Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 10
í FÓTSPOR BALDVINS EIN- ARSSONAR Nokkrir íslendingar höfðu eitthvað fengist við verkfræðinám í Kaupmannahöfn á undan Sigurði, en allir höfðu þeir fljótlega snúið sér að einhveiju arðvænlegra. Fyrsti Islendingur- inn sem vitað er að sótti kennslustundir í verkfræði var Baldvin Einarsson, sá hinn sami og gaf út tímaritið Armann á Alþingi. Það gerði hann jafnhliða laganámi sínu vetur- inn 1831-2. En sviplegt andlát hans skömmu síðar olli því að bið varð á að íslendingar eignuðust sinn fyrsta verkfræðing. Segir lítið af Sigurði á námsárunum, en Ijóst er að hann stundaði nám sitt af svipuðu kappi og viðgekkst meðal landa hans í Kaup- mannahöfn í þá daga. Það tók hann níu ár að ljúka sex ára námi. Fyrsta árið nam hann forspjallsvísindi, eins og þá var venja, og ári síðar, 1883, stóðst hann inntökupróf í verk- fræði. Eftir fímm ára veru í Fjöllistaskólan- um, lauk hann fyrri hluta verkfræðiprófs. Einum íslendingi, Birni Jenssyni, hafði 10 árum áður tekist að ljúka þeim áfanga. En Björn hafði hins vegar hætt námi eftir það og gerst kennari við Lærða skólann. Sigurð- ur hélt hins vegar ótrauður áfram námi og í janúar 1891 útskrifaðist hann sem verk- fræðingur, fyrstur íslendinga. Þótt Islendingar hefðu nú eignast sinn fyrsta verkfræðing, voru landsmenn ekki al- gerlega ókunnugir slíkum mönnum. íslenskt stjórnvöld höfðu í nokkur skipti fengið send frá Danmörku álit verkfræðinga um einstök efni. Arið 1873 kom fyrsti verkfræðingurinn til landsins, svo vitað sé. Það var danskur maður, Ib' Windfeld-Hansen. Starf hans var að athuga; hvar hentugast væri að leggja brýr yfir Olfusá og Þjórsá. Koma Hansens hafði lítil áhrif, en árið 1884, einu ári eftir að Sigurður hóf verkfræðinám sitt, kom hing- að til lands norskur verkfræðingur Nils Hovd- enak að nafni. Hafði hann það starf með höndum, fyrstur manna á Islandi, að mæla út vegi og vegastæði. Hovdenak var fyrsti verkfræðingurinn sem íslensk stjómvöld réðu sér til aðstoðar við gerð samgöngumann- virkja og markar koma hans upphaf skipu- legrar vegagerðar í landinu. Haldinn Ævintýraþrá Sigurður Thoroddsen hafði mikinn hug á að starfa á íslandi að loknu námi, en hafði hins vegar ekki að miklu að hverfa. Hóf hann því störf hjá vegamálastjórninni í Kaup- mannahöfn þar sem hann starfaði um nokk- urra mánaða skeið. Þá færði hann sig yfir í brúa- og vegagerð borgarinnar en staldraði þar einnig stutt við. Sigurður var með ákveðnar framtíðaráætlanir, hann ætlaði sér að freista gæfunnar áður en hann kæmi heim til íslands. í bréfi sem hann skrifaði til Þorvaldar bróður síns, um það leyti sem hann útskrifaðist, sagðist hann ætla að starfa í um það bil eitt ár í Kaupmannahöfn og vinna sér þannig dálítið fé inn og fara síðan til einhvers fjarlægs lands, „t.d. í Suðuramer- íku og reyna að slá mjer þar í gegn um“. Árið 1891, sama ár og Sigurður útskrifað- ist, hafði hann sótt um 1200 króna styrk til landssjóðs, til þess að fullnema vegagerð í Noregi. Tóku þingmenn vel í málaleitan hans og veittu honum styrkinn jafnframt því sem þeir ákváðu að veita 3000 krónum til þess að fá verkfræðing til starfa í eitt ár í þágu landsins. Fór svo að Sigurður sótti um stöðu verkfræðingsins og hlaut starfið. Það fór því ekki svo að Sfeurður freistaði gæfunnar í framandi landi. Hann hélt beint til Noregs frá Kaupmannahöfn og þaðan heim til Is- lands, þar sem hann hóf störf sumarið 1893. Þetta ár, 1893, var heilladijúgt fyrir vega- gerð í iandinu, ekki einungis fyrir þá sök að Sigurður Thoroddsen kom til landsins heldur einnig vegna þess að á Alþingi voru sam- þykkt ný vegalög. Fólu þau í sér mikilvæga áherslubreytingu frá fyrri lögum því að