Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 3
T.EgPáHr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími691100. Alfar og óvættir Á Borgarfirði eystra er margt sem minnir á tilvist álfa og verndarvættur staðarins býr í Klettaborg- inni, en á hinn bóginn var óvætturin Naddi í Njarð- víkurskriðum, þar sem síðan var reistur kross til minningar um sigur Jóns Björnssonar í Gilsárvalla- hjáleigu á óvættinni Nadda. Um þetta skrifar Dóra Magnúsdóttir. Montserrat Fjallið Montserrat gnæfir yfir Katalóníu skammt frá Barcelónu. Um aldir hafa menn haft það að uppsprettu andargiftar og tákni tilfinninga. Nú er það fyrst og fremst sérstætt útivistarsvæði með sérstæðri trúar- og ferðamiðstöð. Forsíðan Markús ívarsson var merkur athafnamaður í Reykjavík og stofnaði og rak Vélsmiðjuna Héðin. Hann var einnig einlægur listunnandi og safnaði listaverkum, sem hann gaf síðan Listasafni ís- lands. Þar er nú verið að sýna safn Markúsar og mun sú sýning standa fram í desember. Einnig er sýnt þar portret Jóns Stefánssonar af Markúsi, sem sést á forsíðunni og má telja meðal meistara- verka í íslenzku portretmálverki. Myndin er í eigu Vélsmiðjunnar Héðins. Brautryðjandi Sigurður Thoroddsen varð fyrstur Islendinga verk- fræðingur. Það þóttu stór tíðindi þegar spurðist að hann ætlaði að leggja stund á verkfræðinám, en vart fyndist ópraktískara nám fyrir ungan og efnilegan pilt. En Sigurður kláraði námið og gegndi fyrstur manna embætti landsverkfræðings, þar sem vegagerð og brúarsmíði voru aðalþættir. Jón Helgason í djúpum míns hjarta / djúpum míns hjaita er ölítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst, og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér eitt andaitak birtast þar mynd síðan forðum af þér. Ég sá þig í morgun, og mjög varst þú orðin breytt, svo myndin gat tæplega heitið að líktist þér neitt, og áður en varði var hugur minn fullur af hryggð við hverfulleik blómsins og aldursins viðurstyggð. En aftur er myndin mér auðsýnd jafn-björt og jafn-skýr, og aldrei hefur hún fyrr verið mér svoná dýr, því æskan þín horfna og ást mín sem forðum var er í henni varðveitt, og hvergi til nema þar. Jón Helgason f. 1899, d. 1986, var skáld og fræðimaður, forstöðumaður Árnastofnunar í Kaupmannahöfn og prófessor i norrænum fræðum við Hafnarháskóla B B BANANABRAGÐ Stundum eru einstök ríki suður í Afríku kölluð bananalýðveldi í háðungarskyni. Þar er um að ræða sumar fyrrverandi nýlend- ur Evrópuþjóða, sem fengið hafa sjálfstæði og þykjast vera lýð- veldi. Raunin er hinsvegar sú að í stað nýlenduherranna eru komnir inn- lendir harðstjórar, sem stjórna með hervaldi og ofbeldi og réttindi þegnanna eru fótum troðin. Nægir að benda á fræga menn eins og Idi Amin og Bokassa í þessu sambandi. Samhliða ofbeldinu blómstrar takmarkalaus spilling í ríkjum af þessu tagi og sú spilling er þeim mun víðfeðmari sem ofar kemur í valdapýramídann. Þesskonar bananalýðveldi eru sem betur fer ekki til í okkar heimshluta. Að minnsta kosti í löndum Vestur-Evrópu og Norður Ameríku á réttarríkið að vera hafið yfir vafa þótt velferðarríkið sé misjafnlega langt á veg komið. Fullkomið réttarríki í háþróuðu velferðarríki er eins nærri hugmyndinni um fyrirmyndarþjóðfélag og komizt verður nú um stundir. Að öllu þessu athuguðu er nauðsynlegt að vera vel á verði og að þegnarnir bendi umsvifalaust á snögga bletti og veika hlekki, hvenær sem þeirra verður vart. Við höldum því hiklaust fram, að við búum við hlið- stætt lýðræðis- og velferðarskipulag og á hinum Norðurlöndunum, sem gjarnan eru talin vera til fyrirmyndar. Þessvegna er það dapurlegt þegar upp koma fletir sem benda fremur á bananalýðveldi en fyrirmyndarrík- in. í ríki sem státar af elztu löggjafarsam- komu í veröldinni, gegnir furðu hvað ís- lenzka réttarríkið hefur verið aftarlega á merinni; jafnvel vanþróað. Við höfum látið gott heita þangað til nýlega, að sömu emb- ættismenn rannsökuðu mál og dæmdu síðan í þeim. Allir ættu að geta séð að þetta er eins frumstætt og hugsast getur. Samt minist ég þess ekki frá umliðnum áratugum, að lögfróðir menn væru að kveða sér hljóðs til að benda á þennan augljósa banana, hvað þá venjulegir borgarar, og þá sérstak- lega þeir sem gert var að una þannig mála- tilbúnaði og dómum. Enda þótt nú hafi verið bætt úr þessu með aðskilnaði umboðsvalds og dómsvalds, er réttarkerfið ennþá stóri bananinn í okkar samfélagi. Þetta kerfi er svo þungt í vöfum og seinvirkt, að rnenn sleppa því stundum að leita réttar síns vegna þess að jafnvel í smámálum getur úrlausnin tekið áraraðir. Það er ófært að rannsókn refsimála taki að meðaltali 9-11 mánuði og meðferð mála í undirrétti 7-9 mánuði. Það er ótrúlegt en staðreynd engu að síður, að dæmi eru um að fjögur