Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Qupperneq 1
O R G U N
L A Ð S
Stofnuð 1925
10. tbl. 12. MARZ 1994 — 69.árg.
SPORÐAKÖST
UNDIR JÖKLI
Sjór er sléttur en undiralda nokkur. í norðri sýn-
ast skriðjöklar ná í sjó fram en ofan þeirra renna
himinn og hvít jökulhvel í eitt. Nokkrir múkkar
og fáeinir skúmar renna sér yfír glampandi haf-
flötinn. í órafjarska, beint í suður, er Suðurskauts-
landið. Veröldin er mjög hljóðlát að undan-
skildum taktföstum slætti dísilvélar í hæga-
gangi. Menn halda næstum niðri í sér andan-
um og þá ... allt í einu ... blæs hann. Dynk-
ur, þungur hvinur og vatnssúia fellur. Svo
rennur svart bakið hægt og hljóðlega með-
fram skipshliðinni uns stór, sveigður sporður
Nú þegar verulegar vonir
eru bundnar við
ferðaþjónustu er
mikilvægt að finna nýja
og fjölbreytta valkosti
handa ferðamönnum. Hér
segir frá áhugaverðri
dagsferð þar sem
sameinuð er jöklaferð,
hvalaskoðun og sigling á
Jökulsárlóni.
Eftir ARA TRAUSTA
GUÐMUNDSSON
stendur beint upp. Hann er hvítskellóttur
af hrúðurkörlum. Svo hverfur hann líka í
djúpið. Hnúfubakurinn kafar. Nú líða nokkr-
ar mínútur þar til hnúskóttur haus stingur
upp kolli á ný.
Einn Hópur Af Fjórum
Þessi sýn blasir við nærri 30 manna hópi
erlendra ferðamanna sem komnir eru í hraða
og ævintýralega helgarferð í september til
íslands til þess að kynnast jöklunum, líta
eftir hvölum og skoða mannlífið hér. Þeir eru
staddir um borð í mb. Sigurði Ólafssyni frá
Höfn nokkurn spöl út af Tvískerjum, á þrít-
ugu djúpi undan Vatnajökli; stærsta hvel-
jökli heims utan heimskautasvæðanna. Með
í för er þekktur breskur dýrafræðingur og
rithöfundur, Islandsvinurinn Mark Carward-
ine, sem leiðbeinandi. Hópurinn er hér á
vegum ferðaskrifstofunnar Discover the
World en hún er dótturfyrirtæki Arctic Ex-
perience. Sú ferðaskrifstofa sendir fleiri
ferðamenn hingað en aðrar slíkar á Bret-
landseyjum. Með hópnum er Kka lítill hópur
myndgerðarmanna ftá Sagafilm, þ.á m. und-
irritaður, að búa til 15 mín. kynningarmynd-
band handa nokkrum aðilum, t.d. Jöklaferð-
um sem skipuleggur ferðina og sér um alla
þjónustu við hópinn hérlendis, í samvinnu
við heimamenn á Höfn. Ferðahópurinn er
annar í röðinni af fjórum með sömu ferðatil-
högun en búist er við allt að 10-15 hópum
næsta haust.
Að Skoða Hvali
Karlinn í brúnni sér til þess að leitað er
á líklegum slóðum að einhverjum hinna 5-7
hvalategunda sem helst má búast við undan
Suðausturlandi. Bretarnir eru spenntastir
fyrir háhyrningum og hnúfubökum. Hvala-
skoðararnir standa við lunninguna nær allan
daginn, á útkíkki. Svo er kallað, hlaupið og
bent þegar hvalur sést; menn mynda í gríð
og erg og skoða dýrin i sjónaukum. AUt er
þetta áhugafólk um hvers konar villt dýr,
allt gegnir dýraverndunarsinnar og einhverj-
ir kenna sig við World Wildlife Fund sem
vinnur að brýnni verndun villidýra og land-
eða hafsvæða um alla veröld. í augum þessa
fólks eru hvalir ekki nytjadýr heldur hluti
náttúrunnar, eingöngu til að skoða og dást
að. Og hvalirnir sérstaklega eru sumpart
orðnir að tákni alls þess sem þarf að friða
gegn rányrkju og bjarga frá mengun. Það
er víst ærinn fjöldi dýra þótt nokkrir hvala-
Myndatökumenn Sagafilm í „návígi“ við hnúfubak. KvíárjökuII í baksýn. Á útkíkki í stýrishúsi mb. Sigurðar Ólafssonar. Hvalaskoðarar við lunninguna svip-
ast um eftir hrefnum undan suðausturströndinni.