Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 4
Á hverju vorjafndægri og haustjafndægri á sér stað í Ijósaskiptunum hreint ótrúlegt samspil Ijóss og skugga á norðurhlið pýramídans, á þann veg að auganu virðist sem risavaxinn snákur (Kukulkán) skríði niður norðurhlið mannvirkisins. Maya-indíán- ar í Mexíkó Háþróuð menningarþjóð til forna — frumstæðir og réttlitlir öreigar í dag Við heimsókn til Chichén Itzá, eins frægasta menningarseturs Maya-indíana til forna, verð- ur það deginum ljósara, hversu frábærlega vel að sér yfirstétt Mayanna var á þeim tíma, sem staðurinn var miðstöð menningar þeirra ÞAÐ er erfitt að gera sér í hugarlund að sú milljón Maya-indíána sem byggir Júcatáskagann í Mexíkó í dag, séu afkomendur Maya-indíána til forna, sem á árunum 250 eftir Krist til ársins 900 áttu sér hámenningu, sem byggðist á flókinni stærðfræði og stjörnufræði. Texti og ljósmyndir AGNES BRAGADÓTTIR og trúarbragða. Talið er að Chichén Itzá hafi einkum verið í byggð frá árinu 445 til ársins 1204, þótt vitað sé að einhver byggð hafi verið þar allt frá árinu 300 fyrir Krist. Árið 1204 var staðurinn yfírgefínn af ein- hveijum dularfullum ástæðum og lá svo fal- inn um aldir, í fylgsnum frumskóga Júca- táskagans. í litlum þorpum og byggðarkjörnum víðs vegar um frumskóga Júcatáskagans býr í dag um ein milljón Maya-indíána, við afar frumstæðar aðstæður og að því er virðist við svo kröpp kjör, að líkast til eru flestir fyrir neðan fátæktarmörk. Talið er að um tvær milljónir Maya-indíána séu í Mexíkó, sem tæpar 90 milljónir manns byggja, en hin milljónin mun að megninu til vera í Mexíkóborg og nágrenni hennar, þar sem hún lifir sennilega við enn meiri fátækt en indíánarnir á Júeatáskaganum gera. Maya- indíánar eru nánast réttlausir öreigar í Mex- íkó í dag og óttast margir að menning þeirra sé í mikilli útrýmingarhættu. MARGT á Huldu Þótt ýmislegt sé vitað um menningu Ma- ya-indíána til forna, var svo að skilja þegar við Mexíkófarar lögðum leið okkar til Chic- hén Itzá, sem liggur um 200 kílómetra vest- ur af Cancún, að enn fleira væri ekki vitað með vissu, eða vitneskjan sé einungis byggð á kenningum og getgátum. Chicén Itzá svæðið var gleymt og grafíð í frumskógum Júcatáskagans svo öldum skipti og það var ekki fyrr en á sextándu öld sem einhveijar upplýsingar lágu fyrir um að merkar forn- menjar og dýrgripir frá menningarskeiði Maya-indíána frá þriðju til tólftu aldar kynnu að finnast á svæðinu. En það var ekki fyrr en 1904, sem bandaríski fornleifafræðingur- inn, Edward H. Thomson fór í rannsóknar- leiðangur inn í frumskóginn og fann stór- kostlegar menjar og dýrgripi frá þessu tíma- bili. Thomson var svo óprúttinn að flytja með ólöglegum hætti úr landi fjölda dýrgripa og fornminja, yfir til Bandaríkjanna. Hann ánafnaði að lokum Peabody-safninu við Harvardháskóla i Cambridge allar þessar menjar, sem verið hafa þar allar götur síð- an. Nú standa hins vegar yfir samningar á milli Mexíkóstjómar og Harvardháskóla um að Peabody-safnið skili Mexíkó aftur þessum munum og munu góðar horfur á að sú verði niðurstaðan. Þótt Mexíkómenn séu áijáðir í að endurheimta menningararfleifð indíán- anna frá þessum tíma og koma fyrir á sóma- samlegan hátt í Mexíkó virðist sem margir þeirra séu í hjarta sínu þakklátir Bandaríkja- manninum Thomson fyrir varðveislu mun- anna, því að þeir telja að mikið hefði annars glatast að eilífu af þessum menningarverð- mætum. Hreinum Meyjum Fórnað Svo virðist sem Maya-indíánar hafi haft með sér mjög stéttskipt þjóðfélag, þar sem yfirstéttin var hámenntuð og afar vel að sér, en allt kapp var lagt á að halda almúg- anum óupplýstum. Þannig tryggði yfírstéttin sér áframhaldandi völd og gat í skjóli þekk- ingar sinnar og valds boðið almenningi upp á hvað sem var. Frá árinu 975 til 1200 gætti mikilla áhrifa frá öðrum ættbálki indí- ána, Totekum, sem voru herskáir indíánar ættaðir frá Mið-Mexíkó. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Mayja-indíána og innleiddu ýmsa hérskáa siði. Mannfórnir urðu tíðar, og byggðust á þeirri „vissu“ fræðimannanna að ef ekki væru færðar mannfórnir (einkum fómir hreinna meyja) liði heimurinn undir lok. Á 52ja ára fresti varð að fórna hreinum meyjum í ákveðnum fómarhyl og við það náðist samkomulag við guðina um að fresta heimsendi um 52 ár. Mayar voru til foma miklir náttúruheimspekingar. Þeir trúðu á endurholdgun, og að til væru þrettán himna- ríki og sjö helvíti og að menn færðust á milli þessara tilverustiga, allt eftir því hvem- ig þeir færu með hvert og eitt tilverustig- anna. Athyglisvert er að Maya-indíánar til forna reiknuðu út nákvæmara tímatal, almanak, en það sem stuðst er við í dag; hof þau, pýramídar og trúarlegar miðstöðvar sem þeir reistu á ámnum um og eftir 900 vekja enn furðu hins vestræna heims; þeir fundu upp núllið, sem telst nú hreint ekki svo lítið stærðfræðilegt afrek og samkvæmt þeim Sveittir og þreyttir íslenskir ferðalangar, í hylinn, þar sem jómfrúm var fórnað á 5. mætti samkomulagi við guðina um að fre Ótvíræða staðfestingu á geysilegri þekki við að arka um Ghicén Itzá svæðið, klifra aði snákur), sem er hreint ótrúlegt manm pýramídinn er svo flókið fyrirbæri að n byggð á mikilli stærðfræðiþekkingu og J minjum sem varðveist hafa frá þessum tíma hafa þeir getað reiknað út og sagt fyrir um sól- og tunglmyrkva. Aukinheldur þróuðu þeir með sér mjög flókið ritmál, sem engum hefur enn sem komið er tekist að ráða. Ótvíræða staðfestingu á þessari geysilegu þekkingu fær maður við að arka um Chicén Itzá svæðið, klifra upp pýramídann Kukuik- án (Hinn fiðraði snákur), sem er hreint ótrú- legt mannvirki, og skoða aðrar menjar. Kuk- ulkán-pýramídinn er svo flókið fyrirbæri að með ólíkindum er. Hönnun hans virðist byggð á mikilli stærðfræðiþekkingu og þekk- ingu á stöðu himintungla og sólar. Á hveiju voijafndægri og haustjafndægri á sér stað í ljósaskiptunum hreint ótrúlegt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.