Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 8
íslensk Ameríkubréf - Síðari hluti , ,Hvað heitir nýi bóndinn á Hóli?4 6 Margir betrí bændur sáu ódýrt vinnuafl hverfa frá sér, skyndilega varð erfitt að fá vinnu- fólk. Og svo voru auk þess tilfinningalegar ástæður þess að margir hötuðust við Amer- íkuferðir og reyndu að hiiidra þær. íslend- í Ameríkubréfum til ættingja og vina á íslandi birtast einkenni sem telja má séríslensk, að það er hinn gífurlegi áhugi, næstum forvitni, á ástandi mála heima fyrir. Eftir BÖÐVAR GUÐMUNDSSON ingar höfðu staðið í langri sjálfstæðisbar- áttu við Dani. Ákveðinn árangur í henni náðist einmitt árið 1874, þá fengu Islending- ar sína eigin stjórnarskrá og sitt eigið lög- gjafarþing. Upp út aldamótunum 1900 eygðu hinir bjartsýnni fullt sjálfstæði. Það var því af hinum ákafari þjóðernissinnum á Islandi talin bein svik við allt sem ís- lenskt var að flytjast til Ameríku. Þetta viðhorf kemur fram bæði í blaðagreinum og bókmenntum þessa tíma á Islandi. Nægir þar að benda á kvæði skáldsins Guðmundar Friðjónssonar „Bréf til vinar míns“ sem hann orti til vinar síns sem var að ráðgera að flytja til Vestm-heims. í því kvæði tekur skáldið óspart upp í sig, segir m.a.: Ætlarðu að fara út í bláinn, yfirgefa litla bæinn, eigum þinum út á glæinn ðllum kasta og fram á sjáinn? Ætlarðu að glata ánum þínum, afbragðshesti, tryggum vini, þínu góða kúakyni, kasta í Ensldnn bömum þínum, níðinginn sem Búa bítur, Búddha lýð til heljar sveltir, hundingjann, sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörðu lítur. Viltu heldur þrælnum þjóna, þeim sem hefúr gull í lendum, heldur en Kára klæðabrenndum, kónginum við öskustóna? Þetta var þó hvergi nærri einróma álit, margir hinna hófsamari stjómmálamanna á íslandi, Einar í Nesi o.fl. sáu einmitt í Ameríkuferðunum frelsi heillar kynslóðar, sem hafði eOa að litlu sem engu að hverfa heima fyrir. En víst er að fólksflutningar til Ameríku voru viðkvæmt deilumál. Það var því kannski engin sérstök ástæða til að vera að hampa þeim bréfum sem íslend- ingar fengu frá ættingjum sínum í Amer- íku. Það var áreiðanlega ekki vel séð af öllum „þjóðhollum íslendingum". Sem bet- ur fer lagðist þetta leiðindaviðhorf sjálf- krafa af og víst er að Vestur-íslendingar hafa ekki erft þetta við landa sína á Islandi. En fleira kemui- einnig tál. Á árunum um og eftir 1840, þegar íslendingar fóru að gera alvarlegar kröfur um eigið sjálfstæði, þurftu þeir að undirbyggja kröfu sína með rökum. Ein veigamestu pólitísk rök róman- tíska tímans í Evrópu fyrir sjálfstæði þjóða var að það fólk sem talaði sama tungumál skyldi mynda eitt ríki. Þessi rök notuðu ma. Ungverjar þegar þeir kröfðust þess að fá sjálfstæði frá Austurríki, tungumál hinna sjálfstæðiskrefjandi þjóða var skyndOega orðið að veigamiklu pólitísku tæki og allt gert tO að sýna sérstöðu þess. Island hafði verið hluti Danmerkur í nær 400 ár og Danir farið þar með aOa verslun í rúm 200 ár og í 300 ár höfðu nær aOir Islendingar sem stunduðu háskólanám farið í háskólann í Kaupmannahöfn. Auðvitað gætti þessa í þeirri íslensku sem var töluð og skrifuð á 19. öld og það varð einn mjög mikOvægur og viðkvæmur þáttur sjálfstæðisbaráttunn- ar að hreinsa íslenskt tungumál af öllum dönskum áhrifum. Þegar íslendingar hófu að flytja tO Vesturheims í stórum stfl eftir 1870 var málhreinsunin og málræktin í full- um gangi á Islandi, þó svo hún ætti eftir að verða enn meiri síðar, þegar skólahald varð almennara og skipulagðara. I Nýja heiminum mætti Islendingunum margt sem ekki var tO á Islandi, hlutir, verkfæri, póh- tískar hugmyndir o.s.frv. sem engin íslensk orð voru tíl um. Og Ö0 útlend orð í íslensk- um texta voru ida séð heima fyrir vegna málhreinsunarinnar. Nú er það alþekkt að enska var fljót að þrengja sér inn í móður- mál þeirra Evrópubúa sem fluttu tO Vestur- heims. Þess eru mörg dæmi í bókmenntum og víðar. Sænska skáldið Ruben NOsson orti kvæði sem hann kaOaði Amerikabre- vet. Það er ungur maður sem skrifar æsku- unnustu sinni heima í Svíþjóð, mál bréfsins er kómískt sambland af sænsku og ensku, hann segir henni frá högum sínum, hann hefur góða vinnu í Indiana, síðan segir hann að sér þyki leiðinlegt að heyra, að kærastinn hennar, sem var sjómaður, hafl verið að drekka með öðrum sjóurum í Li- verpool, hann hafl lent í