Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 6
Réttur réttur Örleikrit eftir KJARTAN ÁRNASON sviðinu er ungt par á veitinga- húsi; þau hafa nýlokið við að snæða. M: (dæsir ánægjulega) Þetta er besta svín sem ég hef nokkurntíma étið. 0g hefur maður þó innbyrt þau mörg. Hvernig var nautið? K: Dásamlegt, alveg einstaklega bragð- mikið og meyrt. M: (einsog í trúnaði) Þetta er topp veit- ingastaður, alltaf með ferskt kjöt, liggur við að þeir slátri meðan maður bíður. Mað- ur segir bara við þjóninn: eitt svínslæri takk, og hann segir: andartak, og síðan heyrir maður íííí! (hann hermir eftir svíni) og pang! og tíu mínútum síðar liggur ijúkandi lærið á disknum hjá manni. K: Nei það er örugglega miklu ferskara: Svínið er geymt á fæti inn í eldhúsi, gefínn sjúss öðru hveiju og í hvert sinn sem eitt- hvað er pantað úr því, fer kokkurinn bara og hjugg! (Hún heggur gegnum loftið með hendinni.) Svo heldur svínið áfram að þjóra í eldhúsinu þangaðtil ekkert er eftir af því! (Þau hlæja hátt og lengi.) Þjónn kemur og tekur af horðinu. Þ: Má bjóða ykkur nokkuð meira? Eftir- rétt, kaffi? M: (lítur á úrið) Naunau! Matartíminn bara að verða búinn maður! Ætlarður að færa mér reikninginn vinur, við verðum víst að þjóta. Þjónninn gengur þijú skref frá borðinu, dregur reikning undan vesti sínu, snýst á hæli og leggur hann á borðið. Þ: Gjöra svo vel að kvitta hér (hann bend- ir). M: Þjónustan hérna er engu lík. (Hann kvittar. Þjóninn hneigir sig og fer.) K: (um leið og hún stendur upp) Kva þarf ekkert að borga héma heldur? M: Samtökin borga maður, hvað heldurðu! / fatahenginu fá þau yfirhafnir sínar, tösku og sitt skiltið hvort sem þau reiða um öxl, ganga út á gangstéttina. Taka sér síðan stöðu á fjölförnu götuhorni. Maðurinn stígur uppá kassa. Þau snúa skiltunum fram. Á þeim stendur á öllum tungum ESB auk esperantó: Bjargið hvölunum! Konan réttir manninum gjallarhorn úr töskunni og stillir upp spjaldi sem á stendur: English spoken, Deutsch gesprochen, Ice on parle francais. Maðurinn talar í gjallarhornið. M: Hvalurinn hefur rétt til lífsins. Þessi vitsmunavera úthafanna hefur verið ofsótt um allan sjó í meiren hundrað ár. Þjáning- arnar sem hún hefur mátt þola af hendi veiðimanna eru ólýsanlegar. Dauðastríð hvalsins hefur að jafnaði staðið tímunum saman. Kúm hefur verið slátrað frá kálfum sínum, fjölskyldum verið sundrað og ein- stæðingarnir eigra um hafdjúpin syngjandi sinn angistarsöng. Sem við erum reyndar með sýnishorn af á spólum sem eru til sölu hérna. (í fjarska heyrist jarmað og baulað.) Hvalurinn hefur rétt á að deyja með reisn þegar hans tími kemur, hann þarf ekki að sæta því að vera myrtur hvar sem til hans næst með villimannslegum hætti. (Ekki langt undan heyrist rýtt og gaggað.) Þjóðir hins siðmenntaða heims þurfa hvorki að myrða né éta hvali sér til lífsviðurværis... Skyndilega fyllist ’ sviðið af allskyns skepnum, búpeningi og villtum dýrum sem gala, krunka, gelta, hrína, gneggja, tísta, syngja o.s.frv., og yfírgnæfa tal mannsins. Hver tegund ber skilti sem á er Ictrað Bjarg- ið og heiti tegundarinnar. Dýrin taka að syngja einum rómi slagarann og baráttu- sönginn Bah, bah, black sheep meðan þau þramma kringum parið. Sum hafa tekið með sér látna meðbræður sína í neytenda- umbúðum og halda mjög á loft. Þegar lagið er næstum á enda kemur sérbúin löggæslu- sveit inn frá vinstri, íklædd felubúningum og fínnlandshettum, þunglega vopnuð. Sveitin hefur þegar skothríð á mótmælendur og falla margir en aðrir