Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 8
Ljósmyndin er í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Kveðjustund á hafnarbakka 1924 Eftir PÉTUR PÉTURSSON að má segja að þessi ljósmynd sé í vissum skilningi þjóðlífslýsing og einstök heimild um „fastan lið“ í dagskrá Reykjavíkur sem hafn- arborgar. Hver man ekki ótal gönguferðir á fögrum sumarkvöldum eða í umhleypingum útmánaða, hryðjum haust- rigninga, eða hvernig sem annars kann að hafa viðrað. Eitt er víst að flestir Reykvík- ingar, sem komnir eru á „seinna gelgjuskeið- ið“ eins og við köllum efri árum stundum, muna ótal stundir við brottför skipa úr Reykjavíkurhöfn. Þegar „strandferðabátur- inn athugaði sinn gang í blíðu og stríðu" og lét úr höfn með fjölda farþega, en kunn- ingjar og vinir stóðu á hafnarbakkanum og kvöddu farþegana sem stóðu á skipsfjöl og biðu þess að leystar væru landfestar, þessum fasta lið í bæjarlífinu fylgdu ákveðin hug- hrif. Eftirvænting, viðkvæmni, söknuður, tregi, tilhlökkun, þegar „skipið lagði landi frá“ og það, „syrtir að er sumir kveðja“ eins og Davíð Stefánsson segir í kvæði sínu. í bijóstum farþeganna sem bíða þess að kveð- justund ljúki og skipið blási til brottferðar bærast margar tilfinningar. Kannske er hér félítill námsmaður, sem leggur á djúpið og „æðrast ei þó straumur lífs sé þungur“. Hver veit hvemig honum kanna að vegna. Eða er það kannski ung blómarós sem hef- ir ráðið sig til vistar í Kaupmannahöfn, sjúklingur að leita sér lækninga. Eða kannske heildsali, sem siglir til þess að leita nýrra viðskiptasambanda. Húsin, sem blasa við, koma kunnuglega fyrir sjónir. Fyrst er að telja það, sem hæst rís, Eimskipafélagshúsið. Það leiðir hugann að „óskabarni þjóðarinnar", Eimskipafélagi íslands. Stjórnarkjör í félaginu varð sundr- ungarefni, sem átti eftir að draga langan slóða á eftir sér. Ólafur Thors taldi, að Sveinn Björnsson hafi staðið gegn því að Thor Jensen hlyti sæti í aðalstjórn félags- ins. Það varð tilefni langvarandi óvildar, sem náði hámarki er forseti var kjörinn á Þing- völlum 1944. Þá vakti það alþjóðarathygli að Ólafur Thors og íjórir aðrir þingmenn greiddu Sveini Björnssyni ekki atkvæði. Með því var talið að Olafur kvittaði fyrir afstöðu Sveins Bjömssonar um stjórnarkjör Eim- skipafélagsins í öndverðu. í Eimskipafélagshúsinu var lyfta, sem var vinsælt samgöngutæki. Á efstu hæðinni var Kaupþingssalurinn, þar voru haldnir fundir í bæjarstjórn Reykjavíkur. Á neðstu hæð hússins var rakarastofa Sigurðar Ólafsson- ar, þeir feðgar Sigurðar Ölafsson og Páll snyrtu þar hafnarverkamenn og höfðingja, meðal þeirra var Halldór Laxness fastur viðskiptavinur stofunnar. Dóttir Sigurðar, Guðrún, lærði einnig sömu iðn og fór mjúk- um höndum um hæmr og hrokkinkolla. Ása dóttir Sigurðar afgreiddi í Tóbakshúsinu í Austurstræti, sonur hennar og Sigurðar Ha/stein ér Hannes sendiherra. í anddyrinu var á sínum tíma rekin tób- aksbúð, það gerði Skúli, lipur og snar í snúningum. í Eimskipafélagshúsinu vom skrifstofur vátryggingafélagsins Trolle og Rothe, þeirri starfsemi stjórnaði Carl Finsen, ljúfur