slagsmálum og látist. Og hann endar bréfið með að bjóða æskuunnustu sinni að koma tO sín, ,já, og sti’ákurinn ykkai- má gjarnan koma með þér“. Islenska skáldið Magnús Ásgeirsson þýddi þetta fallega, og dálítið sentímentala, kvæði á íslensku, í því eru m.a. þessi erindi: Margt er umbreytt síðan gamla Frónið lét mig líva sig, en ég löwa þig samt enn, my dearest friend, þvi að þótt þú væri ótrú mér og annar skemmdi þig skal ég elska þig unto my bitter end. Það var sorgarlegt að heyra hvemig kærastinn þinn fór, að þeir killuðu hann og sendu beint to hell, þó hann gengi í land og færi eitt kvöld með gangsterum á þjór, en það gengur svona í Liverpool, jú well. Utgefendur þýsku Ameríkubréfanna, News from the Land of Freedom, benda á ferns konar mikilvæg efnisleg einkenni eða umfjöOunarefni Ameríkubréfa: (I) I næstum því öllum bréfunum er töluverðum tíma varið í fjölskyldu og vini beggja vegna Atlantshafsins. Sér- staklega eftirtektarvert er hið mikil- væga hlutverk kunningjatengsla í Bandaríkjunum: nágranna, vina, fólks frá sömu heimaborg og nærliggjandi slóðum. (II) Atvinna, kaup (í því sambandi sér- staklega mikOvægi þess að tala ensku), kaupmáttm', vöruverð og tómstundaiðja eru til samans veigamikið umijöOunar- efni, oft til samanburðar við fyrri reynslu í Þýskalandi. Náskyld þessu er einnig hin nosturslega smáatriðalýsing á mat, drykk og klæðnaði, sem auðvitað endurspeglar áhugamál viðkomandi og auðvelt er að skýra í ljósi fyrrverandi þjóðfélagsstöðu bréfritara í Þýskalandi. (III og IV) Þessi fyrirbæri yfirskyggja tvö önnur umfjöllunarefni, sem einnig er vert að minnast á: Ameríkana (Oftast nefndir hinir ensku) og Þjóðverja í Ameríku (ekki sem persónulega kunn- ingja). Amerísku samfélagi er ýmist lýst sem jákvæðu eða neikvæðu, þar sem lögð er áhersla á viðhorf sem hafa verið sérstaklega eftirtektarverð fyrir Evr- ópubúann. Stjórnmál eru nær undan- tekningarlaust ekki tO umræðu nema í sambandi við forsetakjör eða stríð, eða sem afleiðing af róstum við innfædda. í þeim íslensku Ameríkubréfum sem ég hef undir höndum eru sömu umfjöllun- arefni mjög fyrirferðarmikO, auðvitað eru kaup og kjör í Ameríku ekki borin saman við ástandið í Þýskalandi heldur íslandi, og auk þess held ég að þar megi finna nokkur séreinkenni sem megi telja íslensk, sem er hinn gífurlegi áhugi, næstum for- vitni, á ástandi mála heima fyrh-. „Hvað heitir nýi bóndinn á Hóli?“ er setning sem lýsir vel þessu sérstaka íslenska umfjöll- unarefni, eða „Hver býr nú á Halldórsstöð- um?“ Þá er löngum í íslenskum Ameríku- bréfum sár umkvörtun yfir bréfleti ættingj- anna sem eftir urðu á íslandi. „Ég er búinn að skrifa mörg bréf, en fæ ekkert svar,“ er algeng setning þar. Eða: „Bréfið frá þér hlýtur að hafa týnst í póstinum, það er lið- ið meira en tvö ár síðan ég hef nokkuð heyrt frá þér.“ Hann langafi minn, sem ég gat um hér á undan, skrifar afa mínum frá Winnipeg 2. júní 1912. Þá er liðið meira en ár síðan hann hefur fengið nokkuð bréf af Islandi og margt hefur gerst í heiminum, ma. stærsta sjóslys í sögu Atlantshafssigl- inga. Honum finnst þó ekkert tfl um tjón á mannslífum og guOi og gersemum miðað við það ef þar hafa tapast bréf að heiman. Hann segir orðrétt: „Eg hef verið að hugsa hafíð þið skrifað mér, þá munu bréfin hafa farið með henni Titanik í Sjóinn, þar hafði tapast fjarska mOdð af bréfum.“ Þeir Evrópubúar sem fluttust til Ameríku voru flestir að flýja einhvers' konar ánauð og leita frelsisins. Sumir flýðu ánauð fá- tæktarinnar, aðrir ánauð strangra trúar- bragða, ungar konur fluttu til Vesturheims í óþökk foreldra sinna til að geta gifst mönnunum sem þær langaði til að eiga. Um allt þetta og meira til má fræðast við lestur þessara einstæðu heimflda. Og svo eru Ameríkubréfin full af skemmtilegum séreinkennum og það er engin furða þegar við athugum hvað höf- undar þeirra eru margii-. Ég minntist áður á Loft Jónsson í Utah, sem skrifaði vini sínum PáO Sigurðssyni um ágæti mannlífs- ins og sambandið við hinn eina sanna Guð í dölum Saltsjávar. I öðru bréfi, Spanish Foi’k 27. apríl 1865, skrifar hann Páli enn og segir nú frá „því blóðuga stríði“ sem þeir óguðlegu „norðlægu og suðlægu stað- ir“ heyja hver við annan. Hér segir hann Bóndabær nálægt Riverton á Nýja íslandi. Ljósmynd: Lesbók/GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.