Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Blaðsíða 5
Wannvirki Mayanna til forna, hof þau, pýramídar og trúarlegar miðstöðvar sem >eir reistu, vekja enn í dag furðu hins vestræna heims. Það hlýtur að hafa verið vandasamt verk fyrir smávaxnar íþróttakempur May- anna fyrir þúsund árum eða svo að koma boltanum í gegnum þessa litlu körfu, hátt uppi á veggnum. Enda ekki eftir ýkja miklu að slægjast, þar sem fyrirliði sigurliðsins galt fyrir sigurinn með lífi sínu. Hún er ekki nema liðlega sextug, þessi Maya-indíánakona, sem lítur þó út fyrir að vera háöldruð. Sjá má að hún er ekki hávaxin, ekki fremur en aðrir Mayar, því Sindri sem við hlið hennar stendur, er tæpra níu ára. 40 gráðu hita í Chicén Itzá, við fórnar- 2ja ára fresti til forna, til þess að ná ísta heimsendi í 52 ár. 'ngu Maya-indíána til forna fær maður i upp pýramídann Kukulkán (Hinn fiðr- 'irki, og skoða aðrar menjar. Kukulkán- leð ólíkindum er. Hönnun hans virðist tekkingu á stöðu himintungla og sólar. samspil ljóss og skugga á norðurhlið pýra- mídans, á þann veg að auganu virðist sem risavaxinn snákur (Kukulkán) skríði niður norðurhlið mannvirkisins. Hin skelfilega mannfórnagleði hinna ráð- andi stétta fór einna mest fyrir bijóstið á okkur íslendingunum sem sóttum þennan merka stað heim, í steikjandi hita. Svo var að heyra af frásögnum leiðsögumanna að hvert tækifæri hafi verið notað til mann- fórna. Hylurinn heilagi (Cenote Sagrado) vakti því miklu fremur með manni kulda- hroll en hrifningu, þegar hugsað var til meyjanna ungu sem fyrir þúsund árum eða svo var fleygt niður í dýpið, svo þeir sem eftir urðu mættu nú njóta jarðvistar í önnur Guð Maya-indíánanna. 52 ár. Enn furðulegra var að hugsa til þess að það átti að vera mikill heiður að vera valin til fómar, og mér varð á að hugsa sem svo: Skyldu meyjarnar nú í raun og veru hafa litið á eigið líflát sem heiður mikinn. Fyrirliða Sigurliðsins FÓRNAÐ! Sömu sögu er að segja af heimsókninni á hinn forna íþróttaleikvang Mayanna, þar sem allsérstæður körfubolti mun hafa verið stundaður öldum saman. Steinhringur, hátt uppi á vegg, var skotmarkið, sem hinir smá- vöxnu Mayar áttu að koma boltanum í gegn- um. Leikmenn skiptust í tvö lið, og fyrirliða sigurliðsins hlotnaðist hinn vafasami heiður, er sigurinn var í höfn, að vera fórnað! Hver er svo að tala um að keppnisíþróttir nú til dags séu harðneskjulegar og ómannúðlegar? Raunar var það hálfkaldhæðnislegt að lokinni skoðunarferð um þetta stórmerkilega svæði að fá vitneskju um að mannfómir á Chicén Itzásvæðinu tíðkast enn í dag, þótt ekki séu það æðstuprestar Maya-indíána sem nú taki ákvarðanir um slíkar fómir, heldur aðstæður. Þannig var okkur sagt að nokkru áður en við komum til svæðisins hefðu tveir ferðamenn, annar ítali og hinn Frakki, stórslasast í skoðunarferð sinni, og ítalinn svo illa að hann lést af völdum slyssins, en afdrif Frakkans voru ekki jafnljós. Þeir höfðu báðir hrapað í pýramídanum fræga, Kukulk- án, er þeir klifu hann. Raunar setti að manni hroll við þessar fregnir, því við höfðum flest klifið Kukulkán og notið útsýnisins yfir svæðið af toppi hans, og vorum flest ef ekki öll sammála um að þótt klifrið upp hann hefði verið glæfralegt, hefði förin niður