Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 5
 eða þá eggjaburu (Vestmannaeyjar). Oftast var þessi flík gerð úr striga. I Papey t.d. brúkuðu menn sigtöddu, víðan poka, eða þá fötur (Skrúður) eða skrínur (Vestmanna- eyjar, Krísuvíkurbjarg). I Látrabjargi tíðk- aðist jafnframt eggjaklútur. Eftir að sigmaður hafði klæðst eggja- skyrtunni, fór hann í sigamannsbelti (Drangey), festarauga (Hornstrandir) eða sigasæti (Grímsey; Mýi-dalur), en þetta var útbúnaður til að festa í sigenda vaðsins. Hann gat verið úr ýmsum efnum, eins og t.d. hampi eða leðri. Næst bjargstokknum sat hjólmaður (bjargstokksmaður, sigstjóri, festarhari) og stjómaði drætti og gjöf niður, og tók eftir merkjum. Það var kallað að sitja undir. Fyrir aftan hann var aðsetufólkið (brúna- fólkið, aðsetumennirnir, festarfólkið). Allir höfðu griplur eða vettlinga áhöndum. Yfir- leitt voru sjö uppi á brún; í Vestmannaeyjum þó einungis fjórir. Eggtíð bjargfugla stendur hæst í maí og til miðs júní. I norðlensku björgunum hófst eggsig fyrr en í þeim vestari og syðri. Tvisv- ar var farið til eggja yfirleitt, því svartfugl- inn verpir aftur, ef steypt er undan honum. Oft leið um vika á miUi ferða. Sigamaður hafði oft niður með sér kröku, oft sterklegan fiskgogg, til að losa um hættu- legt gijót. Og jafnvel eggjaprik (Grímsey (eggjaauki), Papey, Krísuvíkurbjarg), til að auðvelda sér tínsluna. Erfiðasta verk brúnafólksins var að draga upp sigamann og egg. Eggin voru rannsökuð og flokkuð jafn- skjótt og þau komu úr hvippunni eða sig- skyrtunni. Leskingar (sprungin egg) voru settir til hliðar. Pegai’ lokið var eggjatöku á einum stað var allur útbúnaðurinn færður að næsta haldi, og þannig verið að á meðan dagur entist. Oft gátu sigaferðir orðið fast að 20. Pá var einnig farið með handvað, ef svo bar undir. Brúnafólk, sem ekki var á stokk, kom eggjunum fyrir. Oftast voru skrínur notað- ar, og þá sina lögð á milli eggjalaga. Þær voru misstórar, tóku 100-300 egg, og þær minni ætlaðar unglingum. Eggjafengur var misjafn í hinum ýmsu björgum. I Drangey þótti mjög gott að fá 12.000 egg á vori, Vestmannaeyingar gátu náð 20-30.000 eggjum, ef vel gaf, í Látra- bjargi er vitað að þau voru 44.000 eitt árið, en talið er að heildareggjafengur í systur- björgunum tveimur vestast hafi numið fast að 60.000 eggjum, og verið jafnvel enn meiri að sumra áliti. Að lokum vai- eggjunum skipt á milli þein'a, er að verkinu stóðu. Þau egg, sem náðust í bjargi eða annars staðar, voru tekin og flokkuð. Misjafnlega gekk að þekkja ný egg frá hinum eldri. Tvær aðferðir þekktust til greiningar. Önn- ur var að setja eggin í hreint vatn eða sjó. Ef þau sukku, voru þau ný, en ef ekki, lyft- ist sverari endinn frá botni, mismikið eftir því hve eggið var setið, eygt eða ungað. Við þessa aðferð vildu eggin skemmast fyrr, því Ólafur bóndi Jakobsson í Fagradal ífyla- og sigmannabúningi. Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson. vatnið komst oft í gegnum skurnina og gerði þau fúl. Hin aðferðin - sem var talin örugg- ari og betri - var að skyggna eggin, láta þau í hendur sér með ákveðinni tækni og horfa til sólar. Heiti eggja eftir ástandi þeirra voru margvísleg, eins og t.d.: kalegg, gráungað, helungað, kolungað, smognað úr kopp, ruglað, gutlukútur, drútur, og hreiðurbög- gull. Mikið af eggjum var reynt að geyma sum- arlangt. Mátti loft ekki komast þar að. Var notast við ýmislegt, eins og t.d. sand, mó- eða viðarösku, salt (í lausu formi eða blautu), en þó sérstaklega þangösku. Mjórri endinn var alltaf látinn snúa niður. Einnig voru þau látin kæsast i fjóshaug. Um og upp úr síðustu aldamótum geymdu sumir eggin í rúgmjöli, eða vöfðu um þau blaðapappír. Harðsoðin egg voru geymd í sýru. Þá voru eggin líka brúkuð ný á ýmsa vegu. Eggjakaka tíðkaðist og eggjaábrystir (eggjaystingur) líka, svo eitthvað sé nefnt. Fúlegg voru einnig nýtt og fannst sumum þau best allra. Úldin egg sömuleiðis. HVAÐA SJÓFUGLAR VORU Helst NÝTTIR? Bjargfuglsegg eru mestan partinn egg svartfugls, þ.e.a.s. langvíu, stuttnefju, og álku. Varp þessara fugla hefst venjulega um það bil fimm vikur af sumri, og að hálf- um mánuði liðnum er alorpið. Langvían er þein-a stærst, og verpir á Vaðurinn hafður á hælnum. Myndin er úr Drangey. Ljósm.: Þorsteinn Jósefsson. berum syllum og bríkum. Varp hennar get- ur verið mjög þétt, eða allt að 70 fuglar á fermetra. Stuttnefjan verpir á líkum stöðum, en þó er oft dálítill jarðvegur eða leir og sandur í eggstæðinu. Þær eru yfirleitt fáar saman. Mesti þéttleiki stuttnefju í varpi hefur þó maelst 37 fuglar á m2. Alkan gerir sér aftur á móti hreiður í urðum, glufum og skútum, og getur verið erfitt að komast að eggjunum fyrir þær sakir. Þessir fuglar hétu einu nafni gamalfugl við Látrabjarg, og þar var stuttnefjan ætíð kölluð nefskeri, í Papey stuttvíi, í Skrúð drunnnefja, og á Langanesi klumba. Annars eru þessi heiti mjög á reiki. Þá koma margar fleiri tegundir. Lundinn hefur verið nýttur allra sjófugla mest á lið- inni tíð. Fyrst er hans getið í rituðu máli í heimild frá því snemma á 13. öld. Og teist- an var nýtt, eins og annar fugl. Yfirleitt þó bara unginn, teistukofan, grádóninn. Aður fyrr var kjötið saltað, reykt, eða vindþmTk- að. Mest var kofan tekin í Breiðafirði, eink- arlega í eyjum. Hún var magrari en lunda- kofa, og þótti betri. Þá voru eggin talin góð. Víðast taldist ólánsmeriá að drepa full- orðna teistu; þó ekki fyrir norðan land (t.d. í Eyjafirði). Fýllinn er tiltölulega nýr landnemi hér. Það er ekki fyiT en um 1640, að hans getur fyrst við Islandsstrendur, og þá í Grímsey. Ekki er hans getið í Vestmannaeyjum fyiT en um miðja 18. öldina, og í Mýrdal og í Hjörleifshöfða kringum 1820. í dag er hann með algengustu varpfuglum landsins. Hann verpir aðeins einu eggi, einkum á grónum syllum í klettum eða björgum, og tekur útungun mjög langan tíma, eða 50-60 daga. Til samanburðar má geta þess, að aðrar sjófuglategundir liggja eimmgis á í 30-45 daga. FyiTum voru mikil hlunnindi af fýlnum, einkum þó og sér í lagi unganum. Hann var kallaður sumarfýll. Mest var saltað í tunn- ur, en einnig þó reykt. Notuðu menn fýla- kepp eða -klöppu til að rota ungana í hreiðr- Setið undir vað í Drangey. Ljósm.: Þorsteinn Jósefsson. Geirfuglsegg. Til vinstri er til viðmiðun- ar venjulegt hænuegg. inu, eða annars staðar (og þá sem flugfýll). Einnig mun hafa tíðkast sú aðferð að bíta fýlsungana í hnakkann, og brjóta þannig höfuðkúpuna, og eins það, að sveifla honum úr hálslið. Eggin voru sjaldan tekin, en þá borðuð soðin eða höfð í bakstur. Þá var fýlaspýjan einnig nýtt, höfð til