Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 2
„Kveldúlfur“ og frystingin Richard Thors. að tilraun þeirra Kveldúlfsmanna með sölu á frystum físki og því tapi, sem þeir hafi orðið fyrir. Nokkur hundruð þúsunda króna er mikið fé á þessum tíma, og ef haft er í huga að þegar andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins kröfðust uppgjörs Kveld- úlfs og þjóðnýtingar fyrirtækisins, 1937, töldu þeir skuldir félagsins umfram eignir ca. 1 ‘/2 milljón (en eigendumir töldu eign- ir fyllilega jafngilda skuldum), hlýtur að skipta nokkru máli hvemig til skuldanna var stofnað. En skyldi nú nokkurra upplýs- inga vera hægt að afla um það, hversu mörg hundruð þúsunda þarna var um að ræða? í blaði úr fómm Einars Sigurðsson- ar þar sem hann hefur skráð niður viðræð- ur við Elínmund Ólafs segir: „Sænska frystihúsið byrjaði hér frystingu 1930 og tók Kveldúlfur h.f. það að einhveiju leyti á leigu eða samdi við það um frystingu. Frystar vom þá 1100 lestir af fiski, sem sendur var laus í lest í kæliskipi til Spán- ar. Talið var að Kveldúlfur hafi tapað 450 þúsund krónum á þessari tilraun sinni.“ Sá annmarki er á þessari frásögn, að sam- kvæmt útflutningsskýrslum fyrir árið 1930 fóm einungis 702.6 lestir af frystum físki til viðskiptalanda Kveldúlfs, Spánar og Ítalíu þetta ár. Aðrar 560 lestir em fluttar til Svíþjóðar og Þýskalands þetta ár, en ólíklegt verður að telja að sá útflutningur hafí verið á vegum Kveldúlfsmanna, og líklegra að „Sænska" hafí annast þær söl- ur sjálft. Því hlýtur að hafa verið um að ræða 700 lestir en ekki 1100. En þótt magntala Elínmundar sé röng gæti krónut- alan auðvitað verið rétt fyrir því. Thor Hallgrímsson, sem hóf störf hjá Kveldúlfí 1936, telur sig hafa heyrt, að tilraunin hafi í fyrstu gengið allvel, en síð- an hafí Kveldúlfur orðið fyrir „dumping" (undirboðum) af hálfu keppinauta á salt- fískmarkaði, og hún því endað með miklu tapi, þótt ekki treysti hann sér til að nefna tölur þar að lútandi. KVELDÚLFUR HEFST HANDA En Ólafur lætur ekki sitja við hvatn- ingarorðin tóm. Ásamt bræðrum sínum í forystu Kveldúlfs hefst hann handa fljót- lega eftir opnun Sænska frystihússins 18. febrúar þetta ár um að frysta þann físk sem fæst tvo síðustu dagana í veiðiferðum togara félagsins, kaupa bátafísk til viðbót- ar, og senda síðan til Suðurlanda með frys- tiskipi og selja þar gegnum sölukerfí Kveldúlfs. Því miður virðist fátt um heimildir um hvemig þetta gekk fyrir sig, annað en óljósar fregnir um stórfellt tap þegar upp var staðið. Þó birtist í Morgunblaðinu hinn 8. júní 1930 viðtal við Richard Thors undir fyrir- Sjö Kvéldúlfstogarar við bryggju. að hefur verið furðulega hljótt um stórhuga til- raun Kveldúlfs og Thorsbræðra á fyrstu dögum íslensks frystiiðnaðar til "þess að frysta fisk í stórum stíl og koma honum á markað í helstu viðskiptalöndum sínum, Ítalíu og Spáni. Reyndar stóð tilraunin stutt, aðeins á árinu 1930, og endaði með stórfelldu tapi. En ef vel er að gáð má ef til vill rekja til þess taps fyrsta vísinn að Kveldúlfsmál- inu, sem 6-7 árum