Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 5
<-
HASUMAR
Á ÞORRA
OGGÓU
Eru veöar-farsbreyfingiarrB-
ar af manna vðldum?
StA grein i blaðinu
af grunni, sömuleiðis Domus Medica -við
Egilsgötu og í ársbyrjun hófust fram-
kvæmdir við nýja álmu Loftleiðabyggingar-
innar á Reykjavíkurflugvelli.
Um mitt sumar 1964 var fólk að flytja
úr lélegum braggaíbúðum við Höfðaborg í
nýju fjölbýlishúsin á Meistaravöllum. Það
er sem sagt ekki lengra síðan að hermanná-
braggarnir frá stríðsárunum voru taldir
boðleg húsakynni og einn fjölskyldufaðirinn
sagði aðspurður um breytingarnar:
,sÞetta er eins og að flytja úr hreysi í höll."
Ymis stórmenni heimsóttu ísland þetta
minnisstæða ár 1964. Þann 1. júlí steig á
land við Loftsbryggju við Reykjavíkurhöfn
hans hátign Philip prins hertogi af Edin-
borg, maður Elísabetar Englandsdrottning-
ar. Hann kom hingað til lands á snékkju
sinni Britannicu í boði forseta íslands. Mik-
ill mannfjöldi fagnaði hertoganum er hann
steig á land. Hann ók síðan í bifreið með
forseta íslands, íslenskum ráðherrum og
borgarstjóra að Alþingishúsinu við Austur-
völl, þar sem hann kom fram á svalirnar
og ávarpaði mannfjöldann.
Tíðarfar var með besta móti veturinn
1963-64. Síðla vetrar '64 kyngdi þó niður
miklum snjó í Reykjavík, þó svo að vetur
komið til Reykjavíkur tvö undanfarin sumur.
Flogið var til Kaupmannahafnar og frá
Kaupmannahöfn farið með skipinu til Rho-
dos, Líbanons, Sýrlands, Jórdaníu, ísraels,
Tyrklands og Grikklands og síðan í bakaleið-
inni komið til Feneyja. Ferðin kostaði frá
tuttugu og fimm þúsund og tvö hundruð
og uppí þrjátíu og sex þúsund og þrjú hund-
ruð, eftir gerð'og stærð, klefa og hefur sjálf-
sagt ekki þótt há upphæð í þá daga.
I jólabókaflóðinu 1964 eru ýmsar athygl-
isverðar bækur. Bókfellsútgáfan, sem Birg-
ir héitinn Kjaran veitti forstöðu, gaf út bók-
ina, í dag skein sól, síðara bindið, viðtals-
bók Matthíasar Johannessens við Pál Ísólfs-
son, og Helgafell, forlag Ragnars í Smára
gaf út Mælt mál eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi, sem lést þá fyrr á árinu. Einn-
ig Sjöstafakverið eftir Halldór Laxness og
Barn náttúrunnar, endurútgáfu. Þá komu
út hjá sama forlagi Kjarvalsbók, saga Jó-
hannesar Kjarvals í máli og rhyndum, eftir
Thor Vilhjálmsson og greinasafn og hug-
vekjur eftir þáverandi biskup, séra Sigur-
björn Einarsson. Um ársins hring kom einn-
ig út um jólin 1964 og Ævisaga Jóhannesar
á Borg eftir Stefán Jónsson, fréttamann og
fyrrverandi alþingismann, svo og ljóðabók
RSWwfc.
rkjavík: Allt orðið grænt. Menn töldu að hlýindin hlytu að vera af manna völdum.
V'ó.
mmmwmmmwmmmmmm
Mm^mmmmmmmmmmmm
''¦ 'S''%£'i-'- .'¦ >.'•' :<¦ 'V'*'' .' *•¦"^ ' '•''¦¦¦''
>mmmmmmmmmmmmmm
^mmmmmmmmmmmmmm
f'&^MmmmmmimmmmMtmm
mm*)*mm»mmmmmm\
¦t^jfS^. .¦..
1964 stóð styr um væntanlegt Ráðhús í Reykjavík. Menn hugsuðu þá í kössum og
tillögu nokkurra arkitekta, sem átti að byggja eftir þar sem Iðnó er við Tjörnina,
nefndu sumir „ráðkassa". Sem betur fer var horfið frá þessari lausn.
Laugarásbíó sýndi þá sem aukamynd
Bandaríkjaför The Beatles, bresku bítlána.
Bítlaæðið var enn í hámarki hér á íslaridi
sem erlendis. Haldnir voru miðnæturtónleik-
ar í Háskólabíói 4. mars 1964 óg þar komu
fram helstu stjörnur unga fólksins, Hljóm-
ar, Savannatríóið, JJ og Einar Júlíusson,
Tónar og Sóló. Kynnir Jónas Jónasson. Og
vinsælustu lögin á þeim tíma Hibby, hibby
shake, Mr. Postman, Glad All Over og bítla-
myndin A Hard Day's Night var frumsýnd
í Tónabíói í ágústmánuði 1964 fyrir fullu
húsi, að viðstöddum íslensku bítlunum
Hljómum.
í ársbyrjun var sýnd í Tónabíói ameríska
stórmyndin West Side Story sem hlaut tíu
óskarsverðlaun og fjölda viðurkenninga.
