Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Side 3
E N Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Bragadóttir hefur verið á ferðinni í sólinni í Mex- íkó, þar sem hún hugaði að minjum um Maya-menn- inguna, sem hvarf skyndilega á dularfullan hátt og einnig fjallar hún um stöðu eftirkomendanna, indíán- anna, sem nú búa í landinu. Norska samlagið og gufuskipið Jón Sigurðsson, heitir grein eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing. Hún ijallar um hluta úr atvinnusögu okkar, um framtak sem var athyglisvert, en reyndist ekki tímabært. íslendingar og Afríkubúar nútímans eiga það sameiginlegt, að í glæstri sögu beggja er niðurlægingartímabil vegna þess að takmarkanir náttúrunnar voru ekki virtar, skrifar Ólafur Arnalds í grein sem heitir: Eitt lítið rofabarð í Esju. Afturhald Að bægja frá nýjungum, heitir greinaflokkur í þrem- ur hlutum eftir Ama Arnarson, sagnfræðing og hann skrifaður sem framhald af sjónvarpsþáttum Baldurs Hermannssonar og þá um þetta athyglis- verða atriði, að á 16. og 17. öld var beinlínis unnið gegn nýjungum á íslandi. MATTHÍAS JOHANNESSEN Páll ísólfsson Nú andar sól á sundin blá og samt ert þú víst farinn þangað sem anda þinn hafði löngum langað, þú lagðist eins og fölnað strá í moldu þar sem þröstur söng á þungri grein í sumarblænum en Páll, í dag skein sól á sænum og sótti gull í kvöldin löng. Eg heyri orgel hafsins segja (með hljóðum trega eins og fyr, að orðum hafsins enginn spyr): að allir tónar lífsins deyja og einnig þú, samt ertu hér svo undarlega nálægt mér. Ljóð þetta úr Tveggja bakka veðri er birt í tilefni 100 ára afmælis Páls Isólfssonar, 12. október nk. SPURT UM BRAG Svo hefur verið kallað, að megin-einkenni þess, sem nefnt er ljóðform, sé hljóð- fallið. En þá er að jafnaði átt við einhvers konar re- glufestu í hrynjandinni. Hefðbundin braghrynj- andi, sem svo er nefnd, markast af bragliðum, sem geta verið með ýmsu móti, þó jafnan megi greina þar einhveija reglu. Sagt hefur verið, að þá sé kröfum bragforms fullnægt, ef hægt sé að slá hrynjandina á trumbu, og mun þá átt við nokkuð reglufastan trum- buslátt. Svo kölluðu „nútímaljóði“ hefur oft verið fundið það til foráttu, að hljóðfallið sé of óreglulegt, þar ríki hrynjandi lausa- máls en ekki braghrynjandi af neinu tagi. Skipting þess háttar texta í stuttar og einatt mislangar línur sé út í hött, því yfirleitt eigi hún sér hvorki stoð í hrynj- andi né setningargerð. Hyggjum ögn nánar að þessu. Skyldi vera nokkur leið að benda á reglubundna braghrynjandi í þessari klausu: Eiim sinni kom ég á bæ og hitti bónd- ann þar sem hann sat undir vegg; en húsfreyjiin bnuð mér að gista hýr á svip, enda gestrisin mjög. Eða væri hægt að sýna fram á tilefni til línuskiptingar, sem yrði til. dæmis á þessa leið: Einu sinni kom ég á bæ og hitti bóndann þar sem hann sat undir vegg; en húsfreyjan bauð mér að gista hýr á svip, enda gestrisin mjög. Þætti ekki flestum betur við hæfi að rita þetta í belg og biðu sem hvert annað lausamál? Væri ekki allt annað brosleg tilgerð, sýndarmennska, ef ekki annað verra? En lítum á aðra klausu: Yfir öllum tindum er ró, í krónum trjánna greinir þú vart nokkurn blæ, og fuglarnir þegja um skóginn; sjáðu til, bráðum hvílist þú eins. Ef þessari klausu er skipt í línur á sama hátt og hinni fyrri verður hún svona: Yfir öllum tindum er ró, í krónum tijánna greinir þú vart nokkurn blæ, og fuglarnir þegja um skóginn; sjáðu til, bráðum hvílist þú eins. Þarna er atkvæðafjöldi, línugerð og hrynjandi nákvæmlega eins og í fyrri klausunni, og tilefni til línuskiptingar engu meira. Þar er að vísu kominn texti sem einhver kynni að kalla „ljóðrænan", reynd- ar texti af því tagi sem veður uppi í lausa- máli ótal höfunda og fáum dytti í hug að klippa úr og kalla ljóð, hvort sem línur yrðu hafðar lengri eða styttri. Verður hrynjandi og línuskipan í þetta sinn að nokkru metin á annan veg fyrir þann mun? Skoðum þriðju klausuna, sem að þessu sinni er alþekkt erlent ljóð: Úber allen Gipfeln Ist Ruh. In allen Wipfeln Spúrest du Kaum einen Hauch; Die Vögelein schweigen im Walde. Warte nur, balde Ruhest du auch. Enn er atkvæðafjöldi, línugerð og hrynj- andi nákvæmlega eins og í fyrstu klausu og efnið auk þess hið sama og í miðklaus- unni. Veigamesti munurinn er að sjálf- sögðu í því fólginn, að orð eru valin af sjálfum Goethe. En hveiju munar að öðru leyti? Hvaða munur tekur til sjálfs formsins? Hvernig skyldi standa á því, að þessu litla ljóði er við brugðið fyrir sérstaklega vandað form? Hvað skyldi form þess hafa fram yfir formið á klausunum tveimur á undan? Eða eru hin rómuðu formgæði þess eintóm blekking? Skyldi formið einungis njóta hins skáldlega efnis sem það hefur fram að færa, svo sem til staðfestingar því, að efni og form verði ekki hvað frá öðru greint? Verður ef til vill einhver regla fundin í hrynjandi þessa þýzka ljóðs frem- ur en í klausunum á undan? Eða er hug- myndin um reglufestu í braghrynjandi tómur misskilningur? Skal jafnvel sagt, að hljóðfall þurfi alls ekki að fylgja reglu til þess að vera listrænt, til þess að vera fagurt, markvíst og samboðið ljóði? Á það kannski jafnt við um ljóð og laust mál, að hrynjandin eigi umfram allt að þjóna efninu, enda sé hún þá frjáls, og að vísu þeim mun vandasamari? Eða er hér á fleira að líta? Venjulega er formið sá þáttur ljóðs, sem auðveldast er að gera grein fyrir og meta sérstaklega. Hvað veldur því, að form þessa ljóðs er kallað frábært? Spyr sá sem ekki veit. Gaman væri, að einhver vildi .svara. HELGI hálfdanarson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. OKTÓBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.