Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 5
rétt til éigria eða goðorðs Þorvarðar. Fyrst sjást þeir frændurnir saman á sviðinu þeg- ar prestssaga Guðmundar Arasonar segir frá því að þeir eru á Hálsi í Fnjóskadal hjá Þorvarði Þorgeirssyni sem þar bjó þá, og var þar þá einnig Ingimundur Þorgeirs- son fóstri Guðmundar. Sagan segir: „En er þeir bræður bjuggu svo í stoðrenni þá áttu þeir Guðmundur og Ögmundur leika saman og mart annað ungmenni með þeim. En til hins sama atferlis kom jafnan um leik þeirra hvað sem fyrst var upp tekið að Guðmundi var ger mítra og bagall og messuföt, kirkja og altari, og skyldi hann vera byskup í leiknum en Ögmundi öx og skjöldur og vopn og skyldi hann vera her- maður. Þótti mönnum það vera fyrirspá mikil þá er það kom fram um hvorn þeirra sem ætlað var.“ Það má gera sér í hugarlund að þegar sveinarnir tveir léku sér í hlaðvarpanum á Hálsi þá hafi leikur þeirra markast af því að hvorugur var borinn til auðs eða upp- hefðar. Foreldrar þeirra höfðu séð fyrir því. Báðir voru þeir laungetnir og móðurarf- ur þeirra það eina sem þeim bar. Auk þess hafði a.m.k. Ari faðir Guðmundar sóað hluta af eigum móður hans á meðan hann var í bemsku. Þeir frændur völdu þess vegna þann farveg sem efnilegum og metnaðarfullum unglingum var líkleg- astur til frama þegar skorti á stuðning ættarinnar. Guðmundur valdi prestskap en Ögmundur framaði sig erlendis strax þegar hann hafði aldur til. 1185 fór hann til Noregs og kom sér í kærleika við Jón kuflung, sem taldi sig son Inga konungs Haraldssonar, væntanlega vegna fyrri kynna Þorvarðar föður hans af Inga kon- ungi og vegna veru Ara Þorgeirssonar með Magnúsi konungi Erlingssyni. Ögmundur kom út 1192 og fór fyrst til Teits Oddssonar á Valþjófsstöðum í Fljóts- dal en hann var giftur Helgu hálfsystur Ögmundar, þarna var hann vetrarlangt. Þótt ekki fari sögum af vist Ögmundar í Fljótsdalnum þá hefur hún verið með ein- hverjum þeim hætti að Teiti hefur mislík- að, a.m.k. segir saga Guðmundar dúra að „Þá þóttist Teitur hann ærið lengi hafa haft í lotu“. Ögmundur fór nú norður í Fnjóskadal og settist að á Draflastöðum en þar bjó annar mágur hans er Brandur hét, þar var einnig á vist systir Brands sem Þuríður hét gift kona og var maður hennar erlendis, hann hét Björn Hallsson og var faðir Björns Hallur Ásbjarnarson á Fornastöðum fornvinur og fylgdarmaður Þorvarðar Þorgeirssonar. Þrátt fyrir þetta brá Ögmundur ekki vana sínum, honum þótti Þuríður girnileg til ásta enda segir sagan: „Hún var væn kona og garpur mikill í skapi.“ Þessa konu lagði Ögmundur í rekkju hjá sér og gerði henni barn. Bæði hafa þau verið stór í sniðum og sambandið átakamikið því sag- an segir: „Þau Ögmundur og Þuríður voru óþokkaleg ásamt því hvorutveggja var óskapsmaður.“ Hér fór sem fyrr að Brandi mági Ög- mundar þótti engin húsprýði að honum og lét hann fara frá Draflastöðum á vor- dögum 1194. Ævintýri þeirra Þuríðar end- aði þannig að Björn maður hennar kom til Islands þetta sumar og segir sagan: „og færði Ögmundur honum (þ.e. Birni) konu sína og bauð honum sjálfdæmi og sættust að því.