nú mátti segja að menn ætluðu sér fyrir alvöru að fara að leggja vegi og brýr á Islandi. VlÐ ÞURFUM ENGA VEGI! Fljótlega eftir að Sigurður hóf störf var eins og hann ræki sig á vegg. Þótt lándið hefði nánast verið vegalaust og það augljós- lega staðið þjóðinni efnahagslega fyrir þrif- um, þá voru flestir landsmenn hreint ekkert á því að þeir þörfnuðust vega. Allra síst ef þeir þyrftu að borga fyrir þá. Væntanlega hugsuðu flestir sem svo, að þar sem þeir hefðu hingað til lifað af án vega, þyrftu þeir ekki þá að fá vegi núna. íslendingar höfðu .þó eitthvað verið að bijástra við vegalagningu um nokkurra ára skeið. Vegir þeir sem gerðir voru af verkhög- um leikmönnum, voru flestir afar lélegir. Fræg er sagan um vegastjórann, en það voru þeir nefndir sem höfðu umsjón með gerð veganna, sem státaði sig af því að hafa gert ákveðinn vegaspott^ fyrir mun minna fé en áætlað hafði verið til verksins. Yfir Margir reyndu að komast í vegavinnuna, enda launin greidd í peningum. Þessi mynd af vegavinnumönnum er tekin nokkrum árum eftir að Sigurður Thorodd- sen lét af störum landsverkfræðings. Á myndinni má m.a. sjá séra Svein Víking, séra Gunnar Beinteinsson og Helga Pjetursson. Brúarteikning eftir Sigurð Thor- oddsen frá árinu 1901. þessum ánægjulegu tíðindum glöddust marg- ir, en sú gleði var skammvinn, því að eftir að snjóa leysti næsta vor, var vegurinn næst- um horfinn. Þeir vegir sem entust meira en eina vetr- arvertíð, voru að öllu leyti svo illa gerðir að bæði hross og menn forðuðust þá, vegna þess að lítið annað en töf hlaust af þeim. Sigurður var mjög ósáttur við þessa vega- gerð og í grein sem hann reit árið 1900 í tímaritið Andvara sagði hann að íslendingar væru mjög á eftir tímanum í vegagerð eins og í öðru. Sagði hann vegabæturnar og vega- gerðina hafa lengi vel aðeins verið í því fólgn- ar að ryðja götur sem hestafætur hefðu búið til, varða fjallvegi og brúa mýrarsund. Hið síðastnefnda sagði hann hafa verið gert á þann „skynsamlega" hátt „að ræsi voru graf- in beggja vegna við veginn og forinni úr þessum ræsum kastað upp í veginn, og svo ekki söguna meir. Þar við var látið standa, engin möl eða ofaníburður." Taldi Sigurður þetta vísustu leiðina til að gera ónýta vegi. Enda forðuðust skynsamir menn þá, og ef einhver væri svo ógæfusamur að slysast á slíkan veg, þá væri hinum sama það næstum ógerlegt að komast af honum aftur, sökum ræsanna beggja megin. Þess vegna yrði við- komandi að fara allt kvalræðið á enda. Þessi handvömm við gerð veganna var þó ekki eina ástæðan fyrir því að þeir voru ónot- hæfir. Önnur og ekki síðri ástæða var hversu vegastjórarnir létu sér halla veganna í léttu rúmi liggja. Þeir lögðu vegina bara beint af augum og skipti þá litlu hvort snarbrött hlíð væri framundan. Til marks um þetta má geta þess að fyrsti vegurinn sem gerður var um Kambana var næstum því beinn, og þar af leiðandi alltof brattur. Var sagt að vegavit- ið „væri ekki upp á sex“ hjá íslensku vega- stjórunum, þegar „blessuð hrossin" reyndust hyggnari en vegastjórarnir og bjuggu tii sín eigin krákustigi sitt á hvað fyrir utan vegina. Forneskjulegur Hugs- UNARHÁTTUR ÍSLENDINGA Segja má með sanni að íslendingar hafi verið á eftir öðrum þjóðum hvað samgöngu- mál varðar. Svo virðist sem framfarahug- myndir meginþorra íslenskra ráðamanna, sem flestir voru bændur, hafi vart náð lengra en til jarðabóta á þeirra eigin jörðum. Vega- gerð var í þeirra huga bruðl með fé skatt- greiðenda. Til marks um þá þröngsýni sem ríkti á Alþingi, þurfti Magnús Stephensen, hinn framfarasinnaði landshöfðingi, að fá stuðn- ing hinna sex konungskjörnu þingmanna til þess að tryggja vegalagafrumvarpinu meiri- hluta árið 1893 og hafði frumvarpið