Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 6
i I t :% Reykjavík frá sjó árið 1872, sama árið og gufuskipið Jón Sigurðsson var í förum. Málverk Eckenbrechers. Norska samlagið og gufuskipið Jón Sigurðsson lendingar eignuðust ekki gufuskip fyrr en um 1890 og reglulegar siglingar gufuskipa meðfram strönd- um landsins hófust ekki fyrr en árið 1898. Löngu fyrr hafði menn þó dreymt um slíkar siglingar enda höfðu erlend gufuskip lagt leið sína til íslands allt íslendingar voru enn ekki reiðubúnir eða höfðu bolmagn til að slíta sig frá gömlu dönsku .kaupmönnunum og þetta ævintýri varð því hálfgert feigðarflan. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON frá því um 1855. Nokkrir ákaflyndir og ung- ir þjóðfrelsismenn voru um 1870 að reyna að bijóta á bak aftur ofurvald danskra kaup- manna sem nánast einokuðu verslun og sigl- ingar til landsins. Þeir horfðu einkum til Bret- landseyja annars vegar en Noregs hins vegar og vildu að kaupmenn þar kæmu inn í íslands- verslunina því að sjálfir voru þeir nánast fé- lausir og höfðu lítið bolmagn til framkvæmda hjálparlaust. Einn þessara ungu ofurhuga var Sigfús Eymundsson sem síðar varð þekktur athafnamaður í Reykjavík en ein stærsta bókaverslun landsins ber enn nafn hans. Hann var í Bergen í Noregi 1869 og stund- aði þar iðn sína, bókband, og lærði jafnframt ijósmyndun. Þar komst hann í kynni við norsk- an kaupmann, hugsjónamann og þjóðernis- sinna sem stóð meðal annars í bréfaskriftum við Jón Sigurðsson forseta í Kaupmannahöfn. Sá hét Henrik Krohn og brátt báru þau kynni nokkum ávöxt. Sigfús Eymundsson tók sig til veturinn 1869 til 1870 og skrifaði fjölmörg bréf frá Bergen til málsmetandi manna á Islandi og hvatti þá til að stofna samvinnufélög um að selja íslenskar vörur til Noregs og hét að útvega þeim útlendan vaming í staðinn. A sama tíma fór annar ungur Islendingur, Þor- steinn Egilson í Hafnarfírði, sonur Svein- bjarnar Egilssonar rektors, á stúfana og skrif- aði bréf til Krohns og tjáði honum að hann hefði löngun til að stofna til viðskipta milli íslands og Noregs en þyrði þó varla að fara af stað vegna ofurvalds hinna dönsku gróss- éra sunnanlands. Henrik Krohn skrifaði Þor- steini til baka og bað hann að koma til Nor- egs hið snarasta. Fór hann utan vorið 1870 og komst alla leið til Bergen. Krohn tók hon- um með kostum og kynjum og kynnti hann fyrir ýmsum verslunarfyrirtækjum en flestum fundust þó fyrirætlanir Þorsteins hæpnar vegna fátæktar hans. Það varð þó úr að þeir Þorsteinn og Sigfús Eymundsson stofnuðu Det islandske Handelssamlag í Bergen 24. maí 1870 og ákváðu norskir stórkaupmenn að fjármagna fyrirtækið. Þeir Sigfús og Þorsteinn fengu því til leið- ar komið sumarið 1870 að þijú skip voru send til ísiands á vegum félagsins sem á Is- landi gekk undir nafninu Norska samlagið. Heppnuðust þessar siglingar vel til að byija með og vom höfuðstöðvar Det islandske Handelssamlags annars vegar í Reykjavík á vegum Sigfúsar en hins vegar í Hafnarfírði á vegum Þorsteins. Deildir frá félaginu vom stofnaðar árið eftir í Stykkishó|mi, Grafa- rósi, á ísafirði, Borðeyri og jafnvel víðar. Virtist fyrirtækið ætla að heppnast vel og tóku danskir kaupmenn að ýfast við þessum nýja keppinaut. Hinn 17. maí 1871 hélt Samlagið aðalfund sinn í Bergen og var ákveðið að auka hlutaf- éð verulega og ennfremur að félagið keypti sitt eigið gufuskip til íslandsferða. í mars- mánuði 1872 voru fest kaup á þriggja ára gömlu sænsku gufuskipi að nafni Karlssund, þvi var síðan breytt allmikið og gefið nafnið Jón Sigurðsson. Sýnir nafngiftin vel hversu Norska samlagið var nátengt þjóðfrelsisbar- áttunni. Skipið átti að halda uppi siglingum til íslands en jafnframt að annast strandferð- ir á íslandi yfír sumartímann. Gufuskipið Jón Sigurðsson kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur 26. maí 1872 og meðal farþega sem þá komu frá Noregi voru þeir Egill Egilson kaupmaður, bróðir Þorsteins, Hafliði Eyjólfsson í Svefneyjum á Breiða- fírði, Jón Jónsson frá Ökmm, sem stofnaði þetta ár fyrstu verslunina í Borgarnesi með norskum verslunarsamböndum og Pétur Eg- gerz á Borðeyri en allir voru þeir komnir í viðskipti við Samlagið. Meðal útlendinga með skipinu vom tveir Norðmenn sem settust að i Reykjavík og gerðust þar nýtir og vel metn- ir borgarar. Annar var Matthias Johannessen, verslunarfulltrúi Norska samlagsins, síðar kaupmaður í Reykjavík, og Jensen bakari, sem