Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 10
legar, efnahagslegar og pólitískar aðstæður sem hvorki málfræðingar né aðrir geta sagt fyrir um. Samband Framburðar Og Stafsetningar — ÓSKÝRMÆLI Við höfum gjarna hælt okkur af því að búa við stafsetningu, sem sé býsna nærri hljóðum málsins, sagt er að hún sé fón- emísk, þannig að hverju hljóðani eða fónemi samsvari jafnan einn stafur í stafsetning- unni, með frægum undantekningum eins og ufsilonum og n-um sem drjúgum tíma er eytt í í stafsetningarkennslunni. Og þetta er rétt svo langt sem það nær. En stað- reyndin er sú að það er langt frá því að menn hafi alltaf fyrir því að bera fram þau hljóð öll saman sem stafsetningin táknar. Vegurinn frá stafsetningunni, sem geymfr bókmálið, til framburðarins er oft ótrúlega langur. A undanförnum áium hafa málfræðingar nokkuð gefið gaum að því sem kallað hefur verið óskýrmæli í íslenskum framburði. Við Höskuldur Þráinsson og fleiri höfum athug- að þetta í heildarkönnun okkar á íslenskum nútímaframburði, sem gengið hefur undfr skammstöfuninni RÍN. Þeim breytum, sem við rannsökum, hef ég stuttlega lýst í er- indi sem ég hélt á ráðstefnu í Noregi árið 1980 auk þess sem þeim er lýst í greinum okkar Höskuldar sem birst hafa í Islensku máli og víðar. Rétt er að taka það fram að þessar athuganir á óskýrmæli eru ekki tæmandi og einungis lítill hluti af heildar- rannsókninni, en við þóttumst þó geta bent á viss einkenni þessa óskýrmælis. Nú ný- verið hefui- Pétur Helgason svo fjallað um þessa hluti í meistararitgerð sinni frá há- skólanum í Reading og talið upp yfir tutt- ugu ferli sem orka á daglegt talað mál og breyta orðunum fi-á því sem þau hljóma þegar þau eru nefnd — við getum kannski kallað það nefnimyndir orðanna, þær mynd- ir sem við notum þegar við nefnum orðið eitt og sér með eins skýrum framburði og eðlilegur getur talist — til þess framburðar sem þau fá endanlega í munni okkar. Ingi- björg Frímannsdóttir hefur líka nýlega skrifað BA-ritgerð um sama efni. Þeim ferlum sem kennd eru við óskýr- mæli er hægt að lýsa sem veiklunum, sam- lögunum og brottföllum, auk þess sem myndun sérhljóða fer oft á skjön, eins og t.a.m. þegar talað er um „lagð yffr Grann- lándi“ í stað „lægðar yfir Grænlandi“. Sem dæmi um þau áhrif sem þessi brottföll og samlaganir geta haft má taka setningu sem Pétur Helgason hefur athugað, þ.e. setning- una er hann bara brjálaður? sem verður em ba brjálar. Þarna eru sjö atkvæði stytt niður í fjögur, fjögur orð verða tvö. Þetta mætti kannski segja að væri viðeigandi á tímum niðurskurðar og er viðbúið að ríkis- stofnun hefði aldeilis fengið rós í hnappa- gatið ef hún hefði náð svo mikilli hagræð- ingu að segja sama hlutinn með 50% færri orðum og 43% færri atkvæðum. Alkunn Ferli Ekkert af því sem gerist í þessum dæm- um kemur málfræðingi á óvart, frekar en fiskþurrðin fiskifræðingnum, eða eldgosið jarðfræðingnum. Hér eru á ferðinni ferli sem teljast mega eðlileg og eru mjög al- geng í tungumálum og að svo miklu leyti sem málfræðingum tekst yfirleitt að greina málþróun eru þessi ferli ekki vandskýrð. Og þeir alla frjálslyndustu myndu kannski segja, að þetta væri bara eðlileg þróun málsins. íslensk tunga hefur verið að þró- ast frá fornu fari og hví skyldi hún ekki halda áfram að gera það — tímarnir breyt- ast og mennirnir