Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Blaðsíða 8
c- >"> , ™, -i Phil, 1969. Ljósmyndaraunsæi í bíl- Judy, 1989-90. Raunsæið sem áður var hefur þróast í flókið munstur strika, fern- skúrshurðarstærð. Fyrir þesskonar inga, punkta og hringja. myndir varð Chuck Close fyrst frægur. Andlitsmyndir Chuck Close Bandaríski málarinn Chuck Close er trúlega ókunnur flestum hér á landi, enda þótt myndlistarmenn og fáeinir aðrir sem að staðaldri glugga í erlend listatímarit þekki nafn hans og viti fyrir hvað það stendur. Close, sem nú er 53 ára gamall; fæddur og uppalinn í Monroe í Washingtonfylki, hefur lengst af búið í New York. Hann náði sér á strik og varð þekktur þar á árunum eftir 1970, þegar popplistin var farin að dala og menn reyndu fyrir sér í ofur-realisma, eða því sem kallað var ljósmynda-raunsæi. Chuck Close málaði þá nærmyndir af fólki af því- líkri nákvæmni að svo að segja hvert hár, svitahola og skeggbroddur var tíundað. Þetta var hægt vegna þess að málarinn.vann í yfir- stærðum; andlitsmyndir hans voru stundum á stærð við bílskúrshurðir og þetta tvennt, nákvæm útfærsla og yfirstærð, gaf honum þá sérstöðu sem eftir var tekið. Á öld Ijósmyndarinnar var það út af fyrir sig furðulegt að leggja í myndgerð af þessu tagi, sem útheimtir gífurlega yfirlegu og lang- an tíma. Sama myndræna árangri hefði mátt ná með því að stækka nægilega skarpa ljós- mynd. Það mátti segja, að hér væri um að ræða handunna ljósmynd - og aðeins eitt ein- tak til. Það var einkum mynd Chuck Close af tónskáldinu Philip Glass, sem fyrst vakti athygli þegar hún var sýnd 1969. Það hefur hinsvegar ekki orðið hlutskipti Chuck Close að halda áfram með skeggbrodd- ana og svitaholurnar. Hvorttveggja var, að skammvinn tízka ljósmyndaraunsæisins fjaraði út og eins hitt, að heilsa málarans gerði honum ókleift að halda áfram á braut nákvæmnisút- færslu. Eins og margir kyrrsetumenn sem al- veg vanrækja líkámann og telja ekki þörf á að þjálfa hann, var Chuck Close slæmur í baki. Ekki á það að þurfa að vera stóralvar- legt mál, en þessi bakveiki leiddi af sér lömun án þess að læknar gætu gefið skýringu á því. Chuck Close náði samt mætti að mestu leyti aftur; þó ekki nærri til fulls í hendur og fingurnir láta alls ekki að stjórn. Eftir langa og stranga endurhæfingu útbjó sjúkra- þjálfi einskonar hjálparhönd setn tengd er hægri framhandlegg og vegna þess arna get- ur Chuck Close haldið á pensli og er nú tek- inn tií við risastórar andlitsmyndir að nýju í vinnustofu sinni á einu af loftunum í Soho á Manhattan, þar sem verið hefur vinsæll vinnu- staður myndlistarmanna í New York. Hann vinnur eftir ljósmynd. Velur sér fyrst við- Eftir að Chuck Close lamaðist, fer hann upp og niður, fram og aftur um hina stóru myndfleti í vörulyftara og hefur hjálparhendi tii að halda á pennslinum. fangsefni, sem hann lætur mynda með polaro- id-myndavél á Ijósmyndastofu. Hann fer svo nærri andlitinu með myndavélina að örlítil brenglun á sér stað. Þannig vill hann haf a það. Stærð myndanna gerir honum erfitt fyrir, svo hreyfihamlaður sem hann er. Hann verð- ur að sitja og notar vörulyftara til þess að vera í réttri hæð. Tvo aðstoðarmenn hefur hann til þess að