Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 8
Síöan reiö Þóröur til féskiptis vestur til Saurbæjar meö tólfta mann og gekk þaö greitt því aö Þóröi var óspart um hversu fénu var skipt. Þóröur rak vestan til Lauga margt búfé. Síöan baö hann Guörúnar. Var honum þaö mál auðsótt viö Ósvífur en Guörún mælti ekki (móti. Brullaup skyldi vera aö Laugum aö tíu vikum sumars. Var sú veisla aliskörugleg. Samför þeirra Þóröar og Guörúnar var góð. Þaö eitt hélt til aö Þorkell hveipur og Knútur fóru eigi málum á hendur Þóröi Ingunnarsyni aö þeir fengu eigi styrk til. Annaö sumar eftir höföu Hólsmenn selför í Hvammsdal. Var Auöur aö seli. Laugamenn höföu selför í Lambadal. Sá gengur vestur í fjöll af Sælingsdal. Auður spyr þann mann er smalans gætti hversu oft hann fyndi smalamann frá Laugum. Hann kvað það jafnan vera sem líklegt var því að háls einn var á milli seljannna. Þá mælti Auöur: Þú skalt hitta í dag smalamann frá Laugum og máttu segja mér hvaö manna er aö veturhúsum eöa í seli og ræö allt vingjarnlega til Þóröar sem þú átt aö gera. Sveinninn heitir aö gera svo sem hún mælti. En um kveldiö er smalamaður kom heim spyr Auður tíöinda. Smala maöur svarar. þykja góö aö nú er breitt hvílugólf milli rúma þeirra Þóröar og Guörúnar því aö hún er í seli en hann heljast á skálasmíö og eru þeir Ósvífur tveir að veturhúsum. ... —mmi mm „mnm , i l inl—— Vel hefir þú ^ njósnaö, og haf söölað hesta tvo er menn fara að sofa. Smalasveinn gerði sem hún bauö og nokkuru fyrir sólarfall sté Auöur á bak og var hún þá aö vísu ( brókum. Smalasveinn reið öörum hesti og gat varla fylgt henni, svo knúöi hún fast reiöina. Hún reiö suöur yfir Sælingsdalsheiöi og nam eigi staðar fyrr en undir túngaröi aö Laugum. Þá sté hún af baki en baö smalasveininn gæta hestanna meöan hún gengi til húss. Auöur gekk aö dyrum og var opin hurö. Hún gekk til eldhúss og að lokrekkju þeirrar er Þóröur lá í og svaf. Var hurðin fallin aftur en eigi lokaö fyrir. Hun gekk í lokrekkjuna en Þóröur svaf og horföi í loft upp. Þóröur lá lengi ( sárum og greru vel bringusárin en sú höndin varö honum hvergi betri til taks en áöur. Kyrrt var nú um veturinn. Þá vakti Auður Þórö en hann snerist á hliöina er hann sá aö maöur var kominn. Hún brá þá saxi og lagði á Þóröi og veitti honum áverka mikla og kom á höndina hægri. Varö hann sár á báöum geirvörtum. Svo lagöi hún til fast aö saxið nam í beöinum staöar. Síöan gekk Auöur brott og til hests og hljóp á bak og reið heim eftir þaö. Þóröur vildi upp spretta er hann fékk áverkann og varö þaö ekki því að hann mæddi blóörás. Viö þetta vaknaði Ösvífur og spyr hvaö títt væri en Þóröur kvaöst oröinn fyrir áverkum nokkurum. Ósvífur spyr ef hann vissi hver á honum hefði unniö og stóö upp og batt um sár hans. Þóröur kvaöst ætla aö þaö heföi Auöur gert. Ósvífur bauð að ríöa eftir henni, kvaö hana fámenna til mundu hafá fariö og væri henni skapaö víti. Þóröur kvaö þaö fjarri skyldu fara, sagöi hana slíkt hafa að Auður kom heim í sólarupprás og spuröu þeir bræöur hennar hvert hún heföi farið. Auöur kvaöst farið hafa til Lauga og sagöi þeim hvaö til tíöinda haföi gerst í förum hennar. Þeir létu vel yfir og kváöu of lítið mundu aö orðið. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.