mað- ur af þekktri höfðingjaætt Skálholtsbiskupa. Hann reisti sér hús skammt frá Sauðagerði og nefndi Skálholt. Carl Finsen var ötull frímerkjasafnari og undi löngum á kyrrum kvöldum við hið fágæta frímerkjasafn sitt. Baldvin Einarsson lærði allt um trygginga- mál undir handaijaðri Finsens og fór síðan til Bretlands til frekara náms. Stofnaði svo Almennar tryggingar. Eiríkur Stephensen var af hinni nafnkunnu ætt Stefánunga, hann var í forystusveit Trolle og Rothe. Meðal annara starfsmanna má nefna Ólaf Matthíasson og Óla Finsen. Ekki má gleyma Sjóvátryggingafélaginu, því stýrði Brynjólf- ur Stefánsson af ljúfmennsku, þar voru einn- ig Stefán G. Björnsson, kunnur í hópi reyk- vískra verslunarmanna, söngmaður góður, ættaður frá Vopnafirði. Runólfur Þorgeirs- son prýddi hópinn með karlmannlegum vexti sínum og rauða hárinu. Páll Magnússon var dyggur innheimtumaður Sjóvár, hann hjól- aði um allan bæinn og framvísaði reikning- um sínum af slíkri háttprýði sem væri hann ambassador að afhenda embættisskilríki. Þó voru upphæðirnar stundum naumast hærri en kr. 26,22, en það var nú álitlegur skildingur í þá daga. Meðal starfsstúlkna Sjóvá má nefna Önnu Jónsdóttur, seinna konu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfund- ar, móður Ólafs Jóhanns forstjóra Sony í Bandaríkjunum og Jóns haffræðings. Sigríð- ur Björnsdóttir frá Ánanaustum, síðar eigin- kona Bjarna Benediktssonar ráðherra, var ein af starfsstúlkunum. Þá má nefna Ingi- björgu sem giftist Guðmundi Kolka. Allar voru þessar stúlkur ljósar yfírlitum, norræn- ar og fijálslegar í fasi og sómdu sér vel hvar sem leið þeirra lá. Þegar rætt er um tryggingafélögin, sem höfðu skrifstofur sínar í Eimskipafélagshús- inu, þá ber að geta þess að handan Pótshús- strætis í húsi því er Ellingsen hafði verslun sína í var einnig aðsetur Vátryggingafélags- ins, eigandi hússins mun hafa verið nafn- kunnur maður, Þorvaldur Pálsson læknir. Halldór Laxness hefir lýst Þórvaldi í fáum en ógleymanlegum orðum í bókum sínum Ungur ég var og Grikklandsárinu. Þorvaldur var móðurbróðir Gylfa Þ. Gíslasonar og virð- ist því ekki fjarri að álykta að Þorvaldur Gylfason prófessor beri nafn þessa frænda síns. Þorvaldur læknir var umboðsmaður Líftryggingafélags. Hann var víðförull mað- ur, hann réðst sem skipslæknir á vegum Austur-Asíufélagsins og sigldi um heimsins höf. Eftir heimkomuna var hann hluti af mannlífi miðbæjarins og sást þá oft standa í þungum þönkum á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Til vinstri er norðurhlið Ellingssensverslunar. Þar er einnig inngang- ur á Barinn sem svo var nefndur. Þarna í grenndinni er pylsuvagninn „Bæjarins bestu", framundan Pósthússtræti sér hluta Steinbryggjunnar og í baksýn grásteinshús- ið gamla þar sem lögreglan var til húsa á sínum tíma, en bæjarsíminn einnig, meðan síminn var handvirkur og símameyjar sátu fyrir svörum og kölluðu „miðstöð“ og af- greiddu símtölin hvert af öðru. Þegar Bæjarsíminn var til húsa í Pósthús- stræti var Ebba Gísladóttir (Ebba góða) í hópi símameyja, auknefni sitt hlaut hún af góðvild sinni og hjálpsemi