Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 5
Síðan hvenær hafa rómantískar samfarir verið kallaðar nauðgun? Þessi rómantík hefur alveg farið framhjá henni vinkonu þinni. Komdu nú. Á þessi ein- hvern þátt í þessu? Hann benti á mig. Hann er samsekur í öllum atriðum. Þá sleppum við honum, sagði talsmaður yfirvaldsins og glotti ísmeygilega. Lögreglu- bfllinn þeysti á brott með vininn og ég stóð einn eftir á gangstéttinni. Sólin var að koma upp. Þegar ég kom uppá hótel sá ég í bakhlut- ann á tveimur þéttholda kvenmönnum í horn- inu þar sem síminn var. Þær töluðu íslensku. Ég er búin að kaupa straujárnið fyrir hana Gunnu og kaffikönnuna fyrir Siggu. Strau- járnið var svo ódýrt að ég veit ekM nema ég ætti að kaupa fleiri. Númer hvað notar hann Jói af gallabuxum? O.s.frv. Það eru tvær íslenskar konur á hótelinu, sagði lyklavörðurinn sigri hrósandi einsog hann væri að tilkynna mér um happdrættis- vinning. í guðanna bænum ekki segja þeim að ég sé íslenskur, sagði ég og flýtti mér uppá herbergi. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í erlendum stórborgum er að horfa á vegfar- endur. Ekki það að ég sé í einhverjum þung- um pælingum um hvaðan þeir séu að koma og hvert þeir séu að fara. Ég huga mest að formunum og limaburðinum. Af einhverjum ástæðum leitar athygli mín mest til kvenna. Ætli það hafi ekki eitthvað með hormóna- starfsemina að gera. ; Einsog allir íslendingar vita eru fallegustu konur í heimi á íslandi. Ég er að sjálfsögðu sammála því, enda held ég að þeir séu aðal- lega að tala um konurnar sínar. Konan mín hefur alltaf verið fallegasta konan í heimin- um. En það eru víðar fallegar konur en inná íslenskum heimilum og í Amsterdam er ein- hver reiðinnar bísn af þeim. Fjölbreytnin er svo mikil að maður getur ekki annað en dáðst að skaparanum "fyrir hugmyndaauðgina. Glæsilegastar eru konurnar þegar þær eru komnar uppá reiðhjól. Þá er einsog kven- formin njóti sín fyrst til fulls. Að horfa á fallega konu á hjóli er einsog að drekka glas af góðu víni. Ekki laust við að það væri far- ið að svífa á mig þegar leið á daginn því hvergi í heiminum eru fleiri glæsikvendi á hjóli en í Amsterdam. En þó það sé gaman að glápa kemur það aldrei í staðinn fyrir mannleg samskipti. Það voru þarna heilmarg- ar konur sem mig langaði til að spyrja hvað störfuðu, hverra manna væru o.s.frv. Ég tók mér hjól á leigu. En það dugði ekki til að mynda kontakt. Þrisvar sinnum lentí ég á rauðu Ijósi með einni af glæsilegustu hjól- reiðakonum sem ég hafði'augum litið en lagði ekki í að stynja upp orði. Og hef alltaf átt erfitt með að tala við ókunnugt fólk án þess að hafa gilt tilefni til þess. Ég sá ekki nema eina leið tíl að ná sambandi við konuna: Hjóla á hana. Þegar við nálguðumst næsta rauða Ijós renndi ég mér lymskulega utaní hana og við féllum saman í götuna, ég ofaná. Við- brögð konunnar voru þveröfug við það sem ég hafði reiknað með. I staðinn fyrir að verða bljúg og afsakandi varð hún hin fúlasta. Þú gerðir þetta vfljandi, skepnan þín! hvæstí hún. Vfljandi, sagði ég og setti upp englasvip- inn. Hvað heldurðu eiginlega að ég sé? Einhverskonar pervert. Heldurðu að ég hafi ekki séð hvernig þú gláptír. r Djöfullinn sjálfur, hugsaði ég. Ég hef lent á feminista. Sérðu, hélt kvendið áfram. Luktin er brot- in og brettið beyglað. Það kostar ekki undir 200 gyllinum að láta gera við þetta. Ég borgaði 200 gyllini en áður en mér tókst að bjóða henni uppá bjór strunsaði hún snúðug í burtu. Eg hefði kannski átt að hjóla hraðar á hana, hugsaði ég. Hún hefði orðið bljúgari ef hún hefði handleggsbrotnað. Þegar ég var kominn af stað aftur fylltíst ég óviðráðanlegri þörf fyrir að hjóla hratt.' Það var hressandi að finna gustinn í andlit- inu og ég þaut framúr hverju hjólinu á fætur öðru. Vissi ekki tíl fyrr en ég var kominn uppí sveit. í staðinn fyrir iðandi mannlíf voru komnar hreyfingarlausar beljur, vindmyllur og túlípanar, krassandi fnykurinn af fúlu vatni og hundaskit