Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 9
Káupmarinahöfn. Afi Rágnars var Jón Borg- firðingur. Lengst til hægri þykjumst við þekkja Jóhann Sveinsson frá Flögu. Jóhann ritaði margt um bókmenntir og kveðskap og gegndi starfi bókavarðar. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að mannijöld- inn á hafnarbakkanum hefir nýlega hlýtt á kórsöng við Menntaskólann í Ingólfsbrekku, þar kvöddu Reykvíkingar norskan karlakór, sem var hér í heimsókn, hélt marga hljóm- leika við góðar undirtektir. Reykvískir hljóð- listarunnendur eru að votta söngmönnum virðingu sína og þökk með því að fylgja þeim til skips. Sigfús Einarsson tónskáld og söngstjóri sést hér í fimmtu röð, hann bar hatt á höfði, yfirskegg og harðan flibba með hornum. Sigfús stendur nálægt Bergi Jónssyni til vinstri. Ólafur Þorgrímsson iögfræðingur, einn af forvígismönnum Tónlistarfélagsins, lætur sig ekki vanta þegar færi gefst á góðum söng, hann stendur rétt framan við Gunnlaug Briem, aðeins einn á milli. Ef við höldum til hægri á myndinni sjáum við góðkunnan borgara sem unni vesturbæn- um, KR og D-listanum, það er Erlendur Ó. Pétursson afgreiðslustjóri Sameinaða gufuskipafélagsins. Erlendur var sonur Pét- urs Þórðarsonar hafnsögumanns, hann var tengdur Reykjavíkurhöfn traustum böndum vegna átthaga og ævistarfs. Erlendur Ó. Pétursson var sannur vesturbæingur og unni Knattspyrnufélagi Reykjavíkur um- fram öðrum félögum Reykjavíkur. Hann var eindreginn sjálfstæðismaður og skipaði oft sæti á D-listanum. Sagan segir að Erlendur hafi eitt sinn flutt ræðu á kosningafundi. Meðal áheyranda voru Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Erlendi var tíðrætt um þtjú stórveldi er hann setti ofar öðrum; Yesturbæinn, KR og D-listann. Þá sagði Ólafur Thors við Bjarna. „Helv.... karlinn. Hann eyðileggur þetta allt fyrir okkur? Þetta eru tómir Austurbæingar og þeir eru allir í Val eða Fram.“ Ef rétt er munað, þá var það einmitt Erlendur Ó. Pétursson sem bauð greinarhöf- undi að taka þátt í einhveiju veglegasta jólaboði sem enn lifir í minningunni. Versl- unarmannafélag Reykjavíkur hélt jólatrés- skemmtun í Bárubúð og þangað bauð Er- lendur af rausn sinni til jólafagnaðar. Pétur Þórðarson faðir Erlends var hafnsögumaður Reykjavíkurhafnar, en þangað hafði Jón Axel bróðir minn ráðist til starfa og muri ég hafa flotið inn á þeirri báru. Pétur var hestamaður góður og átti mósóttan klár, sem kallaður var Mósi. Hann átti athvarf í hesthúsi Sigurðar Sigurðssonar í Brekkholti við Bræðraborgarstíg og veittist mér sú ánægja að skammta Mósa töðu á stallinn. Ef ég man rétt þá stóð Rauðka, rauð hryssa sem bróðir minn átti, við hlið Mósa og kumr- aði vingjarnlega þegar komið var í hesthús- ið. Það kann þó að hafa verið síðar, því margt skolast til á langri leið. Pétur Guðfinnsson sjónvarpsstjóri er syst- ursonur Erlendar Ó. Péturssonar og heitir nafni afa sins. Lengst til hægri er maður sem ber ljósan hatt með dökkum borða, þverslaufa prýðir hálstau hans. Skyrtubrjóstið er skjanna- hvítt. Þetta mun vera Guðmundur Guð- mundsson starfsmaður hjá Garðari Gísla- syni. Guðmundur var sérstakt lipurmenni, rómaður fyrir góðvild og hæfni í starfi, hann bjó í fögru húsi við Laufásveg. Guðmundut' Guðmundsson starfsmaður Garðars Gíslasonar var kvæntur Magnþóru Magnúsdóttur, hún var systir Guðlaugar konu Bjarna frá Vogi alþingismanns. Áður en Magnþóra giftist Guðmundi eignaðist hún son með Kjartani Konráðssyni síma- starfsmanni, það var Þórir lögfræðingur, starfsmaður Landsbankans. Kona hans, Steinunn, lifir enn, fögur sem forðum, hún var tengdamóðir Péturs Axels bróðursonar míns, svo við sjáum af þessari mynd að víða liggja vegamót og ættartengsla má lengi leita. Skammt til hliðar við Guðmund er Bene- dikta Benediktsdóttir, systir Gunnars Espól- íns baðstofufélaga Þórbergs. Benedikta söng um áratugaskeið í Dómkirkjukórnum, rosknit' Reykvíkingar minnast hennar enn í dag frá hátíðastundum í kirkjunni. Hér verður numið staðar í upptalningu, ef myndin prentast vel má ætla að lesendur blaðsins kannist við ættingja eða vini í hópn- um á hafnarbakkanum. Ljósmyndin er tekin af norskum manni sem hér var gestur og tók fjölda mynda á ferðum sínum um land- ið. Segja mætti frekar af ferðum hans síð- ar. Ef lesendut' Lesbókar Morgunblaðsins telja sig þekkja einhvern á myndinni er slík vitneskja vel þegin. Höfundur er