ár liðu frá því ákært var i refsi- máli og, þar til dómur var upp kveðinn í undirrétti. Þá er eftir æðsta dómstigið, Hæstiréttur og meðaltíminn þar unz dómur er upp kveðinn hefur verið tvö ár og þrír mánuðir. Þá er að vísu ótalinn biðtími einka- mála fyrir Hæstarétti, sem er a.m.k. hálft þriðja ár. Allt er þetta með miklum ólíkindum, en kannski er þó verst að menn treysta því ekki að réttlætið nái fram að ganga, þegar loksins kemur að þvi að dómar séu. kveðnir upp. Hæstiréttur á að vera hafinn yfir vafa að þessu leyti ef hann á að standa undir nafni. Reynslan sýnir samt, að einstaklingur í málarekstri gegn ríkisvaldinu, stendur höllum fæti. Dómarar virðast hafa tilhneig- ingu til að dæma ríkinu í vil; þeir þykja hallir undir valdið, af hverju sem það kann að stafa. Sumir hafa talið að rætur þessar- ar hegðunar megi rekja allar götur til þess tíma að íslenzkir embættismenn voru fyrst og fremst þénarar konungsvaldsins í Kaup- mannahöfn og að embættisvaldið líti enn á almenning sem þegna, en ekki fijálsa borg- ara. Kannski er sú skýring of langsótt. Hinn almenni borgari, sem finnur að rétt- lætinu er áfátt, er ekki einn um að vekja máls á þessu. Eftirtektarverðasta umkvört- unin hefur komið frá þekktum hæstaréttar- lögmanni, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, sem fann sig knúinn til að skrifa bók og nefndi hana „Deilt á dómarana“. Þar er mesta ádeila á Hæstarétt, sem komið hefur fram til þessa, en viðbrögð þessa þunglamalega kerfis hafa verið þau að svara engu. Þeir menn eru til - aðeins þrír að vísu ennþá- sem leituðu réttar síns hjá Mannrétt- indadómstóli Evrópu eftir dómsuppkvaðn- ingar hér. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að þar ytra gengu dómar þeim í hag. Það þótti óvéfengjanlegt að réttindi hefðu verið brotin á þeim öllum. Ofná allt þetta bætist sú linkind, sem hæstaréttardómarar þykja sýna eiturlyfja-glæpamönnum og er með öllu óskiljanleg. Því miður er það einn bananinn til viðbót- ar, að nú þykir skipta mestu máli að byggja veglegt hús yfir Hæstarétt og hefur enn eitt ógæfuspor verið tekið með staðarvalinu, alltof nærri Safnahúsinu við Hverfisgötu, sem eitt fárra húsa í Reykjavík getur kall- ast perla. Þarmeð verða endurtekin mistök- in frá þeim tíma er Þjóðleikhúsinu var holað niður við austurhliðina. Það sannar það forn- kveðna, að síðast af öllu læra menn af reynslunni. Hvort bygging yfir Hæstarétt rís nærri miðbænum eða einhversstaðar inn- an við Elliðaár, skiptir auðvitað engu máli á móti því hvort þar verði hægt að treysta á „beztu manna yfirsýn“ og að við þurfum ekki að leita réttar okkar hjá Evrópudóm- stólnum. Nema við viljum hafa hann sem æðsta dómstig; þá værum við í sömu sporum og á öldinni sem leið, þegar hægt var skjóta dómum landsyfirréttar til „Konungs náðar“ úti í Kaupmannahöfn. í pólitíkinni hjá okkur er ýmislegt sem þætti sjálfsagt og eðlilegt í hvaða banana- lýðveldi sem er, en ætti að vera útilokað hér. Hæst ber þar „eign“ stjórnmlaflokka á embættum. Stundum er búið að ákveða þetta mörg ár fram í tímann og allir vita það. Hlægilegt er þegar framámenn setja upp bláeygan sakleysissvip og neita slíkum „söguburði" en staðfesta hann svo fáeinum dögum síðar. Þesskonar bananar hafa verið tíðir uppá síðkastið. Danskur menntamálaráðherra var látinn fjúka fyrir nokkrum árum, þegar ljóst varð að hann hélt sig ríkmannlega á kostnað skattborgaranna og hafði m.a. dvalið á nokkuð dýru hóteli í París. Brezkir ráðherr- ar hafa fengið pokann sinn fyrir yfirsjónir svo sem kvennafar. Einn mesti stjórnmála- skörungur álfunnar eftir stríð, Willie Brandt, varð að segja af sér kanslaraembætti þegar ljóst var að maður sem hann var í vinfengi við, reyndist vera njósnari. Menn spyija; Hefði eitthvað. hliðstætt getað gerzt hér? Svo hrista menn höfuðið því þeir vita að við gerum ekki siðferðilegar kröfur til stjórnmálamanna á sama hátt og nágrannaþjóðirnar. Hér verður aðeins smá- vægilegur stormur í vatnsglasi þegar eitt- hvað vafasamt kemur upp. Fyrr á þessu ári vöktu dagblöðin athygli á því, m.a. í leiður- um, að yfirgengilegum fjármunum er eytt í veizluhöld, ferðalög, dagpeninga og risnu á vegum „hins opinbera". Hvert bananalýð- veldi væri fullsæmt af því bruðli. Það er margur bananinn, þegar betur er að gáð. Einn birtist í sjónvarpinu fyrir skömmu þegar forsætisráðherrann lét hafa sig í að auglýsa útlendan skyndibitastað, rétt eins og það væri einhver merkisatburð- ur - eða að sjónvarpsáhorfendum gæti þótt skemmtilegt að sjá hann japla á hamborgar- anum. Allt var það með bananabragði, sak- laust kannski, en hinsvegar bæði óþarft og smekklaust. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 2. OKTÓBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.