hafði vikíð fyrir væmnum ilmi af blómum, grasi og kúadellu. Þetta er ekkert umhverfi fyrir mig, hugs- aði ég og ákvað að snúa aftur Ðl lífsins hið bráðasta. En um það bil sem ég ætlaði að snúa stýrinu og taka 360 gráðu beygju kom ég auga á konu útvið vegarkantinn að vand- ræðast með límtúpu, gúmmíbætur og sprungna reiðhjólaslöngu. Ég bauð þegar fram aðstoð mína. Konan minnti mig á íslenska sveitastelpu, rauðhærð, freknótt og rjóð í kinnum og brosti feimnislega. Mig langaði að bíta í þessar rjóðu eplakinnar en kunni ekki við það. Spurði þess í stað hvað hún starfaði, hverra manna hún væri o.s.frv. Hún var ekki eins feimin og hún leit útfyrir að vera og svaraði öllum spurningunum af einurð og röggsemi. Hún var að læra alþjóðalög og bjó á sveitabýl- inu þarna handan við trjáþyrpinguna. Frábær blanda af sveitafeimni og heims- borgaralegu öryggi, hugsaði ég. Mig langaði að kynnast henni nánar. Spurði hvernig henni lítíst á að bjóða mér uppá kaffi og með því. Bara vel, sagði hún og brosti sveitastelpu- lega. Mamma hennar var ekta bóndakona og rauk þegar upp til handa og fóta við að baka íslenskar pönnukökur. Makalaust hvað ís- lensku pönnukökurnar haf náð mikilli út- breiðslu. Það kom í Hós að bóndakonan var vel að sér í bollaspádómum. Og þegar við höfðum talað út um bókmenntir, túlípanaræktun og alþjóðalög spáði hún fyrir mér. Eg þori varla að segja þetta, sagði hún vandræðalega. En ég sé langt ferðalag. Við flissuðum. En bíddu við. Hérna sé ég tvær hávaxnar konur og eitt, tvö ... má ég nú sjá, áíján börn. Átján börn! hváði ég. Ég sé ekki betur. Og ég sé miklar þjáning- ar, afbrýðisemi, hatur, eldsvoða, blóð, illa anda, álög, einsemd og ... dauða. Voðalega ertu jákvæð og bjartsýn í kvöld, sagði dóttirin og sendi mér alþjóðalögfræði- legt bros. Þetta er ekki frá mér komið, sagði mamm- an. Þetta er allt hérna í bollanum. Fyrir alla muni ekki draga neitt undan, sagði ég. Já, bíddu við. Hérna sé ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Mjög dularfullt. Það er einsog að horfa oní botnlausa holu. Eg get ómögulega áttað mig á hvað þetta þýðir. Er það gott eða slæmt? sprði ég. Mjög slæmt og mjög gott. Þó hvorki slæmt né gott. Þú ert nú farin að Wjóma einsog stiórn- málamaður, sagði heimasætan og brosti útí annað. Mér heyrðist þetta hljóma einsog Nirvana, sagði ég. það er bara ekkert annað, sagði alheims- lögfræðingurinn og Ijómaði. Við erum bara með nýjustu endurholdgun Búddha hérna mitt á meðal okkar. 0.s.frv.. o.s.frv. Það var komið framundir hádegi næsta dag þegar ég kom uppá hótel. Enn stóðu breiðvöxnu konurnar í símahorninu. Ég finn bara enga nógu stóra skó á hann Baldvin. En það voru alveg hlægilega ódýrar skyrtur á útímarkaðinum. Ég keyptí tólf. Já, já, já, já. Eg man eftír plöttunum. Fjandakornið! hugsaði ég á þriðja degi í Amsterdam. Eg get ekki látið það spyrjast að ég hafi verið í þessari borg án þess að kflria*á þá félaga Rembrant og van Gogh. Ég byrjaði á Gokka. Þar sem ég er myndlistarmaður hafði ég miklu meiri áhuga á römmunum en myndun- um sjálfum. Sérstaklega langaði mig til að sjá hvernig meistarinn hefði neglt strigann uppá blindramman. En ég hafði ekki fyrr komið við rammann á einni sjálfsmyndinni (ég man ekki hvort eyrað var á eða ekki) en miklar bjðlluhringingar upphófust og ein- kennisklæddir verðir komu hlaupandi úr öll- um áttum. Þeir drógu mig með látum inná kontór. Skömmu síðar birtust tveir lögreglu- þjónar, og af öllum lögregluþjónum Amsterd- amborgar þurftu það að vera sömu eintökin og handtóku vin minn hasskaupmanninn tveimur dögum fyrr. Þeir halda sjálfsagt að ég sé einhver vandræðamaður. Ég reyndi að sannfæra þá um að það hafi alls ekki staðið tíl að ræna einu eða neinu, ég hafi aðeins ætlað að skoða á bakvið mynd- ina. Þeir vildu ekki hlusta á neitt kjaftæði. Menn borga sig ekM inná listasöfn tfl að skoða á bakvið myndirnar. Af hverju ekki? Við hækkum sektína um helming fyrir að sýna laganna vörðum ekki tilhlýðilega