Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Blaðsíða 5
í Flórens er geysimikið af klassískri myndlist frá endurreisnartímanum, í Uffizi- safninu, og má geta nærri hver opinberun það hefur verið þeim félögum. Með Davíð í för var líka fólk sem bar skyn á myndlist. Þann 23. janúar, skömmu áður en þeir félag- ar héldu frá Róm, komu þangað vinir Dav- íðs, Valtýr Stefánsson, seinna ritstjóri, og kona hans, Kristín Jónsdóttir listmálari. Komu þau frá Feneyjum og tóku þeir Dav- íð og Ríkarður á móti þeim. „Síðan fórum við Davíð með þeim Valtý og Kristínu til Fiesole og glitruðu þá allar brekkur í síð- ustu geislum kvöldsólarinnar og vorum við öll mjög hrifin," segir Ríkarður. Þarna hef- ur kviknað kvæði Davíðs um þennan bæ: DA VÍÐ á torgi í Rómaborg. Teikning eftir Ríkarð Jónsson. £------ Með lestinni sé „hrein og bein opinberun í íslenskri ljóðagerð. Davíð er hið fyrsta ís- lenska skáld sem tekist hefir að sýna hrað- ann, einkenni nútímamenningarinnar, í kvæðum_ sínum.“ (Alþýðublaðið, 28. okt. 1929). Á undan Davíð hafði Einar Bene- diktsson ort kvæði frá erlendum stórborg- um, en þau eru næsta kyrrstæð borið sam- an við kvæði Davíðs, renna seint og þungt eins og Tíber í kvæði Einars, Kvöld í Róm. Þeir félagar héldu jól í Flórens. Bjuggu þeir hjá dönskum systrum sem höfðu mat- sölu og gistihús, aðallega fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum. „Heimilislífið þarna var hið skemmtilegasta," segir Ríkarður, „enda nýir og nýir farfuglar, sem staðnæmdust þar lengri eða skemmri tíma á leið til Róm- ar, borgarinnar eilífu. Mest voru það mynd- listarmenn, skáld, söngmenn og aðrar fróð- leiksfúsar og fegurðarþyrstar sálir, er stað- næmdust á þessu farfuglaheimili." Um jólin í Flórens veiktist Davíð og má sjá af frásögn Ríkarðs að hann hefur átt í þeim veikindum allt að tveimur mánuðum. Hvaða sjúkleiki þetta var er ekki sagt, en líklegt er að brjósthimnubólgan sem tafði skólanám Davíðs árum saman hafi tekið sig upp á ný. Veikindin hindruðu skáldið þó ekki með öllu í að njóta dvalarinnar í Flór- ens. Hann virðist raunar lasinn og ekki með þeim Ingólfi og Ríkarði þegar þeir voru boðnir „til Palmgren, kunsthistoriker" 5. janúar 1921, „niður á Lapi, listamannakrána frægu. Þar söng Caruso, forkunnarfagur tenór.“ Aftur er þess getið í ferðadagbók Ríkarðs að hann hafi verið á Lapi 15. jan- úar. Kannski hefur Davíð þá verið með í för. Svo mikið er víst að á Lapi hefur hann komið, því að kvæði um krána birtist í Kveðjum, 1924, og þar hefur söngvarinn hlotið sinn sess: Og harmóníkan hlær og hvín svo hjartanlega dátt, og gítaramir glymja við 9g glösin fljúga hátt. í gegnum þennan glym sem líkist gný frá ólgusjó, - syngur hann sín Lapílög hann litli Caruso. Hann rekur upp þau reginhljóð sem röddin orkað fær. Hann blánar og hann blæs sig út og brosir niður í tær. Hann syngur gömul Lapílög um Iistir, ást og vín. Á meðan faðma Flórensdætur farandskáldin sín. DAVÍÐ STÉFÁNSSON Katarína Komið, allir Caprísveinar. Komið. Siáið um mig hring, meðan ég mitt kveðjukvæði um Katarínu litlu syng. Látið hlæja og gráta af gleði gítara og mandólín. Katarína, Katarína, Katarma er stúlkan mín. í fiskikofa á klettaeynni Katarína litla býr. Sírenur á sundi bláu syngja um okkar ævintýr. A vígða skál í skuggum tijánna skenkti hún mér sitt Caprivín. Katarína, Katarína, Katarína stúlkan mín. Með kórónu úr Capriblómum krýndi hún mig hinn fyrsta dag. Af hæsta tindi hamingjunnar horfðum við um sólaríag. Þar dönsuðum við tarantella og teyguðum lífsins guðavín. Katarína, Katarína, Katarína stúlkan mín. En nú verð ég að kveðja Capri og Katarínu litlu í dag. Horfa mun ég út til eyjar einn um næsta sólarlag. Grátið með mér, gullnu strengir, gítarar og mandólín. 