Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 6
Gamlir mjólkurbrúsar og olíudallar notuð sem eggjaílát í Vestmannaeyjum. Ljósm.: Olafur Gunnarsson. Skarfafar. Ljósm.: Guðm. P. Ólafsson. utan þeirra, og hefur víða látið eftir sig örnefni. Hún verpir 2-3 eggjum í maí eða snemma í júní, sem voru mikið hirt, nema í Grímsey. Þar var meira lagt upp úr að ná ryllupysjunni, unganum. Hann var tekinn lifandi úr hreiðrinu og settur í poka, svokall- aða töddu. Þegar upp á brún kom, var hann snúinn úr hálsliðnum. Rituungakjöt þótti afar ljúffengt. Kría, sem áður fyrr var kölluð þerna, verpir 2-3 eggjum, sem menn hafa tínt óspart áliðnum öldum. Fuglinn sjálfur var þó ekki nýttur. Og að lokum kemur æðarfuglinn, sem ekki þarf að fjölyrða um hér, enda gildi hans augljóst, bæði fyrr og nú. FUGLASTÖNG Hvergi er í fornum heimildum greint frá aðferðum til að veiða sjófugla, en líklegt er talið, að frá öndverðu hafi verið notuð svo- kölluð fuglastöng - mislangt prik með snöru í annan endann. Byggðist kúnstin á því, að reyna að koma snörunni um háls fuglanna. Prikið gekk undir mörgum nöfnum og var oft úr kvistlausum, svellhörðum rekaviði, eða seigu, léttu efni. A seinustu árum var farið að nota bambus. Snaran var fyrrum ýmist úr víðitágum, taglhárum, skíðum, fjöð- rum (amar, mávs, eða álftar) eða öðru slíku. Þegar nær dró okkar tímum, var farið að brúka nælon. Orðið fygling var einkum haft í sömu veru og fuglaveiði í bjargi. Þegar unginn fór að skríða úr eggi, um lok júnímánaðar, hófst fuglsig. Stóð það oft í tvær eða þrjár vikur. I eggjatöku voru alltaf skilin eftir nokkur ósigin svæði, einkum þar, sem átti að fygla síðar. Undirbúningur á brún var eins og við eggsig, en oftast þurfti nú lengri vað. Yfir- leitt var ekki sigið nema á tveggja ára fresti á hvert svæði, til að reyna að hvíla þau aðeins á milli. Jafnskjótt og fuglinn var kominn á brún var honum skipt með sama hætti og í eggsigum. Svo var hann kippaður til heimflutnings; eða látinn í fuglabyrgi, ef svo bar undir. Siðir í tengslum við þetta allt voru misjafnir eftir fuglabjörgum. Þegar heim var komið, tóku menn oft fuglana og nefjuðu þá - stungu nefinu á þeim inn í torfveggi útihúsa. Þannig var síður hætta á að þeir skemmdust. Svo var plokkun hraðað, því fuglinn geymdist illa ókrufinn. Kvenfólkið sá yfirleitt um þá hlið málsins. Að lokinni plokkun tóku karlmenn- imir við og sviðu fuglinn. Eftir það var gert að: fætur og vængir teknir af, og búkur- inn krufinn. Svo var kjötið saltað í tunnur. Annað var étið nýtt eða geymt í sýru. Bjargmari Bjargmari var líka tekinn, en það er sá fugl nefndur, sem hrapar í bjargi á vorin, þegar hann verður fyrir grjótkasti, lausum steinum, er nefnast ofanfall. Önnur nöfn á slíkum fugli eru: bjargfall, ofanrigningar, og vanfærur, og mun vera stigsmunur á þeim. I ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, frá miðri 18. öld, er þessu lýst með eftirfarandi hætti: „Þegar sjór er kyrr undir bjarginu, róa menn inn undir það og klifra upp í það eft- ir fugli og eggjum. Einnig hirða þeir það, sem nýtilegt er af dauðum fugli undir þvi, og er það hverjum manni heimilt. Oft er mjög mikið af dauðum fugli undir bjarg- inu...Liggja heilir haugar þar og rotna, ef brim er þar dögum saman svo mikið, að ekki er unnt að lenda þar. Þegar heitt er í veðri, leggur ægilega fýlu af þessum rotn- andi fuglum. Menn hii’ða einungis þá fugla, sem nýdauðir em, en nota fiðrið af hinum.