Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Blaðsíða 7
ÚR DA VÍÐSHÚSI á Akureyri. L/ósn,, Lesbók/Rúnar Þór. F riðlausi fuglinn Ljóðlist Davíðs Stefánssonar hefur verið ótrúlega vanmetin hina síðustu áratugi og hann sjaldn- ast talinn til meiri háttar skálda þessarar ald- ar. Sjálfsagt eru til margar ástæður fyrir því; sú þó helst að hann orti á hefðbundinn hátt, kost að líta þá staði sem skáldið gisti í Suðurvegi og orti um af slíkri tilfinningu. Nú á dögum dygði engum íslendingi að miklast af því sama og Davíð mörgum árum eftir ferðina þegar hann kom í Sundskála Svarfdæla og lét þessi orð falla: „Ég hef synt í Adríahafinu, en ég hef aldrei synt hér!“ Árið 1923-24 dvaldist Davíð í Noregi. Heimkominn skrifar hann Birni 0. Björns- syni 3. september 1924: „í vetur sem leið var ég í Noregi. Þar var kalt og snjór mikill. Norðmenn eru snjallir menn en íslendingum ekkert fremri. — Heldur vil ég vera á Italíu en í Noregi. Það hefur oltið á ýmsu síðan við sáumst síðast. Ég hef heilsað og kvatt, komið og farið, notið og kvalist — og þá er lífi mínu lýst. Já, það er margt breytt, vinur minn, en þó er best sem komið er. Við erum báð- ir ungir menn og eigum eftir að lifa lengi. Við eigum eftir að gera mikið, verum aðeins djarfir og hugumstórir! Allir læra af lífinu og lífið er vert þess að lifa. Ég yrki. Það er hið eina sem ég geri og get gert. Fyrir jólin gef ég út nýja kvæðabók. Hún verður auðvitað engan veginn eins góð og ég hefði viljað, en ég verð þó að láta hana koma fyrir almennings sjónir." Bókin sem skáldið nefnir er Kveðjur, sem hefst á kvæði um hinn friðlausa förumann, Ég sigli í haust. Skömmu eftir að hún kom út urðu þau tímamót í lífi Davíðs að hann tók við föstu borgaralegu starfi og settist að á Akureyri. Frægðarsól hans var nú brátt í hádegisstað og langur ferill framundan. En Ítalía fylgdi skáldinu sem fögur minning ævilangt. Án ferðarinnar þangað og þess margvíslega innblásturs sem af henni leiddi myndi Davíð Stefánsson ekki vera það skáld sem við unnum og minnumst með þakklæti nú á aldarafmælinu, fýrir allt sem hann gaf af örlæti, samtíð sinni og eftirkomendum. Höfundur er bókmenntafræðingur og er með í smíðum bók um Davíð. Heimildir: Skáldið frá Fagraskógi. Endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson, 1965. Þar er grein Ríkarðs Jónssonar um Ítalíuförina, einnig greinar Einars Guðmundssonar og Sig- urðar Nordals sem vitnað er í, sbr. líka grein Huldu Á. Stefáns- dóttur. Eiríkur Sigurðsson: Með oddi og egg, minningar Ríkarðs Jónssonar, 1972. Þar er birt ferðadagbók Ríkarðs úr Ítalíuför. Bjöm 0. Bjömsson: „Úr bréfum Davíðs Stefánssonar", Eim- reiðin, 1967. Þar er birtur útdráttur úr bréfum Davíðs til Bjöms. Sonur hans, Vigfús Bjömsson, lét mér í té ljósrit af bréftinum og hef ég aukið við tilvitnunum í þau, t.d. frásögninni um komu Davíðs til Assisi. Hulda Á. Stefánsdóttir. Minningar. Æska 1986. Frásögnin af Davíð þar er að nokkru samhljóða því sem segir í Skáldinu frá Fagraskógi. Davíð Stefánsson: „Bréf til Theodoru Thoroddsen", Tímarit Máls og menningar, 1974. Ítalíukvæði Davíðs eru í Kvseðum, 1922, og Kveðjum, 1924. Yrkisefnum frá Ítalíu bregður fyrir síðar og má geta þess að í Síðustu ljóðum, 1966, sem út voru gefin að skáldinu látnu, er að fmna Ijóð um Frans frá Assisi. DAVÍÐ STEFÁNSSON Krummi Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn. Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. Krunk, krunk, krá. Svívirtu ekki söngva þá, er svörtum brjóstum koma frá, því sólelsk hjörtu í sumum slá, þótt svörtum fjöðrum tjaldi, svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi. Krunk, krunk, krá. Sumum hvíla þau álög á aldrei fögrum tóni að ná, þó að þeir eigi enga þrá aðra en þá að syngja, fljúga eins og svanirnir og syngja. Krunk, krunk, krá. Fegri tóna hann ekki á, og aldrei mun hann fegri ná. I kuflinum svarta hann krunka má, unz krummahjariað brestur, krummahjaifað kvalið af löngun brestur. Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn. Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. Kristín Ómarsdóttir valdi. Mörg ljóða Davíðs Stefánssonar hafa lifað með þjóðinni sem sönglög. Önnur eru yngri kynslóðum lítt, eða ekki, kunn. Höfundur þessarar greinar kynntist ljóðum skáldsins í bamæsku og skrifar hér um uppáhaldsljóðin sín og þá þætti í ljóðlist Davíðs sem hafa heillað hana mest. Eftir SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR með stuðla, höfuðstafi og rím á sínum stað og ljóð hans voru talin aðgengileg, jafnvel auðskiljanleg, sem var heldur ósmart eftir að atómskáldskapurinn tók að marka sér sess. Og oftar en ekki er hægt að lesa ljóð Davíðs eins og litlar sögur um menn og málefni, sjónarhorn hans er mjög persónu- legt og því kannski fremur auðvelt að láta hjá líða að skoða þá yfirgripsmiklu veröld sem felst í djúpi hans ritaða orðs. Það er alveg hægt að lesa ljóð Davíðs eins og and- lit á manneskju sem maður hittir einu sinni og dæmir út frá því sem maður sér, ákveð- ur að hún sé óáhugaverð. En missir þá af því að finna út hversu djörfu og ríku lífi hún hefur lifað og hvað hún hefur frá mörgu að segja. VÍDDIR ANDSTÆÐNA Hér er ekki meiningin að gera ljóðlist Dav- íðs Stefánssonar nein endanleg skil, heldur að tæpa í örstuttu máli á þeirri mögnuðu mynd sem er einn af rauðu þráðunum í ljóð- list hans; hinum friðlausa fugli, sem er tákn fyrir þær víddir andstæðna sem búa innra með hverjum manni og í hverju mannlegu samfélagi. Fuglinum sem flýgur móti vindi; flýgur norður þegar hvítir svanir fljúga suð- ur, Næturfuglinum sem breiðir svarta vængi sína yfir syndugu börnin sín, Svönunum sem liggja í sárum eftir að vængir þeirra hafa verið klipptir. Hvítum fuglum dags, svörtum fuglum nætur í heimi þar sem allt er fall- valt; dagurinn getur svikið og nóttin vernd- að. Kannski vegna þess að dagur og nótt hafa ekkert með klukkuna að gera, heldur eru lifandi andstæður innra með hveijum manni, rétt eins og gleði og sorg, hamingja og reiði, ást og hatur, því Davíð yrkir sjaldn- ast um ásjónu hlutana. Hann horfir niður í ómælisdjúp augnanna og inn fyrir skelina, beint í hjartastað. Horfír á þær andstæður sem beijast um í hverri manneskju og velt- ir vöngum yfir viðleitni hennar til að hemja sitt eigið friðleysi. Friðleysi sem helgast af því að mannlegt eðli og tilfinningar eiga sér Ég er í ætt við alla, sem erfa hinn dökka lit. Ég er friðlausi fuglinn, sem flýgur með villtum þyt. Ég er friðlausi fuglinn, sem fæddist með villtri þrá, sem elskar heiðingjans himin og hamrafjöllin blá. Ég er friðlausi fuglinn, sem frelsinu mikla ann, sem hatrið gerði að hetju og heimskan söng í bann. Ég er friðlausi fuglinn, sem forðast að leita í skjól, þó kaldan blási um brjóstið, og bregðist vor og sól. Ég er friðlausi fuglinn, sem flýgur í norðurátt, er syngjandi svanir líða suður um heiðið blátt. Ég er friðlausi fuglinn, sem finnur sinn villta þrótt. í hjartanu hálfu er dagur, en hálfu kolsvört nótt. svo óttalega fáa samastaði í tilverunni og því stendur manneskjan frammi fyrir því ævilanga verkefni að takast á við sjálfa sig, þvinga sig í einn viðtekinn farveg til að komast af í veröid þar sem ástin er útlæg, hið villta eðli bannfært á altari sem er „við- eigandi". I ljóðunum Gullnir hlekkir, Hallarfrúin og Á ísum, kemur skeytingarleysi mannlegs samfélags gagnvart ástinni fram á mjög afgerandi hátt. í Gullnum hlekkjum og Hallarfrúnni eru ljóðmælendur konur sem hafa fórnað ástinni til að setjast í viðeig- andi hjónabönd. Ljóðin fjalla um togstreitu þeirra og örvilnan. í Gullnum hlekkjum er konan trú tilfinningum sínum, dregur af sér hringana og ákveður að gefast manninum sem hún elskar og lesandinn sér það sem sigur hennar. í Hallarfrúnni horfir konan á vængstífða svani sem syngja á tjöminni hennar og hvíta svani sem fljúga í lofti. Þeir verða tákn fyrir þann sem hún sá „bak við fjöllin á fannahvítum hesti,/sem fyrstur hafði komið og varir hennar kysst.“ Vængstýfðu svanimir verða hliðstæða henn- ar sjálfrar; fangar á fallegri tjörn, rétt eins og hún er fangi í höllinni sem angar af blóm- um og ljómar af ljósum - samt „læðist auðn og myrkur um húsfreyjunnar sál.“ Og sá sem er ekki trúr tilfinningum sínum og eðli á aðeins eftir að visna. En þótt niður- staða ljóðanna sé ólík, er það togstreitan milli tilfínninga og þess sem er viðeigandi, sem liggur að baki ljóðinu. Sá einstaklingur sem kýs að fylgja ástinni kemst af þótt hann sé snauður af því sem veröldin kallar verðmæti. Ástin gefur aðeins sjálfa sig og þiggur aðeins sjálfa sig, eins og segir í Spámanninum, eftir Kahlil Gibran. SJÁNÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.