Stjórnendur og framleiðendur Robert Wise
og Jerome Robbins. Hljómsveitastjóri Leon-
ard Bernstein og í aðalhlutverkum Natalie
Wood og Richard Beymer. Þá var mikil
gróska í starfsemi leikhúsanna eins og jafn-
an fyrr og síðar. í Iðnó var verið að sýna
Fangana í Altona eftir Jean Paul Sarte.
Helgi Skúlason hlaut Silfurlampanri fyrir
hlutverk Franz von Gerlach og frábæra
dóma gagnrýnenda.
Þjóðleikhúsið var með á fjölunum Gísl og
Hamlet. í einu helsta hlutverkinu í Gísl var
að stíga sín fyrstu skref á leiklistarbraut-
inni kornungur og efnilegur leikari sem nú
er löngu þjóðkunnur. Arnar Jónsson.
Hallbjörg Bjarnadóttir eftirherma og fjöl-
listakona var með miðnæturskemmtanir í
Austurbæjarbíói í septembermáriuði^ 1964
og hljómsveit Árna Elvar aðstoðaði. Ég sat
þar eitt sinn á ððrum eða þriðja bekk á
miðnæturskemmtun Hallbjargar og starði
hugfanginn á skemmtikraftinn fara úr einu
gervinu í annað og át á meðan yfir mig af
poppkorni, lakkrís og konfekti og gleymdi
Hljómar frá Keflavík voru vinsælasta hfjómsveitin meðal unga fólksins og bítla-
æði greip þá mjög um sig á hh'ómleikum sem Hljómar héldu í Háskólabíói.
næstum stað og stund. Hallbjörg brá sér í
allra kvikinda gervi og hermdi eftir helstu
stórsöngvurum heimsins, Louis Amstrong,
Ellu Fitzgerald, Frank Sinatra og Elvis
Presley. Hún er nú kominn til íslands eftir
langa dvöl erlendis og það alkomin og lét
hafa það eftir sér í sjónvarpsviðtali að hún
ætlaði sér að heilla nýja kynslóð íslendinga
uppúr skónum. Ég veit að hún fer létt með
það. Hallbjörg er engum lík.
Þá var hvert stórhýsið af öðru í smíðum
í miðborg Reykjavíkur. Skrifstofu- og versl-
unarhúsnæði Silla og Valda í Austurstræti,
°S byggt var ofan á Útvegsbankann. Lög-
reglustöðin við Hlemm var einnig að rísa
Á sviðinu í Iðnó: Fangarnir í Altona með Helgu Bachman og Helga Skúlasyni í
aðalhlutverkum.
eftir heimspekinginn Gunnar Dal og skáld-
saga eftir Steinar Sigurjónsson, Hamingju-
skipti. Þá gaf Almenna bókafélagið út síð-
ari hluta ævisögu Hannesar Hafsteins,
skráða af Kristjáni Albertssyni.
Götumyndin í Aðalstræti er mikið breytt
frá þessum dögum árið 1964 og gildir það
einnig um fleiri götur í Kvosinni, á milli
Lækjargötu og Aðalstrætis. Á horni Tún-
götu og Aðalstrætis stóð húsið Uppsalir
stórt timþurhús, og allt fram á áttunda ára-
tuginn. Ég á ýmsar minningar tengdar því
húsi.
Þar sem nú er Miðbæjarmarkaðurinn stóð
nokkuð glæsilegt timburhús, og þar innan
dyra var vinsælt kaffihús, veitingahús,
Gildaskálinn. Þar kom ég oft og sat löngum
yfir kaffi og meðlæti. Upp í hugann koma
svipmyndir frá löngu liðnum dögum og gest-
um sem þar komu. Eitt sipn sátu þar við
borð Markús Orn Antonsson, borgarstjóri,
og kona hans, Steinunn Ármannsdóttir, og
rómantísk stemmning í kring um borðið
eins og vera ber. Þau gætu hafa verið að
innsigla hjónabandið eða leggja drög að
framtíðaráformum. Ekki man ég nú hvort
Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona, var þá,
gengilbeina á Gildaskálanum, en þar starf-
aði hún um tíma á þessum árum og hefur
sagt frá því í skemmtileg^u útvarpsviðtali
fyrir örfáum árum. Markús Örn Antonsson
var árið 1964 annar umsjónamanna þáttar-
ins Með ungu fólki, sem var á dagskrá þriðju
hverja viku í Ríkisútvarpinu. Hinn stjórn-
andinn var Andrés Indriðason, rithöfundur.
Ungir piltar í slíkum ábyrgðarstörfum
hjá Ríkisútvarpinu í þá daga voru sannar-
lega í sviðsljósinu og um þá lék ljómi frægð-
ar í fámenninu hér á íslandi.
konungur léti annars lengi lítt á sér kræla.
En stórbrotinn var hann og forn í skapi,
þegar hann loksins hélt innreið sína. Það
var eins og liann vildi sýna Reykvíkingum
að hann væri ekki dauður úr öllum æðum
heldur væri alltaf á næstu grösum á þessum
tíma. Á myndum í dagblöðum er mikil ófærð
á götum borgarinnar, jafnvel á helstu um-
ferðargötum út úr borginni, og sem leið lá
um Öskjuhlíðina og yfir í Kópavoginn.
Ferðaskrifstofa Zoega hf., Hafnarstræti
5, auglýsti jólaferð um jólin 1964 til landsins
helga. Bauð ferðaskrifstofan upp á jól í Betle-
hem og Jerúsalem. Og einnig ferð með
skemmtiferðaskipinu Akropolis, sem hafði
Höfundur er rithöfundur.
I-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. NÓVEMBER 1994 5