Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuö 1925 35. tbl. 9. OKTÓBER 1993 - 68. árg. Eitt lítið rofnbarð varð eftir í hlíðum Esjunnar á meðan annar jarðvegur flaut til sjávar. Rofabörð — vitnisburður um horfin auðæfi. Gróðurinn var beittur árið um kring. Hann rýrnaði sífellt svo hann veitti æ minna skjól gegn veðri og vindum. Eitt lítið rofabarð í Esju Esjan skipar sérstakan sess í hugum flestra sem byggja höfuðborgarsvæðið, enda er fjallið tign- arlegt. Margir nota fjallið og skýin í kringum það til þess að segja til um hvernig veðrið verður næstu daga og þá oft með meiri vissu íslendingar hinna myrku miðalda eiga margt sameiginlegt með þeldökkum Afríkubúum nútímans. í glæstri sögu beggja er niðurlægingar- tímabil vegna þess að takmarkanir náttúrunnar voru ekki virtar. Eftir ÓLAF ARNALDS en tæki og tól Veðurstofunnar bjóða upp á. Esjan hefur ekki aðeins gildi vegna fegurð- ar og forsagnargáfu því hún geymir einnig þætti úr sögu lands og þjóðar. I hlíðum fjalls- ins undir Kistufelli stendur stakt rofabarð umlukið urð og gijóti. Uppi á barðinu er vöxtulegur gróður með grösum og blómjurt- um. Frá barðinu sér yfir stóran hluta landn- áms Ingólfs Arnarsonar, varðað gróðurvana holtum og fellum. Einhvers staðar í grennd- inni fól Egill Skallagrímsson silfur sitt í jörðu svo vel að það hefur ekki fundist siðan. Fleira hefur gengið úr greipum manna en silfur Egils, því gríðarleg náttúruauðævi, sem eitt sinn einkenndu svæðið, eru nú að mestu týnd og tröllum gefin. Stök rofabörð eins og það sem kúrir í hlíðum Kistufellsins eru vitnis- burður um horfin auðæfi, brúnan og grænan fjársjóð jarðar sem ýmist hefur verið sólund- að fyrirbyggjulaust eða honum fórnað fyrir lífið sjálft í örbirgð fyrri alda. Ingólfur Arnarson kom að vel grónu og skógi vöxnu gósenlandi. Hann hjó viðinn til bygginga og til þess að hita upp híbýlin. Það sama gerðu leiguliðarnir og nágrannarnir. Alla vantaði brenni. í Kjalnesingasögu segir: „Þá var skógi vaxið allt Kjalarnes svo að þar aðeins var rjóður er menn ruddu til bæja og vega.“ Og ennfremur: „Eftir það reisti Andr- íður bæ í brautinni og kallaði Brautarholt því skógurinn var svo þykkur að honum þótti allt annað starfameira." En smám saman gekk á skóginn og sífellt var leitað lengra til að afla viðar til brennslu og kolagerðar. Brátt var skógurinn í Hlíðum Esju nytjaður líka á þennan hátt. Gróðurinn var jafnframt beittur árið um kring. Hann rýrnaði sífeilt svo hann veitti æ minna skjól gegn veðri og vindum. Esjan breytti um svip. Vöxtulegur skógur safnar í sig snjó sem einangrar yfirborðið og dregur úr áhrifum frosts; það sama gerir fjölskrúðugur botn- gróður birkiskógarins. Skógur verndar og yfirborðið fyrir eyðandi áhrifum stormsins en rætur trjánna halda jarðveginum vel sam- an. Án skógar megnaði hnignandi gróður því ekki að halda aftur af holklakanum í hlíðum Esjunnar. Frostið lyfti yfirborðinu og mynd- aði þúfur sem sigu hægt niður á við undan hallanum. Brúnir moldartaumar láku niður allt fjallið í vatnsveðrum, og ný sár opnuðust með lausum og vatnsósa jarðvegi. Að lokum hopaði gróðurhulan undan urð og gijóti sem alla tíð síðan hefur einkennt yfirborð Esjunn- ar. Fólkinu fjölgaði ört eftir landnámið, enda landið gjöfult og fijósamt. En að því kom að náttúruauðlindirnar dugðu ekki til að fæða allan þennan fjölda og fólkið tók að ganga nærri landinu. Að því kom að hungurs- neyð og farsóttir hjuggu skarð í mannfjöld- ann og gæði landsins settu fólksfjöldanum skorður upp frá því, allt fram undir þessa öld. Þessi saga er kunnugleg því sama stefið endurtekur sig í sífellu og einkennir tilvist mannkynsins á jörðinni. SteFið hefur verið fyrirboði þess að forn menningarríki liðu undir lok. Það hefur heyrst á meðal Babýlón- íumanna og Súmera, Indveija, Kínveija, Inka og íslendinga. Nútíminn er fullur af sömu sorglegu laglínunni, mannkyninu fjölgar stöðugt og hraðast raunar þar sem ekki er lengur matur til skiptanna. Islendingar hinna myrku miðalda eiga sér margt sameiginlegt með þeldökkum Afríkubúum nútímans. í glæstri sögu beggja éru niðurlægingartíma- bil vegna þess að takmarkanir náttúrunnar voru ekki virtar. Eitt lítið rofabarð varð eftir í hlíðum Esj- unnar á meðan annar jarðvegur flaut til sjáv- ar. Það stendur þarna í hlíðinni eins og gam- all íbygginn maður sem man tímana tvenna og bíður þess að einhver nenni að hlusta og læra af þeirri þekkingu sem hann býr yfir. Rofabarðið er minnisvarði um landgæði sem okkur ber að endurheimta. Það eru nýir tímar í hlíðum Esjunnar. Þar dafnar nú skógur við Rannsóknastöð Skóg- ræktarinnar að Mógilsá. Ásjóna fjallsins ber þess merki að álaginu sem fylgir stöðugri áníðslu fólks sem býr við hungurmörkin hef- ur verið létt. I hlíðunum er nú að myndast nýr lífheimur og í honum felst margslunginn og frjósamur jarðvegur, fullur af lífi. í þess- um jarðvegi þrífst fjölskrúðugur gróður sem óðum vefur nýja kápu sem skýlir fjallinu. Og skógurinn er víða að gægjast upp. Braut- in forna í skóginum gæti sem best hafa leg- ið þar sem Vesturlandsvegurinn er nú. Ef vel er að gáð er víða með veginum að finna lítil tré sem gægjast upp úr sverðinum. Skóg- urinn er tekinn að nema land af sjálfsdáðum eins og hann gerði þegar ísaldaijökullinn hörfaði löngu fyrir íslandsbyggð. Kannski mun gróskumikill gróður hylja Esjuna áður en langt um líður og brautir liggja um skóg- ana í landnámi Ingólfs. Höfundur er jarðvegsfræðíngur á Rannsókna- stofu landbúnaðarins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.