ver- ið nánast lífshættuleg. Þegar hann svo brast á með úrhellisrign- ingu, þmmum og eldingum, skömmu eftir að við höfðum paufast niður á jafnsléttu á ný, vörpuðu menn öndinni iéttar að vera ekki veðurtepptir uppi í pýramídanum, því vegna úrhellisins hefðu tröppumar verið svo sleipar, að vonlaust hefði verið að reyna að klöngrast niður, án þess að stofna lífi sínu í tvísýnu. Að lokinni þessari stó'rmerkilegu heim- sókn, sem ég hygg að hafi ekki látið nokk- urn mann ósnortinn, _ var haldið áleiðis til Cancún á nýjan leik. Á leiðinni var höfð við- dvöl í litlu Maya-indíánaþorpi, sem sennilega reynist mönnum enn ógleymanlegra, en það að hafa dagstund fengið að ganga á vit for- - tíðarinnar, með því að ganga um og kynna sér hin merku mannvirki Maya til forna. Þorsteinn Stephensen, fararstjóri Heims- ferða, hafi náð samvinnu við mexíkóskan kollega sinn, í þá veru að hann fékk Mayja- indiánakonu sem í þorpinu bjó til þess að opna heimili sitt fyrir íslenskum ferðamönn- um dagpart. Þar gafst okkur tækifæri til >ess að sjá með eigin augum við hvers kon- ar aðstæður Maya-indíánar búa í framskóg- um Júcatáskagans í dag. ÓTRÚLEG FÁTÆKT Ég hygg að flest okkar hafi fengið snert af „kúltúrsjokki" við þá viðkynningu. Hýbýl- in voru bambuskofi, með stráþaki og mold- argólfi. Hengirúm vora hvílurnar, vegg- skreytingar voru pappírsplaköt og blaðaúr- klippur. Eldunaraðstaðan var hlóðir; hrein- lætisaðstaðan var engin; Pottar og pönnur héngu við eldunarkrókinn á nöglum í bamb- usnum; nútímaáhöld voru engin — eða hvað? Jú, mikið rétt, í kofanum var sjónvarp, sem annar tveggja heimilisfeðranna sat við og glápti á sljóum augum, með eitt yngri barn- anna í fanginu. Frágangur rafmagnslagnar vegna sjónvarpsins, sem var eina rafmagns- knúða tækið í kofanum, var utanáliggjandi raflögn, óvarin með öllu, og aðeins tveimur stundum áður hafði verið slíkt þrumuveður með tilheyrandi eldingum, að maður gat ekki að sér gert en að hugsa: Hversu marg- ir bambuskofar skyldu nú fuðra upp á ári hveiju hér úti í frumskógunum, án þess að nokkuð sé að gert til þess að upplýsa indíán- ana um hættur þær sem era fylgifiskar frá- gangs sem þessa? Hinn heimilisfaðirinn lá afvelta í einu hengirúminu, að því er virtist útúrdrakkinn og var sér algjörlega ómeðvitaður um þann flaum íslenskra ferðamanna, sem raddist um heimkynni hans, agndofa yfir því að hér væri farið um mannabústað, árið 1993. Þijár Mayja-indíánakonur báru sýnilega höfuðábyrgð á rekstri heimilisins, umönnun barnanna, sem vora fimmtán talsins, garð- ræktinni, sem voru einhveijar kryddjurtir, grænmeti og ávextir, og umhirðunni um dýrin, sem voru svín og hænsn. María, sú elsta kvennanna, var áreiðanlega höfuð heimilisins, en erfítt var að henda reiður á með hvaða hætti innbyrðis tengslum kvenna, karla og barna var háttað. Börnin voru afar smávaxin, en gullfalleg, en það sama verður ekki sagt um hina fullorðnu indíána, sem greinilega verða gamlir um aldur fram af vosbúð, þrælkun og hungri. Þeir virkuðu því lotnir, skorpnir og hrakkóttir langt umfram það sem aldursár þeirra sögðu til um, enda vart annars að vænta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. OKTÓBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.