Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 4
SKÓLINN ER í KREPPU Aliðnu ári hefur verið áberandi á síðum Morg- unblaðsins harkaleg gagnrýni á íslenska skóla- kerfið og ástandið í menntamálum. Helga Sig- urjónsdóttir birti íangan greinarflokk sem blað- ið fylgdi eftir með ítarlegu viðtali og síðan leið- ara þar sem tekið var Undir gagnrýnina. Gagnrýnendur hafa beint spjótum sínum einkum að einum einstaklingi, Dr. Wolfgang Edelstein, forstöðumanni Max-Planck-stofn- unaiánnar i (ji nska og mqnntarannsókíium „Skólinn hefur orðið að leiksoppi afla sem hafa gerbreytt íslensku þjóðfélagi,“ segir Dr. Wolfgang Edelstein um vanda skólans í nutímasamfélagi. Eftir VILHJÁLM ÁRNA- SON og MAGNÚS D. BALDURSON í Berlín. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, réð Wolfgang til ráðgjafar að menntamálaráðuneytinu. Hann sinnti því starfi um árabil og vann brautryðjandastarf við endurskoðun íslenska skólakerfisins og kennaramenntunar í landinu. Því miður hef- ur ádeila þessi — eins og oft gerist í opin- berri umræðu hér á landi — verið ærið full- yrðingasöm, persónulega rætin og ómálefna- leg. Engin tilraun hefur verið gerð til að leita álits þeirra sem undir gagnrýninni hafa legið. í þessu viðtali tekur Wolfgang afstöðu til ýmissa meginþátta í þessari deilu. í stað orðaskaks kýs hann að greina þann vanda sem steðjar að uppalendum í samfélagi okk- ar og setja hann í viðara samhengi. Wolf- gang mætir andstæðingum sínum með rök- um, svo að hafa megi það sem sannara reyn- ist. Kreppa í Skólanum— KREPPA í Samfélaginu Er kivppu í íslenska skólakerfínu? Auðvitað er skólinn er í kreppu — þjóð- félagið er í kreppu. Skólinn hefur verið í kreppu á Vesturlöndum síðan ætterni og arfur hættu að ráða framgangi einstaklinga i þjóðfélaginu og félagsgengi þeirra tók að tengjast námsárangri. Þessi þróun gerði nám og skóla að félagslegu og pólitísku bit- beini. Það er ekkert nýtt hér á landi að deilt sé um skólann: Við getum tekið Jónas frá Hriflu, Guðmund Finnbogason og Sigurð Thorlacius sem dæmi frá fyrri hluta aldar- innai', landsprófsmáJið á 5. áratugnum, námsefnisbreytingamar á 7. áratugnum og „sögukennsluskammdegið" fyrir áratug. Foreldrai', kennarar og nemendur líta auð- vitað nær sér. Nemendur vilja að námið sé marktækt og merkilegt, og þregðast við ef þeim leiðist. Kennarar vilja vinna árangurs- ríkt starf og bregðast ókvæða við ef það mistekst og námsagi brestur. Foreldrar vilja að skólinn létti af þeim hluta af uppeldisbyrð- inni og geymi börnin vel. Ef nemendur hafa viðhorf og sýna framkomu sem þeim líkai' ekki er skóíunum kennt um. Það hefur löng- um verið deilt um þekkingargrundvöll og félagsmótunarhlutverk skólans. Annars veg- ar krefst þjóðfélagið æ víðtækari þekkingar, betri vinnuaðferða og jákvæðari námsvið- horfa af nemendum, hins vegar hafa aðstæð- ur heimiianna tíl að skapa forsendur sem skólar geta byggt á orðið æ erfiðari. Er þetta orðið eitthvað erfíðara en áður fyrr? Ef við berum „gullöld íslenska skólans", sem Helga Sigurjónsdóttir kallar svo, fyrir 1960 saman við þjóðfélagsástandið nú, sjáum við mikinn mun. Lítum á skilnaðartölur, eða hyggjum að vinnutíma foreldranna! Börnin eru því afskiptari sem vinnutími foreldra eykst. Sjónvarpið byrjaði á 6. áratugnum, sýndi í fáa tíma á dag og átti frí á fimmtudög- um! Hve lengi horfa krakkarnir að jafnaði á myndbönd og sjónvarp og með hvaða hug- myndir í kollinum og með hvaða svefntíma að baki koma þau í skólann? Ailt fram á 7. áratuginn