síðar hafði næstum leitt til uppgjörs og endaloka félagsins, í einhveijum heiftúðugustu stjórnmálaátök- um, sem orðið hafa hér á landi. Og svo mikið er víst, að Kveldúlfur, sem ævinlega hafði farið í fararbroddi í saltfiskverkun og sölu og síðar síldarbræðslu, forðaðist alla tíð frystiiðnaðinn eins og það brennda barn, sem forðast eldinn. í hinni frægu „Kveldúlfsræðu" sinni í Gamla bíói 23. janúar 1937 rekur Ólafur Thors nokkuð feril Kveldúlfs og forgöngu fyrirtækisins um margvíslegar nýjungar í fískverkun og verslun með fisk. Þar á meðal segir hann: „Fyrstir hófum við til- raun um hraðfrystingu svo nokkru næmi og Iögðum í það mörg hundruð þúsund krónur.“ Fleiri eru þau orð ekki þama. Nokkrum árum fyrr, eða á haustþinginu 1934 hafði Ólafur flutt frumvarp til laga um Fiskiráð og í ítarlegri greinargerð með því frumvarpi farast honum meðal annars svo orð um frystan fisk: „Það hefur lengi verið skoðun framtakssamra manna í framleiðendahópi, að hinar nýju aðferðir til að frysta físk opnuðu nýja og ótæm- andi möguleika fyrir íslenska fiskfram- leiðslu. Hafa einstakir menn þegar fyrir nokkrum árum gert stórfelldar tilraunir á því sviði og kostað til þeirra svo nemur hundruðum þúsunda króna, en ekki treyst sér til að fylgja þeim tilraunum eftir sem skyldi, og því ekki upp skorið sjálfum sér til handa og þjóðinni, svo sem líkur benda til að hægt muni, ef nægilegt fé væri fyr- ir hendi (leturbreyting ÓH). Með þessu hefur þó fengist mikil og dýrmæt reynsla, sem sjálfsagt er að hagnýta, og jafnframt hefur trú almennings vaxið á því, að ís- lendingar eigi þama geymda fjársjóði. Tók síðasti landsfíindur Sjálfstæðisflokksins málið til meðferðar og vom allir á einu máli um, að reynt skyldi hið allra bráð- asta að hefja tilraunir að nýju.“ Varla leik- ur vafí á að þama er Ólafur enn að víkja Brautryðjendastarfí félagsins lauk með stór- felldu tapi - Forðaðist frystinguna eftir það Síðari grein Eftir Ólaf Hannibalsson sögninni: „Stórmerk nýjung. „Kveldúlfur“ gerir tilraun með sölu á frystum físki til Spánar og Ítalíu.“ Richard er spurður hvernig til hafí tek- ist? „Um það er raunar ekkert hægt að segja að svo stöddu, en þó vil ég þegar geta þess, að jeg hefí verið og er enn bjartsýnn á farsælan framgang þessa máls... Mjer hefur verið það ljóst ærið lengi, að eitthvað þyrfti að fara að breyta til um meðferð og sölu á íslensku fískframleiðsl- unni, sem altaf fer vaxandi ár frá ári, jafn- framt því sem framleiðslan vex í öllum hinum framleiðslulöndunum, svo sem Fær- eyjum, Noregi og Nýfundnalandi. Þótt neysla saltaðs fiskjar fari, að mínu áliti, vaxandi í aðalmarkaðslöndunum, Spáni, Portúgal, Ítalíu og Suður-Ameríku og víð- ar, þá hefur það sýnt sig að hún vex ekki að sama skapi og framleiðslan. - Ekki tekst heldur að vinna nýja markaði fyrir saltfiskinn, sem svari framleiðsluaukanum, og hætt er við, að aldrei takist að ná, svo um muni, til hinna efnaðri neytenda með þessa vörutegund. Þeir kjósa heldur ný- metið...