þá verið fellt í þinginu á undan. Ennfremur hafði meirihluti þingmanna mestan áhuga á reið- vegum, en ekki gerð akvega, eins og hafði viðgengist hjá vestrænum þjóðum síðustu aldirnar. Það ber þó að taka fram að íjárhag- ur landssjóðs var vissulega afar þröngur á þessum árum og hamlaði það framförum verulega, en því má ekki gleyma að fjárlög landssjóðs voru jafnan sett fram með fimmt- ungs tekjuafgangi, sem lagður var í vara- sjóð, og síðan lánaður til Danmerkur. Hefði verið nær lagi að nota hluta varasjóðsins til uppbyggingar vegakerfisins hér á landi. Islenskir ráðamenn voru hins vegar örlítið jákvæðari fyrir brúasmíði. Árið 1890 var hafist handa við að smíða fyrstu járnbrúna hér á landi, Ölfusárbrúna, og var hún vígð ári síðár. Það voru mikil tímamót fyrir lands- menn að fá brú úr varanlegu efni. Áður höfðu einungis verið smíðaðar timburbrýr og þær jafnan gerðar af miklum vanefnum. Og þar sem íslendingar höfðu ekki lært að veija timbrið, fúnuðu þær á afar skömmum tíma. Voru þær vart nothæfar í meira en 20-30 ár. Eitt fyrsta verk Sigurðar Thoroddsens hér á landi sem verkfræðings, var að mæla vega- stæði á Hellisheiði, og athuga hvar hentug- ast væri að leggja veg um Kambana, því að gamli ruðningurinn var ónothæfur, eins og áður hefur komið fram. Eftir það ferðaðist hann um allt land, og mældi aðallega vega- og brúarstæði. Fyrsta brúin sem Sigurður vann að hér á landi var Þjórsárbrú sem gerð var árið 1893. Sjálfskipuðu Sérfræðing- ARNIR Fljótlega eftir að Sigurður hóf störf komst hann í kynni við sjálfskipuðu sérfræðingana, vegafræðingana, sem töldu sig kunna allt margfalt betur en hann. Vissulega voru hér á landi fjölmargir verkhagir menn; menn sem höfðu orðið að bjarga sér í einu og öllu með sínu eigin hyggjuviti. I þeirra augum var Sigurður hins vegar ekkert annað en dreng- stauli úr háskólanum. Hvað þóttist hann vita um brúargerð sem þeir vissu ekki? Það kom Sigurði einnig illa að fyrstu árin var hann aðeins lausráðinn, eitt ár í senn. Vegavinnuverkamennirnir og vegfræðing- arnir voru því ekki undir hans yfírstjórn held- ur undir stjórn landshöfðingjans. Vegfræð- ingarnir, alls ómenntaðir, gátu því hundsað fyrirmæli Sigurðar og breytt fyrirhugðum vegastæðum ef þeim sýr.dist svo. Ef þeir höfðu aðra skoðun á því hvar eitthvert vega- stæði ætti að vera, en landsverkfræðingurinn hafði mælt út, þá hikuðu þéir ekki við að færa veginn. Þannig gátu þeir fært fyrirhug- aðan veg um nokkur hundruð metra, ef til- finningar þeirra sögðu svo. Þetta gramdist Sigurði vitanlega. Hann gat að sjálfsögðu ekki fylgst með undirmönn- um sínum, þar sem unnið var við vegalagn- ingu á mörgum stöðum á landinu í einu. Þess eru þó dæmi að Sigurður hafi þurft að þeysast á hestbaki landshorna á milli, til að koma viti fyrir verkstjóra sína og ámæla þeim fyrir geðþóttaákvarðanir. ÓÖFUNDSVERT STARF Starf landsverkfræðings varð viðameira með hveiju ári sem leið. Hann átti að sjá um alla vega- og brúagerð í landinu. Vinnu- aðstaða hans var afar slök á okkar mæli- kvarða og það var augljóslega erfítt starf að vera verkfræðingur landsins. Eitt sinn þegar Sigurður á gamalsaldri leit yfir farinn veg, sagði hann að það hefði oft verið erfitt að fást við vegamælingar í alls konar veðri, þurfa að sofa í tjöldum með þeim útbúnaði sem þá tíðkaðist „Ferðalögin voru líka erfið, að ferðast milli fjarlægra staða til vinnu og eftirlits um símalaust landið, eins og þá var, þurfa að vera á flækingi mánuðum saman, og komast þó ekki í samband við nema tiltölu- lega fáa menn, sem maður þurfti að hafa afskipti af.