Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 3
E LESBOK @ [ö] [b] 1] ® ® ® B E ® B Œl 1E ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Rit- stjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Sjónin hefur verið tæknivædd, segja þau Hjálmar Sveinsson og Osk Vilhjálmsdóttir í grein um hlutverk og stöðu Ijósmyndarinnar í nútíma samfélagi, þar sem við sjáum heiminn í gegn- um linsur myndavéla í blöðum, sjónvarpi og kvikmyndum. Ljósmyndin er upphaf að þróun, sem ekki sér fyrir endann á. Bókasöfn þurfa ekki að vera einungis söfn eftir þeim gamla og hefðbundna skilningi, heldur geta þau orðið margt í senn: Lesstofur, leitar- stöðvar og viðeigandi umhverfi fyrir opin- berar móttökur, segir Þorsteinn Magnússon í grein sinni um nýtt menningarhlutverk bókasafna. við íslandsstrendur voru nýttir fyrr á tímum svo sem frekaast var unnt og sú veiði brást aldrei og taldist til hlunninda. Par sem nóg var um sjófugl, þar varð ekki hungur, en nýtingin í fuglabjörgununum var hættuleg. Um sjófuglanytjar Islendinga fyrr á tímum skrifar Sigurður Ægisson, sem nú er prestur í Noregi. Bréfin Böðvar Guðmundsson rithöfundur heldui- áfram umfjöllun sinni um íslenzk Ameríku- bréf, sem eru merk heimild um tungutak landsmanna á síðustu öld, en auk þess kemur fram einlægur áhugi útflytjendanna að fylgj- ast með gangi mála heima í gömlu sveitinni sinni. DAVÍÐ STEFÁNSSON Segið það móður minni Segið það móður minni, að mig kveðji til ljóða andi frá ókunnu landi og ættjörðin góða, máttur, sem storm stillir, stjörnublik á tjörnum og löngun til þess að lýsa leitandi börnum. Segið það móður minni, að mér sé hennai' tunga söngur, er létti löngum lífsharm, snjóþunga. Sá ég í orðum og anda Island úr sæ rísa og hlaut í völvunnar veðrum vernd góðra dísa. Segið það móður minni, að mörg hafi sprek brunnið, héla, sem huldi rúður, hjaðnað og runnið. Skin leggur af skari. Skuggar falla á giugga. En minningar á ég margar, sem milda og hugga. Segið það móður minni, að mig hafi eitt sinn þrotið hug og dáð til að duga og duftinu lotið. Ungur í annað sinni eygi ég nýja vegi, fagna kyrrlátum kvöldum og komanda degi. Segið það móður minni, að mörg eigi ég sporin þangað, sem engin anga iðgræn á voiin. Sé ég drjúpandi daggir dalablómunum svala og heyri uppsprettur allar um útsæinn hjala. Segið það móður minni, að marki síðustu spoiin skyldur muna og mildi, mannslund frjálsborin. Ljósið á lýðsins blysum lækkai', en sól hækkar. Flug þrá vaxandi vængir, og veröldin stækkar. Segið það móður minni, að megi ég ná landi, vísi mér leið og lýsi ljós himins, guðs andi. Séð hef ég sýnh' margar. Sólgljá jólafanna glæðir djörfustu drauma dauðlegra manna. Segið það móður minni, að mold sé farin að anga, svali leiki um sali og sólbrennda vanga. Býst ég nú brátt til ferðar, brestur þó vegnesti. En þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Davíð Stefánsson er meðal islenzkra höfuð- skálda á þessari öld. Hann fæddist 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð og kenndi sig jafnan við þann bæ, en átti heima á Akureyri og þar lézt hann 1964. Allt frá þvi Svartar fjaðrir komu út 1919 var Davið meðal ástsælustu skálda en kvæði hans eru í anda nýrómantíkur. B B Þegar borgin deyr Eg les í The Guardian að í 150.000 bæjum og borgum Stóra-Bret- lands hefur miðbærinn „dáið.“ Stórir „super- markets“ hafa risið við ystu mörk bæjarlands- ins og þangað streymir fólkið á bílum sínum. En miðbærinn er að leggjast í eyði. Slátrarinn hugumstóri, bakar- inn brosmildi, smákaupmaðurinn síglaði og skósmiðurinn söngvisi — allir hafa þeir horf- ið, gefist upp við minnkandi viðskipti og bærinn misst sitt mennska andlit. Nú vilja menn snúa þessari þróun við. Fyrir 30 árum fengumst við í borgarstjórn- inni við hið nýja aðalskipulag Bredsdorffs fyrir 1962-1982. Frændi vor Þór Vilhjálms- son andmælti því hve leyfð byggð í miðbæ Reykjavíkur væri lág. En hann varð undir. Nú, þrjátíu árum síðar, er ég farinn að skilja málið. Rök hans voru að vísu önnur, tengd- ust lóðaverði, en að hugsa sér, ef unnt hefði verið að byggja Kringluígildi í miðbænum eða sem næst honum, í átt að Höfninni! Þá hefðu þeir sem engan bílinn eiga getað farið fótgangandi á áfangastað. I úthverfum hefði mátt viðhalda menningarmiðstöðvunum, þ.e. smákaupmönnunum á horninu, með sam- ræmdum aðgerðum, t.d. við stórinnkaup á lágu