Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 6
Meira um líf og
list Gunnlaugs
Óskars Scheving
Hér á eftir fer ýmislegt um Gunnlaug Óskar
Scheving, en um hann var gerður sjónvarps-
þáttur fyrir nokkru síðan sem hét „Um líf
og list Gunnlaugs Óskars Scheving“. Þessi
þáttur þótti mér að mörgu leyti góður en
stundum ekki farið með rétt mál.
Gunnlaugur Scheving
bjó í Hafnarfirði árin
1948-1956, en dvaldi
langdvölum í Grindavík
fyrir þann tíma. Fór hann
þangað oft til að viða að
sér myndefni. Á þessum
árum málaði hann
húsamyndir og
sjávarmyndir með þykkri
litaáferð, en eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur
breytti hann um stíl.
Myndir hans urðu þá
með þunnri litáaferð.
Eftir Svein Björnsson
Gunnlaugur var mér mjög kær enda
maðurinn ljúfur en ákaflega sérstakur
persónuleiki sem leitun var að þá og er
enn. Ég kynntist honum árið 1948 þegar
hann flutti í hús sem hann byggði að
Sunnuvegi 5 í Hafnarfirði en þá átti ég
heima að Sunnuvegi 6, leigði þar. Þá var
ég að byija að fást við að mála.
Það var flott hús sem Gunnlaugur
byggði, kannski ein besta vinnustofa lista-
málara hér á landi í þá tíð. Húsið var
byggt með það í huga að þar byggi aðeins
einn maður, lítið svefnherbergi og lítið
eldhús en vinnustofan alveg stórkostleg
með góðri ofanbirtu og sérstakan útbúnað
til að koma mjög stórum myndum út og
inn. Húsið var smíðað af starfsmönnum
hjá Dröfn í Hafnarfirði.
Gunnlaugur málaði strax mikið en svo
fór að hann gat ekki sofið í húsinu. Hann
talaði við mig um þetta vandamál og spurði
hvort ég vissi um herbergi til leigu handa
honum. Ég bauð honum þá strax herbergi
hjá mér að Sunnuvegi 6 eftir að hafa tal-
að við leigjanda minn, Hákon Helgason,
teiknikennara, sem var mjög hlynntur list-
um. Hákon gerði engar athugasemdir við
það að Gunnlaugur leigði hjá mér. Gunn-
laugur var mjög ánægður með þetta og
flutti strax inn á heimili mitt með sængina
sína.
Mér fannst það mjög undarlegt, að
Gunnlaugur gæti ekki sofíð í húsi sínu og
svaf þar í tvær nætur. Ekki varð ég var
við neitt undarlegt. Þrátt fyrir það vildi
Gunnlaugur ekki sofa í húsinu.
A þessum tíma var ég meira eða minna
úti á sjó en ég var þá skipveiji á togaran-
um Júlí. Um hátíðar var Gunnlaugur oft
eitthvað miður sín og lá í rúmi sínu með
handklæði fyrir augum en kona mín, Sól-
veig, hugsaði vel um hann. Gunnlaugur
var oft hjá okkur um jól og páska, hann
var einmana sál og leið oft illa vegna fá-
tæktar, enginn keypti myndirnar hans og
hann var alveg vonlaus. Ég komst einu
sÍQni að því að hann hafði borðað Frónkex
í alla mata og bauð honum nokkrum sinn-
um í mat.
Gunnlaugur málaði mikið í vinnustofu
sinni, stórar myndir en fór oft til Grinda-
víkur að mála, húsamyndir og sjávarmynd-
ir. Hann byijaði þar á myndunum en klár-
aði þær síðan á vinnustofunni í Hafnar-
firði. Húsamyndirnar voru stórkostlegar
en Gunnlaugur varð fyrst frægur fyrir
eina þeirra, „Hvítt hús við úfinn sjó“ sem
seldist á safn í Svíþjóð. Þessar myndir
voru með „saltbragði“ mjög þykkt málaðar
þannig að þær gátu staðið upp við vegg
án blindramma. Margar þessara þykku
mynda var Gunnlaugur búinn að mála
áður en hann flutti til Hafnarfjrðar, þær
voru lengi í vinnslu.
Björn Th. talar ekki um þessar þykku
myndir í fyrrnefndum sjónvarpsþætti,
hann hefur kannski ekki kynnst Gunn-
laugi á þessum árum, 1948-1956. Húsa-
og skipamyndir Gunnlaugs voru alveg frá-
bærar, einu sinni var hann búinn að taka
sjávarmynd af blindrammanum sem var
100-120 sm og setja hana við útidyr, not-
aði hana sem mottu. Ég spurði Gunnlaug
hvort ég mætti ekki eiga þessa mynd en
hann sagði að þetta yrði aldrei góð mynd
og ég fengi hana ekki. Svona var hann
gagnrýninn á verk sín. Seinna gaf hann
mér fallega húsamynd frá Grindavík.
Gunnlaugur var mest að Hópi í Grinda-
vík þegar ég kynntist honum. Áður hafði
hann verið hjá Sigvalda Kaldalóns og á
sumrin í barnaskólanum í Grindavík. Einn-
ig var hann að Hrauni í Grindavík.