stofnaði þetta ár Norska bakaríið í Fisc- hersundi. Til gamans má geta þess að fjórir þýskir lúðurþeytarar voru einnig með skipinu en þá var engin lúðrasveit til á íslandi og enginn lúður. Um þetta leyti hætti Sigfús Eymundsson forstöðu fyrir Norska samlaginu í Reykjavík en við tók Egill Egilson. Skipið losaði fyrst í Reykjavík en síðan í Hafnarfírði, Stykkis- hólmi, Flatey, ísafírði, Borðeyri og Grafar- ósi. Þessir staðir vom á fastri ferðaáætlun þess í síðari ferðum um sumarið. Margir not- færðu sér að komast milli staða með skipinu. Yfír hásumarið 1872 var það svo heilan mán- uð í Bergen og var þá unnið að því að breyta því í farþegaskip að hluta. En nú var reyndar orðið deginum ljósara að skipið var afar sein- fært í förum. Það hafði litla og úrelta gufu- vél en var ákaflega kolafrekt. Skipið kom í sína þriðju ferð til Reykjavík- ur 9. ágúst og fór síðan vestur og norður um land. Þjóðólfur skrifaði 29. ágúst: „Með „Jóni Sigurðssyni" tóku sér enn margir far í þessari ferð hans kringum land. Fjöldi manna fór héðan bæði vestur og norð- ur til ýmissa hafna og héraða hér innanlands og skiptust á farþegarnir svo að á hverjum stöðum fóm nokkrir á land en aðrir nýir komu þar og tóku sér far ýmist fram eða aftur. Vart var nokkm sinni færra milli hafna en 25-30 farþegar en aftur frá Stykkishólmi hingað vom þeir yfir 40.“ Sigurður frá Balaskarði var farþegi með skipinu þetta sumar til Grafaróss og segir hann í ævisögu sinni að í áhöfn skipsins hafi verið auk Adams Walthers Múllers skipstjóra, 1. og 2. stýrimaður, tveir vélstjórar, bryti (sem hann kallar yfirforvaltara), 1. og 2. matráðsmaður, tveir uppvartarar og ein stúlka á 1. farrými og önnur stúlka á 2. far- rými. Þar að auki vom 16 hásetar. Þar af einn Islendingur. Breytingamar á Jóni Sigurðssyni reyndust dýrar og auk þess kom í ljós að sáralítið var um farþega milli Noregs og íslands. Þar við bættist að íslendingarnir, sem versluðu við Samlagið, gátu margir hveijir ekki staðið í skilum og fór því skipið hálftómt til Noregs þó að það færi jafnan hlaðið dýrindis útlend- um vamingi út þangað. Islendingar voru enn ekki reiðubúnir eða höfðu bolmagn til að slíta sig frá gömlu dönsku kaupmönnunum og þetta ævintýri varð því hálfgert feigðarflan. Gufuskipið Jón Sigurðsson fór í tvær áætlun- arferðir til íslands haustið 1872 en eftir það var ákveðið að hætta þessari norsk-íslensku verslun. Hún bar sig ekki. Verslunarstjóram á íslandi var sagt upp með hálfs árs fyrir- vara og hættu þeir vorið 1873. Þar með var einnig lokið fyrstu tilrauninni til gufuskips- ferða meðfram ströndum íslands. Stofnað hafði þó verið til verslunarsam- banda við Noreg sem héldu áfram að ein- hveiju leyti og þessi tilraun varð örvun fyrir frekari tilraunir. Isinn var brotinn. NORSK LJOÐ RAGNVALD SKREDE Sigurjón Guðjónsson þýddi Hvíti fuglinn Vilji einhver þér vel, flýgur hvítur fugl úr hjarta hans, kemur til þín og kvakar hlíðlega. Vilji einhver þér illt, kemur svartur fugl, sezt á stein, starir stingandi. Hversdagslega hafa allir fuglar milliliti. En liggir þú í djúpinu, standir þú á tindinum, þá eru allir fuglar hvítir eða svartir. Gleym aldrei aldrei hvíta fuglinum sem kom í djúpið og kom á tindinn! RANDI SANDVIK Bernskuást Við Iitum hvort á annað án orða án látbragða eða atlota. Aðeins einu sinni, miðvetrarkvöld á skautasvellinu snarstoppaðir þú á bláum ísnum og veifaðir til mín þegar ég fór. í hitanum frá upplyftri hendi þinni hélt ég heim. JAN-MAGNUS BRUHEIM Mold handa blómi Einn dag mun allt öðruvísi, skógarnir niða eins og áður og vatnið hverfur í höf. En myrkur, stjörnur og máni umlykja himininn yfir gröf. Einn morgun mun allt verða öðruvísi. Þú vaknar ekki á ný. En sprotar spretta úr jörðu og blómkrónur opnast birtu í. Eitt kvöld mun allt verða öðruvísi. Auðmjúkur muntu krjúpa fyrir óþekktum dómi og biðja um þá miklu náð að verða mold blómi. JAN-MAGNUS BRUHEIM Ferðaör- yggi Öruggur á ferðum um fold og sjá sá er veit stefnuna og viljann á. Öruggari samt á ferð um sæ og lönd, einn er þér æðri heldur í þína hönd. Hann þekkir veginn, hvert stefna ber. Öruggast að vita hann vera nærri sér. LjóðskáldirV eru öll norsk. Þýðandinn er fyrrv. prófastur í Saurbæ. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (09.10.1993)
https://timarit.is/issue/242609

Tengja á þessa síðu: 6
https://timarit.is/page/3310312

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (09.10.1993)

Aðgerðir: