Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 4
4- Ekki má strjúka steininum öfugt fremur en kettinum úthallandi sumri var gott að vera í Osló og njóta leiðsagnar og aðstoðar Erlings Jónssonar myndhöggvara við verk sem ég var að vinna fyrir Lesbók. Ég kannaðist við Erling frá því fyrr á árum, þegar hann var handmenntakenn- ari í Keflavík og vann jafnframt í högg- myndum. Það var ekki nóg með að Erling- ur tæki ljúflega beiðni minni um aðstoð, heldur tók hann sér tíma til að vera með mér nánast alveg í tvo daga. Hann fékk vin sinn, Tom Sandberg, sem er þekktasti ljósmyndari Norðmanna til að annast vandasama myndatöku fyrir Lesbók og Sandberg fannst svo gott að geta gert Erlingi greiða með þessu, að hann tók ekk- ert fyrir vinnu sína. Á þessari yfirreið leit Erlingur inn hjá kollegum sínum í höggmyndalistinni. Þar á meðal eru þeir Per Ung og Nils Aas, sem eru líklega víðkunnustu myndhöggvarar Norðmanna núna. Þeir eru með vinnustofu í Ekely, á sama stað og Munch fyrr á öld- inni. Erlingur telur Nils Aas til nánustu vina sinna og þeir hittast oft, en Nils Aas þykir ekki taka hverjum sem er. Mér fannst eftirtektarvert hvað allir þessir menn heils- uðu Erlingi með miklum kærleik. Ljúfari maður og einlægari er enda vandfundinn. Við settumst niður á konditoríi í nánd við Munch-safnið og fengum kakó og „vín- irbrauð“ eftir ökuferð um borgina. Erlingur vitnar gjarna í Laxness og fór með heilan kafla, sem hann kann utanbókar um hinn eina hreina tón í Brekkukotsannál. Hann hafði áður í samtölum okkar minnst á vizku- steininn, í þessu tilviki vizkustein hstarinn- ar, sem menn leita langt yfir skammt, því „vizkusteinninn býr í okkur sjálfum", hafði hann sagt. Rætt við ERLING JÓNSSON, myndhöggvara, sem settist að í Osló, kennir þar myndlist og vinnur að höggmyndalist sinni. Ég kom aftur að vizkusteininum: „Þú hefur þá ekki farið til að leita hans, þegar þú fluttist búferlum til Noregs?" „Ég fór ekki út fyrir landsteinana vegna hans, enda ekki nauðsynlegt. Ég náði í brot úr þessum steini þegar ég var aðeins 9 ára og las formála Halldórs Laxness að Kjar/alsbók, sem Mál og menning gaf þá út. I þessari sniiidarlegu ritgerð fékk ég leiðarljós; Halldór benti þar réttilega á mikilvægi þess að vera trúr sjálfum sér og sjá hlutiria með eigin augum í stað þess að fara eftir boðum og bönnum annarra. Sam- kvæmt því er vizkusteinninn innra með hverjum og einum og í því sambandi vil ég vitna í annan speking sem sagði: -Vizkusteinninn er alltaf næsti steinn við veginn - “ „Þú átt við að það sé holl- ara listamanni að hlíða sinni innrí rödd en einblína á það sem kann að vera í tízku?" „Það er ágætt að fylgjast sem bezt með því sem er að gerast í heiminum í myndíist. En það þýðir ekki að vera með augun standandi á stilkum í sí- felldum eltingaleik við nýmæli og tízkustrauma, ef rætumar standa ekki í eigin uppruna." „En þó við séum kannski norskir að uppruna, hefur þú varla fiutzt út hingað til þess að íinna rætur þínar“. Fjöregg þjóðarinnar, 1988. Myndin er höggvin í kleberstein. Eigandi: Gunnar Sveinsson, Keflavík. Mánahestur, 1991. Myndin er höggvin í serpíntínstein og er í einkaeign. „Ónei, þær eru að sjálfsögðu á íslandi. Ég fór hingað upphaflega 1976; fékk þá ársleyfí frá kennslu til að stunda framhalds- nám erlendis og var svo heppinn að hafna í Statens Lærerhögskole í Forming í No- todden. Það varð afskaplega notadrjúgur tími. Þremur árum síðar fór ég aftur til Noregs og tók þá sem aðalfag skúlptúr með megináherzlu á portret. Ég hafði þá verið bæði handavinnukenn- ari og myndhöggvari í Keflavík á árunum 1954-80. Svo ég fari fljótt yfir sögu; ég er fæddur í Móakoti á Vatnsleysuströnd, en fluttist á barnsaldri til Hafnarfjarðar og ólst þar upp, en var á sumrum á Kinnarstöð- um og Klukkufelli í Reykhólasveit. Ég ólst upp hjá móður minni. Hún hafði yndi af ljóðum og las þau oft upp fyrir mig. Ég hef alltaf síðan verið bókmennta- lega sinnaður, en hafði líka upplag fyrir músík og fór að læra á fíðlu hjá Albert Klahn. Það nám stóð í nokkur ár unz ég fékk þann vitnisburð að ég gæti leikið á 2. fiðlu í Smfóníuhljómsveitinni. Hugurinn var samt alltaf við það mynd- ræna og ég varð gagntekinn af þeirri hug- sjón að stuðla að tilurð íslenzks listiðnaðar. Ég áleit að það gæti myndað breiða undir- stöðu æðri myndlistar. I þessu augnamiði gerðist ég handavinnukennari. Umfram allt annað voru kynni mín af Sigurjóni Ólafssyni hvati þess að ég fór út á þessa braut. Érá því ég fyrst sá myndir eftir Sigurjón skynjaði ég, að þar var feng- izt við raunverulegt rými. Þessi hugmynd um rýmið hafði verið að brjótast í mér og er bundin við minningu um mannsmynd, sem móðir mín límdi á gluggarúðu, en hand- an gluggans og mannsmyndarinnar sá ég fólk sem gekk framhjá.“ „Segðu mér af kynnum þínum af Sigur- jóni.“ „Ég hafði fylgst með honum, feiminn eins og ég var, og úr fjarlægð. Svo mannaði ég mig uppí að sýna honum myndir sem ég hafði gert. Þá var eins og við hefðum alltaf þekkst og öll feimni rauk út í veður og vind. Við náðum ótrúlega vel saman og fyrir mig var þetta afskaplega gefandi samband. Sig- Erlingur Jónsson - Ég geri allt sem ég geí er skúlptúr eftir Erling heitir „Dropinn“ Erlingur: „Dropinn er þrívíð hugleiðing i rignir aldrei, en brennandi sólargeislar v. Nótt fylgir degi - ljós veldur skugga. Am Portret af ungri stúlku. urjón kenndi mér að „sjá“ með mörgum skilningarvitum samtímis. Allt sem Sigurjón gerði átti upptök sín í lóðréttri línu og sú lína gekk alltaf í gegn- um Sigurjón sjálfan: Frá innsta kjarna og út í alvíddina. Þessi lóðlína er allsstaðar eins; hver myndhöggvari verður að finna hana og eiga í sjálfum sér. Með öðrum orðum: Enn ein áminning um vizkustein- inn. Þetta er sjálfur kontrapunkturinn í höggmyndalist, hvorki meira né minna. Eftir lát Sigurjóns var ég eins og í tóma- rúmi og fannst þá að ég yrði að gera eitt- hvað eða fara eitthvað til að losna frá sárind- unum. Og tækifærið kom uppí hendurnar á mér. Einmitt þá var auglýst eins árs kennslustaða við Oslo Lærerhögskole. Það er skemmst frá því að segja, að ég sótti um og fékk stöðuna. Teningnum var kast- að. Við hjónin fluttum utan og skildum eft- ir heima uppkomin börn okkar. Þetta eina ár varð að þremur árum og á þeim tíma komst ég í kynni við Nils Aas, sem ég tel mesta núlifandi myndhöggvara á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Andlitsmynd hans af Halldóri Laxness er líklega það eina sem eftir hann er á Is- landi, en sýnir líka hver snillingui- hann er. Við berum saman bækur okkar að stað- aldri, en hann er ekki sá eini; aðrir stór- meistarar í norskri höggmyndalist hafa tek- ið mér afskaplega vel og ég hef verið í mörg ár fullgildur félagi í norska mynd- höggvarafélaginu.“ „Hafði samskonar viðurkenning látið á sér standa heima?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.