Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 7
ugildi bóka tgi upplýsinga Félags bókasafnsfræðinga á rn félagsins viðurkenningar íslensku fræðibækur ársins rir fræðibók fyrir fullorðna iibók sem ætluð er börnum. í báðum tilfellum hlutu höfundar bókanna svo og útgefendur viðurkenningu þar sem vönduð bók byggist á skilvirkri samvinnu þessara aðila. Að þessu sinni hlaut bókin Blómin okkar eftir þá Stefán Aðalsteinsson og Björn Þor- steinsson, sem bókaútgáfan Bjallan gaf út, viðurkenningu sem besta fræðibókin fyrh- börn. Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einars- dóttir, forstöðumaður skólasafns Öldúsels- skóla, Inga Lára Birgisdóttir, forstöðumaður skólasafns Austurbæjarskóla, og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, bókasafnsfræðingur í Borg- arbókasafninu í Gerðubergi. Viðurkenningu sem besta fræðibókin fyrir fullorðna hlaut bókin Islenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson sem gefin var út af Fjölva. Dómnefnd skip- uðu Hulda Björk Þorkelsdóttir, bæjarbóka- vörður í Keflavík, Regína Eiríksdóttir, um- sjónarmaður alþjóðlega bóknúmerakerfisins (ISBN) á Landsbókasafni, ásamt greinarhöf- undi. Fyrirhugað er að veiting slíkra viðurkenn- inga verði framvegis árviss viðburður hjá félaginu og er markmiðið með þeim að vekja athygli á mikilvægi þess að gera fræðibækur vel úr garði hvort sem markhópurinn er börn, unglingar eða fullorðið fólk — jafnt almenningur sem sérfræðingar. Forsaga þessa er að félagsmenn hafa oft rætt sín á milli hve sárlega fræðirit á ís- lensku hefur vantað á markaðinn, einkum fyrir börn og unglinga, sem ekki geta nýtt sér bækur á erlendum málum. Eins hefur hitt verið rætt hversu oft nauðsynlegar hjálp- arskrár vantar í þau fræðirit sem út hafa verið gefin. Fræðslugildi bókanna er oft og tíðum mikið og að mörgu leyti vandað til útgáfu þeirra en það hefur á stundum rýrt gildi þeirra verulega að aðgengi upplýsinga er ekki eins og best verður á kosið. I nýútkominni rannsókn á læsi íslenskra barna kom m.a. í ljós að í lestri stóðu þau að flestu leyti jafnfætis eða framar jafnöldr- um sínum í öðrum löndum, en þegar kom að árangri við að leita upplýsinga í töflu- og myndhluta prófsins, sem lagt var fyrir, stóðu íslenskir 14 ára nemendur sig illa miðað við árangur í hinum hlutum þess, enda kom í ljós í könnuninni að um 50% 14 ára nemenda leita nær aldrei að upplýsingum í uppsláttar- ritum eða orðabókum og 78% sjaldnar en l-2svar á mánuði. Skýringuna á þessu má e.t.v. að hluta til rekja til þess að ekki hefur verið völ á miklu af vönduðu fræðsluefni á íslensku fyrir þennan aldurshóp. Með hjálparskrám er hér að framan átt við skrár sem gjarnan eru hafðar aftast í ritum þar sem efnisatriðum úr texta er raðað í stafrófsröð, tímaröð eða aðra rökrétta röð og vísað til blaðsíðutals í megintexta. Auð- velda slíkar skrár markvissan aðgang að þeim upplýsingum sem viðkomandi rit hefur að geyma og eru ein meginforsenda þess að nota megi fræðibækur eða jafnvel vandaðai- kennslubækur þar sem fjallað er um tiltekið efni á samfelldan hátt sem n.k. uppsláttarrit eða handbækur. A undanförnum árum hefur þörfin fyrir vandaðar fræðibækur farið ört vaxandi hér á landi sem má m.a. rekja til þess að