Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 9
Ljósmynd: Lesbók/Árni Sæberg. Ógöngur - brot úr hugmyndasögu ÓGÖNGUR FANGANNA Eftir ATLA HARÐARSON frá lokum borgarastríðsins og morðinu á Abraham Linkoln (sem hann reyndar kallai' president Lynken): Nú er sagt að það langa og blóðuga stríð millum þeiira norðlægu og suð- lægu staða sé á enda, í það minnsta um stund, því þeir suðlægu hafa gefið sig upp. En litlum tíma eftir héldu þeii’ í norðurstöðvunum dans og komidím-, sem þeir svo kalla, hvar inni var í leik- húsinu presidentinn, sem þeir svo kalla, það er að segja sá æðsti líka sem kóng- ur yfir þeim norðlægu stöðum, og þá leikurinn stóð sem hæst kom þar inn einn maður rétt inn til president Lyn- ken, hvar hann sat á stóli, og skaut hann með pístólu rétt í höfuðið og eftir hann hafði skotið hann, veifaði aðkomu- maðm- upp hendinni með stórum hníf í og hrópar hátt á gríska tungu: Þar ligg- ur hann sá blóðhundur, eða hérumbil því líknandi, og eftir það gekk hann út, og rétt um sama bil var sá, sem honum stóð næstur, skotinn, liggjandi veikur í sinni sæng, þó er sagt hann sé ekki dauður, líka einnig þrír vaktarar, sem stóðu utan fyrir hans húsdyr, og sonur hans. Þó er sagt að sonur hans heldur ekki sé dauður. Það er enginn vafí að sagnfræðilegt og málsögulegt heimildagildi Ameríkubréf- anna er ómetanlegt. Hvort tveggja er að tungumál þeirra er hið ómengaða mál al- þýðu, sem oft kunni ekki meira en svo að draga til stafs þótt hún væri læs, og þar sem skipulagt skólahald og málhreinsun heima fyrir útrýmdi ýmsum séreinkennum og staðlaði íslenskt mál á Islandi, þá varð- veittist í Vesturheimi talmál og ritmál langt fram á þessa öld, sem er hin besta heimild sem tO er um alþýðumál á Islandi á 19. öld. A þessu máli lýsa Ameríkubréfin svo nýjum aðstæðum, landnámi í framandi heimi, þar sem allt er ólíkt því sem var. Það er einmitt þessi smáatriðalýsing sem er svo mikilvæg til að gera sér grein fyrir hinum almennu kjörum landnemanna sem fluttu úr allsleysi til að verða efnahagslega sjálfstæðir. Það var líka oft dýru verði keypt og eitt umfjöllunarefni íslensku Ameríku- bréfanna er mun meira áberandi en í þeim Ameríkubréfasöfnum annarra landa sem ég hef séð, heimþráin. LOKAORÐ Eg hef hér að framan reynt að gera grein fyrir Ameríkubréfinu sem „bókmenntateg- und“, einkennum þess, einkum efnislegum, áhrifum þess og viðhorfi gagnvart því. Stærstur hluti íslensku Ameríkubréfanna, þ.e. „Kanadabréfin“ frá árunum 1870-1960, er enn óútgefinn, þar bíður mikið og þakk- látt og skemmtilegt starf einhvers, það má einu gilda hver vinnur það verk, einungis ef það verður gert af trúmensku og ást á viðfangsefninu. Mörg bréfanna eru auðvitað glötuð, það er skaði sem aldrei verður bættur, eða eins og Erik Helmer Pedersen segir í formála fyrir Breve fra Amerika: Frá sjónarmiði vísindamannsins er það mikill skaði að tAmeríkubréfið] svo sjaldan var varðveitt eftir að vitakandi hafði opnað það og lesið. Þau bréf sem við nú höfum í höndunum geta varla verið meira en nokkur prómill þeirra milljóna sem voru send yfir Atlandshaf- ið. Og það er annað mál, hvort það er yfirleitt varðveitt eitt einasta bréf sem fór gagnstæða leið (bls. 14). Það liggur ljóst fyrir, að Ameríkubréfið hefur mest sagnfræðilegt gUdi fyrir þá sem vilja gera sem gleggsta mynd af landnámi Evrópumanna í Norður-Ameríku. Hið ís- lenska „Kanadabréf* hefur því mest gildi fyrir Kanadabúa og alveg sérstaklega fyrir afkomendur íslensku landnemanna í Kanada. A liðnu hausti bauð Manitobahá- skóli mér að koma vestur og halda fyrirlest- ur um einkenni og eðli Amei-íkubréfa, eink- um þó hinna ísleypsku. Ég notaði tækifærið til að koma á framfæri þar vestra við afkom- endur íslensku landnemenna, sem eðlilega eru óðum að glata sambandinu við mál lang- afa