Ijós- metis á vetrum, og fýlamörinn líka, en hann gat numið 40-60 g í vænum fugli. Vegna fýlaveikifaraldurs, sem barst til Vestmannaeyja árið 1936, voru fýlaveiðar bannaðar með lögum frá og með árinu 1940. Þær náðu sér aldrei á strik eftir það, en gegn varúðarráðstöfunum mátti þó síðar nytja fýlinn. Fýlatekja var löngum mest í Vestmanna- eyjum, Mýrdal, og Grímsey. Vetrarfýll (fullorðinn) þótti betri en sum- ariyll; var ekki eins feitur. Hann var tekinn í háf, eða skotinn, og borðaður nýr. FýU, sem ekki þótti boðlegur til matar, var hafð- ur til eldsneytis. Innvoisið, og annað sem til féll, var látið í safnhauga til áburðar. Geirfuglinn var af svartfuglaættinni. Hann var ófleygur og því auðveld bráð, ef hann var á landi. Geirfiigls er hvergi getið í fornum heimildum nema í fuglatali Snorra- Eddu. Síðustu tveir geirfuglamir voru drepnir 3. júní 1944 í Eldey. Þetta var stór fugl og matarmikill, 3-4 kg að þyngd, feit- ur, kjötið meyrt og án þráa og hann því eftirsóttur til matar. Egg hans sömuleiðis. Torvelt er þó að átta sig á, hversu mikill plógur var að geirfuglinum. Að sækja hann gat nefnilega verið mikil hættuför, sökum brims. Eftir að geirfuglinum hafði verið útrýmt, var súlan matmesti sjófuglinn. Elsta lýsing á súlnaveiði er frá því um miðja 18. öld, og kemur þar fram önnur veiðiaðferð en nú tíðkast. Var þá farinn sjóvegur og fuglum, sem blunduðu á haffletinum eftir mikla og góða veiði, og þeir rotaðir. Sama var gert við fugla, sem birtust úr kafi. Þegar menn fóru á hreiðurslóðir súlunn- ar, voru ungamir rotaðir þar með súlukepp- um. Kom fyrir að varð að síga, til að ná þeim. Súluunginn fullbúinn er mikil smíð, vegur um fjögur kg; reyttur og innan í far- inn um helmingi léttari. Súlan var matreidd á ýmsan hátt, m.a. reykt eða soðin ný, og jafnvel í seinni tíð steikt. Annars var fuglinn allur nýttur að mestu leyti einhvern veginn. Albúinn súlu- ungi var lagður að jöfnu við mjög rýrt frá- færulamb, eða talinn jafngilda fjómm múkk- um. Auk þessara fugla allra, sem hér á undan hafa verið taldir upp, nýttu menn aðrar tegundir jafnframt, eftir því sem hægt var, eins og t.d skarf, ýmsar mávategundir, kríu, og æðarfugl. að eitthvað sé nefnt. Af skarfinum em við Islandsstrendur bæði dílaskai-fur og toppskarfur, og hefur svo verið til forna líka, vafalaust. Þessir fuglar tveir verpa einkum í Breiðafirði, í skerjum, hólmum, og eyjum, um sumarmál. Eggin, 2-4 í hreiðri, vom tekin að einhverju leyti og höfð í bakstur. Þóttu ekki góð til matar. A ungatíma fóm menn á skarfafar, þ.e.a.s. rotuðu unga með kylfum. Kjötið var með- höndlað á ýmsan hátt. Toppskarfur þótti mýkri og betri. Svartbakurinn er algengur vaipfugl, stór og mikill. Egg hans, 2-3, vom tekin og þóttu góð, jafnvel betri en annarra fugla. Þá var ungi hans líka nýttur til matar. Mávm- var fyrmm nytjafugl, og við hann kenndir margir staðir. Hvítmáfur er þeirra stærstui', ef frá er talinn svartbakurinn áður nefndur. Hann verpii' eingöngu við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Fyrrum vom ungai' hans töluvert veiddir. Kjötið var ýmist reykt eða saltað, ef það var ekki borð- að nýtt. Ritan er mjög algeng í fuglabjörgum og I -ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14.MA(1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.