Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Blaðsíða 9
AMTMAÐURINN tætti
myndirnar í sundur
fyriraugum hins
smáða listamanns.
Mynd: Búi
Kristjánsson.
Á AMTMANNS-
SETRINU
Brot úr bókarkafla
eftir DAVÍÐ
STEFÁNSSON
ið hvert fótmál finnst Sölva Helgasyni líf sitt
færast í aukana. Hann reynir að gleyma for-
tíð sinni, öllum ömurlegum minningum æsku-
áranna, og gengur að lokum eins og frjálsbor-
inn og fagnandi sveinn, sem fundið hefur rétta
leið til fyrirheitna landsins. Áður hafði hann
farið villur vega um útskaga og afdali,
dvalið meðal heimskra lýða, sem fyrirlitu
andagáfu hans. Nú blasti við honum nýtt
land; þar bjuggu siðaðir menn, gott fólk,
sem hlaut að meta hæfileika og stórhug
æskumannsins. Umskiptin voru mikil - eins
og að koma úr þokusúld inn í heiðríkju og
sólskin-.
Loks sá hann heim að amtmannssetrinu.
Undir háu fjalli reis stórt timburhús með
kvisti, auk þess torfbær, vegleg kirkja og
myndarleg peningahús. Túnið var óvenju-
lega stórt, og niður frá staðnum fram með
ánni teygðu sig grænir og sléttir bakkar,
alla leið út að árósum. Yfir þessum fræga
stað hvíldi sérstæður alvörublær, eins og
fortíð og nútíð hefðu í senn helgað sér
hann og sameinazt um að auka tign hans
og veldi. Frá landnámstíð hafði verið þama
höfðingjasetur; en sá, sem nú sat staðinn,
var þó öllum fyrirrennurum sínum fremri,
yfirmaður sýslumanna og hreppstjóra,
æðsti valdsmaður í tveim fjórðungum lands-
ins, amtmaðurinn sjálfur.
Áuðvitað hlaut hann alltaf að ganga i
síðum lafafrakka með gullhnappa og gull-
saumað hálsmál. Það var embættisskrúði
hans. En það var þó ekki aðeins hans verald-
lega tign, sem gerði hann mikinn í augum
Söiva. Amtmaðurinn var skáld, þjóðfrægt
skáld, sem orti djúpúðug og voldug kvæði.
Sumarið, sem Sölvi var vinnumaður á
staðnum, kom þangað hópur frnaskra vís-
indamanna, sem voru á ferð um landið;
höfðu þeir fjölda hesta, klyfsöðla og koff-
Davíð skrifaði SÓLON
ÍSLANDUS, ævisögu
Sölva Helgasonar, sem
kallaði sig fílósóf og
listmálara með meiru, en
almenningur taldi hann
uppskafning og flakkara.
Hér er gripið niður þar
sem Sölvi ræður sig sem
vinnumann á
amtmannssetrið á
Möðruvöllum.
STÚLKA á Möðruvöllum 1861. Mynd
eftir F. C. Lund. Kannski hefur amt-
mannsdóttirin, sem heillaði Sölva svo
nyög, litið þannig útþegar hún skart-
aði sínum viðhafnarbúningi.
ort, full af mælingatækjum og öðrum nauð
synjafarangri. í förinni voru landfræðingar
náttúrufræðingar, málari, læknir, og auk
þess íslenzkir fylgdarmenn.
Amtmaðurinn hafði verið afburða náms-
maður og minni hans einstætt. Hann talaði
ensku, frönsku, þýzku og latínu auk
Norðurlandamálanna. Nú kom sér vel að
kunna frönskuna og vera vel heima í sögu
Frakklands, enda dáðust hinir erlendu gest-
ir að leikni hans og þekkingu og þóttust
aldrei hafa hitt lærðari og virðulegri höfð-
ingja utan franskra landamæra. Fræddi
hann þá um íslenzka landshagi og forna
menningu og hélt þeim dýrlegar veizlur
með Evrópusniði. Jafnvel gömul frönsk vín
skorti ekki á borðið.
Franski málarinn, ungur gleðimaður, var
mikið úti við, teiknaði staðinn og umhverf-
ið. Hann amaðist ekkert við börnum og
unglingum, sem þyrptust utan um hann og
gægðust á myndir hans, og þegar því varð
við komið, stóð Sölvi yfir honum öllum
stundum, athugaði handtök hans, hvert
strik, hvern pensildrátt. Hann gleymdi
skyldustörfum sínum og var dáleiddur af
listinni. Þetta var líka í eina skipti á ævinni,
sem Sölvi Helgason átti kost á að sjá lærð-
an málara vinna.