þulur. Brúarvinnuflokkurinn sem sá um smíði brúarinnar yfir Lagarfljót 1903. Fyrsti íslenski verkfræðingurinn ár eru liðin eitt hundrað ár frá því að Sigurður Thor- oddsen, fyrsti íslenski verkfræðingurinn, hóf störf hér á landi. Mikið hefur áunnist í verklegum fram- kvæmdum á þessari einu öld, en fyrir komu Sigurð- ar Thoroddsen var landið svo til algerlega vega- og Hundrað ár eru frá því að Sigurður Thoroddsen, fyrsti íslenski verkfræðingurinn, hóf störf hér á landi. Hér segir af framlagi Sigurðar til að koma íslendingum inn í verkmenningu nútímans og hvernig landsmenn tóku á móti honum, nýútskrifuðum verkfræðingnum. Eftir JONAS BJORN SIGURGEIRSSON brúarlaust. Framlag Sigurðar til að koma íslendingum inn í verkmenningu nútímans var mikið en með hvaða hugarfari tóku lands- menn á móti honum, nýútskrifuðum verk- fræðingnum? Reykjavík var lítill bær árið 1882. Þar bjuggu aðeins nokkur þúsund manns og í þessu smáa samfélagi reyndu flestir að fylgj- ast sem best- með því hvað hinir voru að gera. Einu fylgdust þó nær allir bæjarbúar með og'það voru skólapiltarnir í Lærða skói- anum. Stafaði það sumpart af öfund í garð þeirra sem höfðu tækifæri til að mennta sig, en þó aðallega af því að skólapiltarnir settu mikinn svip á bæinn. Það var því ekki laust við að margir Reykvíkingar spyrðu sjálfa sig sumarið 1882, hvort Sigurður litli Thorodd- sen væri með réttu ráði. Hann, nýstúdentinn sem var á leið til kóngsins Kaupntannahafn- ar, ætlaði sér að nema einhvetja torkennilega námsgrein. Hann vat' að fara í nám sem venjulegt fólk gat vart talið annað en óþarft. Hvað átti að kalla þessa námsgrein hans? Ekki hafði enn verið búið til íslenskt orð yfir fyrirbærið. Fréttin flaug um bæinn, Sig- urður Thoroddsen var á leið í nám, sem síð- ar vat' nefnt verkfræði. Eins og gefur að skilja var þessi fræði- grein nánast óskrifað blað í hugum flestra Islendinga, og því er ekki undarlegt að áform Sigurðar hafi orðið sumum umhugsunarefni. Hvers konar nám er þetta? Ertu á leiðinni í herinn? Þessara spurninga var Sigurður iðu- lega spurður. Og samkvæmt heimildum voru þeir sem á annað borð vissu eitthvað um verkfræðinám þess jafnframt fullvissir, að vart fyndist „ópraktískara" nám fyrir ungan og efnilegan pilt. í raun hafði Sigurður átt erfitt með að ákveða sig. Hann hafði mikið hugleitt lög- fræði- eða málfræðinám, en ákvað svo að verkfræði skyldi það vera. Ástæða þess að það varð fyrir valinu var sá rnikli áhugi sem Sigurður hafði á stærðfræði. Hann vildi helst nema fag þar sem nóg væri að reikna. Það var hins vegar ekki nema von að hérlendis hefðu menn uppi efasemdir um gildi verk- fræðimenntunar. Á landinu starfaði enginn verkfræðingur. Auðvitað átti Sigurður að leggja fyrir sig arðvænlegra fag, svo sem guðfræði eða lögfræði. Þá ætti hann, er heim kæmi, öruggt brauð eða sýslu. Slíkur var háttur hygginna rnanna. Sigurður Thoroddsen. Asgeir Bjarnþórsson Málverk eftir Ætt Og Uppruni Sigurður Thoroddsen fæddist að Leirá í Borgarftrði hinn 16. júlí 1863. Hann var sonur þeirra Jóns sýslumanns og skálds, Thoroddsens, og Kristínar Ólínu Þorvalds- dóttur. Jón Thoroddsen er eflaust þekktastur fyrir það að hafa skrifað fyrstu íslensku skáldsöguna, Pilt og stúlku. Alls eignuðst þau hjón fjóra syni og var Sigurður yngstur þeirra. Þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall missti hann föður sinn. Eftir lát hans fluttist fjölskyldan búferlum til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan við heldur kröpp kjör. Þrátt fyrir það tókst Kristínu með frábærum dugnaði að koma öllum sonum sínum til inennta, og urðu bræðurnir síðar landskunn- ir. Þorvaldur, sá elsti, var náttúrufræðingur og prófessor að nafnbót við Kaupmannahafn- arháskóla, Þórður var kunnur læknir í Kefla- vík og síðar féhirðir í íslandsbanka, og Skúli varð landsfrægur maður, bæjarfógeti og rit- stjóri Þjóðviljans, hins fyrra. Sigurður útskrifaðist úr Lærða skólanum vorið 1882 aðeins 18 ára gamall, með þokka- legum árangri. Síðsumars þetta sama ár hélt hann svo af landi brott til Danmerkur. Næstu ár hugðist hann dveljast i Kaup- mannahöfn þar sem hann ætlaði að nema „mannvirkjafræði“ við Fjöllistaskólann þar í borg. En sá skóli nefnist nú Danmarks Tekn- iske Hojskole (DDH). Sjá næstu síðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. OKTÓBER 1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.