0, Katarína, Katarína, Katarína, stúlkan mín. Bragi Ólafsson valdi. Fiesole við Flórens er fátækur klausturbær. Á mörg hundruð ára múrum mosinn í friði grær. ... Fiesole við Flórens er fegurst um sólarlag. í RÓM Og Capri Hinn 25. janúar héldu ferðalangarnir með lest til Rómaborgar. Davíð var ennþá van- heill og eftir að til Rómar kom, 27. janúar, fóru þeir Ingólfur og Ríkarður með hann á spítala. Daginn eftir var hann lagður inn, þá á annan spítala. Valtýr og Kristín voru nú með í förinni, svo og Ragnar Ásgeirs- son, einn af vinum Davíðs frá Kaupmanna- hafnardvöl 1915-16. Í minningabók sinni rekur Ríkarður kynnisferðir sínar um borg- ina, einkum með Ingólfi, en Davíð lá lengst- um veikur. Virðist hann ekki komast á stjá fyrr en í lok febrúar. í þessari sjúkralegu las Davíð ýmsar bækur sem Ríkarður útveg- aði honum, og líklega hefur hann gert drög að ýmsum Ítalíukvæðum sínum. Sum þeirra, eins og Messalína, byggðust fremur á sögu- legri þekkingu en eigin sýn, og þau hefur Davíð getað ort meðan félagar hans skoð- uðu borgina. Þegar hann hresstist fór hann í ferðir með Ríkarði. 3. mars héldu þeir í Péturskirkjuna, 18. mars út í Katakombur. Getur Ríkarður þess oft í dagbókinni að Davíð sitji heima við skriftir milli ferðanna. Hinn 15. mars skrifar. Davíð vini sínum, Birni 0. Björnssyni, og segir frá því að hann hafi komið í kirkju þá sem kennd er við Pál postula: „Eg skoðaði hana í krók og kring og þykir hún dásamleg. Sumir segja að það sé fegursta kirkja í Róm. Stíllinn hreinn og helgiblær yfir öllu ... Sannarlega grípur mann lotning fyrir hinum auðmjúku guðs- hetjum sem gengu glaðir í dauðann til að fullkomna verk sitt. Eg ætla ekki að reyna að lýsa slíku undri sem Péturskirkjan er. Hún er eins og sér- stakur heimur. Mér fannst ég hvorki vera á himni né jörð, heldur aðeins í Péturs- kirkju ... Eg verðskulda það ekki að vera kallaður trúaður, en það er sannfæring mín að hinn sanni kristindómur sé sú lind sem öllum geti svalað ... Á hverjum degi sé ég eitthvað nýtt, kirkju, listaverk — en Davíð Stefánsson er líkur sjálfum sér. Þegar ég geng um Forum Romanum eða Palatin, þá verður mér ósjálfrátt að segja: „Hví skyldum við, vesalings menn, vera að reyna að byggja, fyrst allt hrynur? . . . En ég er föru- maður, og þegar ég geng fram hjá San Pietro þá segi ég: „Heill sé þeim sem bygg- ir hús sitt Drottni til dýrðar! Hann um það hvort hann lætur það hrynja eða ekki“... Mér líkar ágætlega við ítali. Bömin eru eins og englar — og signorínurnar... ó, þú vinur minn Björn! En ég er íslendingur og vil heim ...“ Hinn 29. mars komu þeir Tryggvi Svein- björnsson (Svörfuður) og Valdimar Hall- dórsson frá Kálfaströnd við Mývatn til þeirra félaga í Róm, en þeir voru þá á suður- göngu. Saman fóru allir þessir íslendingar til Capri. Sú för hefur orðið fræg. Um Capri orti Davíð kvæði í þrem hlutum (Capri, Blái hellirinn, Katarína). Einkar fjörleg er frá- sögn Ríkarðs af því hvemig kvæðið um Katarínu varð til. Katarína var fískimanns- dóttir sem vann á hótelinu þar sem íslend- ingarnir bjuggu. Kvöld eitt síðla komu þeir heim á hótelið og voru glaðir og reifír. „Davíð greip Katarínu litlu og dansaði við hana „tarantella" þarna á ganginum. Síðan setti hann hana á kné sér og mælti nú af munni fram hið alkunna ljóð Katarína, sem mér tókst að skrifa niður jafnharðan. Þetta ljóð hefur oft verið prentað og lítið breytt.