virð- ingu. Við erum engir asnar. Það er best að drífa sig til Balí, hugsaði ég. Alltof dýrt að vera í Amsterdam. Ég borgaði sektina og fór orðalaust út. Fleiri orð gætu gert mig að öreiga. Þéttholda konurnar voru á sínum stað við símann. Mér tókst loks að finna nógu stóra skó á hann Jóa. Nema þeir eru hvítir. Hræðilegir. Ég keypti fjögur pör. Nei, nei. Það held ég ekki. Ég held meira að segja að ég eigi krukku af nÆrsvertu. Já, já. númer Hvað? Það hlýtur að vera hægt að bjarga því. Mig var farið að klæja í lófana að komast til Balí. Amsterdam og Barcelona hálfu ári síðar. Höfundur er myndlistarmaður, rithöfundur og heims- hornaflakkari. Finnskt þjóðkvæði Annikainen (Annikaisen virsi) Sigurjón Guðjónsson þýddi Annikainen, Ábomærin, Ábomærin, skerjastúlkan, kveikti upp eld í Ábohúsi inni í staðnum rétt við bergið, stofu sína verma vildi. Til Anikaihen kominn gestur, kaupmaður úr fjörru landi. A sumrin fékk hann vænar vistir, á veturna hann fékk að drekka í herbergi úr hreinum eikum, af höggnum steini annars bærinn . Stúlkan keypti kjötið, brauðið, keypti jafnvel úrvalsfíska, marga veizlumáltíð hélt hún, mat og drykk við gest ei sparði, sem boðið væri göfgum gestum. Finnska stúlkan fram sig lagði, fannst þó gesti ekki nægja, gestur beið hins svása sumars: „Sumar gef mér, góði Jesú, gef, María jómfrú, vorið. Eg vil burt frá byggðum þessum með báti heim til fósturjarðar, ég fæ kjötið bíta í bátnum, beinum kasta ég í hafíð:" Guð, er merkir manna ákall, María jómfrú, hin vitra, bænir mannsins bæði heyrðu: bræddi sólin snjó um vorið. Gestur skjótt sig ferðbjó, flýði fjarra stranda til á báti. Annikainen, Ábomærin, Ábomærin, skerjastúlkan, biður Guð á grýttri ströndu: „Guð, lát blása norðanvindinn og regnið, hindra reisu fíeysins. Hvofldu bátnum, brátt hann sökkvi, blýþungt akker dragast megi, svo að siglur sundur brotni. Af fjársjóði sig stærir ströndin, strönd af grjóti, auði dýrum. Guð, er merkir manna ákall, María jómfrú, hin vitra, létu næða norðanvindinn, nístingsregn á bátinn falla, hvolfdi bátnum, sökk í sjóinn. Akkerið fékk enga festu, allar siglur brotna í sundur. Annikainen, Ábomærin, Ábomærin, skerjastúlkan, yfír þessu grandi gladdist: „Mátulegt var þér nú þetta, þorpari, er mig þú tældir. Aldrei framar eg þig vernda, ei þér mat né drykk eg færi, ekki smurbrauð eða lummur. Fær þú ei und feldi Anni framar hvQa bein né sofa á^mínum silkimjúka kodda. Ábreiða þín öldufroða, úthafsrok þinn skmnafeldur, koddi þinn skal kólgan þunga." Rnninn Elias Lönnrot (1802-1884) var læknir og málfræðingur. En kunnastur er hann fyrir þjóð- kvæðasafnið Kalevala, sem hefur verið þýtt á fjölda tungumála og notið heimsfrægðar. Auk Kalevala gaf Lönnrot út Kanteletar. f því safni eru því næst fimm þúsund kvæði og kvæðabrot. Þar á meðal eru mörg galdra- og sagnakvæði. Kvæðið Annikainen, sem hér birtist, er tekið úr Kanteletar. Guðbrandur Siglaugsson Blekið búið Þaðstendur á endum auðvitað er mér næst að segja því eins og við vitum fer alltafallt eins og var ætlað ekkert er tíl sem kemurokkur á óvart við erum jú sæfarar veghefílstjórar oggestir sem fóru án þess að skUja skilaboð eftir rötuðum auðvitað hver isinn uppáhaldsmisskilning máttumekkiviðneinumsjóum ekki snjóum en nutum þess best efviðkomumst gestirynrhjarn hvíta breiðu alveg eins og örk svartan skugga orða okkar ístrjálu brotispora og væri okkur litið um öxl einsogmérvarðáréttíþessu ogfann bók meðaugunum, rifjaði upp göngu, strikaði útfjórðunglínu, læddum við eldi írettu um leið og blekið var búið. Anita Eckberg Ó, hún er svo sæt undir svartri regnhtíf, í drappaðri kápu, meðhár eins ogAnita Eckberg. Hún vaknaði ísumar sem leið undir átta, gekk rakleiðis suður götuna eftir tíu. Égséhananúna ínóvember stríðnum bretta upp kraga oghraða sér burt eftír myrkur. Höfundur er fyrrverandi heimavinnandi húsbóndi. LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 5.MARZ1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.