“ Sá hluti bjargs, sem hægt var að fara undir til að ná í slíkan fugl, var kallaður göngubjarg. Slys í Bjargferðum Fátt hefur í annálum eða öðmm fornum ritum varðveist um slysfarir í björgum. Og prestsþjónustubækurnar elstu, sem mestan partinn em frá siðustu öld, em stuttorðar: “Dó af steinakasti," eða “Hrapaði úr bjargi." En þó er vitað, að menn hafa farist tíðum i þessum bjargferðum. Aðstæður buðu upp á það. Dánarorsakirnar vom margvíslegar: steinakast; hillur eða bjargbrún gáfu sig; bergnef sprakk fram og yfir menn; vaður slitnaði; eða þá að menn hröpuðu, af þræð- ingi eða öðm klifri. Nöfn þeirra flestra em týnd, eins og annarra púlsmanna, sem þetta land byggðu og erjuðu forðum. Niðurlag Hér verður að nema staðar, rúmsins vegna. Margt er þó óupptalið í sjófuglaveiði- sögu bændasamfélagsins foma, en það verð- ur að bíða síðari tíma. Enda var meiningin aldrei sú að gera efninu tæmandi skil í þessu greinarkomi, heldin- einungis að draga fram sýnishorn, lítið brot af þvi, sem eitt sinn var, og er bráðum horfin kunnátta og týnd. Höfundur er prestur í Noregi, en stundar nám í þjóð- fræði við Háskóla fslands, utan skóla. Um ljósmyndir I SJÓNIN TÆKNI- VÆDD Einu sinni var maður austur í sveitum sem hafði unun af að ferðast um landið. Eftir að hring- vegurinn var opnaður reyndi hann alltaf að taka sér frí til að keyra hringinn. En maður- inn hafði lítinn tíma fyrir ferðaiög. Hann rak f Við lifum í hinum lyktarlausa, blóðlausa, nánast andlega heimi myndanna; I heimi blaðaljósmynda,sjónvarps- mynda, kvikmynda, auglýsingamynda, myndbandamynda og nú síðast tölvumynda. Ljósmyndin er upphafið að stórfenglegri þróun sem ekki sér fyrir endann á. Eftir HJÁLMAR SVEINSSON og ÓSK VILHJÁLMSDÓTTUR verkstæði og sumarið var háannatími hjá honum því bændumir komu með bilaða trakt- ora og sláttuvélar og lá mikið á. Þess vegna kom það sér vel að maðurinn átti myndavél. Hann brunaði hringinn á einni helgi, stökk út hér og þar og tók myndir í gríð og erg. Á veturna hafði hann nógan tíma til að skoða myndirnar og átta sig á hvar þær væm tekn- ar. Hvað heitir þessi bær og þessi á, þetta fjall og þessi jökull og hvar er þessi foss? Og hvað heitir hann nú aftur bóndinn á bænum? Maðurinn var að ferðast hringinn í kringum landið allan veturinn. Ljósmyndin er leikur að tíma. Hún gerir manni kleift að safna vissum upplýsingum og geyma þær þangað til maður hefur tíma til að njóta þeirra. Þetta er eitt af því sem gerir hana svo mildlvæga í nútímaþjóðfélagi. Maður hefur svo skelfing lítinn tíma. Það tekur aftur á móti enga stund að smella af mynd og þegar maður er kominn heim aftur gefst áreiðanlega tækifæri til að skoða mynd- imar í ró og næði. Og það sem meira er, öfugt við teikningu eða málverk þá er ljós- myndin ekki bara mynd. Hún er að ein- hverju leyti hluturinn sjálfur, eða réttara sagt vegsummerki sem hann hefur skilið eft- ir. Myndin af þér fyrir framan Skógarfoss er meira en mynd, þetta ert þú sjálfur fyrir framan Skógarfoss. Litla myndin af elskhug- anum í veskinu þínu er meira en mynd, það er eitthvað af honum sjálfum þarna. Ljós- myndin er raunvemlegt, já hún er efnafræði- legt vegsummerki - en ekki bara minning eða hugsýn - eftir atburði, hluti, fólk. Það er engin tilviljun að ljósmyndir gilda sem óvefengjanleg sönnunargögn í réttarsölum. Af hverju tökum við ljósmyndir? Svarið hlýtur að liggja í eiginleikum ljósmyndarinn- ar og ljósmyndavélarinnar. Ljósmyndavélin er „apparat" sem gerir okkur kleift að fanga hlutina á afar snöggan og öruggan hátt. Og þegar einu sinni er búið að fanga þá og festa getur maður átt þá alla ævi. Við röðum þeim í „albúm“, eða rennum þeim í „slidesmynda- sleða“, og skrifum kannski undir hvar og Elsta Ijósmyndin. Nicéphore Niépce tók hana úl um glugga á sveitasetrí sínu 1826 eða 1827.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.