flýja. Þegar hríð- inni slotar gægist parið yfír fallið naut og flýr skelfíngu lostið frá sundurskotnum skiltum sínum. Skömmu síðar sjást tveir menn í kokkaklæðum draga dauða skrokka í hús. Um salinn hljómar lag Mozarts, A,B,C,D í einfaldri, barnalegri útsetningu. Tjaldið. Höfundur er rithöfundur í Kópavogi. Ógöngur - brot úr hugmyndasögu Er eitthvað bogið við veröldina? Eftir ATLA HARÐARSON Hin almenna afstæðiskenning, sem Albert Einstein setti fram árið 1916, gerir ráð fyrir því að rúm- ið, eða réttara sagt tímarúmið, sé sveigt eða bogið. Fyrst þegar ég heyrði getið um þessa kenningu þótti mér hún ákaflega undarleg. Ég hafði þó ekki áhyggj- ur af því hvort hún væri sönn eða ósönn heldur miklu fremur af því hvað Einstein hefði eiginlega verið að meina þegar hann sagði að tímarúmið sé sveigt. Við skiljum öll hvað meint er þegar menn segja til dæmis að kústskaft sé sveigt eða bogið. Við vitum líka að yfirborð jarðar er sveigt, jörðin er jú kúla en ekki flöt plata. Hlutir eins og himintungl eða kústsköft geta sem best verið beinir eða bognir, sveigðir eða flatir. En hvernig getur rúmið sjálft, plássið sem hlutimir eru dreifðir um, haft íögun? Rúmið hefur auðvitað ekki lögun í bók- staflegum skilningi, en það hefur eiginleika sem svipar til lögunar. Hugsaðu þér að þú gangir á sléttum velli fyrst 10 metra í norð- ur, svo 10 metra í austur, svo 10 metra í suður og að síðustu 10 metra í vestur. Þú endar auðvitað á sama stað og þú lagðir upp frá. En hvað ef þú gengur fyrst 5.000 kílómetra í norður, svo 5.000 kílómetra í austur, svo 5.000 kílómetra í suður og að síðustu 5.000 kílómetra í vestur? Hvar end- ar þú þá? Ekki á sama stað og þú lagðir upp frá því jörðin er ekki flöt heldur kúlu- laga svo línurnar sem þú fylgdir á göngunni voru ekki beinar heldur bognar. Þetta eru hversdagsleg sannindi en samt má nota þau til að skýra hvað Einstein meinti þegar hann sagði að rúmið sé sveigt. Hann meinti að rúmið sé að því leyti líkara sveigðum fleti, eins og t.d. yfirborði jarðar, heldur en sléttum að ef við förum fyrst í beina línu í norður, svo jafnlangt í austur, þá jafnlangt í suður og að síðustu jafnlangt í vestur, og tökum tómar 90 gráðu beygjur á leiðinni, þá lendum við ekki á sama stað og við lögðum upp frá. Einstein gerði reynd- ar ráð fyrir því að sveigja rúmsins sem við jarðarbúar hrærumst í sé svo lítil að við verðum hennar ekki vör neitt frekar en flug- an sem skríður á skrifborðinu mínu verður vör við sveigjuna á yfirborði jarðar. Sú hugmynd að rúmið kunni að vera sveigt eða bogið er reyndar eldri en Ein- stein. Sagt er að þýski stærðfræðingurinn Carl Friedrich Gauss (1777-1855) hafi reynt að komast að því með mælingum hvort rúm- ið sé „flatt“ eða „sveigt". í „flötu“ rúmi er homasumma þríhyrnings 180 gráður en í „sveigðu" rúmi er hún ýmist meiri eða minni eftir því á hvern veg sveigjan er. Sagan segir að Gauss hafi notað aðferðir landmæl- ingamanna til að mæla horn þríhyrnings sem .myndaður var af þrem fjallstindum. Niðurstaðan kom ekki á óvart. Hom þríhym- ingsins mældust vera samtals 180 gráður. En hvernig gæti Gauss hafa dottið þessi furðulegi möguleiki í hug? Er nokkur ástæða til að efast um að þríhyrningur sem er myndaður úr beinum línum hefur horna- summuna 180 gráður og að leið sem er dregin með því að ganga fyrst í norður, svo jafnlangt í austur, þá í suður og að síðustu í vestur endar á sama stað og hún byijar ef allar línurnar eru beinar, jafnlangar, og mynda tóm 90 gráðu horn? Þeir sem eru