með. En eins og ég reyndi að sýna fram á í fyrri hluta þessa spjalls er þróun tungumála ekki einföld og lygn framvinda tímans og hægfara breytinga. Þai- verða byltingar, rétt eins og í hinni almennu sögu. Það er alkunn staðreynd, að byltingar geta ekki orðið nema fyi-ir þær sé jarðveg- ur; hvort sem byltingarnar teljast góðar eða vondai' — en um það geta verið skipt- ar skoðanir milli hinna róttæku og hinna íhaldssömu — og þá geta þær ekki átt sér stað nema við vissar aðstæður. Það sem ég er að ýja að er að ég þykist sjá viss merki þess að í íslensku málumhverfi séu aðstæður til byltingar. Meðal þess sem ég tel að skapi þessar aðstæður er það hversu langt bil er oft milli stafsetningarinnar og framburðarins. Þessi fjarlægð er miklu lengri en menn gera sér grein fyrir dags daglega og það er að mínu mati löngu kom- inn tími til þess að horfast í augu við þetta og taka til meðferðar í skólakerfi og fjöl- miðlum. Islenska er raunar ekki eina tungumálið í heiminum, þar sem talsverður munur er á nefniformum og raunverulegum fram- burðarformum í samfelldu tali, og í flestum tungumálum þekkjast ferli sem líkjast þeim sem hér hefur verið minnst á. En ég held að ég megi fullyrða, að bilið milli stafsetn- ingar og framburðar sé óvenju langt í ís- lensku miðað við mörg önnur tungumál. Þetta verða útlendingar varir við, þegar þeir ætla sér að læra íslensku. Eg hef heyrt þá halda því fram að Islendingar tali allt öðru vísi en þeir haldi. Þessi mikli munur sem getui' verið á nefnimyndum orðanna, eins og þær eiga að vera þegar hver stafur er borinn fram, og því sem út úr munnum okkar kemur gerir þeim sem eru að læra málið erfitt fyrir, ekki bara útlendingum, heldur líka börnunum okkar. Það er átak fyrir barn að átta sig á því að það sem borið er fram sem tíns er í raun og veru tvö orð: tíl dæmis og að va sambó er vasahandbók og að maggtrals er maður getur alveg eins, eða fostroðra er forsætísráðherra. Það sem borið er fram sem eitt atkvæði eiga þau að skrifa sem þrjú og það sem borið er fram sem tvö á að skrifa sem sex og þar fram eftir götunum. (Frekari dæmi um þetta er að finna í sérstakri töflu.) An þess að ég hafi gert á því nokkra kerfisbundna athugun hef ég orðið var við að það getur reynst bömum erfitt að koma óskýrum framburði heim og saman við rétt- ar orðmyndii'. Dæmi um það hvemig börn geta lent í því að túlka það sem þau heyra ranglega eða á annan hátt en til er ætlast er það þegar stúlkur spyrja hver aðra hvaða stóttir þær séu, og það sem maður burstar tennurnar með er tammsti og verður alger- lega ógagnsætt og ekki sett í samband við tennur og bwsta. Það væri fróðlegt að at- huga hversu mikið af erfiðleikum við lestr- ar- og stafsetningarkennslu stafar af þess- ari fjarlægð milli fi'amburðar og ritháttar. Er Þráðurinn Að Slitna? Rannsókn okkar Höskuldar bendir til þess að það sem við kölluðum óskýrmæli sé heldur algengara meðal yngi’a fólks en eldra, þótt ekki sé þar mikill munur á kyn- slóðum, og ef óskýrmælisbreyta okkai' er mælikvarði á fjarlægð framburðar frá rit- hætti þá virðist svo sem þessi fjarlægð fari vaxandi. Sú fyrirhöfn sem það verður nýjum kynslóðum að tengja það sem þær heyra við það sem þær eiga að skrifa og lesa verður því meiri með hverri kynslóð og spurningin er hversu langt má teygja á þeim þræði sem liggur frá