Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Síða 7
Pólland
t lipo\
Tékkland
I 'iX (M'
y// } i
r'M/7 K 1
.V xv/vSs S* 9***t}jm
Saxland liggur að Iandamærum Tékklands að sunnanverðu, en PóIIands að austanverðu. Fyrir norðan er fylkið Brandenburg, fyrir norðvestan er Sachen-Anhalt, sunnar
er Thiiringen og syðst að vestanverðu er Bæjaraland.
verið þekkt frá þvi á 7. öld. e.Kr. Landstjórn-
andinn stofnsetti postulínsverksmiðju og til
þess að halda uppskriftinni að „hvíta gull-
inu“ leyndu var Böttger lokaður inni í
Albrechts-kastala.
Síðan 1710 eru tvö krosslögð sverð, vöru-
merki hins mjög svo fíngerða og dýra postul-
íns frá Meissen, brennd á botn framleiðsl-
unnar. Margir nafnkunnh- listamenn hafa
liprum höndum málað og meitlað lauk-,
dreka- og blómamunstur í postulínið frá
Meissen. Þegar í Saxlandi er talað um blóma-
kaffi er átt við, að kaffið sé svo þunnt, að
sjá megi blómamunstrið á botni kaffibollans.
í hlíðum Saxelfar hjá Meissen er ræktaður
saxneskur vínviður.
Á 17. öld fluttust fiðlusmiðir frá Bæheimi
yfir landamærin til Saxlands og síðan er
tónlistarskikinn í Vestursaxlandi í Efra-
Vogtlandi. Munnhörpur og harmónikur frá
Klingenthal og strok- og blásturshljóðfæri
frá Markneukirchen eru flutt út til allra
heimshorna. í Aschberg hjá Klingenthal
fékk ég fyrir 65 árum fyrstu viðurkenningu
mína í langstökki og í svigi á skíðum.
Það er þess virði að gera sér ferð til Dresd-
en, höfuðborgar sambandslandsins Sax-
lands, en hún hefur einnig verið nefnd Flor-
enz við Saxelfi.
Hinn frægi og lostafulli (yfir 100 börn)
Ágúst hinn sterki, af ætt Wettina (1670-
1733), lét byggja upp stjórnaraðsetur sitt,
Dresden, í Versalastíl og gerði staðinn að
einni fallegustu barokkborg í Evrópu. Hið
fyrsta, sem gestir skoða, er höllin Zwinger.
Þessi höll var reist á svæði, þar sem áður
voru stundaðar dýraveiðar. I henni eru söfn
og sýningar, sem meðal annars jafnast alveg
á við glæsileika Louvre-safnsins í París
Myndir eftir risana í evrópskri málaralist
eru yfirþyrmandi. Sérstaklega töfrandi
finnst áhorfendum eitt af meistaraverkum
Rafaels, Sixtinska madonnan, málað 1515.
Þegar menn heimsækja Dresden má enn
fremur mæla með því að skoða eftirfarandi
staði: Semperóperuna, „grænu hvelfinguna",
dýrgripasafnið með fágætum munum frá 15.
til 18. öld, krosskirkjuna, „svalirnar" kenndar
við Briihl og Prager-stræti og margt fleira.
Aðfaranótt 14. febrúar 1945 var um 60%
hinnar aldagömlu Dresden-borgar eytt í loft-
árás bandamanna og minnsta kosti 100 þús-
und manns fórust. Tæplega 2.000 breskar
og bandarískar flugvélar létu sprengjum
rigna yfir Dresden í rúma 14 tíma. Arthur
„sprengju-Harris", yfii'flugmálamarskálkur
breska flughersins RAF, hélt því fram, að
ógnarárásir hans mundu brjóta niður við-
námsþrótt Þjóðverja.
Eftir sameiningu Þýskalands hefur sam-
steypustjóm græningja og hvítingja lagt
metnað sinn í að endurbyggja borgina.
Faðir minn, Kurt Briickner, nam dýra-
lækningar við dýralæknaháskólannn í Dresd-
en. Hann var í einum af stúdentasamtökunum
og Ágúst konungur bauð honum því oft í
drykkjuveizlur. Árið 1909 fékk faðir minn
doktorsnafnbót í dýralækningum við háskól-
ann í Ziirich. I samkvæmi í höllinni Pillnitz
hjá Dresden kynntust foreldrar mínir.