“ Og áfram hélt Sigurður: „Svo voru aðrir erfiðleikar, t.d. að verkstjórar og aðrir, sem létu sig vegina skipta, þóttust oft hafa svo yfirtaks gott vit á því, hvar vegirn- ir áttu að vera. Þeir höfðu, að því er þeir sjálfir sögðu, öll ósköp af reynslu, sem var margfalt haldbetri í þeirra augum, en hin „bóklega" þekking mín.“ Sigurður gegndi stöðu landsverkfræðings frá 1893-1905 og á því tímabili voru stigin stór og markviss skref inn í nútíma verk- menningu á Islandi. Af störfum Sigurðar ber einna hæst lagning vegarins yfir Hellisheiði, Kamba og Flóaveg. Af brúm eru einna merk- astar brýrnar yfir Blöndu, Jökulsá í Öxar- firði, Jökulsá á Fjöllum, Hörgá, Lagarfljót og Þjórsá. Svo virðist sem óvild og skilningsleysi í garð Sigurðar og verkfræðikunnáttu hans hafi síst minnkað eftir því sem árin liðu. Að lokum gafst Sigurður upp á því að starfa sem landsverkfræðingur. Eftir tólf ára starf sagði hann upp stöðu sinni og hóf að kenna stærð- fræði við Menntaskólann í Reykjavík. Sagði Sigurður í bréfi til Þorvaldar bróður síns, skömmu áður en hann sagði upp, að hann væri orðinn hundleiður á að vera alltaf á flakki um landið allt sumarið. Hann væri þreyttur á þvi að vera bundinn, sém verk- fræðingur landsins, besta tíma ársins, og fá svo ekkert nema vanþökk fyrir. Þess má einn- ig geta að persónulegir hagir Sigurðar höfðu tekið breytingum. Sumarið 1902 kvæntist hann Maríu Kristínu Claessen, dóttur Jeans Valgards Claessens, landsféhirðis. Þegar hér var komið sögu hafði þeim orðið tveggja barna auðið og því hafði Sigurður hug á að dvelja meira hjá fjölskyldu sinni. Eftirmaður Sigurðar í embætti landsverk- fræðings, Jón Þorláksson, síðar forsætisráð- herra, hafði nær engan áhuga á að taka við starfi Sigurðar. Jón, sem var mágur Sigurð- ar, hugsaði sér einnig gott til glóðarinnar með þessa sömu kennarastöðu í Menntaskól- anum, enda var þar um mun þægilegra starf að ræða en landsverkfræðingsembættið. En svo fór að Jón gaf Sigurði eftir kennarastöð- una, og tók sjálfur að sér landsverkfræðings- starfið. Gerði Jón það af illri nauðsyn. Það sést best í bréfi sem hann ritaði konu sinni eftir að hann frétti að Sigurður hefði sótt um kennarastarfið. Þar sagði hann að ef Sigurður fengi starfið, „þá veit jeg að forlög mín verða að taka við vegagerðinni, en það er mjer illa við að gera, því að jeg held að það sé erfítt, vanþakklátt og leiðinlegt verk, svo jeg ágimist það alls ekki.“ Bjó í Haginn Fyrir Verð- ANDIVERKFRÆÐINGA Sigurður hóf störf við Menntaskólann í Reykjavík og framundan biðu hans erfiðir tímar. Mikil ólga var um þetta leyti í skólan- um og átti Sigurður eftir að standa í hörðu stríði við skólapilta. Svo fór þó að lokum að allt féll í ljúfa löð. Sigurður kenndi í 31 ár við skólann og var hann yfirkennari þar í ein 15 ár. Þar bjó hann í haginn fyrir verð- andi verkfræðinga með kennslu í þeirri náms- grein, stærðfræðinni, sem er undirstaða allr- ar tæknimenntunar. Árið 1935 lét hann af starfi fyrir aldurssakir, en átti þó eftir að lifa við góða heilsu næstu tuttugu árin, og þar með að lifa það að sjá son sinn Gunnar verða borgarstjóra Reykjavíkur. Áttræður var Sigurður kjörinn heiðursfélagi Verkfræð- ingafélags íslands og var við það tækifæri þannig farið orðum um störf hans: „Ómetan- legt gagn hefur orðið að verkum yðar. Þau hafa aukið álit verklegrar menningar í land- inu og orðið þjóðinni hvatning til framfara. Þér hafið rutt braut ijölmennri stétt verk- fræðinga, er vottar yður fyllstu virðingu sína.“ Sigurður Thoroddsen lést árið 1955, þá 93 ára að aldri. Nú þegar liðin eru 100 ár frá því að Sigurður hóf störf í þjónustu lands- ins er vel við hæfi að segja að íslenska þjóð- in hafi verið lánsöm að eignast jafn framsýn- an son og Sigurð Thoroddsen. Höfundur er sagnfræðingur. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.