framburðinum til ritháttarins og frá rithættinum til gerv- allra íslenskra bókmennta og menningar- arfs, og hversu lengi getum við haldið nýj- um kynslóðum við efnið? Nokkur dæmi: Drestr — þetta er hestw Heimstramót í hamlta — heimsmeistara- mót í handbolta Þjólgús — Þjóðleikhús Senst — sem sagt Ménstágit — mér fínnst þetta ágætt Höfundur er málfræðingur. Greinin er að stofni til erindl sem flutt var á ráðstefnu Islenskrar málnefnd- ar um framburð 20. febrúar 1993. Það er blrt hér með smávægilegum orðalagsbreytingum. MAGNÚS KRISTJÁNSSON Heimþrá ísland þínir köldu klakatindar kalla mig í anda heim til þín og allir þínir undurtæru vindar endursenda mynd af þér til mín. ísland þínir mjúku mosasteinar minna mig á ást við fyrstu sýn, þó fáar séu þínar grænu greinar ég glaður gengi alla leið til þín. ísland þínar fögru ár og fossar fljót og iækir eru ljóðin þín í æðum mínum ástin til þín blossar, allra fegurst ertu eyjan mín. Höfundur hefur verið sendibílstjóri í Reykjavik um árabíl. JÓNAS ÁRNASON Fimm limrur ’68 Útísandinn vorróttækni rennur. Loginn rauði við slitranda brennur. Og í makindadá falla markmiðin há. Oghann Megas erkominn með tennur. Betur má / rúmi hjá Rudolf de Tiekla lá kviknakin Katrín hin mikla. Og kvið hennar á hann klappaði og þá fór Katrín hin mikla að hnykla. Hugsuðir Þeirstóðu ístöðugu þrasi sem oft varð úr áflogahasi. Margt eitt kynngiskáld þá eins ogkornpoki lá eftir kjaftshögg frá Pyþagórasi. Af Bólu-Hjálmari Hann vaðmáls vai’ klæddur í kurtu erhann héðan til Himna fór burtu. Og er inn gekk hann þar hann afklæddur var og samstundis settur ísturtu. „Happy ending“ A allan hátt andstyggð vai’ Nóra, oghún ofsótti mann sinn hann Dóra. Svo að endingu hún dó oggekk aftur og bjó síðan alsæl með Irafells-Móra. Limrurnar eru úr nýrri bók sem kemur út í næstu viku. ( henni eru 140 limrur eftir Jónas. Útgefandi er Hörpuútgáfan. ÍVAR BJÖRNSSON Seiður Fjall- konunnar Hún seiðir þá til sín úr sveitum og byggðum, þeir sendast á vélknúnum jó og sinna ei almennum siðgæðisþó dyggðum, sjáist ei neitt fyi’ir snjó. Þeir æða til fjalla á farkostum bágum í frosti og stormandi hríð og sitja svo fasth’ í lautum og lágum um langnætti’ á hávetrartíð. Þótt fjallkonan okkar sé fögur að líta og faðminn sinn breiði’ okkur mót, er köld hennar blíða í búningnum hvíta og banvæn þau ástvinar hót. Ljóðið er endurbirt vegna þess að tvö orð urðu ólæsileg og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar á því. Höfundur er fyrrver- andi kennarl í Reykjavlk. ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR • Kysstu mig sól Ég stari út um gluggann sé aðeins visnað tréð berjast tryllt í frostvindinum. Blómin sem brostu í gær eru fölnuð en ilmur þeirra stendur eftir í vitund minni. Kysstu mig sól svo mér hitni, þyí hjartað er kalið. Höfundur er húsmóðir og nuddkona og gaf út Ijóðabók á sl. ári. KJARTAN TRAUSTI SIGURÐSSON Ellimörk eða hvað ... Gott er í glasi að gleyma sér. En ég er orðinn svo gleyminn að ég gleymi oft glasinu. Nauðsyn- legt millibil Þegar austrið mætti vestrinu versnaði í því. Því þá var ekkert á milli þeirra - lengur. Móðuróður Margri móður svellur móður og mörg er móðir móð, en hversu mjög sem á móður mæðii’, má móðir aldrei fara úr móð Höfundur býr í Kópavogi og er fararstjóri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.