Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 4
4 ! I Útsýni til Möðruvalla í Hörgárdal og út með Eyjafirði. ÖGMUNDUR SNEISS Sögur Sturlungaaldar eru saga átaka um völd og eignir. Þar bregður fyrir svikum og níðingsskap sem er fjarri þeim gildum drengskapar og heiðar- leika sem sagnaritarar þessarar sömu aldar gæða sögupersónur sínar sem uppi voru tveimur Ögmundur sneis dó árið 1237, líklega áttatíu og þriggja ára. Sama ár dó Guðmundur byskup Arason. Þeir fengu ekki að lifa það að andskotar þeirra, Sturlungar, væru kvistaðir niður eins og búfé; það gerðist á Örlygsstöðum ári síðar. Eftir HRAFNKEL A. JÓNSSON öldum fyrr. Sögurnar enduróma löngun alþýðunnar á þessum tíma um frið fyrir ofstopafullum og metnaðarfullum höfð- ingjum sem settu sér eigin lög og virtu að vettugi öll viðurkennd siðalögmál. Al- menningur þessa tíma átti ekki í nein skjól að venda utan kirkjunnar sem þó var tæki í höndum höfðingjaættanna íslensku til að skara eld að eigin köku. Það var við þau skilyrði sem Guðmund- ur Arason góði varð byskup á Hólum. Ekki fer á milli mála að kjör hans var leikur í valdatafli höfðingjanna íslensku. Ásbirningarnir í Skagafirði hugðust koma sér upp stuðningsmanni á Hólum, en helsti höfðingi Skagfirðinga á þessum tíma, Kolbeinn Tumason, var kvæntur náfrænku Guðmundar, Guðríði dóttur Þorvarðar Þor- geirssonar sem var höfðingi í Eyjafirði og Þingeyjarþingi. Þorvarður var aftur á móti föðurbróðir Guðmundar Arasonar. Það er hægt að ganga út frá því sem gefnu að kjör Guðmundar hafi verið banda- lag þessara tveggja manna eða ætta sem þeir voru höfðingjar fyrir. Sagan lætur að því liggja að Guðmund- ur hafi alist upp við kröpp kjör. Faðir hans, Ari Þorgeirsson, var ævintýramaður sem tók saman við gifta konu, Úlfheiði Gunnarsdóttur, hann átti með henni 4 börn en fór síðan til Noregs þar sem hann gekk á hönd Magnúsi Erlingssyni Noregs- konungi og þar var hann drepinn í innan- landsróstum þeim sem þar geisuðu. Það kemur fram að Úlfheiður móðir Guðmund- ar hefur verið efnuð því hún er sögð hafa lagt Ara til Í5 hundruð í lausafé sem hann sólundaði. Þegar uppruni Úlfheiðar er skoðaður má finna nokkur rök fyrir því að henni og síðan Guðmundi syni hennar hafi fallið í arf Möðruvellir í Hörgárdal. Eignarhald á Möðruvöllum er óljóst allan þann tíma sem sögur Sturlunga spanna. í sögu Guðmundar dýra er sagt frá Halli Gunnarssyni af Möðruvöllum og síðar af Einari Hallssyni af Möðruvöllum sem átti frændsemi og goðorð með Önundi Þorkelssyni í Lönguhlíð. Ekki kemur fram á hvaða Möðruvöllum þessir menn bjuggu. Ýmissa hluta vegna hafa útgefendur talið að átt væri við Möðruveffi í Eyjafirði. Þetta held ég að sé rangt, þeir hafa verið kennd- ir við Möðruvelli í Hörgárdal og þar hefur búið Sleggju-Gunnar Helgason móðurfaðir Guðmundar Arasonar. Börn hans auk Úlf- heiðar móður Guðmundar Arasonar hafa verið Hallur faðir Einars og annaðhvort Þorkell faðir Önundar í Lönguhlíð eða móðir Önundar. Þorvarður Þorgeirsson býr um tíma á Möðruvöllum hugsanlega í umboði Úlfheið- ar. Næst býr þar Þorgrímur alikarl Vigfús- son tengdasonur Önundar Þorkelssonar. Næst fréttist það af Möðruvöllum að Guð- mundur Arason setur þar Sigurð Ormsson frá Svínafelli þegar byskup fær hann norð- ur sér til styrktar í upphafí byskupsferils síns. Uppruni Sigurðar Lög- MANNS GUÐMUNDSSONAR Mest alla 13. öldina virðast Hólabyskup- ar fara með hald á jörðinni átölulaust eða allt þar til Sigurður lögmaður Guðmunds- son frá Hlíð (Lögmannshlíð) gerir tilkall til jarðarinnar og telur hana erfðagóss. Tilkall Sigurðar virðist byggt svo sterkum rökum að Jörundur byskup Þorsteinsson treystir sér ekki til að halda eignarhaldi kirkjunnar til streitu en geldur Sigurði verð fyrir. Nú er uppruni Sigurðar ókunnur, en að mínum dómi er hann annaðhvort afkom- andi Halls Gunnarssonar eða Önundar í Lönguhlíð. Tilgáta mín er að faðir Sigurð- ar lögmanns í Hlíð hafí verið Guðmundur á Hrafnagili einn helstu bænda í Eyjafírði um miðja þrettándu öld