Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Qupperneq 1
O R G U N Stofnuð 1925 5. tbl. 4. FEBRÚAR 1995 - 70. árg. Vegminja- varsla Vegirnir eru lífæðar nútímasamfélags, brautir bílsins sem allar daglegar athafnir okkar eru háðar. Net veganna hefur stækkað og þést samfara þjóðfélagsþróuninni, í raun verið ein af forsendum hennar. Fyrst þegar vegurinn Brýrnar verða ein af annarri leystar af hólmi, gamlar og slitnar og bíða þá óviss örlög, enda engin áætlun til um verndun þessara mannvirkja. Vegagerðin hefur þó sýnt lofsvert frumkvæði í varðveislu vegminja með lagfæringum á gömlu Fnjóskárbrúnni. Eftir HELGA BOLLASON THORODDSEN og HANS JAKOB BECK var lagður gat nútíminn ekið í hlað og breytt kjörum fólks eða flutt íbúana á brott, ef svo bar undir. Hvenær eða hvort vegurinn kom var spurning um örlög og er það vísast enn víða í dreifbýli. í upp- hafi bílaaldar á íslandi stóð þjóðin frammi fyrir því gríðarlega verkefni sem vegalagn- ing um þetta stijálbýla og torfarna land er. Sannir sínu eðli biðu Islendingar ekki eftir vegunum en öttu bílum sínum af ákafa frumheijanna á gamlar hestagötur milli landsfjórðunga þótt bera þyrfti bílana yfir erfiðustu hjallana. Kona með kvígu í taumi hefði auðveldlega stungið af þá vöskustu í hópi þessara landnámsmanna bílsins, því hvað sem öllum góðum tilraun- um leið var óhjákvæmilegt að bifreiðin krefðist akvegar. Islensk vegagerð varð til, stórhuga en af litlum efnum. Vegirnir uxu fram og ár voru brúaðar, og þar sem umferðin jókst stöðugt þurfti nýja og betri vegi í stað þeirra gömlu. Hveiju skrefi fram á við var tekið fagnandi en gömlu aflögðu vegirnir færðust inn í veröld ótrú- legra ferðasagna frá liðinni tíð. Einhvern tíma hlýtur þó að koma að því að menn fari að veita þessum gömlu vegum athygli að nýju. Svo er það um allar nýjungar að í fyrstu er gömlu brúks- hlutunum hent í þeirra stað og ekkert um BEYGJAN við brúarsporðinn er fyrirbæri sem ótrúlega víða sést við brýr frá fyrriparti aldarinnar. Myndin er af þjóðveginum um Snæfellsnes. Berserkjahraun í baksýn. hið úrelta hirt en síðar þegar nýjungarnar verða hversdagslegar fara menn að gefa gömlu hlutunum gaum vegna annarra eig- inleika en þeirra hagnýtu. Því miður geta þá hafa glatast merkir hlutir á stuttum tíma hirðuleysis sem seinni tíma fólk má lengi trega. Þessi tími hirðuleysis er ekki á enda runninn þeim vegminjum sem finnast um allt land en auðvelt er að giska á, að víða liggi merkar minjar vegagerðar óvarðar fyrir spillingu af vangá. Nefna má ólíkar ástæður þess að sýnis- horn af vegum og brúm séu verð varð- veislu eins og sjálfsagt þykir um ýmis önnur mannvirki. Samgöngur eru vitan- lega hluti af daglegum kjörum fólks, leið- ir þess sjálfs og allra aðdrátta. Bíll á safni segir sína sögu en ekki síður vegurinn sem bíllinn ók. Það er skiljanlegt að fólki á miðjum aldri, sem man vel eftir mörgum þessara gömlu vega, fínnist einkennilegt að tala um þá sem einhverskonar fornminj- ar en tímarnir breytast hratt og sagan getur verið lengra að baki en árin gefa til kynna. Hversu langt er þess að bíða að vegur eins og sá er liggur um Siglufjarð- arskarð veki mönnum almenna undrun, vegur sem var akleiðin til Siglufjarðar þar til fyrir 27 árum? Og segir þessi vegur ekki nokkuð um aðstæður íbúanna fyrir tíma Strákaganga eða er okkur alveg sama um hvernig það var að vera Siglfirðingur? Hið sama gildir auðvitað um ótal aðra staði á íslandi. Vegirnir rufu aldalanga einangr- un torfarinnar landleiðar en fátt talar þó skýrara máli um einangrun staðanna en þessir frumstæðu vegir. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.