“: Komið, allir Caprisveinar. Komið. Sláið um mig hring, meðan ég mitt kveðjukvæði um Katarínu litlu syng. Látið hlæja 'og gráta af gleði gítara og mandólín. Katarina, Katarina, Katarina er stúlkan mín. Kvæðið um Katarínu er kunnast allra Ítalíukvæða Davíðs, ekki síst vegna hins seiðandi lags Jóns Jónssonar frá Hvanná sem Haukur Morthens söng svo ágætlega á plötu. — Frásögn Ríkarðs Jónssonar af tilurð kvæðisins er með ólíkindum að því leyti að heimildir benda engan veginn til þess að skáldinu hafi verið gjarnt að kasta fram vísum. En ljóst er að Capri og unga stúlkan Katarína hafa komið Davíð í óvenju- legan ham, beinlínis kveikt í honum. Þegar hann var aftur kominn til Rómar skrifaði hann Sigurði Nordal 13. apríl: „Ef þú kem- ur til Capri á undan mér, þá heilsaðu frá mér svarthærðri smámeyju með föla vanga. Ef þú segir henni að ég hafi kysst hana og dansað með hana í fanginu af gleði, þá kannast hún við mig. Hvíslaðu að henni Katarínu litlu að ég gleymi henni aldrei og sigli með hana í huganum inn í bláu sæhöll- ina undir berginu." Eftir Capriferðina er Davíð mjög hress. Hann skrifar Theodoru Thoroddsen 12. apríl: „Hér er yndislegt að vera. Sól og sumar á hveijum degi. Pálmalaufin skjálfa í vorblænum og vínviðurinn heitur eins og mey sem ætlar að fara að stíga upp í brúðar- sængina. Sítrónur og epli glóa í geislunum, DAVÍÐ STEFÁNSSON Abba- labba-lá Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört á brún og brá og átti kofa í skóginum á milli grænna greina og trúði á stokka og steina. En enginn vissi, hvaðan hún kom í þennan skóg; enginn vissi, hvers vegna hún ærslaðist og hló, og enginn vissi, hvers vegna hún bæði beit og sló. - Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört á brún og brá og gerði alla vitlausa, sem vildu í hana ná. Á villidýrablóði, á villidýrablóði lifði Abba-Iabba-Iá. ... Einu sinni sá ég Abba-Iabba-Iá. Hún dansaði í skóginum, svört á brún og brá. Mér hlýnaði um hjartað og hrópaði hana á: Abba-Iabba, Abba-labba, Abba-Iabba-Iá! Þá kom hún til mín hlaupandi og kyssti mig og hló, beit mig og saug úr mér blóðið, - svo ég dó. - Og afturgenginn hrópa ég út yfir land og sjá: Varíð ykkur, vesalingar, varið ykkur, vesalingar, á Abba-labba-lá. Elísabet Jökulsdóttir valdi. bændur plægja akra sína með sílspikuðum, stórhyrndum uxum og aka vínkvartilum og ávöxtum jarðarinnar á asnavögnum inn í hina eilífu borg. Við ferðalangarnir grípum kvartilin og teygum úr þeim vínið eins og skyrblöndu því við erum þyrstir og þreyttir af göngu um fjöll og heiðar. Og þó að létt- ur sé malur margra þá dregur ferðamann það sem lítið er. Hér er gott að vera. Hér er hægt að vera einn þegar maður vill og í gleðihóp þegar sú hliðin er uppi. Hér er forn list í ríkum mæli, um gamla rómverska menningu er hér hægt að lesa á sigurbogum og brotnum súlum. Hér eru allar kirkjur opnar vorlangan daginn og þangað er gott að flýja og hvíla sig og hlusta á latneskar messur og bænasöngva og teyga reykelsis- ilminn. Eg er nýlega kominn sunnan frá Capri. Það er guðdómleg eyja og þar vil ég búa á vetrum en heima á Islandi á sumrum. Ef ég væri ríkur mundi ég gjöra það. Og þá byði ég þér með mér eitthvert haustið. Þar er allt sem þarf að fá til þess að koma gleði á. Gröndal mundi hafa sagt: Þar eru klett- ar. Þar eru hvít hús. Þar eru blóm. Þar eru vínlindir. Þar vaxa epli á trjánum. Þar eru skuggsælir lundar. Þar er kvenfólk og þar er gott að vera ... Í Capri dansaði ég tarant- ella og söng St. Luciana og sá sólina hníga eldrauða í hinar heiðbláu Miðjarðarhafsöld- ur. Sjaldan hef ég séð slíka dýrð. Ég vildi að þú hefðir séð hana líka. Svo gekk ég upp á Vesuvius og andaði að mér hinni helvísku eiturgufu sem þar gýs upp úr jörðinni dag og nótt. Það er andardráttur tröllsins þegar það reiðist. Og skolfið hefur jörðin þegar Pompej hrundi. Það er hryllilegt að hugsa til þeirra ógna sem dunið hafa yfir (búa þessa bæjar. Heil borg í rústum — það ekki einn smákofi heldur tugir stórhýsa. En það er mynd af mörgu hér á jörð. Hallir hrynja, vinir svíkja vini — og blóm fölna á frostnótt- um.“ Þetta bréf sýnir glögglega hvernig Davíð hefur teygað umhverfið með öllum skilning- arvitum, eins og Ítalíukvæðin lýsa raunar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.