sáttargjörð í íslensku sam- félagi, sáttargjörð sem byggist á réttlæti, kærleika og miskunnsemi. Höfundur er prestur í Keflavík. Heimildir: Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir: Fjölmiölasiðfræði á íslandi. Sérefnisritgerð í guðfræði 1989, bls. 10. Ibid. bls. 17. Viðtal við Bill Moyers í tímaritinu The Rotarian. Ibid. bls. 57. • Ibid. bls. 65. Ibid. Ibid. Bernhard Haring: Free and Faithful in Christ, St. Pauls Publications 1979, Vol. 2, bls. 169. The Mass Media and the Makeup of a New Humanity. Ibid. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.