“ -Er ekki hætt við að fískurinn skemm- ist, þegar hann er kominn á land suður í löndum?, spyr blaðið. -„Hjeðan af óttast ég það ekki. Kælihús- in, þar sem fískurinn er geymdur, eru að vísu ófullnægjandi til þess að geyma í þeim frysta fískinn. En með nokkurri fyrir- höfn og sjerstökum útbúnaði hefur okkur nú tekist að fá ráðna bót á þessu, á þeim stöðum, sem frysti fískurinn hefur verið sendur til. Hjer á landi er fiskurinn frystur glænýr, á leiðinni helst hann gaddfrosinn og nú er hægt að geyma hann, jafnvel langan tíma, óskemdan í markaðsborgun- um, svo að þegar neytandinn fær hann og búið er að þíða fískinn upp, er hann algerlega sem nýveiddur." Undirboð Blaðið spyr hveijir séu aðalerfiðleikar á því að mikill hluti fískframleiðslu okkar verði fluttur út með þessum hætti - sem frystur fískur? -„Þeir eru æði margir og vil ég sem minst um þá tala, að svo stöddu, eða meðan verið er að vinna á þeim og ekki er að fullu vitað hversu veigamiklir þeir eru. Það má þó geta þess að sumir af físk- innflytjendunum á Spáni hafa gert all-ótví- ræðar tilraunir til þess að hefta eðlilegan framgang þessa þjóðþrifamáls okkar.“ Hér ýjar Richard að því sem mun hafa orðið raunin á, að ýmsir keppinautar þar syðra hafí notað viðskiptasambönd sín hér á landi til að afla sér upplýsinga um hve- nær væri von á frystiskipi Kveldúlfs, yfír- fyllt þá markaðinn með ferskum fiski, sennilega frá Bretlandi, og undirboðið frysta fískinn fyrir Kveldúlfi, sem þá sat uppi með hann í ófullnægjandi kæligeymsl- um, þar sem hann lá undir skemmdum. Richard vill þó í viðtalinu ekki trúa að svo geti farið. Þessi andstaða keppinaut- anna sé á misskilningi byggð. Fiysti físk- urinn sé alls ekki í samkeppni við saltfisk, heldur í raun annar markaður við hlið hins. „Og þótt svo færi, að mikið yrði fryst af físki hjer og verð á saltfíski hækki af.þeim ástæðum, þá má innflytjendur gilda það einu, ef þar með er dregið úr verðsveifluá- hættunni, sem af eðlilegum ástæðum er höfuðóvinur allra, sem við fískverslun fást ... Því meiri sem saltfiskframleiðslan er því lægra verður verðið." En Spánveijar, og ítalir líklega líka, sáu ekki hlutina sömu augum og Richard. Tilraunin fór út um þúfur. Stjómmálamaðurinn Ólafur Thors hélt áfram að sjá frystiiðnaðinn, sem hina stóra lausn á físksölumálum okkar íslendinga og vinna að framgaugi hans eftir megni á löngum og farsælum stjórnmálaferli. En ættarfyrirtækið, Kveldúlfur, kom þar ekki frekar við sögu. Raunar hef ég heyrt eftir Sverri Kristjánssyni, sagnfræðingi, sem eitt sinn var Richardi Thors samferða milli landa á Gullfossi, að Richard hafí látið svo um mælt að heilladísirnar hafi bragðist þeim Thorsbræðram 1930, og þangað mætti rekja flesta erfiðleika fyrirtækisins. Má kannski segja að togaraútgerðin öll hafa látið sér þessar ófarir Kveldúlfs að kenningu verða. Frystiiðnaðurinn varð verkunaraðferð bátaútgerðarinnar fyrst og fremst. Það varð ekki fyrr en áratugum seinna að tog- arar urðu undirstaðan í hráefnisöflun frystihúsanna og þá mest fyrir utanaðkom- andi orsakir, eins og löndunarbannið í Bretlandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.