Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 3
N ^Li xi:;« D H \E\ Hl S H S3 B gj H SH [Q E1] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. 1964 Fyrir réttum 30 árum var margt nýtt á döfinni í Reykjavík, bítlaæðið á fullu, Hljómar í Kefla- vík vinsælasta hljómsveitin, menn deildu ákaft um Keflavíkursjónvarpið og væntanlegt Ráðhús í Reykjavík, Filipus drottningarmaður og Tal stórmeistari heimsóttu Iandið, en Davíð Stefáns- son féll frá. Um þetta og margt annað skrifar Olafur Ormsson rithöfundur. Kista Kveldúlfs - er hún fundin, spyr Karl Gunnars- son, sem raunar er jarðeðlisfæðingur á Orku- stofnun. Hann rekur frásögn Eglu af fundi kist- unnar „í vík einni", líklega nærri Borg á Mýr- um, og að menn hlóðu grjóti að henni. Eina vísbendingin um staðinn er örnefnið Kveldúlfs- höfði, en þar er engin dys, enda telur greinar- höfundur að sagan sé uppspuni - en um hvað fjallar hún þá? Maður er nefndur Chuck Close og er bandarísk- ur listmálari, sem löngu er heimskunnur fyrir sérstæðar mannamyndir; andlit í risastærðum sem nú uppá síðkastið eru málaðar með sér- stæðu punktakerfi, svipað og notað er í prent- un. Þessi listamaður er lítillega kynntur fyrir þeim sem ekki þekkja hann. ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON Firring Ég þóttist horfa út um glugga á glugga. í garðinum, þar sem sólskin og tunglskin léku, sá ég á flötinni reika skugga af skugga. Ég skundaði þegar út um dyr á dyrum, en dökkar og bjartar hurðir fyrir mér véku. Og þegar ég stóð loks andspænis glugga á glugga í garðinum, þar sem sólskin og tunglskin léku, komu á móti mér ótal skuggar af skugga, en skugginn sem átti þá hvarf inn um dyr á dyrum og dökkar og bjartar hurðirnar undan véku. Og fyrr en mig varði sortnaði gluggi á glugga. í garðinum, þar sem sólskin og tunglskin léku, reikuðu saman skuggar af horfnum skugga. Ég skalf og fann ekki lengur dyr á dyrum, þaf sem dökkar og bjartar hurðir fyrir mér véku. Á flötinni undir myrkvuðum glugga á glugga, í garðinum, þar sem sólskin og tunglskin léku, hlaut ég þann dóm að verða skuggi af skugga. Ólafur Jóhann Sigurðsson, 1918-1988, vareinn helzti raunsæisrithöfund- ur þjóðarinnar á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Hann var einnig Ijóð- skáld og hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976. B B Samtökin Barnaheill voru stofnuð hér á landi fyrir réttum fimm árum. Til að minnast þess var nýlega efnt til ráðstefnu á vegum samtakanna um málefni barna. Vissulega er margt í almennum tíðindum að undanförnu sem vakið hefur umræður um líf og aðbúnað barna og unglinga. Ráð- stefna Barnaheilla er liður í þeirri vakn- ingu. Um afstöðu fólks hér á landi til barna mætti vitna í setningu sem var á vörum manna á árum áður þegar síld var fyrir ströndum: „Síldin er silfur hafsins en börn- in gull landsins." Hugsunin að baki orðun- um höfðar til þess að hver ný kynslóð er vaxtarbroddur samtímans. Ekki skal fj'öl- yrt hér hvernig fór um þann silfursjóð úr sjó en gullið landsins, sjálf börnin, ráðum við nokkru um hversu skírt það verður. í sérhverju kristnu samfélagi hljóta al- menn uppeldismarkmið að taka mið af heiðarleika til orðs og æðis, tilitssemi og alúð í mannlegum samskiptum og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Hvert barn fái það veganesti út í lífið að vilja gera gott betra og öðlist þroska til að vilji þess og vitund falli í einn fargveg. Foreldrakynslóðin á öllum tímum er handhafi þessa verkefnis og ef vel tekst til á hún bakland í næstu kynslóð á und- an, það er að segja afanum og ömmunni eða öðrum skyldmennum. Þegar barn er borið til skírnar beinir presturinn orðum sínum til safnaðarins og felur honum Gull landsins ábyrgð á hinum nýja einstaklingi. Þannig er vísað til samábyrgðar allra á ungviðinu, almenningi og félagsmótandi öflum. Þyngst vegur þó ábyrgð