og langömmu, ósk um að þeir kæmu gömlum bréfum frá Islandi í varðveislu á skjalasöfnum, eða létu gera af þeim ljósrit og sendu á söfn. Undirtektir við þessa bón mína vora mjög góðar og ég hef mér til gleði fregnir að vestan um að hún sé farin að skila árangri og áhuginn á bréfunum sem forfeður þeiira og fonnæður skrifuðu heim var mikill. Ég vonast til að lifa þann dag þegar út kemur safn „Sendibréfa að heim- an“ og þá ekki síður myndarlegt úrval ís- lenskra Ameríkubréfa, bæði frá Bandaríkj- unum og Kanada. Og til að sú bók komi núverandi Kanadabúum og Bandaríkja- mönnum að fullum notum þyrfti að þýða hana á ensku, líkt og þýsku Ameríkubréfin sem ég hef svo títt vitnað til hér að framan. Og nú vil ég að lokum biðja þá sem þessi orð mín lesa um hið sama og ég bað fólk fyrir vestan, í guðanna bænum fleygið ekki gömlum bréfum frá löngu dánu fólki sem flutti eitt sinn til Ameríku. Að því er ég best veit hefur ekkert verið gert enn til að safna þessum bréfum skipulega saman og þau bréf sem ekki hefur þegar verið komið á safn eru eðlilega í mikilli hættu. Ef þið hafið í ykkar fóram gömul bréf frá Ameríku, þá afhendið þau einhverju hinna mörgu og góðu héraðsskjalasafna eða Handritadeild Landsbókasafnsins. Ef ykk- ur era þessi bréf kær og þið viljið ekki láta þau úr ykkar eigu, þá gefið af þeim afrit. Og ég endurtek, að með því erað þið hreint ekki að bregðast trúnaði þeirra sem bréfin skrifuðu, samkvæmt mínu mati eruð þið einmitt að heiðra minningu þess fólks, sem tók sér penna í þreytta hönd og varði hluta af dýi-mætum svefntíma sínum til að skrifa vinum og ættingjum, sem það vissi að það mundi aldrei framar sjá í lifanda lífi. Höfundur er rithöfundur og býr í Danmörku. Tveir bófar, þeir Robbi og Bubbi, eru staðnir að ráni og settir í steininn. Þeir eru líka grunaðir um morð sem þeir frömdu daginn áður en löggan getur ekki sannað það á þá. Þeir eru yfirheyrðir hvor í sínu lagi og löggan geiir Robba tilboð sem er ein- hvern veginn svona: Ef þú játar og segir allt af létta um morðið en Bubbi ekki þá skulum við sleppa þér. Hann fær hins vegar 20 ára fangelsi; Ef Bubbi hins vegar játar og þú ekld þá sleppur hann og þú færð 20 ár; Ef þið játið báðir þá fáið þið báðir tíu ára fangelsi; Ef hvorugur játar þá fáið þið báðir eins árs fangelsi fyrir rán. Robbi vill fyrir alla muni sleppa sem fyrst úr fangelsi en honum er alveg sama hvað Bubbi þarf að sitja lengi inni. Hvernig á hann að bregðast við tilboði lögreglunnar? Hann skrifar möguleikana í töflu svona: Bubbi játar Bubbi neitar Ég játa Ég fæ 10 ár Ég slepp strax Ég neita Ég fæ 20 ár Ég fæ 1 ár Eftir að Robbi hefur glöggvað sig á mögu- leikunum þarf hann ekki mikla yfir- legu til að sjá að það borgar sig fyrir hann að játa. Hann rökstyður niðurstöðuna svona fyrir sjálfum sér: Ef Bubbi játar þá borgar sig fyrir mig að gera það líka því ann- ars fæ ég 20 ár í stað 10; Ef Bubbi hins vegar neitar þá borgar sig fyr- ir mig að játa því þá fæ ég 0 ár í staðinn fyrir 1; Það er sem sagt sama hvort Bubbi játar eða neitar, ég er í báðum tilvikum betur settur ef ég játa. Þessi rökfærsla Robba ræningja er algerlega pottþétt. Það er sama hvernig málinu er velt á alla enda og kanta, niðurstaðan verður alltaf sú sama: Hvað sem Bubbi gerir borgar sig fyrir hann að játa. Við getum gert ráð fyrir að Bubbi fái sama tilboð og sé jafn skynsam- ur og Robbi. Niðurstaðan er þá sú að báðh' játa og báðir þurfa að sitja inni í 10 ár. Þótt þeir hafi báðir pottþétt rök fyrir því að það borgi sig að játa þá eru þeir mun betur settir ef báðir neita. Eiga þeir þá að neita? Hvernig gæti Robbi rétt- lætt það fyrir sjálfum sér? Hann gæti kannski hugsað sem svo: Bubbi hlýtur að sjá það jafn vel og ég að við erum best settir ef báðir neita, svo mér er óhætt að gera ráð fyrir