við símnotendur. Á þessum árum logaði á rauðum perum við símanúmer nokkurra ákafamanna i hópi símnotenda, meðal þeirra voru Stefán Thor- arensen lyfsali og Ólafur Thors alþingismað- ur. Sigrún Davíðsdóttir fréttaritari Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn er systurdóttir Ebbu. Hvannbergsbræður höfðu skóverslun í húsi Eimskipafélagsins. Þaðan munum við Jónas Hvannberg, aðaleiganda og forstjóra. Við munum einnig félaga hans og hálfbróð- ur, Sigtrygg Ámason kaupmann. Sigtrygg- ur var hávaxinn maður og höfðinglegur. Þá var Frímann Ólafsson, hann var prúð- menni í framgöngu. Frímann var eiginmað- ur Jónínu Guðmundsdóttur sem var formað- ur Húsmæðrafélags Reykjavíkur og lét mjög að sér kveða í samtökum kvenna. Synir þeirra hjóna eru Ólafur lengi starfsmaður Útvegsbankans og Hörður verkfræðingur Ríkisútvarpsins. Frímann var lengi einn af forvígismönnum KFUM. Þórður Guðmundsson er einkar minnis- stæður vegna prúðmennsku og lipurðar í starfi, hann var lengi góður granni á Sólvöll- um. Þórður var mikill áhugamaður um starf- semi KFUM og var þar virkur félagi. Kona hans Margrét, systir æskufélaga míns og bekkjabróður Ásbergs Sigurðssonar borgar- fógeta. Margrét hefir lengi starfað sem bókavörður í Norræna húsinu og er gott að njóta leiðsagnar hennar. Stórt og rismikið timburhús rís á miðri myndinni, það er vörugeymsluhús Eimskipa- félagsins. Aðalstöðvar félagsins á hafnar- bakkanum um áratuga skeið. Meðal minnis- stæðra manna sem þar störfuðu má nefna Jón Rögnvaldsson, lengi aðalverkstjóra fé- lagsins. Jón var hávaxinn og herðibreiður og hefði gnæft úr hópi eyrarvinnumanna, hvar sem verið hefði í veröldinni. Hann var skjótur til úrræða og hveijum vanda vaxinn. Hyggjum nú að mannfjöldanum sem sést á myndinni. Lengst til vinstri má líta hóp einkennisklæddra manna, það eru reykvísk- ir lögregluþjónar, húfurnar sem þeir bera eru kollhærri en þær sem nú tíðkast, við þykjumst þekkja suma lögreglumanna, þeir eru: Erlingur Pálsson yfírlögregluþjónn og Þórður Geirsson. Milli þeirra er þjóðkunnur maður, doktor Helgi Pjeturss jarðfræðingur, hann er berhöfðaður með alskegg. Skammt þaðan þekkist Sæmundur Gíslason lögreglu- þjónn, söngmaður góður, nærri honum er líklega Sigurður Gíslason, en skammt þaðan Margrímur Gíslason. Þá má greina ýmsa kunna borgara, sumir bera stúdentshúfur, meðal þeirra má nefna Gunnlaug Briem, seinna ráðuneytisstjóra. Trúlega er það Bergur Jónssön síðar alþingismaður sem stendur vinstra megin við Gunnlaug Briem og styður hönd undir kinn. Tvö bekkjar- systkini Gunnlaugs Briem eru í hópnum, þau Stefanía Guðjónsdóttir er síðar varð kona Lárusar Jóhannessonar alþingismanns og Gísli Bjarnason lögfræðingur. Stefanía er með hvíta stúdentshúfu fremst á mynd- inni, eða er þetta e.t.v. Elín Hlíðdal? Gísli er skammt þaðan og horfir hátt. Fremst á myndinni í sömu röð og Gísli er Ragnar Bjarnarson bankaritari lengi starfsmaður íslandsbanka og síðar Útvegsbanka. Faðir Ragnars var sýslumaður í Dölum, en hafði áður gefið út mánaðarblaðið Heimdall í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.