Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 2
Vandamál íslenskra bóka í íþöku Stærsta safn íslenskra bóka í Vesturheimi er kennt við Fiske og er að finna í Comell-háskóla í íþöku í ofanverðu New York-ríki. Raunar era þar varð- veittar fleiri bækur á íslensku og um íslensk efni en annars staðar í heiminum utan íslands, „Til að rétta hlut Fiske-safnsins er aðeins eitt til ráða. Það þarf að sjást áhugi á örlögum þess. Hér verða Islendingar að stíga fyrsta skrefið. Ef sú þjóð sem starfsemi safnsins snýst um bregst ekki við þá er varla hægt að búast við því af öðrum.“ Eftir ÞÓRHALL EYÞÓRSSON ef frá er talið Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn. Alls eru nú um 37 þús- und bindi í safninu. En þótt talsverðu fé sé varið til þess að kaupa íslenskar bækur jafnt og þétt virðist ekki vera skilningur á því að það þurfí að hirða um þær. Nú er svo komið að íslenska bókasafnið í íþöku er ekki lengur til sem sjálfstæð heild. Williard Fiske (1831-1904) byijaði snemma að safna íslenskum bókum af miklu og ekki dapraðist áhuginn þegar hann átti þess kost að ferðast um Island árið 1879. Síðar kvæntist hann til fjár og eftir stutta sambúð dó eiginkonari úr berkl- um. Þá gat Fiske hafið bókasöfnunina fyrir alvöru. Áður en yfir lauk hafði hann náð að eignast eintök af öllu sem til var á prenti á íslensku og var falt fyrir pen- inga. Við andlát sitt aifleiddi hann bóka- safn Cornell-háskóla að 500 þúsund Bandaríkjadölum - sem voru engir smá- aurar í þá daga - og kom að auki á fót sjóði til styrktar íslenska bókasafninu, sem hann lét háskólanum eftir ásamt öðru efni sem hann hafði dregið saman, þar á með- al forláta Dante- og Petrarca-safni og sérstæðu safni rita á retórómanskri tungu. Síðustu æviárin dvaldist Fiske einkum á Ítalíu og réðst þá í þjónustu hans sem bókavörður Halldór Hermannsson, sem áður hafði lesið lög við Hafnarháskóla. í erfðaskrá sinni kvað Fiske á um að ís- lenska bókasafninu í Cornell yrði jafnan haldið út af fyrir sig. Ennfremur mæltist hann til þess að Halldór yrði gerður að umsjónarmanni safnsins og góðu heilli var orðið við því. Halldór var hamhleypa til verka og upp á sitt eindæmi tókst honum að ljúka við þriggja binda skrá um safnið. í ofanálag ritaði hann eða gaf út á fjórða tug binda í ritröðinni „Islandica". Eftir að Halldór lét af störfum tók næstur við bókavarðarstöðunni Kristján Karlsson, þá Jóhann S. Hannesson og loks Vilhjálmur Bjarnar. Eftir það hefur ekki verið unnt að fylgja ákvæðum erfðaskrár- innar út í hörgul þar sem enginn fékkst til starfans sem uppfyllti þau skilyrði að vera fæddur og uppalinn á íslandi. Stöð- unni gegndi nú síðast P.M. Mitchell, fyrr- verandi prófessor í Illinois, og rækti starf sitt af stakri kostgæfni eins og þeir vita sem til þekkja. En þótt prófessor Mitchell tali íslensku reiprennandi og láti sér annt um allt sem íslenskt er - enda gamall nemandi Halldórs Hermannssonar - verð- ur sérsvið hans þó fremur að teljast dönsk fræði en íslensk. Það verður að segja eins og er að í af- stöðu Cornell-háskólans til íslenska bóka- safnsins hefur á undangengnum árum gætt nokkurs tvískinnungs. Ohætt er að fullyrða að fáar deildir háskólabókasafns- ins hafi borið hróður þess jafn víða. Af slíku hafa menn vitaskuld gaman að stæra sig á tyllidögum. Á hinn bóginn tók yfír- stjórn bókasafnsins snemma að hafa af því áhyggjur að Ijárfúlga sú sem Fiske lét eftir sig nægði ekki til að standa straum af öllum kostnaði við rekstur íslenska safnsins. Þá komu þijár bjargvættir safninu til hjálpar: fyrst Peter