að hann neiti. Nú ef hann neitar þá borgar sig fyrir mig að játa því þá slepp ég strax. Ég gæti auðvitað fórnað einu ári af lífi mínu til að hlífa Bubba við að sitja inni í 20 ár en ég sé núna að ég get engan veginn gert ráð fyrir að Bubbi neiti því hann hlýtur að hugsa eins og ég og vera í vafa um hvort hann eigi að fórna einu ári af lífi sínu til að hlífa mér við 20 ára dómi. Robbi getur ekki með nokkru móti rétt- lætt það fyrir sjálfum sér að neita. Bubbi er undir sömu sök seldur. Ef þeir eru skyn- samir og vilja sleppa með sem stystan dóm en er sama (eða nokkurn veginn sama) hvaða dóm hinn fær þá er óhjákvæmilegt fyrir þá báða að játa. Löggan hefur leitt þá í ógöng- ur. Þeir eru knúðir til þess af pottþéttum rökum að taka ákvarðanir sem era þeim báðum í óhag. Ógöngur af þessu tagi kallast á ensku „prisoner’s dilemma" sem þýðir ógöngur fanganna. Þær voru fyrst ræddar með fræði- legum hætti í ritgerð eftir Merrill M. Flood sem ber nafnið „Some Experimental Games“ og birtist árið 1952. Um þetta leyti vann Flood hjá The RAND Corporation en það fyrirtæki vann ýmsar rannsóknir fyrir bandaríska flugherinn. Á árum kalda stríðsins sátu þar innan veggja margir af færustu vísindamönnum aldarinnar og pældu í vetnissprengjum, ógnarjafnvægi, ragnarökum, geimferðum, sálarlífi Rússa, sjóskíðum og öllu þar á milli. Það er trúlega ekki nein tilviljun að fyrsta fræðilega umfjöllunin um ógöngur fanganna kom út á árum kalda stríðsins á vegum stofn- unar sem þjónaði bandaríska hernum. Ýms- um áfóngum í vígbúnaðarkapphlaupinu má lýsa sem ógöngum af einmitt þessu tagi. I byrjun 6. áratugarins var orðin til næg tækniþekking til að smíða vetnissprengjur og í Rússlandi og í Bandaríkjunum spurðu ráðamenn sjálfa sig: Eigum við að búa til svona sprengjur? Kannski hafa þeir hugsað dæmið á þessa leið: Ef við búum til vetnissprengjur og þeir ekki þá hafa þeir ekki roð við okkur og við þurfum ekki að óttast ofbeldi og yfirgang af þeirra hálfu. Við gefum þessum möguleika einkunnina 10; Ef þeir búa til vetnissprengjur og við ekki þá geta þeir þvingað okkur með hótunum til að gera næstum hvað sem er. Þetta er hræði- legur möguleiki svo við gefum honum ein- kunnina -100; Ef við byggjum vetnissprengjur og þeir líka þá breytist valdajafnvægið lítið eða ekk- ert en báðir eyða hellingi af peningum til einskis og hættan á geislamengun og kjam- orkuslysum eykst dálítið. Þessi möguleiki er því heldur lakari en núverandi ástand svo hann fær einkunnina -5. Ef hvorugur byggir vetnissprengju þá breytist ástandið ekkert. Þessi möguleiki fær því einkunnina 0. heir byggja Þeir byggja ekki vetnissprengju vetnissprengju Við byggjum vetnissprengju -5 10 Við byggjum ekki vetnissprengju -100 0 Rökin hér era jafnpottþétt og í dæminu af Robba og Bubba. Éf þeir byggja vetnis- sprengju þá borgar sig fyrir okkur að gera það líka því þá fáum við bara 5 mínusstig í stað 100. Ef þeir byggja ekki vetnissprengju þá borgar sig samt fyrir okkur að gera það, því þá fáum við 10 stig en ekki 0. Það er semsagt sama hvað þeir gera, það borgar sig fyrir okkur að búa til sprengju. Hér mætti prjóna aftan við alveg sams konar bollaleggingar og aftan við söguna af Robba og Bubba. Niðurstaðan er óhjákvæmileg, ef báðir eru skynsamir þá hljóta báðir að byggja vetnissprengjur með þeim afleiðingum að báðir eru verr settir en þeir vora fyrir. Nú dregur kannski einhver þá ályktun af þessu að það borgi sig ekki að vera skynsam- ur. Þetta er þó dálítið hæpin ályktun því það borgar sig enn síður að vera ,óskynsamur‘ nema hægt sé að treysta þvi að hinn sé það líka og í þeim dæmum sem hér hafa verið rædd er það ekki hægt. Höfundur er heimspekingur og kennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAÍ1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.