Frá Dresden er meðal annai's hægt að
fara með hjólaskipi á Saxelfi til lystihallar-
innar Pillnitz, en hún er umlukin skrautleg-
um görðum. Norðan við Dresden er hin
undurfagra barokkbygging Moritzburg, sem
er veiðihöll. Ekki langt þaðan er Radebeul
með náttúruleikhúsi Karls May, þar sem
sögumar um Winnetou og Old Shatterhand
em uppfærðar á áhrifaríkan hátt.
Hinn 16. ágúst fékk ég gistingu í nokkra
daga á góðum stað, Hotel Lindenhof í König-
gtein við þjóðveg 172, með útsýni til Saxelf-
ar. Héðan var þægilegt að komast til Dresd-
en og Meissen; ég fór til Elbsandsteinge-
birge (Sandsteinsfjalla við Saxelfi) með hinu
fræga virki og einnig til Kirnitzschtal,
skrapp að landamæmm Bæheims og ók frá
Hotel Lindenhof eftir Bieletal til Erzgebirge
(Járnsteinsfjalla).
I austanverðu Saxlandi, milli Bautzen og
Zwittau, er hinn þekkti staður Hermhut.
Árið 1732 stofnuðu mótmælendur, sem flúið
höfðu frá Mæri, evangeliska Bræðrasöfnuð-
inn, sem kom á evangelisku trúboði meðal
heiðingja samkvæmt orðum Krists: „Farið
því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum."
Á landamæmm Saxlands og Tékkóslóvak-
íu er Erzgebirge, sem vaxið er þéttum skógi.
Skógarsvæði þetta er um 6.000 ferkflómetr-
ar að flatarmáli eða álíka og Suðurland.
Hæsti tindurinn er Fichtelberg, 1214 m, en
þangað kemst maður frá hæstliggjandi borg
í Þýzkalandi, heilsustaðnum og vetraríþrótt-
amiðstöðinni Oberwiesenthal í 914 metra
hæð. Sá sem vill slaka á og eyða fríinu hér
ætti að láta Meineld-fjölskylduna í Panor-
ama-Ringhotel í Oberwiesenthal stjana við
sig. Héðan er stutt að fara til Bæheims.
Lffið í Erzgebirge er fjölbreytilegt, því
að vöramerki svæðisins era leikföng, tré-
skurður, blúndugerð og jólasiðir. í þorpinu
Seiffen býr jólasveinninn allt árið. Hér er
stundaður heimflisiðnaður og meðal hluta,
sem framleiddir era, má nefna pýramidalaga
kertastjaka á snúningsfæti, jötur með Jesú-
baminu, hnetubrjóta og erkiengilinn Gabrí-
el, smástyttur af námumönnum og litlum
reykelsiskörlum. Þessi varningur er meðal
annars fluttur út til Islands.
I Annaberg í Erzgebirge þjónaði langafi
minn, Gottlieb Brukner, sem prestur og í
Schneeberg, sem er þar nálægt, menntaði
afi minn, Emil Brackner, verðandi kennara í
kennaraskólanum þar. Á báðum þessum
stöðum hefur verið unnið silfur og kobalt frá
því á 15. öld.
Vegna mikils metinna forfeðra minna og
ástar minnar á Erzgebirge var ég hinn 4.
október 1991 kosinn heiðurfélagi í Erzge-
birgs-félaginu, sem var stofnað 1878 í
Schneeberg.
I stríði biðu Saxlendingar oft lægri hlut,
af því að þeir voru engir fyrirmyndai' her-
menn eins og Prússar. í stjórnmálum stóðu
Saxlendingar oft „vitlausu" megin.
En hvað um það; í sögunni mun Leipzig
verða minnst sem borgarinnar, þar sem hin
friðsamlega bylting hófst árið 1989. Saxlend-
ingar fóra út á göturnai' til að vinna að
endursameiningu Þýzkalands. Með því unnu
Saxlendingar baráttuna gegn rauða einræð-
inu án þess að blóði væri úthellt.
Höfundur er fyrrverandi dýralæknir á Hellu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9.JÚU1994 7