mun fleiri njóta framhaldsmenntunar nú en áður var. Samkvæmt skýrslum Hagstofu íslands luku t.d. árið 1980 samtals 1.143 stúdents- prófi eða 25,1% af heildarfjölda tvítugra, en árið 1993 var hliðstæð tala 2.016 eða 44,9% af heildarfjöldanum. Aukna þörf fyrir vand- aðar fagbækur má ennfremur rekja til þess að með breyttum kennsluháttum eru gerðar miklu meiri kröfur um að nemendur læri að fara með ritaðar heimildir og vinna upplýs- ingar upp úr þeim. Á þetta bæði við um fram- haldsskóla og efri bekki grunnskóla. Við marga grunnskóla landsins (um 210 skólar) eru bókasöfn og í flestum framhalds- skólum (um 50 skólar) eru starfrækt ört vaxandi söfn. Auk þessa eru fjölmörg stór og smá almenningsbókasöfn (alls um 270) vítt og breitt um landið. Til þessara safna er fengið allt það efni sem henta þykir og söfnin hafa fjármagn til að kaupa. Bókasöfn landsins mynda því stóran hóp bókakaupenda sem vert er fyrir rithöfunda og útgefendur að gefa gaum að við samningu og frágang fræðirita. Hvað varðar íslenskar fræði- og uppslátt- arbækur hefur hér á landi varla verið um raunverulegt bókaval að ræða hjá stærri bókasöfnunum líkt því og tíðkast í löndum þar sem gefnar eru út fjölmargar bækur á sama efnissviði, heldur kaupa almenn söfn, sem til þess hafa bolmagn, flestar fræðibæk- ur sem gefnar eru út á íslensku. Valið felst þá frekar í því hve mörg eintök eru keypt af hverri bók og ræðst eintakafjöldinn oft verulega af því hversu aðgengilegar upplýs- ingarnar í ritunum eru og hve mikið handbók- argildi þau hafa. Verður hér fjallað nánar um hvaða kröfur eru almennt gerðar til fræðibóka þannig að þær teljist jafnframt hafa gildi sem handbæk- ur og uppsláttarrit. Fyrst ber að nefna að mikilvægt er að bók hafi lýsandi titil þannig að greinilega komi fram í titli eða undirtitli um hvað hún fjallar. Æskilegt er að segja deili á höfundum fræðirita, s.s. að tiltaka menntun þeirra og starfsreynslu á því efnissviði sem verkið tek- ur til. Einnig að telja upp fyrri ritverk og rannsóknir höfunda eftir því sem við á. Reyndar er mikilvægt að einnig séu sögð deili á höfundum skáldverka, sérstaklega ís- lenskra höfunda, þar sem um 20 ár eru nú síðan almennt skáldatal hefur komið út hér á landi (skáldatal höfunda barna- og ungl- ingabóka kom út 1992) og oft erfitt að afla traustra heimilda um núlifandi rithöfunda, einkum yngi-i kynslóðina. Aftan á titilsíðu t.d. er æskilegt að útgáfu- saga bókar komi fram ef ekki er um frumút- gáfu að ræða, þ.e. hvenær bókin var fyrst gefin út, hvaða útgáfu er um að ræða hverju sinni svo og dagsetning höfundarréttar texta, en mikilvægt er að lesendur geti áttað sig á hvenær textinn var saminn og viti þannig hvort um nýjustu upplýsingar er að ræða. Einnig skal geta um ef titli bókar hefur ver- ið breytt og þá hver hann var á fyrri útgáf- um. Ef um þýddar bækur er að ræða ætti einnig að vera sjálfsögð regla að geta upphaf- legs titils og úr hvaða máli ritið er þýtt ef það er annað en frummál. Þvi miður vill stundum vera misbrestur á því á að þessar upplýsingar komi fram á íslenskum bókum. Þá þarf bókin að hafa skýrt og sundurliðað efnisyfirlit sem gefui- gott yfirlit yfir inni- hald og efnistök. Hentugast er að efninu sé skipt upp í aðalkafla sem