Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 2
Ljósmynd af' Kammin-skríninu. (James Graham-Campbell. The Viking World, 1989). Teikning aí skríni (líklega Kammin-skríninu) (Víkingarnir, Almenna Bókafélag- ið, Reykjavík 1967.) Erfítt er að finna nokkurn stuðning fyrir þessu í sögunni. Við megum líklega gera ráð fyrir að mönnum hafi á öllum tímum þótt þessi saga einkennileg og því aðeins möguleg að yfirnáttúruleg öfl hafi komið til. Þar með má telja sagnaritarann, því Kveldúlfur sjálfur er látinn segja að þetta „mundi ólíklegt þykja". Ef kistu Kveldúlfs rak nú aldrei á land um hvað fjallar þá sagan; eða hvað vakti fyrir sagnaritara að festa svo ólíklega sögu á skinn? Er hún merkingarlaus eða á e.t.v. að skilja hana óeiginlegum skilningi? Með þessar spurningar í huga leitaði ég uppi Kveldúlfs- höfða eftir lýsingu Sigurðar Vigfússonar og var hann auðþekktur. Hann er lítill sjálfstæð- ur klettur að mestu aðskilinn frá landinu, en er tengdur því með mjóu rúmlega mannhæð- arháu hafti. Hann er aflangur og gengur skáhallt út frá landinu til suð-suðvesturs. Lengdin er um 45m og hæðin tæpir lOm. í höfðanum og meðfram honum má sjá berg- ganga og er það ástæðan fyrir lögun hans og hvernig landrofið hefur skorið hann frá. Innan við höfðann opnast stór vík, Grímólf- svík, og handan við hana er Einarsnes. Utan við höfðann er lítil vík með sandfjöru, sem gengur inn milli höfðans og landsins. Á flóði er höfðinn að mestu umflotinn, en á fjöru koma up leirur og þornar langt út. Þegar litið er til höfðans frá hlið úr víkinni litlu blasa við tvö sérkennileg formeinkenni (sjá ljósmyndir). Lögun hans er þannig að stafnarnir eða endarnir eru nokkuð beinir niður og hliðin sem snýr að landi er þver- hnýpt og fremur slétt. Að ofan hækkar hann inn frá endunum og dregst upp í kúf í miðju. Þessi lögun minnnti mig strax á stórhýsi vík- ingaaldar, eins og þau hafa t.d. verið endur- gerð í Þrælaborgarvirkinu í Danmörku. Við þetta bætist að á ytri stafninum skaga á ein- um stað út steinybbur, sem mynda merkilega skýra vangamynd af mannsandliti. Myndin er af karlmanni, sem gæti verið með hjálm á höfði. Brúnirnar eru miklar, nefið hvasst og bogið, munnurinn heldur innfallinn og gapir, varir þunnar. Hakan er löng og gæti verið hulin stuttu skeggi. Maður þessi er heldur gamallegur, en harðleitur og er svipur- inn jafnvel æðisgenginn við viss birtuskilyrði. Við þessa sjón datt mér ekkert fremur í hug en þar gæti Kveldúlfur verið lifandi kominn — eða þó fremur afturgenginn. Þessi haus fellur merkilega vel inn í húsmyndina, ef við hugum að svonefndu Kammin-skríni, dýrl- ingaskríni sem er talin dönsk smíði frá 11. öld (sjá ljósmynd og teikningu). Það er talið vera gert í líki stórhýsa víkingaaldar og er reyndar ein helsta fyrirmynd manna við end- urgerð slíkra húsa. Veggir dragast saman til gaflanna, þakið hefur þessa einkennandi kúptu lögun, og á góflunum eða ásendum eru gapandi dýrahausar, heldur grimmilegir. Nú fer lesanda líklega að gruna hvert stefnír. Ég ætla að geta mér þess til að höfðinn sjálf- ur sé „kista" Kveldúlfs, þar sem hann stend- ur líkt og strandaður í víkinni. Landnáms- menn hafa álítið hann bústað Kveldúlfs eftir dauðann óg sú er merking landnámssögunnar. Nú er nauðsynlegt að drepa á eðli Egils sögu. í rannsókn Bjarna Einarssonar (1975) kom glögglega fram að höfundur hennar hefur aflað sér efnis úr öðrum sögum og uppbygging og efnistök sögunnar eru á þann hátt að hún hlýtur að mjög miklu leyti að vera