Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Qupperneq 2
Ekiö um hlaö á býli, anno Braggar, herminjar Vegavinnuskúr, anno1944 1944 VEGMINJASAFN Sýning á farartækjum, verkfærum tengdum vegagerb og upplýsingar um vegminjar Brú anno 1994 Þjóövegur anno 1994 Bensínafgreiösla/ sjoppa, anno 1961 Brúfrá 1908 Smá kafli meö þundnu slitlagi og Ijósastaur Trébrú REIÐVEGUR yfir Skeiðarársand áður en Skeiðará var brúuð. GAMLA Ölfusárbrúin eftir að burðarvírar slitnuðu og brúin féll niður öðrum megin haustið 1944. GAMLA brúin yfir Ytri Rangá hjá Heilu. En vegurinn um Siglufjarðarskarð sem hér hefur aðeins verið notaður sem dæmi, er ekki sérlega merkilegur vegur frá sjónarhóli vegagerðar, hvorki gamall né í flokki vönduðustu vega að sögn kunnáttu- manna. Aðra vegi er frekar ástæða til að varðveita vegagerðarinnar sjálfrar vegna, vegi sem sýna gamalt og horfið vinnulag, handbragð frá þeim tíma að vegir voru lagðir með vöðvaaflinu og einföldum verk- færum. Vernda mætti sýnishorn af þessum vegum og þeim sem á eftir komu, gerðum með sífellt betri tækni. Saga vegagerðar er merkur kafli í íslandssögu tuttugustu aldar, brautryðjándaverk sem á sínum tíma var oft sveipað hálfgerðum þjóðsagnablæ, enda voru vegavinnuflokkarnir undanfarar mikilla breytinga þar sem þeir ruddu hjól- um nútímans braut. Auðvitað verður að varðveita minjar sem vegagerð tengjast en ólíkt tækjum og áhöldum sem sýna má á söfnum verður að varðveita vegina sjálfa og brýrnar í náttúrunni þar sem þeim var upphaflega komið fyrir. Vel gerðir vegak- aflar eru dæmi um frábæra verkmenningu sem með aukinni tækni og sjálfvirkni verð- ur æ athyglisverðari þeim sem vilja sjá hvers megnug hugur og hönd eru gagn- vart verkefnum sem nú eru ieyst með tækjum og hugbúnaði. Gömul vegamannvirki geta haft annað til að bera sem úreldist ekki en það er fegurð og fágun. Fá mannvirki úti í náttúr- unni gleðja augað t.d. jafn mikið í einfald- leika sínum og vel gerð grjóthleðsla en þær er víða að finna í þessum gömlu veg- um. Vegaspotti, sem fellur vel að um- hverfi sínu og prýddur er fallegum hleðsl- um, er vel þess virði að þyrma, vegfarend- um til ánægju. Ónefndar eru þá brýr,sem sumar eiga brýnt erindi í flokk verndaðra mannvirkja en meðal brúa á þjóðvegum íslands er að finna stórmerk mannvirki sögu sinnar eða útlits vegna og síst minna virði en merk hús sem engum dytti í hug að hrófla við. Friðun mannvirkja hefur fram að þessu einungis verið bundin göml- um húsum, engin lög vernda merkar brýr og aðrar vegminjar. Brýrnar verða ein af annarri leystar af hólmi, gamlar og slitnar og biða þá óviss örlög, enda engin áætlun til um verndun þessara mannvirkja. Stór- hætta er á að fyrir andvarleysi verði rifn- ar brýr, sem menn munu innan fárra ára sakna, fögur og söguleg mannvirki í landi þar sem ferðalög eru hluti þjóðarsögunnar og hafa aldrei verið auðveld eða sjálfsögð. Vegagerðin hefur sýnt lofsvert frumkvæði í varðveislu vegminja með lagfæringum á gömlu Fnjóskárbrúnni, því fagra og stór- merka mannvirki. Það ætti öllum að vera ljóst að þessi 86 ára gamla brú á skilyrðis- laust heima meðal friðaðra mannvirkja. Grein þessi er skrifuð til að vekja at- hygli á máli sem höfundar telja að hafi allt of lítill gaumur verið gefinn, jafnvel svo jaðri við glópsku. Nauðsynlegt er að gerð verði skrá um vegminjar sem er for- senda þess að meta megi hvað vert er varðveislu og hvað ekki. Við slíkt mat yrði bæði að taka tillit til sögulegra og fagurfræðilegra þátta. Síðan þyrftu yfir- völd menningar- og minjamála að fella undir verndunarákvæði þær vegminjar sem verðmætastar eru taldar. Hér er birt tillaga að vegminjasafni i ímynduðu landslagi. Hlutverk safnsins væri að sýna á einum stað hvar vegminjar er að finna á landinu og segja sögu vega- gerðar á íslandi í máli og myndum. Og sem svar við kalli tímans um að allt eigi að gerast hér og nú í innpökkuðu formi, væri hluti safnsins einskonar „Árbæjar- safn“ vegminja. Safngestir gætu þarna ekið eða gengið eftir vegaspottum frá mismunandi tímum vegasögunnar, virt fyrir sér vegagerð, bensínstöðvar og greiðasölur þjóðveganna og sett sig í spor vegfarenda liðinna tíma. Ekki ætla greinahöfundar þó yfirvöldum rauverulegt frumkvæði í þessum málum að öðru leyti en með nauðsynlegri laga- setningu. Innan Vegagerðarinnar er ör- ugglega að finna menn sem sýna mundu friðun áhuga, auk þess sem þangað er að sækja þá þekkingu sem til þarf. Þeir sem þó mestu geta hér um ráðið eru þeir sem búa í nágrenni við þessar gömlu vegminj- ar, fólk sem þekkir söguna og þykir vænt um umhverfi sitt. Vonandi geta þessi skrif orðið til að opna augu manna fyrir máli, sem mörgum þykir sennilega broslegt við fyrsta ávæn- ing, en verður einhvern tíma jafn sjálfsagt og húsfriðun. Höfundar: Hans Jakob Beok er læknir og Helgi Bollason Thóroddsen er arkitekt. HINN dæmigerði íslenzki þjóðvegur eins og hann leit út á þurrum degi áður en farið var að leggja bundið slitlag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.