verði, til þess að viðhalda mannlegum gildum náinna kynna, sem oft takast með kaupmanninum á horninu og þeim sem næst búa. — En ekki skal amast við stórvirkjum lögfræðingsins Pálma Jónssonar, sem lækk- uðu vöruverð til muna. Enda Kringlan ekki utan borgar eins og dæmin sem ég tók frá Bretlandi. Samt er aðgæslu þörf. Það er nefnilega svo að viðhald unaðsreita augans og væntumþykja við fegurstu staðina er partur af mennsku lífi. Landsbókasafnið er fegursta bygging bæjarins. Enda er hún teiknuð á þeim tíma meðan enn var jafnvægi í lífinu. Og jafnvægið er allt sem máli skiptir í augnlist eins og einu sinni var í tónlist. Bach birtir þetta jafnvægi í guðlegri mynd. Hann hafði eitthvað til að miða við, eins og Helga Ingólfsdóttir sagði mér eitt sinn. Nú er allt á tvist og bast. Gömlu lífsgildin eru orðin að andstæðu sinni, lögmálum mark- aðarins. Snillingurinn Skarphéðinn Jóhanns- son arkitekt, sem hefði orðið áttræður 7. apríl sl., hreifst mjög af hinu guðlega jafn- vægi í snilldarverkum kirkjubygginga í Róm og Flórens, en hann sagðist hafa hrifist enn meir er hann kom upp í fjöllin og sá litlu steinkirkjurnar sem smíðaðar höfðu verið af steinsmið bæjarins. Þeir höfðu list jafnvægis- ins í hjartanu, gömlu mennirnir. — En það tekur 2.000 ár að rækta fram slíka menn- ingu. Það er sama hvort ítalimir hanna kirkju eða ritvél — eða bíl, Iacocca til dæm- is — alls staðar er sjáanleg la linea italiana. Það er hið dýnamíska jafnvægi. „Sjái“ menn Landsbókasafnið sem það sem sú bygging er, hljóta þeir að sjá nauðsyn þess að byggingin fái andrými. Alveg eins og lítil vatnslitamynd þarf karton í kringum sig og þar með andrými, þannig þarf bygging að hafa nokkurt svið til þess að hún „sjáist" og fái „dregið andann" í auga áhorfandans. Mæla þyrfti út flöt fyrir norðan Landsbóka- safnið, jafnstóra flötinni fyrir sunnan og framan bygginguna. Þar þyrfti svo að gera ráð fyrir skrúðgarði með lágum runna- gróðri, og mæla síðan út andrými næstu byggingar fyrir norðan og setja þar niður Hæstaréttai'hús, ef rýmið reyndist þá nægj- anlegt. En það yrði það auðvitað ekki. Nú á dögum er allt mælt nema meðaltals- greindarvísitala skipulagsnefnda og bygg- inganefnda Reykjavíkur í áranna rás með tilheyrandi kúrvum og súluritum. Mörg eru mistökin. Ein fegursta byggingin í bænum, þegar frá er talið Landsbókasafnið, er Borg- arleikhúsið. En þar er nú búið að hrúga upp steinsteypukössum allt umkringis, svo nú „sér“ enginn Borgarleikhúsið. Annað dæmið er bygging Bændahallarinnar, með Mímisbar og öllu því, framverðir íslenskrar menning- ar. Fyrrum var fagur innri sjóndeildarhring- ur á vetrarkvöldum séður frá Miklubraut þar sem uppljómuð aðalbygging háskólans lokaði hringnum með töfraljóma. En nú er öldin önnur. — Elsta dæmisins tekur varla að geta, þegar Þjóðleikhúsinu var troðið inn í húsasund. En augað man ekki lengur hvenær það gerðist, sér slysið vart lengur. En upp, upp! Látum ekki depurðina drepa okkur í dróma! Ljósir punktar eru til, og hér er einn: Menntamálaráðherra hefur tilkynnt þá ætlun sína að fá Stofnun Árna Magnússon- ar á íslandi (önnur er starfandi í Danmörku) hús Landsbókasafnsins til umráða. Og þá fengi þessi augasteinn bæjarbúa, sem eitt sinn hét Safnahúsið, aftur þá reisn sem hann hafði er öll hjartans mál landsins voru þar geymd, fuglarnh' og kríueggin á Náttúru- gripasafninu, gömlu ílepparnir og kirnurnar á Þjóðminjasafninu, minnisgreinar liðinnar sögu þjóðarinnar á Þjóðskjalasafninu og þjóðarauðurinn sjálfur, allar bækur sem út höfðu verið gefnai- á íslandi, á sjálfu Lands- bókasafninu, auk handrita. Slík væntumþykja um eitt hús getur skipt sköpum er við Reykvfldngar hugum að því að borgin skuli lifa. Mannleg ásýnd hennar ekki glatast. Mannlíf hennar auðgað að feg- urð. Og þetta birtist á marga vegu. Umdeild var ráðstöfun Markúsar Amar Antonssonar á sínum tíma að veita af fé borgarmanna til aðstoðar Tomma borgara við að kaupa Hótel Borg og styðja hann enn fremur síðar tál þess að halda henni. Við höfum sólundað miklu fé. Nú var „sólundað“ fé í lífsnauðsyn. Og enginn efast lengur um að rétt var að koma í veg fyrir að húsinu yrði breytt í skrif- stofubyggingu. „Borgin“ styður nú að mann- legri ásýnd miðbæjarins. Og þannig mætti lengi þylja ... ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAl 1^94 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.