“ Áð mér læðist sá grunur að hér hafi konan sem sagt var að verið hefði væn kona og garpur mikill í skapi ekki verið spurð mikið ráða, þeir gerðu upp málin eiginmaðurinn og elskhuginn og ráðspjöll- in voru gerð upp með silfri. Þegar hér var komið sögu virtist ögniundur hafa verið kominn á önnur mið í kvennamálum og sem fyrr skeytíi hann engu um hvrir fyrir varð. Þegar hann fór frá Draflastöðum bauð honum til sín einn af stórbændunum við Eyjafjörð, Þórður Þórarinsson í Lauf- ási. Einn af vinum og fylgdarmönnum Þorvarðar Þorgeirssonar. LlFÐI AF FYRIRSÁTINA Þórður mun hafa verið nýkvæntur þegar hér var komið sögu og þá annarri konu sinni því hann átti uppkomna syni þegar hér var komið. Seinni kona Þórðar var Margrét Odds- dóttir systir Teits á Valþjófsstöðum og er sem ummæli Teits sem fyrr var getið fái nýjan svip þegar framhald sögu Ögmundar er rakið. Hafi Margrétferið ógefin heima- sæta á Valþjófsstöðum veturinn sem Ög- mundur dvaldi þár er ekki ólíklegt að kynni hafi tekist með þeim. Hvað sem því líður fór svo að Þórði bónda í Laufási þóttu kynni húsfreyju sinnar og Ögmundar fullnáin og vist hans í Laufási lauk snögglega eins og verið hafði annars staðar, um vorið fór hann þaðan og á ný í Draflastaði. Hann vandi komur sínar títt í Laufás og sat á tali við húsfreyju, urðu þessar heimsóknir þeim Laufáshjónum að sundurþykki. Það endaði með því að Margrét fór frá Laufási og austur á firði til Teits bróður síns. Þórður fékk Hákon son sinn til að vera í Laufási sér til trausts á meðan Ögmund- ur var ofan foldar. Að einni heimsókn Ögmundar lokinni kvaddi Hákon til bræð- ur sína þá Dagstygg og Hildibrand og 3 húskarla í Laufási. Þeir félagar gerðu Ögmundi sem fór með annan mann fyrir- sát. Við mikinn liðsmun var að etja og fór svo að lokum að þeir Laufæsingar töldu sig hafa sært Ögmund t'il ólífis. Þegar hér var komið átti Hákon Þórðarson allskostar við Ögmund en hér gerðist það sem heyra má til einsdæma á þessari tíð að Hákon bar bræður sína ráðum og skildi Ögmund eftir í blóði sínu án þess að ganga á milli bols og höfuðs á honum. Þórði bónda þótti slælega að unnið þeg- ar synir hans komu heim í Laufás og sögðu tíðindin og kvað beiðni Ögmundar um prestsfund aðeins sína slægð hans. Þar reyndist Þórður hafa getið rétt til því þeg- ar prestur mætti heiman frá Laufási var Ögmundur á bak og burt. Hann komst heim á Draflastaði og þá var kölluð til Álfheiður kona Halls á Fornastöðum, væntanlega móðir Björns sem Ögmundur kokkálaði árið áður, og var Álfheiður til- kölluð til að gera að sárum Ögmundar. Þessi mál voru síðan gerð upp á sátta- fundi án þess að sættin héldist nema skam- man tíma og var það Ögmundur sem olli þar afbrigðum. Nú fóru í hönd í byggðunum við Eyja- förð meiri atburðir en þeir að heimamenn stórbænda færu rekkjuvillt. Öll virðast þau ráð undan rifjum Kolbeins sálmaskálds Tumasonar á Víðimýri runnin. Þeim lykt- aði með því að Önundur Þorkelsson í Lönguhlíð var brenndur inni og að því loknu voru synir Þórðar í Laufási höggnir til hefnda eftir Önund, en þeir voru hálf- bræður, sammæðra, Þórður í Laufási og Guðmundur dýri. Svo er að sjá að Ögmundur sneiss hafi gengið til liðs við Guðmund dýra að lok- inni Önundarbrennu. Hann kemur þó lítt við þau átök en þeim lyktaði með því að búið var að hrekja tengdamenn Önundar úr Eyjafirði, þeirra sér stað síðar í liði Guðmundar góða. Þorgrímur alikarl tengdasonur Önundar er á einum stað kallaður fóstbróðir Guðmundar og Vigfúss kennimaður Önundarson var einn helsti fyrirmaðurinn í liði byskups. Með þessum hætti hafði Kolbeini Tuma- syni tekist að rýma til fyrir Sigurði Orms- syni mági sínum en Sigurður kallaði síðan til Sighvat