stjórna lyftaranum, svara í síma og gera annað sem hann ræður illa við. Nokkru áður en Chuck Close lamaðist var hann búinn að gera þá breytingu, að í stað ofurraunsæis notaði hann örsmáa punkta, svipað því sem byggt er á í prenttækni. Þessa tækni hefur hann þróað áfram í þá veru, að punktarnir hafa stækkað og stundum eru raunar ferningar eða hringir í stað punkta. Þetta er ákveðið gegnumgangandi munstur, enda vill hann helzt að útfærslan minni á prjónaskap þar sem engin lykkja er annarri þýðingarmeiri. Chuck Close lifir kyrrlátu lífi í stórborginni með Lesley konu sinni, sem er kennari. Hann er vinnusamur og gengur reglubundið að málverkinu frá 9-5 og kemur ekki á vinnustof- una um helgar. Venjulega tekur það hann tvo mánuði að ljúka mynd og hann miðar við að halda sýningar ekki oftar en á tveggja til þriggja ára fresti. Nýlega var honum boðið að sýna í Stadtliche Kunsthalle.í Baden-Bad- en í Þýzkalandi, en annars hefur hann ekki gert víðreist. Fjárhagsáhyggur þarf hann varla að hafa því söfn um víða veröld kaupa af honum myndir og hann fær stundum sex stafa tölu í Bandaríkjadölum fyrir stærstu portrettin sem þýðir þá með öðrum orðum að þau kosta 65-70 milljónir. Um verk hans segir Robert Rosenblum, prófessor í evrópskri nútímalist við New York- háskólann: „Þróunin í portrettum hans, sem hófst með ljósmynda-raunsæi, minnir mig á sögu Oscars Wilde, Myndin af Dorian Grey. Fólkið í myndunum virðist vera að leysast í sundur, en hjarta þeirra kemur í Ijós." Gísli Sigurðsson. ÞORGEIR IBSEN Þarfasti þjónninn Yfir klungur, urðir, klett, - yfir sprungur, grundir, - fákur ungur fór á sprett; - fellin sungu undir. Hringaður makki, fax í fang; fjöv í æðum dunar. A góðu skeiði, geyst um vang, gæðingurinn brunar. Þarfastur var þjónninn-sá, þolgóður og laginn, er bar hann okkur baki á blíðan sumardaginn. Faðma skaltu fákinn þinn ferðina eftir stranga. Leggðu þína kinn að kinn klárs, - við traustan vanga. Hann bar þig yfir mó og mel og margan brattan hallinn. Gefðu 'onum töðu, -gerðu 'on- um vel, gefðu 'onum vel á stallinn. Vísurnar eru til hestamanna á lýðveldis- ári. Höfundurinn er fynverandi skóla- stjóri í Hafnarfirði. : BRAGI MAGNUSSON Ráðgjafi Óðins - byggt á þjóðsögu - Einn situr í hamri yfir hvítum hlíðum eins og svartur skuggi svipur frá liðnum tíðum Hvar Huginn og Muninn héldu fundi forðum efst í hásæti Óðins með allsnægtir á borðum Minn var vinur góður vetrarlanga daga fátt er fannst til bjargar um freðna hlíð og haga Fann hann mat við hlöðu úr hendi minni stundum gladdist ég ei síður af slíkum vina fundum Hækkar sól á himni hitav klakann kalda ærast áv og lækiv og uvðahlaupum valda Krummi kom í hlaðið kævist lítt um fovða hoppav hægt fvá bænum og hugði ei að bovða1 Hafði ég í hendi hvossakjöt og fleira loks við hæsta hólinn hann vildi um það heyva Dvynja dunuv í fjalli dvungalegav, gvíðav skviðuhlaup af hnjúkum hvolfist niðuv hlíðar Hylur bú og bæ með beljandi uvðavgvjóti hvúgast hátt, og þrýtur hólnum okkav móti Óðins váðgjafa átti ég líf mitt að þakka vizku hans og vinsemd við lítinn dala kvakka Höfundur er vestur-íslenzkt skéld og býr í Minnesota í Kanada.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.