mótuð af kröfum frásagnarlistarinnar fremur en sagnfræðinnar. Hann álítur að söguna verði að skoða sem skáldsögu eða skemmtisögu, þótt í henni sé sagnfræðilegt ívaf. Ný hlið á þessu máli kom fram í bók Einars Pálssonar (1990) þar sem hann færir rök fyrir því, að líta verði á söguna fyrst og fremst sem táknræna launsögn (allegóríu). I stuttu máli táknar þetta að sagan flytur dul- inn boðskap, sem gefmn er til kynna með margræðu orðafari eða með því að móta frá- sögnina í form viðtekins goðsagnaefnis og launspeki. Þessi hugsunarháttur var algengur í miðaldabókmenntum^ Evrópu og þarf því ekki að koma á óvart. í grein Torfa Túliníus- ar (1994) kemur fram svipaður skilningur á eðli sögunnar, þótt efnistök og túlkun séu nokkuð á aðra leið. Fróðlegt væri að kanna nákvæmlega orð Egils sögu um fundarstað kistunnar, í ljósi þeirrar tilgátu að nokkuð gæti búið undir. Eins og fyrr segir má líkja höfðanum við kistu sem rekið hefur upp í „ík einni". Þá er sagt: . . . fluttu þeir kistuna á nes það, er þar varð, settu hana þar niður ok hlóðu at grjóti. Höfðann má einnig má kalla nes og ef höfð- inn er hús Kveldúlfs má segja að hann sé þar í grjótinu. Mér virðist frekar einkennilegt í sambandinu að segja að nesið hafi „orðið". Benda má á að í Sturlubók er þessi setning tekin upp lítið breytt, en þar stendur „er þar var". Ef höfðinn er hugsaður sem kistan má segja sem svo að þar sem hana rak upp hafi orðið til nes. Það er einnig mjög undarlegt að lík Kveldúlfs hafi verið afgreitt í skyndi með því að „hlaða að grjóti". Líklegra væri að Skallagrímur hefði látið gera veglegan haug yfir föður sinn, sérstaklega eftir svo merkilegan atburð. Skýring mín felur í sér að ekki var hægt að heygja karlinn þar sem hann var ekki til staðar í líkamanum. Af öllu samanlögðu sýnist mér líklegast að frásögnin af kistunni sé undi rós, og að höfundur reyni vísvitandi að dylja raunverulega merkingu staðarins og nákvæma staðsetningu. Af þessu Ieiðir að hann hlýtur að hafa þekkt höfðann og skilið merkingu hans. Hafi ömefnið Kveld- úlfshöfði þekkst á dögum höfundar gat hann tæplega minnst á það án þess að koma upp um sig. Kammin-skrínið, sem fyrr var minnst á, varðveittist í dómkirjunni í bænum Kammin í Pommern, á þeim slóðum þar sem áður bjuggu Vindar. Fræðimenn hafa getið sér til að þetta skrín komi við sögu í Heimskringlu Kveldúlfshöfði. Höfuðið á ytri stafninum í nærmynd. \ '"'ðoiy faUúlfshifíi • . >v. Jj Einansne.s 1 lkm i Grufáró& / Afstöðukort af Borg og nágrenni. Snorra Sturlusonar. Þar er frásögn af árás Vinda á Konungahellu, þar sem þeir rændu m.a. helgiskríni úr kirkju. Nú er það flestra mál að Snorri sé manna líklegastur til að hafa samið Eglu. Það er því einkennjlegt að hugsa til þess möguleika, að frá honum sé komin lýsing á uppruna þess grips, sem reyn- ist mér lykill að gátunni um kistu Kveldúlfs og að þá gátu hafí Snorri samið sjálfur. Það væri þá að sjálfsögðu ekkert nema tilviljun, en hitt er umhugsunarvert að Snorri hlýtur að hafa þekkt til þannig skrína. Hann gæti meira að segja hafa fengið nákvæma lýsingu á Kammin-skrýninu, því Jón Loftsson fóstur- faðir hans hafði áður dvalið hjá prestinum á Konungahellu. Við hljótum að íhuga hvort hugmyndin um „"kistu" Kveldúlfs kviknaði ekki í kolli höfundar Egils sögu, hvort sem það var Snorri eða einhver annar með svip- aða þekkingu á fornum sögum og umhverfi Borgar. Hún væri vissulega snjallt bragt til að dylja kjarna málsins, en gefa hann þó til kynna. Hugsanlega