Sölvi mála betur, sagði Tóti upp úr eins
manns hljóði og var mikið niðri fyrir. Orð
hans hneyksluðu alla, nema franska málar-
ann, sem ekkert skildi - og Sölva.
Þegi þú, Tóti, sagði bróðir hans. Þetta
er lærður málari. Sölvi kann ekkert að mála.
Asni, hvæsti Tóti að bróður sínum. Fyrr
en varði var hann þotinn inn í bæ og kom-
inn út aftur með blaðastranga: málverk og
teikningar Sölva Helgasonar.
Sjáðu, sagði Tóti við málarann. Sölvi
mála betur ...
Málarinn athugaði blöðin nákvæmlega
og komst jafnframt að því, hver hafði gert
myndirnar. Hann hrópaði upp yfir sig í
fögnuði og undrun. Það leyndi sér ekki, að
það kom honum mjög á óvart að sjá slíkar
myndir, gerðar af unglingspilti úti á ís-
landi. Svo tók hann Sölva og leiddi hann
beina leið inn á skrifstofu til amtmannsins.
Ég hef fundið geni, ég hef fundið geni,
hrópaði málarinn.
Sölvi stóð þarna eins og dauðadæmdur,
en þó upp með sér.
Franski málarinn beindi orðum sínum
ýmist til amtmannsins eða félaga sinna, sem
þarna voru, sýndi þeim myndirnar, en þeir
brostu við og við að hinni frumstæðu drátt-
list.
Amtmaður túlkaði:
Málaranum þykja myndir yðar furðu
góðar eftir ólærðan ungling. Hann segir,
að þér munið hafa mikla málarahæfileika.
Sölvi var í sjöunda himni.
Hafið þér fengið nokkra tilsögn? spurði
amtmaður.
Nei, ég hef aðeins lært af sjálfum mér.
Hvar fáið þér þessa liti?
Móðir mín kenndi mér að búa þá til úr
blómum og lyngi.
Málarann furðaði enn meira.
Allt í einu syrti yfir andliti amtmanns-
ins. Þegar hann sá myndirnar af Steinu
dóttur sinni, var honum nóg boðið. Hún
sveif þarna nakin í loftinu, í alls konar stell-
ingum. Svipurinn var augljós, og honum
rann blóðið til skyldunnar, leit hörkulega
til Sölva, tók allar myndirnar af dóttur sinni,
vafði þær saman og laumaði þeim þegjandi
niður í skrifborðsskúffu.
Um haustið veittist Sölva sá heiður að
verða meðreiðarsveinn amtmanns í kaup-
stað, til Akureyrar. Amtmaður hafði þang-
að ýmis markverð erindi, stóð meðal ann-
ars lengi við hjá kaupmanni sínum og drakk
allfast. Á meðan hafði Sölvi fijálsar hend-
ur, reikaði milli húsaskrokkanna, hitti menn
að máli og naut þess vegsauka að vera
fylgdarsveinn amtmannsins. Þar sem hann
var öllum ókunnugur, spurði hann uppi
bóksala staðarins, sem jafnframt var bók-
bindari.
Hann var lítill maður vexti og smágerð-
ur, en leitaðist við að haga þannig orðum
sínum og framkomu, að allir álitu hann
lærðan og siðfágaðan mann. Vinnustofa
hans og bókabúð voru eitt og hið sama,
lítil kompa, þar sem öllu ægði saman, en
sjálfur var hann snyrtilegur og mjúkur á
manninn.
Þegar Sölvi kom inn, heilsaði bóksalinn
honum með virktum, hneigði sig djúpt og
mælti:
Hvað þóknast herranum? Bóksalinn var
allur á hjólum, enda hafði hann séð Sölva
fyrr um daginn í fylgd með sjálfum amt-
manninum.
Ég ætlaði aðeins að fá að athuga bók-
menntir yðar, úr því ég er hér á ferð, sagði
Sölvi.
Æ, gjörið þér svo vel. Veskú, veskú,
sagði bóksalinn og benti á nokkrar bækur,
sem hann hafði til sölu.
Sölvi tók að gramsa í bókunum og setti
á sig enn meiri spekingssvip.
Já, sagði hann, þetta er allt íslenzkt rusl,
guðsorðabækur og tímarit frá þessum
froðusnökkum þarna fyrir sunnan. Það er
lítið á því að græða, að mér finnst. Þeir
kreista þetta upp úr sér með harmkvælum,
og svo eru þessi fífl talin með lærðum
mönnum. Sjábls. 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1995 9