Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 3
LESBOK HEBiaijíiEiaEiisimiiii: Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvst].: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Rit- stjórn: Kringlunni 1. Slmi 691100. M|jjólk á fyrri pari aldarinnar er rakin í tveimur greinum: Um mjólkurskólann á Hvanneyri og Hvítárvöllum þar sem Bjarni Guðmunds- son segir frá merkilegu millistigi í mjólkur- iðnaði, og hinsvegar í þriðju grein Hauks Sigurðssonar um ísfísk og póst til útlanda. Skólinn er í kreppu, segir Wolfgang Edelstein, for- stöðumaður Max Planck-stofnunarinnar í Berlín, í samtali við heimspekingana Vil- hjálm Árnason og Magnús D. Baldursson. Tilefnið er greinar Helgu Sigurjónsdóttur kennara í Lesbók fyrir ári, þar sem hörð gagnrýni kom fram á skólastefnuna. Fræðslu- gildi bóka og aðgengi upplýsinga er ekki sem skyldi, segir Þórdís T. Þórarinsdóttir bóka- vörður, í gagnrýninni grein um frágang íslenzkra fræðibóka, þar sem hún telur að víða vanti ýmisskonar skrár, sem ættu að fylgja slíkum bókum. ROLFJACOBSEN Bíðið okkar Sigurjón Guðjónsson þýddi Bíddu eftir mév, segiv snigillinn. Hvevs vegna genguvðu svona havt? Ég kem, þegav ég kem, mundu að ég ev votuv í fætuvna. Fjavvi skóginum blæs gaukuvinn í lúðuv sinn. Bíð, bíð, ho, ho, bíð, bíð, það ev eitthvað, sem þú hefuv gleymt, eitthvað sem þú hefuv gleymt, eitthvað sem þú hefuv glejmt. Bíddu mín, bíddu mín, segiv snjóskaflinn í fjallinu. Lof mév liggja smástund enn, ég vevð að bváðna fyvst. Hei hei, bíddu nú, hvópav vinduvinn. Það kemuv ein lægð enn og fyrst vevð ég að velta ljósastauv um koll inni í Hvalseyjavfívði. Bíðið mín, pabbi og mamma, segir bavnið þitt. Ég sé ykkuv ekki lenguv. Ég ev hrædd. Bíðið vinir míniv, bíðið smástund, segiv gamla jövðin. Ég vevð að gæta tímans. Mörg lönd sem skulu fá sitt daglega ljós. Bíddu okkai', bíddu okkav, segiv soltið og tötuvlegt fólkið. Allt á jövðinni ev ykkav. Tendva að minnsta kósti lampa, svo að við getum séð hvev annan. Hei, þið þai’na. Bíðið nú smástund, segiv æskan á götuhovnunum. Hvað vevðuv um vinnuna? Hvað gevið þið við líf okkai'? Hvev ev tilganguvinn með öllu saman? Svai-a okkuv? - áður en við bvjótum eina vúðu enn. Bíð okkav, segja ovðin, ekki svona havt, ekki svona hart. Þetta átti að vevða kvæði sem einhver skyldi muna svolitla stund. Ljóðið er birt í minningu Rolfs Jacobsen, sem lézt fyrir þremur vikum, 87 ára að aldri. Hann var talinn eitt fremsta Ijóðskáld Norðmanna og raunar á Norðurlöndunum öllum. Umræða um kynferðislegt ofbeldi lifnar og deyr hér á landi, allt eftir því hvað er á döfinni hverju sinni. Hún varð nokkuð lífleg nú um daginn, nánar tiltekið í kringum alþjóðlegan baráttudag kvenna, en þá var gengin fjöldaganga gegn kynferðislegu ofbeldi. Aðstandendur göngunnar skipulögðu hana ágætlega og gengið var á fund „ráða- manna réttarkerfisins" þar sem áskorun þeirra 44ra félaga og samtaka, sem að göngunni stóðu, var afhent. Líkast til hefur það haft hvað mest áróðurs- og auglýsingagildi fyrir markmið þessara samtaka, að sjálfur forseti Hæstaréttar, sýndi málstaðnum og fórn- arlömbum kynferðislegs ofbeldis takmarkalít- inn dónaskap og slíka fyrirlitningu, að það hlýtur að hafa vakið athygli alþjóðar. Hann neitaði einfaldlega að taka við áskoruninni og göngumenn komu að lokuðum dyi’um Hæsta- réttar. Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður Stíga- móta sagði í fréttasamtali efth' gönguna, að forsetinn hefði litið þannig á að afhending áskorunarinnar væri dónaskapur í garð Hæstaréttar. Þvílíkt og annað eins! Hvað gerð- ist eiginlega? Móðgaðist „ríkið í ríkinu", við það að ákveðnir þegnar ríkisins telja að á ákveðnum stöðum í réttarfarskerfi okkai', sé pottur brotinn, jafnvel mölbrotinn? Snemma sumarið 1993 ætlaði allt um koll að keyi'a í Bretlandi, vegna dómsúrskurðar í kynferðisglæpamáli, þar sem ungur maður hafði nauðgað átta ára stúlkubarni á heimili hennar. Ungi maðurinn var dæmdur í ein- hverja smánarrefsingu, mánaðarfangelsi, að mig minnir, og smásekt bar honum einnig að greiða. Þessi úrskurður einhvers stórfurðulegs dómara, sem lét þau ummæli falla í réttarsaln- um, þegar hann kvað upp dóminn að „stúlkan væri nú enginn engill heldur“! vakti mikla reiði almennings á Bretlandseyjum. Lögfræð- ingar lýstu því yfir að svona nokkuð ætti ekki að geta gerst, móðir stúlkunnar sagði bitur og reið að alvarlegar væri tekið á umferðar- Fórnarlömb nauðg ara vegin og léttvæg fundin lagabrotum en stórglæpum