alla æfi rígbundnir á klafa „heilbrigðrar skynsemi" láta sér aldrei detta í hug að efast um svona viðtekin „sannindi". En þeir sem hugsa af djörfung skemmta sér best þegar þeir geta efast um það sem allir aðr- ir telja augljóst. Dirfska Gauss er þó ekki eina mögulega skýringin á efasemdum hans. Þær gætu líka átt rætur í sögunni. Frægasta kennslubók í rúmfræði og kannski frægasta stærðfræðibók allra tíma var rituð af gríska stærðfræðingnum Evklíð sem uppi var um 300 f.Kr. Bókin heitir Stoíkeia á grísku en er þekktari undir lat- neska heitinu Elementa. Evklíð byijar á að setja fram 10 forsendur sem rúmfræðin skyldi grundvölluð á. Af þeim leiddi hann út helstu sannindi um horn, línur, þríhym- inga, ferninga og fleiri slíka hluti sem rúm- fræðingum eru kærir. Sem dæmi um forsendur Evklíðs má nefna: - Ef tveir hlutir eru jafnstórir og jafnmiklu er bætt við báða verða útkomurnar jafn- ar. - Tveir punktar ákvarða beina línu. - Um hvaða punkt sem er má draga hring með gefnum radíus. Þessar forsendur eru svo augljósar sem mest getur verið, raunar of augljósar til að venjulegu fólki detti í hug að hafa orð á þeim. Þannig er um allar forsendur Evklíðs nema þá síðustu. Þessa íorsendu má orða svona: - Ef við höfum línu og punkt utan línunn- ar þá er aðeins hægt að draga eina línu gegnum punktinn sem ekki sker hina sama hvað þær eru lengdar mikið í báðar áttir. Framsetning Evklíðs á þessari síðustu forsendu er reyndar dálítið flóknari en við skulum láta það liggja milli hluta. Það eru óta! leiðir til að segja að ef við höfum línu og punkt þá er aðeins hægt að draga sam- síða línu gegnum punktinn á einn veg. Þótt þessi forsenda sé ekki alveg eins augljós og hinar 9 verður tæpast annað sagt en að hún sé sennileg. Rúmfræði Evklíðs var öldum saman talin til fyrirmyndar um vísindalega aðferð og sennilega hafa engin fræði haft jafnmikil áhrif á hugmyndir manna um hvernig sönn vísindi skuli vera. Evklíð setti fram fáeinar einfaldar fullyrðingar og leiddi alla kenningu sína af þeim með rökum sem virtust hafin yfir allan efa. Þar sem siðasta forsenda Evklíðs er ekki eins augljós og hinar hafa ýmsir stærðfræð- ingar reynt að leiða hana af þeim. Nú er löngu vitað að það er ekki hægt. Hins veg- ar er hægt að búa til rúmfræði sem er alger- lega sjálfri sér samkvæm og byggir á sama grunni og Evklíð að öðru leyti en því að hún gerir ráð fyrir að síðasta forsendan sé ósönn. Þetta gerðu'nokkrir stærðfræðingar á fyrri hluta síðustu aldar. Þeirra frægastir eru Rússinn Nikolai Lobachevski (1793- 1856) og Þjóðveijarnir Carl Friedrich Gauss (1777-1855) og Georg Riemann (1826- 1866). Rúmfræði þessara manna gerir ýmist ráð fyrir því að í gegnum punkt sé hægt að draga margar línur samsíða gefinni línu eða því að ekki sé hægt að draga neina línu samsíða gefínni línu. I báðum tilvikum fæst sú niðurstaða að rúmið sé líkara sveigðum hlut en flötum með þeim hætti sem fyrr greinir. Þegar hingað var komið var kannski ekk- ert undarlegt að Gauss dytti í hug að at- huga hvort það raunverulega rúm sem við lifum og hrærumst í sé eins og það sem Evklíð lýsti eða eins og það sem fjallað er um í rúmfræðinni sem hann hafði sjálfur búið til. Eðlisfræði nútímans byggir vissulega á athugunum, mælingum og rannsóknum. En hún er samt afsprengi hugmyndasögunnar og sumar hugmyndirnar sem mönnum sýn- ast nýsprottnar eiga sér rætur aftur í grárri forneskju. Höfundur er heimspekingur og kennari á Akra- nesi 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.