skiptast svo aftm- niður í undirkafla. í formála þarf að koma fram hvert mark- miðið með útgáfu bókar er, umfang hennar, afmörkun efnis t.d. hvaða tímabil hún spann- ar og ennfremm- hvaða notendahópi bókin er einkum ætluð. Einnig er æskilegt að fram komi hvaða aðferðum var beitt við heimilda- öflun og við samningu ritsins. Framsetning efnis í meginmáli þarf að vera nákvæm og markviss og upplýsingarnar nýjar og áreiðanlegar. Umfjöllunin verður að vera hlutlaus. Efnisþáttum skal gert jafnt undir höfði, eftir því sem við á, bæði hvað varðar lengd og ítarleika umfjöllunar. Niður- röðun efnis þarf að vera skipuleg. Málfar og stíll þarf að henta þeim markhópi sem ritið er ætlað og öll gerð ritsins þai-f að standast þau markmið sem sett eru fram í formála þess. I meginmáli þurfa að vera tilvitnanir til heimilda efth- því sem við á, annaðhvort inni í texta, neðst á hverri síðu, aftan við hvern kafla fyrir sig eða aftan við textann. í þessu efni ræður smekkur og hefð höfundar hvaða kostur er tekinn. Fullkomin bókfræðileg skrá þai-f síðan að fylgja yfir þær heimildir sem notaðar eru, jafnt munnlegar, prentaðar sem óprentaðar. Þar ræður einnig smekkur hvort heimilda- skrár eru fyrir aftan hvern kafla um sig (sem hentar t.d. vel þegar margir höfundar skrifa hver sinn kaflann í bók) eða þá að ein sam- felld heildarskrá er aftast í ritinu. Bókft-æði- legar skrái- um ítarefni þar sem finna má frekari upplýsingar um efnið gefa ritum auk- ið gildi. Vandaðar hjálparskrár þurfa að vera fyrir hendi þar sem vísað er til þeirra blaðsíðna í meginmáli, einnar eða fleiri, þar sem fjallað er um einstaka efnisþætti. Um mismunandi aðferðir getur verið að ræða við gerð og framsetningu slíkra hjálpar- skráa. Ymist er atriðum eins og mannanöfn- um, staðanöfnum, fræðiheitum, dýranöfnum og öðrum efnisorðum haldið saman í sér- skrám, sem hverri um sig er innbyrðis raðað í stafrófsröð, eða þá að öllum þessum þáttum er steypt saman í eina samfellda heildarati-ið- isorðaskrá. Til hægðarauka mætti jafnvel hafa atriðisorð skáletruð eða feitletruð í texta. Auðkenna þarf sérstaklega í hjálpar- skrám (með leturbreytingum) hvar er að finna ítarlega umfjöllun eða myndir af við- fangsefninu. Æskilegt er að stuttur inngang- ur fylgi hjálparskrám þar sem getið er um hvers konar atriði þar er að finna. Ef um myndir er að ræða í ritum þurfa að vera sérstakar myndaskrár. Myndir eiga að falla vel að efni rits og auka fræðslugildi þess. Ennfremur þurfa myndatextar að vera skýrir og veita fi-ekari upplýsingar um efnið. Útdrættir á íslensku og/eða erlendum málum geta einnig aukið gildi rita. Frágang fræði- og uppsláttarbóka, kennslubóka svo og allra bóka, sem gera má ráð fyrir að mildð verði handfjatlaðar, þarf að vanda sérstaklega. Mikilvægt er að notaður sé sterkur og vandaður pappír og að bókband sé vandað, þ.e.a.s. að bókin sé saumuð en ekki aðeins límd niður í kjölinn. Ennfremur þarf að huga að stærð bóka, þykkt þeirra og lögun þannig að þessir þætt- ir séu sem hentugastir. Notagildi fræðirits ræðst að miklu leyti af því hversu vandað er til þess í upphafi bæði hvað varðar efnistök, aðgengi upplýs- inga og frágang allan. Ennfremur hvort um er að ræða brautryðjandaverk, sem lengi hefur verið