sem þessum og svo var að skilja af fréttum frá Bretlandi á þessum tíma, að þessi dómur kynni að verða til þess að reglum um hæfi og val dómara yrði breytt. Af viðbrögðum forseta Hæstaréttar snemma í marsmánuði að dæma, sýnist mér sem fullt tilefni sé til þess að samskonar umræða hefj- ist hér á iandi um vai og hæfi dómara, ekki síst hæstaréttardómai-a. Mér varð á að hugsa þegar fréttirnar bár- ust hingað frá Bretlandi í fyiTa, að við værum þá ekki eina frumstæða Evrópuþjóðin á þessu sviði. Annars er ft'umstæð þjóð allt of jákvæð lýsing í þessum efnum og nær lagi að tala um villta og siðblinda þjóð. Ekki veit ég hvaða villigötum við erum á, þegar það gerist hér trekk í trekk að kynferðisglæpamenn, barna- nauðgarar, öfuguggar og níðingar sleppa nán- ast með skrekkinn einan af því að upp um óhæfuverk þeirra komst, og búið, basta. Dóm- arai' hér virðast telja fangelsisvist í einhverja mánuði, mesta lagi eitt til tvö ái', viðeigandi refsingu, þegai’ kynferðisglæpamenn hafa nauðgað konum og börnum og misnotað á annan hátt, ef þeir telja þá refsingu yfir höfuð nauðsynlega. Hverju á maður að svara barni þegar það spyr: „Mamma, hvai' er barnanauðgarinn núna? Hver passar upp á að hann nauðgi ekki litlum strákum?“ Eða þegar spui't er: „Er það meiri glæpur á íslandi að stela eða keyra yfir á rauðu ljósi, en að nauðga?" Hvað hafa fórnarlömb nauðgara og níðinga til sakar unnið, að vera vegin og léttvæg fund- in á vogarskál dómkerfisins, en þeir sem á þeim hafa níðst geta einatt að skömmum tíma liðnum um frjálst höfuð strokið? Hvers eiga foreldrar barna sem í þessa ógæfu rata að gjalda, að fá engar haldbærar skýringar á því hvers vegna málin ein afgreidd með þessum hætti, í dómkerfinu á íslandi? Trú þegnanna á lög og reglur og virðing fjTÍr réttarfarsríkinu, eru hornsteinar lýðræð- is. Halda menn að slík ti-ú og virðing viðhald- ist og verði ræktuð upp meðal yngri þegn- anna, þegar svona er á málum tekið, án þess að haldbærar skýringar komi til? Síðastliðið sumar var haldin útihátíð í Þjórs- árdal, þar sem á þriðja þúsund ungmenni komu saman til þess að hlýða á einhverja tugi rokk- hljómsveita og skemmta sér. Við á Morgun- blaðinu sem og aðrir fjölmiðlar fluttum ítai'leg- ai' fregnir af umgengni ungmennanna og hversu Þjórsárdalurinn hafði látið á sjá, við það að hýsa þau eina helgi. Auðvitað var um- gengnin langt frá þvi að vera til fyrirmyndar, en það vai- hún líka þegar við sem nú ski-ifum fréttirnar sóttum heim svipaðar útihátíðir hér á árum áður, hvort sem það var nú þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, útihátíð í Húsafelli, að Húnavölium, í Þórsmörk eða annars staðar. Sjálfsagt fengum við þá okkar skammt af skammarfregnum og leiðurum í fjölmiðlum, enda má til sanns vegar færa í tíðindaleysinu á Fróni að fregnir sem þessar, séu árstíða- bundnar fréttir, rétt eins og sauðburðurinn á vorin, slátturinn á sumrin, réttir og sláturtíð á haustin, vertíðarupphaf og vertiðariok. En það fór ekki mikið fyinr fjölmiðlafregnum af meintum nauðgunum á þessari útihátíð í Þjórsárdal, sem þó reyndust ekki vera færri en fimm, að sögn taismanna Stígamóta. Fimm unglingsstúlkur á aldrinum 14 til 19 ára greindu starfskonum Stígamóta frá þvi að þeim hefði verið nauðgað, en engin þeirra vildi kæra, þai’ sem í öllum tilvikunum áttu „vinir eða kunningjar" í hlut. í þessu sambandi er nú óhætt að bregða fyrir sig ensku spurning- unni: „With friends like that, who needs enemi- es?!“ Hafi þessum stúlkum verið nauðgað, þá getur maður ekki annað en spurt: Hvaða upp- eldi hafa hinir svonefndu „vinir og kunningj- ar“ fengið? Hefur það ekki verið hluti af upp- eldi þessai'a ungmenna, að þeim væri innrætt að það að neyða konu til samræðis, er svívirði- legur glæpur? Hefur stúlkunum ekki verið kennt að þær sjálfar ei-u þeii-ra dýrmætasta eign og enginn á að geta tekið þá eign ófrjálsri hendi og not- að að vild, burtséð frá því hver vilji þeirra er? Gera stúlkurnar sér ekki grein fyrir því að með því að láta ódæðismennina sleppa, þá eru þær einungis að ýta undir enn frekara kynferð- isofbeldi, sem kannski bitnar ekki aftur á þeim, en á einhverjum kynsystra þehra og jafnvel á dætrum þeirra, innan ekki svo margra ára? Þær gætu að hluta til borið ábyrgð á því að ofbeldishneygðir siðleysingjar segðu eitthvað á þessa leið í framtíðinni, þegar „tómstundir“ kvöldsins verða skipulagðar: „Strákar! Komum út að nauðga!" AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.