fóru mýmörg börn í sveit að sum- arlagi. Þau lærðu að vinna og taka á sig ábyrgð. Hvernig eyða borgarbörn sumar- leyfi sínu nú? Hvernig er skemmtanalíf ungl- inganna nú í sajnanburði við þá? Hvað um vímuefni og fíknilýf? Hvaða fjárráð hafa unglingar á markaði? Hvaða væntingai' hafa þeir? Og hvemig ætli það leggist í ungling- ana að sjá fiskimiðin tæmast? Hvernig líta unglingar á framtíðina sem við búum í hend- urnar á þeim? BÖRN OG UNGLINGAR ERU Kvíðin Heí'ur það eitthvað verið rannsakað? Það eru ýmsar upplýsingar til. Rannsókn- arstofnun uppeldismála hefur gert víðtækar unglingarannsóknir. Ég hef gert langtíma- könnun á bömum og unglingum síðan 1976, svo eitthvað sé talið. Það kemur ótvírætt fram að mörg böm þjást verulega af kvíða eða depurð. Við vitum að vísu ekki mikið um orsakir. En við höfum fundið, að bæði kvíði og depurð hafa veruleg neikvæð áhrif á vitsmunaþroska og námsgengi. Hins vegar taka skólarnir ekki á þessum vanda. Samt er um langdrægan vanda að ræða, sem snert- ir líf barnanna, bæði beint og óbeint: Börn hafa aðrar væntíngar um framtíð sína en áður. Þau vita að þau verða að ná árangri í skóla, helst að ná stúdentsprófi, til þess að fá viðunandi störf síðar. Jafnframt þessu hefur stuðningur heimilanna minnkað. Fjöldi nemenda í framhaidsskólum hefur margfald- ast, 30^10% af hverjum árgangi leita rétt- inda til háskólanáms. Sambærileg þróun á sér stað alstaðar, bæði í Evrópu og víðar. Menntun er orðin forsenda næstum allra starfa — menntun felur í sér lykil að tæki- fæmm og efnahagslegri velmegun. Nemandi jafnvel í grunnskóla veit að ef hann stendur sig ekki, verður hann að sætta sig við skert- an hlut: Hann kemur til með hafa sjálfs- mynd þess sem hefur tapað. Þetta leggst þungt á nemendur sem eiga erfitt með nám. Námið veitíst þeim erfiðara fyrir bragðið, það kemur mest niður á þeim sem síst mega við því. A þetta ekki við um fíest nútímasamfélög á Vesturlöndum? Vissulega, en breytíngarnar hafa verið hraðari og dýpri hérlendis. Hér vantar viðn- ám borgaralegra hefða. íslenskir skólar hafa sennilega verið opnari fyrir félagssálfræði- legum og efnahagslegum breytingum en stærri og íhaldssamari kerfi. Hér blasir kreppa við, eins og gagnrýnendur skólakerf- isins hafa réttilega bent á. Þeir hafa séð vandann, þó að orsakaskýringar þeiira eigi ekki við rök að styðjast. Einfaldai' skýringar Dr. Wolfgang Ed- elstein: „Skólanum erkennt um það sem hefur misfarist og tveir eða þrír einstakling- ar eru dregnir til ábyrgðar fyrir að hafa eyðilagt skól- ann.“ á mistökUm í flóknu samspili menningar- giida, uppeldisþátta og þekkingarmiðlunar eiga yfirleitt aldrei við rök að styðjast. Er eitthvað í íslenski-i samfélagsgerð sem gerir það að verkum að heimilin eru síður fær um að sinna uppeldishlutverki sínu en gerist annai’s staðar? Vandinn er að vísu alþjóðlegur. En nútímamyndun á íslandi byrjar seint og er því róttækari. Flutningur fólks úr sveitum til bæja — hin hraða þétt- býlismyndun — hefur skilið eftir minningar einar um íslenska sveitamenningu sem við viljum samt rekja menntaarf okkar tíl. En það er blekking af því að grunnurinn er horfinn. Gjörbreyting varð á félagshögum í landinu. ísland varð nútímalegt markaðs- þjóðfélag á fáum árum. Þetta var ein ástæð- an til þess að reynt var að opna skólasamfé- lagið á 6. áratugnum og aðlaga það breýttum aðstæðum og félagslegum kröfum um jafn- rétti til inngöngu í framhaldsskólana. Og fyri' eða síðar varð að endurnýja námsefnið sem hafði haldist