Dirlam, sem hafði ver- ið nemandi Jóhanns S. Hannessonar, því næst eftirlifandi eiginkona Giles Shep- herds, yfirbókavarðar, fuglaskoðara og íslandsvinar, og loks sjálft Alþingi íslend- inga, sem árlega úthlutar umtalsverðri fjárupphæð safninu til handa til kaupa á bókum, blöðum og tímaritum útgefnum á Islandi. Þess má ennfremur geta að ýmsar stofnanir á íslandi láta safninu ókeypis í té yerk sem út koma á vegum þeirra. í fyrra var nýrri álmu aukið við háskóla- bókasafnið í Cornell. Þangað var ákveðíð að flytja Fiske-safnið og innlima það í safn „sjaldgæfra bóka og handrita“. Verð- ur það að teljast undarleg ráðstöfun í ljósi þess að Fiske-safnið hefur ekki fyrst og fremst að geyma sjaldgæfar bækur og handrit (þótt vissulega eigi það margt góðra og verðmætra gripa). En ekki nóg með það, heldur var íslenska safninu sundrað og er engu líkara en markmiðið sé að það skuli grafið og gleymt. Mestum hluta bókanna var komið fyrir á afviknum og lítt aðgengilegum stað en eldri bækur voru settar í lokaða hirslu. Þvert ofan í ákvæðin í erfðaskrá Fiskes er nú svo kom- ið að íslenska safnið í íþöku er ekki leng- ur sjálfstæð heild. í október 1992 tilkynnti P.M. Mitchell að hann hygðist láta af störfum og fór þess á leit að í sinn stað yrði ráðinn nýr bókavörður eins og gert er ráð fyrir í erfða- skrá Fiskes. Ekkert skýrt svar hefur enn borist við þeirri beiðni. Þó liggur í augum uppi að nauðsynlegt er að til safnsins ráð- ist hæfur maður - helst Islendingur með reynslu af bókasafnsstarfi - sem treyst- andi er til að velja úr þeim ókjörum sem nú koma út á íslensku og um ísland og getur haldið safninu í horfí og verið fræði- mönnum sem nota það innan handar. Rétt er að ítreka að vandamál Fiske- safnsins eru ekki fyrst og fremst fjárhags- legs eðlis. Aðalvandinn er fremur það tóm- læti sem það mætir. Tómlætið stafar sjálf- sagt að einhveiju leyti af því sem hér vestra er nefnt „political correctness“. í sem stystu máli má orða það svo að bæk- ur eftir „löngu dauða karlmenn af hvítum kynþætti“ séu ekki í tísku þessa stundina. Ut af fyrir sig er margt gott um þessa þróun að segja enda ekki vanþörf á að víkka sjóndeildarhringinn. En breyttar áherslur fela ekki endilega í sér aukna víðsýni. Og fyrir bragðið fer ekki hjá því að afræktar séu stofnanir eins og Fiske- safnið sem sinna afmörkuðum en jafn- framt „hefðbundnum" sviðum - en til þeirra verða íslensk og norræn fræði víst að teljast. Til að rétta hlut Fiske-safnsins er að- eins eitt til ráða. Það þarf að sjást áhugi á örlögum þess. Hér verða íslendingar að stíga fyrsta skrefið. Ef sú þjóð sem starf- semi safiísins snýst úm bregst ekki við þá er varla hægt að búast við því af öðr- um. Islendingar eiga að láta í ljós að þeim standi engan veginn á sama stað um það hvernig er búið að þeim bókakosti sem að nokkru leyti er keyptur fyrir fé sem Alþingi veitir árlega. Þeir þurfa að sýna í verki að þeir ætlist til þess að Fiske-safn- ið gegni áfram því hlutverki sem því var fyrirhugað í upphafí. Höfundur kennir forníslensku við Cornell- háskóla. Mannlífspistill Þroskaheftur inur minn er þroskaheftur. Hann er semsagt ekki búinn þeim hæfileikum sem þarf til að ná því sem við „venjulegt fólk“ köllum „þroska", hvað svo sem það nú er. Annars er mér nú hugstæðara að tala um einfalda en þroskahefta og hef þá að leiðarljósi hið fornkveðna, að „allt sem er einfalt, — það er gott“. Ekki svo að skilja, að allt sem þroskaheftir segja og gera sé endilega gott. Ég á aðeins við það, að yfirleitt skortir þroskaheft fólk þann eiginleika sem í