mág sinn Sturluson. Sighvati reyndist eftirleikurinn auðveld- ur að ná fullum yfirráðum yfir Eyjafirði. Það gerðist með því að hann lét drepa Hall á Hrafnagili Kleppjárnsson en Hallur átti fyrir konu Ingibjörgu Guðmundsdóttur dýra ekkju Þorfinns Önundarsonar. Morð Hrafns á Hrafnagili bróður Einars skemm- ings var síðasta höggið í þennan knérunn. Það er þess vegna engin tilviljun að þess- ir ættmenn Guðmundar góða sjást alltaf í för aðalóvina Sturlunga hverjir sem þeir voru. Enn var eftir að hrekja Ögmund sneiss úr héraði. Hann var nú farinn að stillast í kvennamálunum, í það minnsta fer minni sögum af þeim utan það að hann kvæntist og hét konan Sigríður Eldjárnsdóttir af Espihóli. Ekki er getið barna þeirra en í fornum máldaga frá Þönglabakka í Fjörð- ur er getið reka Ögmundar Sveinssonar. Freistandi er að telja að hér sé um mislest- ur að ræða og þar eigi að standa rekar Ögmundar sneiss. Sami máldagi getur rekhvala Þórðar úr Laufási og reka Orms Ögmundssonar. Það er freistandi að telja Orm þennan son Ögmundar sneiss. Því til stuðnings er getið í Eyjafirði um miðja 13. öld Þórðar bónda Ormssonar á Espihóli og Einars Ormssonar í Gaddsvík (Garðsvík) sem gætu tímans vegna verið sonarsynir Ög- mundar. Hvað sem líður þessum bollalegg- ingum er vitað að Ögmundur átti son sem hét Þorvarður og bjó austur í Hofteigi á Jökuldal, kona Þorvarðar hét Gró og var dóttir Einars „klerks“ Ásbjörnssonar sem um langan aldur var prestur á Einarsstöð- um í Reykjadal en var 1208 18 ára gamall í liði Guðmundar byskups í Víðinesi. Einar átti fyrir konu Ingibjörgu dóttur Þórðar í Laufási og er langlíklegast að Ingibjörg hafi verið dóttir Margrétar Oddsdóttur. SÍÐUSTU ÁR JÖKULDÆLINGS- INS Ögmundar getur lítið við mál um nokk- urra ára skeið. Þorvarður Þorgeirsson gekk í klaustur á Munka-Þverá 1201 og lést 1207. Ögmundur virðist taka við manna- forráðum hans og komast í nokkur efni, þess er getið að hann eigi goðorð í félagi við Hall á Hrafnagili. Það er ekki fyrr en 1208 að Guðmund- ur frændi hans Hólabyskup er kominn í harðan slag við Kolbein og Arnór Tuma- syni og Sigurð Ormsson og fleiri höfðingja að Ögmundur bregst við og kemur bys- kupi til hjálpar. Til bardaga kom eftir að Ögmundur hafði árangurslaust reynt að miðla málum en þarna áttu hlut að máli mágur hans Kolbeinn Tumason og bræðr- ungur Guðmundur byskup. Lyktir bardagans urðu þær að Kolbeinn féll en aðrir höfðingjanna flúðu í skjóli myrkurs. Ekki fór hjá því að þvílíkir at- burðir yrðu til að vekja snörp viðbrögð með höfðingjastéttinni. Hún sameinaðist að mestu í herför gegn Guðmundi byskupi þar sem liði hans var tvístrað og hann handtekinn. Þeir fylgismenn hans sem ekki voru drepnir urðu að sæta afarkostum og var Ögmundur einn af þeim. íslendinga- saga segir: „Ögmundur lét hundrað hundr- aða og héraðsvist áður létti. Fór hann þá austur í Hofsteig." Af þessu má ráða að Ögmundur hefur verið orðinn allvel efnum búinn. Ekki verður séð hvað varð um mannaforráð þau er hann hafði en líkleg- ast að Hallur samgoði hans á Hrafnagili hafi farið með goðorðið allt. Olnbogarými Sighvats Sturlúsonar jókst enn og náði hámarki við dráp Halls á Hrafnagili. Við þetta hverfur Ögmundur sneiss sjónum okkar í 25 ár eða til ársins 1234. Þá er flokkadrættir með Norðlend- ingum, annars vegar voru Sighvatur á Grund og fylgismenn hans, hins vegar Kolbeinn ungi og Órækja Snorrason og í liði þeirra var þá Guðmundur byskup Ara- son orðinn blindur og karlægur en skrift- aði mönnum Kolbeins kvöldið áður en reiknað var með átökum. Kolbeinn ungi hafði sent austur á land eftir liði og fór Þórarinn á Valþjófsstöðum með fjörutíu manna flokk til liðs við Kol- bein. „Þar var þá með honum Ögmundur sneis og var hann þá á hinum átta tigi vetra og sögðu menn svo að hann þætti þar þá manna víglegastur í því liði.