óbreytt að mestu um ára- tugaskeið. Þetta var megininntak breyting- anna sem hófust seint á 7. áratugnum. Skólinn Var í Kyrrstöðu Með hvaða réttí tala þá þeir gagnrýnend- ur sem hæst hefur látið í að undanförnu um „gullöld íslenska skólans“? . Þeir misskilja atburði sem áttu sér stað fyrir 30 árum. Það er rangtúlkun lituð af ki-epputrega. Skólinn var kominn í kyrr- stöðu. Gagnstætt því aem er haldið fram voru það kennarar fyrst og fremst sem voru óánægðir. Leiðtogar í kennarastétt kölluðu á sérfræðingana illræmdu sér til aðstoðar. 1966 boðaði Skólastjórafélag íslands til fund- ar á Laugarvatni sem meira en 100 skóla- stjórar sóttu. Ég var fenginn til að tala á þeim fundi. Erindin voru birt í Menntamál- um það ár og mitt endurprentað í bók minni, Skóli — nám — samfélag [Reykjavík: Iðunn 1988]. Ég reyndi að gi'eina þar ástæður fyr- ir því að verið var að endurnýja skólaskipan og menntakerfi á Vesturlöndum um þær mundir. Helga Sigurjónsdóttir telur nauð- syniegt að ráðast á þessa 30 ára gömlu grein- ingu nú! Hæg eru heimatökin að kanna hvað hæft er í málflutningi mínum. Á áratugunum eftir stríðið höfðu menn hugboð um að þyrfti að endurnýja námsefnið og gera eitthvað annað og meira í skólunum en að hlýða börn- um yfír staðreyndir, sem hröð félagsþróun og vísindaþróun höfðu gert úreltar. Svipuð þróun áttí sér stað í nágrannalöndunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ráðamenn voru sammála um að forsenda efnahags- legra, tæknilegra og menningarlegra fram- fara væru umbætur í menntakerfínu. Sá stjórnmálamaður sem hvatti mest til slíkra endurbóta hérlendis var Gylfi Þ. Gíslason, sem var hagfræðingur að mennt og menning- arfrömuður að hugsjón og reyndi að tvinna saman þessi sjónarmið. Sem stjórnmálamað- ur taldi hann að þessi mál væru orðin brýn ef að við ættum ekki að dragast aftur úr öðrum vestrænum þjóðum. Frjálshyggju- og velferðarsjónarmið þessara tíma áttu þá hljómgrunn hvarvetna, ekki síst hér i Morg- unblaðinu. Það var ekki spurt hvort end- urnýjun væri rétt eða röng — hún var ein- faldlega talin óhjákvæmileg. Það varð ekki komist hjá því að opna framhaldsskólana og endurnýja námsefnið. Þeir sem nú efast um þetta ættu að líta á kennslubækurnar frá 1960 og íhuga hvort þeir vildu láta kenna börnum sínum þær — og gildir þá einu hvort um sé að ræða gömlu náttúrufræðina, sögu, landafræði eða stærðfræði. Meðal frumkvöðla endurnýjunar á námsefni vora framhalds- og háskólakennararnir í náttúru- vísindagreinunum. Þeir töldu að það vantaði skynsamlegan undirbúning undir framhalds- nám í þessum greinum. Þrýstingurinn á endurskoðun og breytingar kom einkum frá kennarastéttinni, enda kennararnir sjálfir einu sérfræðingarnir á þeim tíma sem völ var á. Bæði Andri ísaksson, Jóhann heitinn Hannesson og ég vorum kennaramenntaðir og kennslureyndir menn. Sérfræðingarnir sem alltaf er verið að deila á hafa smám saman menntast í kjölfar þessara breytinga. Hér var ekki um að ræða uppspuna eða hugarburð kennslufræðinga eða sálfræð- inga. Sérfræðingum er í umræðunni ætlað vald sem þeir höfðu ekki. SÉRFRÆÐINGAR OG GÓÐIR Kennarar Hver er þá hlutur sérfræðinga óg sér- fræðiþekkingar í nútímaskólastarfí? Þjóðfélög b'úa ekki lengur við þann upplif- unargrunn sem þau höfðu áður og auðvitað leiðir það alstaðar til sama firringarvandans í störfunum. Gildir þá einu hvort um er að ræða samband sjómanna og fiskifræðinga, ósérmenntaðra heimilislækna og sérfræð- 4'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.