hefur sagnaritarinn hafi séð vissa hliðstæðu með andanum eða „vætt- inum" í klettinum og leifum dýrlingsins í skríninu. Bæði fyrirbærin höfðu einhvers kon- ar milligöngu milli manna og æðri máttar- valda. Að því gefnu að einhver upphafleg land- námssögn felist á bak við kistusöguna gæti ég ímyndað mér að hún hafí verið þannig: Að dæmi Ingólfs Arnarsonar blótaði Kveldúlf- ur áður en upp var lagt. Þar hefur hann "gengið til fréttar" til þess að fá vitneskju um hvort fyrir honum ætti að liggja komast til íslands. „Fréttin" eða spásögnin gaf það afdráttarlaust til kynna og sú var ástæða þess að förunautar hans voru vissir um að finna hann á landinu. Þegar landnámsmenn- irnir könnuðu nýja landið hafa þeir búist við einhverju tákni eða vísbendingu, svo þeir mættu átta sig á hinu dulda eðli eða „vætt- um" landsins. Þá hafa þeir rekið augun í þessa mynd í Kveldúlfshöfða, húsið og haus- inn og e.t.v. var hann nauðalíkur gamla mann- inum! Þessa opinberun hafa þeir skilið þannig að andi Kveldúlfs hafi sest að í þessum hú- slaga kletti eða jafnvel líkamnast sem höfð- inn. Hann gæti því samsvarað haugi ættföð- ursins, og Kveldúlfur byggi þar í sem eins konar landvættur eða álfur. Það er vafalaust að átrúnaður var á slíkum stöðum til forna. Ætla mætti að höfðinn hafí síðan verið hinn helsti helgistaður og viðmiðun í landnámi Skallagríms. Hér gæti glitt í þá þætti hinnar fornu heiðnu trúar sem nefnast örlagatrú forfeðradýrkun og vættatrú. Fátt er um heim- ildir um þessa trú, sem var þó svo rótgróin að leifar hennar lifðu fram á okkar tíma t.d. í formi trölla- og álfatrúar, og hefur mikil- vægi hennar eflaust verið meira en við skynj- um nú. Að lokum má taka það fram að mynd sú sem sjá má í Kveldúlfshöfða sannar að sjálf- sögðu ekki þá túlkun á launmáli Egils sögu sem hér er lögð fram; það er jafnvel ekki augljóst af þessu að um nokkur launmál sé að ræða. Það er með öllu óvíst að höfðinn hafí haft núverandi form á landnámsöld og þó svo hafí verið hafa fornmenn e.t.v. ekki skynjað myndina á þann hátt sem ég geri. Ein og stök verður þessi tilgáta aldrei nema skrýtin hugdetta. Hitt er svo annað mál að kistusagan er ekki nema eitt smáatriði í miklu stærri og flóknari hugmyndavef sem felst í Egils sögu. Rannsókn þessa hugmyndaheims er á frumstigi, þó brautryðjandaverk Einars Pálssonar sé mikilvægt framlag. Við megum því vænta þess að finna frekari rök með — eða á móti — tilgátu þessarar greinar þegar heildarmyndin skýrist. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og starfar á Orkustofnun. HEIMILDIR Bjarni Einarsson, Litterære forudsætninger for Egils saga, Reykjavík, 1975. Brynjúlfur jónsson, Rannsókn í Mýra-, Hnappa- dals- og Snæfellssýslum sumarið 1896, Árbók hins íslenska fornleifafélags 1897, bls. 4-6. Egils saga, íslendinga siignr og þættir, 1. bindi. Svart á hvítu, Reykjavik 1987. Egils saga, fslensk fornrít II, Hið fslenska fornríta- félag, Reykjavik 1933 (bls. 70-73). Einar Pálsson, Egils saga og úlfar tveir, Reykjavfk, 1990. Krístian Kaalund, Bidrag tíl en historísk-topogra- fisk Beskrirelse af Island, I, Kjöbenhavn 1877 (bls. 378). Sigurður Vigfússon, Rannsókn í Borgarfirði 1884, Árbók hins Islenska fornleifafélags 1886, bls. 3-6. Snorri Sturluson, Heimskríngla, III, íslensk fornrít 28, Hið íslenska fornritafélag, Reykjavík 1979 (bls. 294-296). Torfi H. Tulinius, „Mun konungi eg þykja ekki orðsnjallur", Skírnir, vor 1994, bls. 109-133.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.