“ Ekki fór þó svo að þeir frændurnir og æskufé- lagarnir ættu eftir að hittast. Þegar Þórar- inn kom í Reykjadal með flokk sinn fékk hann þær fréttir að Kolbeinn og Sighvatur hefðu sæst og sneru Austfirðingar þá heim. Ögmundur sneiss dó árið 1237, líklega áttatíu og þriggja ára. Sama ár dó Guð- mundur byskup Arason. Þeir fengu ekki að lifa það að andskotar þeirra, Sturlung- ar, væru kvistaðir niður eins og búfé, það gerðist á Örlygsstöðum ári síðar. Tæpum 30 árum síðar þegar Eyfirðingar sóru Noregskonungi skatt eru það afkomendur hinna fornu Eyfirðinga sem með völdin fóra, þeir Hallur á Möðruvöllum í Eyja- firði Jónsson, Þorvarður Þórðarson í Saurbæ og Guðmundur á Hrafnagili. Áður hefi ég sett fram tilgátu um upprana Guðmundar á Hrafnagili. Hallur á Möðru- völlum var sonur Jóns Örnólfssonar Jóns- sonar. Líklega hefur faðir Örnólfs verið Jón svarti Þorvarðarson og eru tilgátur um að Jón hafi verið föðurbróðir Þórðar í Laufási,' sonur Þorvarðar í Njarðvík í Borgarfirði eystra Einarssonar af kyni hinna fomu Möðruvellinga. Tvennar tilgátur eru um uppruna Þor- varðar í Saurbæ. Önnur er að hann hafi verið sonur Þórðar prests Önundarsonar og Hallberu dóttur Þorðvarðar Þorgeirs- sonar. Hin er að faðir Þorvarðar í Saurbæ hafi verið Þórður Þórarinsson í Laufási og móðir hans þá væntanlega Margrét Odds- dóttir. Eg hef rakið hér eftir heimildum ævi- hlaup Ögmundar sneiss, þessa fyrsta Jökuldælings sem að marki kemur við sögur. Mér hefur verið saga Ögmundar hug- leikin eftir því sem ég hefí velt henni meira fyrir mér, enda persónan stórbrotin. Hann var óeirinn í æsku og sást lítt fyrir og vinur vina sinna þegar á reyndi og hirti þá ekki um afleiðingarnar. Höfundur er formaður og starfsmaður Verka- lýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði. ALEXANDRA GUNNLAUGSDÓTTIR Lífsins dáns Ég stend í vindi á fjallstindi og við mér blasir fögur sýn. Ég sé allt líf á jörðu niðri hvert einstakt blóm. Allt nýtur sín. Og allir dansa í sama takti, takti lífsins hér á jörð. Og í þeim takti dunar regnið og vætir tún og holtabörð. Já, sá dans er fagur eins og sjálf sólin og öll börn lífsins eru með. Allir, dansa, fagra dansinn öll dýr og skógar og þú og ég. Höfundur er 14 ára Kópavogsbúi, nem- andi í Þinghólsskóla. MARÍA SKAGAN Þérjöklar O hve ég sakna yðar þér hvítskyggndu jöklar í órafirrð gædda slíkri nánd að ég kenndi eilífðina innst í hjarta er ég leit yður berum augum. ígær Grænklædda konan kom til mín í gær og sagði: Þú ert ekki ég þú ert líka gul Ég leit á hana og sá að hún var líka blá. Og ég þagði. BJÖRG FINNSDÓTTIR Nætur- sfemmning / næturhúminu sé ég tár mín falla yfir ásjónu þína. Þú strýkur þau burt með höndum þínum. Og þykkar hlýjar varir þínar, láta mig gleyma angist morgun- dagsins. Höfundur vinnur í Listasafni íslands og hefur gefið út bók, „í sólskinsskapi,” 1987. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. SEPTEMBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.