Upphafsmaður Að Málun
HÚSAMYNDA
Mig minnir að það hafi verið sumrið
1952 að ég færði í tal við Gunnlaug að
mig langaði að mála í Grindavík, allir vildu
þá mála þar. Gunnlaugur útvegaði mér
strax húsaskjól að Hrauni hjá konu sem
hét Margrét. Þar áttu þá heima tveir bræð-
ur og ég tók strax eftir því að þak húss-
ins var tvílitt, grænt öðrum megin en rautt
hinum megin. Bræðurnir voru ekki sam-
mála um litaval. Ég var í þijá daga að
Hrauni og Margrét tók mér sem syni sín-
um. Þetta var góður tími og ég málaði
mikið.
Ég álít að Gunnlaugur hafi verið upp-
hafsmaður að málun húsamynda en ekki
vissu allir að hann var oftast uppi á lofti
í þessum húsum, fann sér afdrep. Hann
sá þá ofan á húsin og yfir sjóinn. Ég vissi
þetta ekki á þeim tíma.
Eftir að Gunnlaugur var fluttur í húsið
sitt og fór í ferðir til Grindavíkur, hafði
ég áhyggjur af honum, hélt að hann væri
orðinn veikur. Við Sólveig fórum þá til
Grindavíkur, að Hópi, en þá var hann hinn
hressasti, hafði verið að mála af krafti.
Hann sýndi okkur nýjar húsamyndir og
mikið af teikningum, þar á meðal báta-
myndir en þær gerði hann við bryggjurnar
í Grindavík. Hann fór aldrei út á sjó eins
og sagt var í sjónvarpsþættinum, hann
þurfti þess ekki.
Þetta voru allt litlar teikningar sem
hann gerði á rúðustrikaðar skissubækur,
litlu stærri en eldspýtnastokkur. Það var
rétt hjá Birni Th. Þessar teikningar notaði
Gunnlaugvr Scheving listmálari. Ljósmynd Ólafur K. Magnússon.
Frá Grindavík (málað um 1950)- mynd me
hann síðar í stórar myndir sem voru 2 x
3 metrar og þaðan af stærri. Þær málaði
hann bæði í Hafnarfirði og Reykjavík.
Ekki er það rétt hjá_ Birni Th. að bestu
myndir Gunnlaugs Óskars hafi verið
málaðar í Reykjavík en þangað flutti hann
árið 1956. Hann málaði margar stórar
sjávarmyndir í Hafnarfírði, til dæmis var
ég módel hjá honum þegar hann var að
mála stóru myndina sem er í Borgarspítal-
anum í Reykjavík. Hann lét mig sitja á
stól með tvo kústa og þykjast vera að
róa. Hann var að ná höndunum og bak-
svipnum. Þetta þótti mér ansi gaman.
Hann náði þessu öllu eins og sjá má á
myndinni, gott listaverk þótt það hafi ver-
ið málað í Hafnarfirði.
Gunnlaugur málaði mikið þau sjö ár sem
hann bjó í Hafnarfirði, hann málaði þar
margar húsamyndir, komst þar líka upp á
efstu hæðir húsanna. Ég útvegaði honum
pláss hjá mágkonu minni að Hverfisgötu
36, þar málaði hann og teiknaði margar
húsamyndir. Hann gerði líka í Hafnarfirði
teikningar af sveitafólki á engjum með
belju uppi á himninum. Það þótti mér nýst-
árlegt og hafði ekki séð áður. Þá mynd
lauk Gunnlaugur við eftir að hann flutti
til Reykjavíkur.
Gunnlaugur var sívinnandi, þegar hann
var ekki að mála eða teikna, var hann að
skrifa. Hann skrifaði stundum Iangt fram-
eftir kvöldum, ég veit ekki hvað það var
en þessar kompur hljóta að vera til, þetta
var heill stafli af stílabókum sem hann fór
frekar leynt með.
Svo að ég nefni nú enn umræddan sjón-
varpsþátt þar sem talað var við listfræð-
inga, suma sem þekktu Gunnlaug ekkert
og svo Thor Vilhjálmsson. Þeir voru allir
sammála um það, sem allir vita núna, að
Gunnlaugur hafi verið stórkostlegur list-
málari, jafnvel á heimsmælikvarða. Ekkert
var talað við Matthías Johannessen skáld,
sem þó hefur skrifað heila bók um Gunn-
laug og komst mjög nærri sál hans eins
og honum er einum lagið.
Gunnlaugur vildi helst ekki fara úr landi
til að skoða heimslistina, kvaðst ekkert
hafa þangað að gera. Nú þurfa allir að
hendast um allan heim til að sjá listina
en koma svo heim algerlega ruglaðir og
finna sjálfan sig seint eða aldrei.
Eftir að Gunnlaugur Óskar fór til
Reykjavíkur og seldi hús sitt Friðriki
Bjarnasyni, tónskáldi, fór hann að mála
þunnu myndirnar sem ég kalla svo. Þessar
þunnu myndir eru öðruvísi, eiginlega skipti
Gunnlaugur um stíl. Þá var komið dálítið