dagiegu tali nefnist tvöfeldni: Þess vegna vil ég kalla þá „einfalda“. Kristur hóf fjallræðuna á þessum orð- um: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki." Hvað átti hann við með því? Sjálfsagt hafa menn ótal skýringar á þessum orðum frelsarans, sem og öðrum sem hann sagði. Allavega hef ég mína skýringu, sem er þessi: Enginn á greiðari aðgang að guði né öruggari réttlætingu fyrir augliti hans en hið hispurslausa fólk sem við nefnum þroskahefta. Og að vera „fátækur í andanum", þroskaheftur, ein- faidur eða hvað svo sem við nefnum það, merkir ekki það sama og að vera heimsk- ur. Margt fólk, sem náð hefur fullum þroska, eftir mælistiku vísindanna, hefur á ýmsan hátt minna til brunns að bera en hinir sem eru eftirbátar þeirra á þroskabrautinni. En það er á margan hátt erfitt að vera þroskaheftur. Oft og mörgum sinnum hef ég verið vitni að þeim hamslausu átökum sem eiga sér stað, þegar vinur minn glímir við fötl- un sína. Ég hef séð tilfinningarnar bera hann ofurliða, horft á máttvana trylling- inn í augunum, fundið löngun hans til að geta tjáð sig á eðlilegan hátt, eftir mótuðum lögmálum samfélagsins. Ég hef séð stælta vöðva líkamlega fullþroska manns hnyklast í átökunum við að koma frá sér þeirri einföldu skoðun, að kaffi sé góður drykkur, en te ekki að skapi hans. Ég hef horft á uppgjöfina gagnvart ókleifum múrum mannlegs lífs bijótast út í stjórnlausum ofsa, sem ekki á sér upphaf né endj, heldur brýst út líkt og vilit dýr sem sleppur úr prísund. Séð þenn- an ofsa renna líkt og stórfljót út í lygnan sjó uppgjafarinnar. Heyrt grátinn, sem er og verður undursamlegt deyfilyf ríkra tilfinninga. „Sælir eru fátækir í anda ..." Með tilkomu nýrra úrræða í málefnum fatlaðra hafa ytri aðstæður þroskahefts fólks batnað á mörgum mikilvægum svið- um. Aðbúnaður hefur allur breyst og ekki síður viðhorf almennings. Nú lætur engin sómakær manneskja sér um munn fara orð eins og „aumingi" eða „fáviti". Fyrr á árum var þetta þó algengt. And- lega fatlað fólk lifði aumkunarverðu lífi í skugga þeirra sem áttu möguleika í líf- inu. Þetta fólk var smánarblettur á fjöl- skyldu sinni. Þannig munu reyndar mál ennþá standa víða um heim. En höfum við að öllu leyti staðið rétt að málum þroskaheftra? Erum við ef til vill að reyna að kenna þeim eitthað sem við kunnum ekki al- mennilega sjálf, — sem sagt að lifa ham- ingjuríku og þroskandi lífi? Jú, við viljum kenna þeim að tileinka sér þau viðhorf og skoðanir, sem við höf- um sjálf, af því að það er allt sem við vitum sannast og réttast. Okkur líður vel ef við getum gert sitthvað sem upphefur andann frá amstri daganna. Við viljum njóta dýrra veitinga, skoða glæstar hallir, kynnast ódauðlegum listaverkum, búa í lúxushúsum, aka um á glæsikerrum ... En höfum við erindi sem erfiði? Ég held að vinur minn sjái veröldina í öðru ljósi. Hann gerir engan greinarmun á fegurðinni. Honum finnst fiskifluga á vegg vera mun dýrmætara listaverk en heimsþekkt málverk eftir löngu genginn meistara ef svo ber undir. Hrifning hans yfir sporðaslætti skrautfiska í tjörn er meiri en yfir þrautþjálfuðum danssporum ballerínunnar og þegar vindurinn hvíslar ástarorðum að greinum tjránna fínnst honum það fegurri tónlist, en hávær, þjálfaður söngur mannanna. Þetta er fegurðarskyn einfaldleikans. Ég er þess fullviss, að við getum og eigum að ganga mun lengra í samskiptum okkar við þroskaheft fólk. Ekki þeirra vegna heldur okkar vegna, af því að við getum margt og mikið af þeim lært. GRÉTAR KRISTJÓNSSON 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.