Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Side 6
ARKITEKTÚR Hinn nýi skáli Golfklúbbsins Keilis stendur vestast í nýju byggðinni á Hvaleyrarholti. Ljósmyndir: Lesbók/GS. Golfskáli í Hafnarfirði Arkitekt: Páll V. Bjarnason Innanhússarkitekt: Ellen Tyler. Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði var stofnaður 1967 og félagsheimilið, - í daglegu tali er annaðhvort nefnt golfskálinn eða kiúbbhúsið - var í 25 ár í íbúðarhúsinu í Vesturkoti, sem var einn margra bæja á Hvaleyri áður en golfvöllur var lagður þar. Þrátt fyrir margar endurbætur dugði það engan veginn lengur og því var ráð- izt í að byggja nýjan golfskála. Framúrskar- andi falleg lóð fékkst við útjaðar nýju byggðar- innar, vestast á Hvaleyrarholtinu. Þaðan er mikið og fagurt útsýni yfír Hvaleyrina, hraun- ið fyrir sunnan og Reykjanesskagann. Þama verður klúbbhúsið í miðpunkti milli nýs golf- vallar, sem verið er að leggja í hraunið í áttina til Straumsvíkur, svo og eldri hluta vallarins á Hvaleyri. Félagar í Keili eru nú 555 svo það er aug- Ijóst mál, að félagsheimilið þarf að vera sæmi- lega vel við vöxt. Samt var gætt hófs; samtals er gólfflöturinn á báðum hæðum 460 fermetr- ar. Það er athyglisvert að framkvæmdin tók aðeins 9 mánuði og kostnaðurinn varð svipaður og á einbýlishúsi í stærri kantinum, eða um 37 milljónir. Þar er allstór forsalur, sem nauð- synlegur er, m.a. vegna mótahalds, snyrting, skrifstofa framkvæmdastjóra, eldhús, veitinga- salur og betri stofa, sem heitir Sælakot eftir Arsæli bónda í Sveinskoti á Hvaleyri. Hann var hvorttveggja í senn, síðasti bóndinn á Hvaleyri og starfsmaður hjá golfklúbbnum; mikill heiðursmaður sem lifír í hárri elli. A neðri hæðinni er golfbúð, búningsaðstaða með læstum skápum, sturtuböð og fleira. Út- færsla á búningsklefum golfvalla er fyrir löngu komin í hefðbundið form erlendis með bekkjum og snögum fyrir fót. Hér hefur verið brugðið út af þeirri lausn og er það eitt af örfáu sem hægt er að gagnrýna og staðið gæti til bóta í þessu húsi. Að öðru leyti er óhætt að telja húsið tii fyrirmyndar, bæði hvað útfærslu snertir og notagildi. Páll V. Bjamason arkitekt var ráðinn tii að teikna húsið og hefur hann vaxið af verki sínu. Jafnframt húsbyggingunni var næsta um- hverfí mótað; þar á meðal æfingaflöt framan við húsið og allt lagt þökum nema klappimar báðum megin við húsið, sem kappkostað var að láta halda sér og allt rennur þetta umhverfi í ljúfa löð. Heildarform hússins er alveg samhverft (symmetrískt). Ytra útlitið hefur af þeim sök- um klassískt og virðulegt yfirbragð án þess að verið sé að beita póst-modemískum brögð- um. Lágt valmaþak undirstrikar þetta faUega jafnvægi frá öUum hliðum en Páll kaus að mynda einskonar „andlit“ á framhUð hússins Séðyfirhluta veitinga- salarins. Efri myndin: Inngangur og forstofa á hliðinni sem snýr út að bílastæðinu. Neðri- mynd: Báðum megin við húsið er gengið þannig frá hallanum, sem þar verður, að trjáplöntur eru settar niður innanum grjót úr holtinu, en með grjóti og fjörumöl saman handan stígsins. Umhverfið: Jafnframt byggingunni var næsta umhverfi mótað og ræktað. A hægri myndinni sést vel hvernig klappirnar í næsta nágrenni við húsið voru látnar halda sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.