og einn þeirra þriggja bænda úr Eyjafírði sem sóru Há- koni gamla hollustueiða 1262. Nokkrar bollaleggingar hafa verið um uppruna Guðmundar á Hrafnagili meðal fræðimanna, ýmist hafa menn viljað hafa hann son Halls Kleppjárnssonar á Hrafna- gili og Ingibjargar dóttur Guðmundar dýra og þá fæddan skömmu fyrir víg Halls 1228 eða þá sonarson Einars sem íslend- ingasaga segir annan tveggja sona Halls á Hrafnagili. Varðandi þetta þá er því til að svara að ekki er getið nema tveggja sona Halls og Ingibjargar þótt ekki sé fýrir það að taka að Guðmundur var svo kunnur maður og kemur það oft við sögur og líkur eru meiri en minni að hann væri talinn með öðrum sonum Halls. Ég tel að synir Halls á Hrafnagili hafi flæmst úr Eyjafirði undan yfírgangi Sighvats Sturlu- sonar, Kleppjárns Hallssonar er getið sem bónda úr Skagafirði og þá undir áraburði Ásbiminga og þar fellur hann í Haugsnes- bardaga með Brandi Kolbeinssyni 1246. Þegar Þórður kakali fór í hermdarför í Vatnsdal 1243 var meðal manna sem menn hans misþyrmdu góður bóndi á Giljá sem hét Einar Hallsson, þar held ég að hafi verið Einar frá Hrafnagili. Meðaf helstu fylgismanna Guðmundar byskups Arasonar var maður sem hét Ein- ar og var kallaður skemmingur, Einar þessi varð banamaður Tuma Sighvatssonar þegar hann var drepinn á Hólum. Saga Guðmundar Arasonar kynnir Einar með þessum hætti: „Einar var nefndur inn þriðji og var kallaður skemmingur. Hann var frændi Guðmundar byskups og hafði feng- ið stórar skapraunir af Sturlungum í mannamissi og fésköðum." Síðan þegar Tumi Sighvatsson er kominn í hendur byskupsmanna og þeir ráðslaga um örlög hans þá segir sagan: „Einar skemmingur kvað hann eigi hafa svo skipt goðorðum fyrir norðan land að hann skyldi lifa leng- ur og vá að honum.“ Eftir að hafa skoðað þetta í samhengi er mér nær að halda að Einar skemmingur og Einar Hallsson af Möðruvöllum séu einn og sami maðurinn, bróðir Einars var Hafur ráðamaður á Hrafnagili en hann lét Sighvatur drepa í hefnd eftir Tuma son sinn. Ég tel að synir Einars skemmings hafi verið Guðmundur á Hrafnagili, Þorsteinn faðir Jörundar byskups á Hólum en ísl. fombréfasafn vitnar um sameign Jörundar byskups og Sigurðar lögmanns í Hlíðarrek- um Möðruvalla í Hörgárdal, þriðji sonur Einars skemmings hefur verið Grímur bóndi í Hlíð (Lögmannshlíð) en hjá honum áði Gissur Þorvaldsson í einni hefndarför sinni eftir Flugumýrarbrennu, þar er talað um Grím Einarsson skeggs og er litið svo á af útgefendum sögunnar að Grímur hafi borið viðurnefnið skegg. Ég held að viður- nefnið eigi við föðurinn Einar og að það hafí verið skemmings, það hefur verið mjög auðvelt að mislesa það og breyta skemmings í skeggs. Á þennan hátt gat Sigurður í Hlíð hafa erft Möðruvelli í Hörgárdal. Ég hefí farið hér mörgum orðum um eignarhald á Möðruvöllum í Hörgárdal, tilgangurinn er að færa fyrir því rök að jörðin hafí verið erfðagóss Guðmundar góða og ein ástæða þess að hann var kos- inn byskup á Hólum. Mér er nær að halda að átök Sturlungaaldar hafi endurspeglast af útþenslustefnu Sighvats Sturlusonar í Eyjafírði þar sem hann ekki einasta náði fornum goðorðum Eyfírðinga og Þingey- > inga í sínar hendur, heldur lagði undir sig forn ættaróðul eins og gerðist með Grund í Eyjafírði og Mörðuvelli í Hörgárdal, en Möðruvellir hafa komist í hendur Sturl- unga að Sigurði Ormssyni liðnum en Tumi eldri Sighvatsson var fóstursonur Sigurð- ar. í ljósi þess ber að skoða ummæli Ein- ars skemmings þar sem hann stóð yfir höfuðsvörðum Tuma á Hólum. Það varð hins vegar hlutskipti Guð- mundar að berjast gegn ofurvaldi og sið- leysi höfðingjaveldisins íslenska sem hann var þó upprunninn úr. Guðmundur varð fyrir vikið átrúnaðargoð alþýðúnnar, sverð hennar og skjöldur. Það er í tengslum við þessa baráttu Guðmundar sem frændi hans Ögmundur sneiss gengur fram á sviðið. Hermaður Og Kvenna- MAÐUR Ögmundur var launsonur Þorvarðar Þor- geirssonar og átti af þeim sökum engan 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.