beðið eftir, eða hvort um er að ræða nýja útgáfu í stað rits sem orðið er úrelt. Við val dómnefnda á þeim bókum sem hlutu viðurkenningar Félags bókasafnsfræð- inga voiu framangreind atriði lögð til grund- vallar. Akveðið var að rit, sem gefin eru út í fleiri en einu bindi, komi ekki til álita fyrr en síðasta bindið er komið út. Hvað varðar val á fræðibók fyrir börn lá það nokkuð Ijóst fyrir því, að mati dómnefndar, ber sú bók, sem viðurkenninguna hlaut, af útgáfubókum ársins 1992. Við val á fræðibók fyrir full- orðna gátu, að mati dómnefndar, níu bækur komið til álita þegar útgáfubækur ársins höfðu verið skoðaðai-. Við frekari umfjöllun féllu þær út hver af annarri, t.d. voru þess dæmi að hjálparskrárnar stóðust ekki kröfur og voru þær greinilega ekki samdar af fólki með þekkingu og reynslu á því sviði. Niðurstaðan var að engin frumsamin ís- lensk fræðibók ársins 1992 uppfyllti öll atrið- in í viðmiðunan-eglum nefndarinnar, en ákveðið var að velja þá bók sem uppfyllti flest þeirra. Úrslitaáhrif við val hafði að efnis- meðferð í bókinni er skipuleg og jafnframt fræðileg, aðgengi upplýsinga er gott og bók- in er búin yffrgripsmiklum heimildaskrám. Dómnefnd taldi hins vegar að allmargar út- gáfubækur ársins 1992, sem ekki komu til álita, af því að í þær vantaði allar hjálpar- skrár og ekkert var gert til að auka aðgengi upplýsinga í þeim, væra eigi að síður að mörgu leyti vandaðar og hefðu mikið fræðslu- gildi. I framhaldi af athugunum á útgáfubókum ársins 1992 hafði undirrituð hug á að kanna hve hátt hlutfall þeirra væri yfirleitt búið hjálparskrám. Reyndist þar frekar óhægt um vik þar sem íslensk bókaski-á Landsbóka- safns íslands fyrir árið 1992 er ekki komin út. Til að fá vísbendingu um slíkt hlutfall var því sá kostur tekinn að athuga útgáfubækur ársins 1991 þar sem íslensk bókaskrá er komin út fyrir það ár og fara yfir allar færsl- ur í skránni með tilliti til þess hvort hjálpar- skrár væru fyrir hendi eða ekld en þær upp- lýsingar koma fram í ski-ánni. Helstu niðurstöður voru að um 26% af útgáfubókum ársins voru búnar hjálpar- skrám af einhverju tagi svo sem sjá má á meðfylgjandi töfiu. Skáldverk eru hér undan- skilin því almennt era ekki skrár í þeim. Tíðni hjálparskráa var hæst í ritum á sviði bókmenntafræði og sögu annars vegar og raunvísinda hins vegar. Ahugavert væri að skoða t.d. hvort tiltölulega hærra hlutfall af þýddum fræðibókum hefði hjálparskrár en af bókum frumsömdum á íslensku. Ætla mætti að svo væri þvi víðast hvar erlendis ríkii- raunveruleg samkeppni í útgáfu fræði- bóka og hjálparskrár eru t.d. eitt af því fyi-sta sem athugað er þegar velja þarf á milli tveggja sambærOegra bóka fyrir bókasöfn. Að lokum era íslenskir höfundar og útgef- endur hvattir til að vanda til útgáfu frum- samdra íslenskra fræðibóka og þeim bent sérstaklega á að láta ekki vanta í bækur vandaðar hjálparskrár, sem auðvelda aðgang að þeim upplýsingum sem þær hafa að geyma. Slíkar skrár stuðla að auknu nota- gildi bóka, lengja þar með lífdaga þeirra og gera þær eftirsóknarverðari fyrir bókasöfn landsins og notendur þeirra almennt. Höfundur er bókasafnsfræðingur og kennari við Menntaskólann við Sund. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.