foreldra hvort sem þeir bera gæfu til að eiga samleið eða ekki. Sagt er að við ögum þá sem við elskum, vegna þess að við elskum þá. Fjarri mér er að ætla okkur íslendingum að við unn- um ekki börnum okkar. Þvert á móti finnst mér stundum, þegar viðmiðun fæst, að óvíða muni börn jafnvelkomin og hér; gleði okkar og stolt djúpt þegar börnin eru leidd fram. En teikn virðast á lofti að slaknað hafi á öguninni. Almenn lög og reglur eru beinagrind þjóðfélagsins og tæki til að halda því í böndum. Ef þau eru ekki í heiðri höfð skapast ójafnvægi er getur leitt til glund- roða, mannlegt samfélag leysist upp í frumeindir sínar og lögmál hinssterka og uppivöðslusama ráða ríkjum. Viljinn til að hlíta þeim lögum sem gilda verður að skap- ast innan veggja heimilisins á þroskaskeiði barnsins. Með öðrum orðum, barnið verð- ur, áður en heimdraganum er hleypt, að læra að hlýða skynsamlegum grundvallar- atriðum 'sem því smátt og smátt skilst að eru nauðsynleg og óhjákvæmileg. Þegar út í lífið kemur og það á að standa á eig- in fótum er mikils virði að reynslan að heiman og eigin dómgreind vísi því á hvar mörkin liggi og þau lög og reglur sem eðlilegt og sjálfsagt er að fara eftir. Heilbrigður og skynsamlegur agi er öll- um hollur. Undanlátssemi í stað aðhalds eru misskilin gæði við barn ef afleiðingarn- ar veikja innviði þess sem einstaklings. Barn sem kemst upp með að fá vilja sínum framgengt í málum, sem það í hjarta sínu veit að ekki má, ef það bara suðar nógu Iengi, hefur fengið röng skilaboð til fram- tíðar. Börnunum er fyrir bestu að þeim séu sett ákveðin mörk sem þau vita að EKKI verður farið yfir og í reynd vilja börnin það helst. Líklega er gildi góðs fordæmis hvergi jafn afgerandi og gagnvart börnum og unglingum. Innihaldsrík samvera með sín- um nánustu er sennilega innsta þrá hvers barns og skilar þeim mestu ef þeir sem eldri eru temja hugsun sína, hátterni og tal. Þá læra börnin af því sem fyrir þeim er haft. Ekki skal dregið í efa að hlutverk for- eldris og annarra uppalenda geti verið örð- ugt í daglegri önn við að sjá fjölskyldunni farborða. Tímaþröng, ferðir milli staða vegna vinnu og skóla er mikið álag á börn og fullorðna. Fengur er að öllu því er létt- ir þann eril svo sem einsetinn skóli, við- vera eftir þörfum í skólunum, leikskóla- pláss fyrir þá sem vilja og samstilling á tímasetningum vinnumarkaðarins og þörf- um fjölskyldnanna. Því það er sama fólkið sem sinnir hvorutveggja, ber uppi atvinn- una og hefur ábyrgð á æskufólki. En það er á fleiri sviðum sem augljós- lega er þörf samstillingar og skal hér tek- ið dæmi. í miðbæ Reykjavíkur er að kvöldi og aðfaranótt laugardags og sunnudags verulega stór hópur unglinga og allt að því barna í bland við þann manngrúa sem þar fer nánast hamförum af margs konar tilefni. Umhverfíð og atgangurinn er ekki við barna hæfi en samt eru þau þar. Undr- un vekur hversu margir foreldrar hafa gefið eftir fyrir þessum börnum og ungl- ingum varðandi útivist langt fram yfir leyfílegan tíma að kvöldinu; sýnast láta sér í léttu rúmi liggja hvar börnin eru eða fylgja því ekki eftir hvar þau halda sig. Fordæmið sem börn og unglingar fá við þessar aðstæður er ekki til fyrirmyndar og það hlýtur einfaldlega að verða að taka í taumana. Koma verður á sambandi milli uppalenda svo þeir tali einum rómi við börnin í borginni um hvað sé leyfilegt og tivað ekki og því fylgt eftir. Og umfram allt verður að segja þeim stríð á hendur sem gera út á arðinn af áfengisneyslu barna og unglinga. Hvert það barn sem lærir listina að gera sér glaða stund á þennan hátt getur verið í hættu þegar til lengri tíma er litið. Hvert mannsefni sem fer í súginn er tjón fyrir þjóðarheildina - og af fólkinu ræðst framtíðin! BJÖRG EINARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. NÓVEMBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.