Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Side 3
lEfflrtg @ [5] 0 u [u] [n| [H [g 0 ® g] [3 [g ei Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Hverir eru náttúruundur í álögum, segir greinarhöfund- urinn Eggert Ásgeirsson, og rekur þá sorgarsögu hvernig búið er að útrýma stórkostlegum gos- hverum en skemma eða eyðileggja aðra í skefja- lausri eftirsókn eftir ódýrri orku, en minna gætt að því tjóni sem valdið er á sérstæðum og ómetan- legum náttúrufyrirbærum. Vegir liggja til allra átta, en vegum og margskonar vegminjum höfum við ekki haldið til haga svo sem vert væri og er það tillaga þeirra Helga B. Thor- oddsen og Hans Beck að að komið verði á fót vegminjasafni og fylgir uppdráttur af því hvernig það yrði skipulagt. Sortabylur geisaði og eirði engu. Börnin á Breiðabólsstað reyndu að þýða göt á hélaðar gluggarúður til þess að rýna út í glórulausan bylinn. Einhvers- staðar úti á berangrinum barðist faðir þeirra við að koma fénu í hús. Eitt af börnunum, Friðjón Þórðarson, fyrrv. sýslumaður og alþingismaður, rifjar atburðinn upp. JOHN MILTON Svo mælti Eva við Adam Úr fjórðu bók Paradísarmissis Bragi Sigurjónsson þýddi / fylgd með þér hver árstíð sumar er og allar stundir fagnaðsstundir mér: Hver morgunn sæll við kátra- fugla klið, hver koma sólar dýrð er blasir við á blómi, meið og ungri aldingrein sem anga döggum lauguð skírnarhrein, hver skúrin Ijúf sem yfir engin fer og ungum gróðri þráða svölun ber, hvert friðsælt kveld, hver fögur nótt og góð er fuglar hvílast, tunglið merlar slóð, og hvelin víð sem veröld Ijósum strengd: Samt væri mér þó hvorki í bráð né lengd neinn morgunn sæll við kátra fugla klið, nein koma sólar dýrð er blasir við á blómi, meið og ungri aldingrein sem anga döggum lauguð skírnarhrein, nein skúrin Ijúf sem yfir engin fer og ungum gróðri þráða svölun ber, neitt friðsælt kveld, nein fögur nótt og góð er fuglar hvílast, tunglið merlar slóð, nein himinhvel sem brugðin Ijósum brú ef bæði nytum ekki saman ég og þú. John Milton, 1608-1674, er eitt af öndvegisskáldum enskra bókmennta og þykir gæta latneskra áhrifa í Ijóöum hans. Þekktastur er hann fyrir sagnaljóðið Paradísar- missi, sem séra Jón á Bægisá þýddi á íslenzku. Ljóðið sem hér birtist er úr 4. bók Paradísarmissis. B B Stjórnsiðir og fámenni Lengi stóð ég í þeirri trú að á íslandi ætti lýðræði að geta dafnað jafnvel betur en annars staðar. Þá hafði ég í huga að vegna fá- mennis þjóðarinnar ætti að vera óvenju auðvelt að virkja lýðinn til þátttöku á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Ég hef nú gefið þessa skoðun upp á bátinn, ekki vegna þess að ég hafi misst trúna á þátt- tökulýðræði, heldur vegna þess að almenn þátttaka í ákvörðunum og stefnumótun tryggir ekki gott lýðræði nema fylgt sé rétt- látum leikreglum. Ég fór að hallast að þeirri skoðun að fámenni Islendinga væri raunar ein meginskýringin á þvi hve oft lýðræðis- legar leikreglur væru brotnar og sniðgengn- ar hér á landi. í þjóðfélagi þar sem „allir þekktu alla“ hlytu almennar leikreglur að eiga erfitt uppdráttar; þótt sérhagsmunir, frændsemi og kunningsskapur væru alls staðar líkleg til að hafa áhrif á gjörðir manna þá væri ekki óraunhæft að álykta að þau áhrif ykjust í öfugu hlutfalli við mannfjölda. Sú sögulega skýring hefur jafn- vel hvarflað að mér að goðaveldið hafi aldrei með öllu liðið undir lok á íslandi. Nú hef ég verið að lesa bókina ViIIta svani, magnaða lýsingu á reynslu þriggja kynslóða á þeim þjóðfélagsbyltingum sem orðið hafa í Kínaveldi á þessari öld. Þar kemur skýrt fram að eitt helzta þjóðfélags- mein Kína hefur alla tíð verið rotin „fyrir- greiðslupólitík", eins og við köllum fyrirbær- ið nú á dögum þegar vinum og vandamönn- um er hyglað. Ekki kann ég skýringar á þessu þjóðarmeini Kínverja, en það veit ég fyrir víst að ekki er fámenni um að kenna. Fávísi almennings kann að eiga í þessu stór- an hlut, en þó ennþá stærri það stjórnarfyr- irkomulag sem nefnt hefur verið fáveldi. Aristóteles sagði það vera fáveldi þar sem fáir stjórna og miða stjórnvaldsaðgerðir við sina eigin hagsmuni og annarra auðmanna. Það eru því miklu fremur stjórnsiðir sem skipta máli en fjölmenni þjóðarinnar. (Það skiptir auðvitað líka máli að í Kína hefur aldrei verið lýðræði, þótt margt hafi þar verið gert í nafni lýðræðis.) Sennilega hefur fámenni meiri áhrif á rétt- læti en á lýðræði. Það er engin tilviljun að réttlætisgyðjan er blind; það er réttlætis- krafa að menn fái það sem þeim ber, en ekki að þeir njóti einhverra gagna og gæða í krafti óviðeigandi tengsla eða hagsmuna. Tökum heilbrigðisþjónustu sem dæmi. Þótt íslenzk heilbrigðislöggjöf kveði á um „að all- ir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hveijum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkam- legri og félagslegi-i heilbrigði" (nr. 59/1983), þá er nú orðið ljóst að þessi krafa er ekki lengur raunhæf. Stórstígar franifarir í heil- brigðisþjónustu samfara minnkandi hagvexti hafa leitt til þess að stöðugt breiðara bil verður á milli þess sem hægt er að gera og þess sem þjóðin telur sig hafa ráð á að greiða fyrir. Það er því orðið mun brýnna en áður hefur verið að setja heilbrigðisþjónustu mörk og forgangsraða verkefnum. Þessi sami vandi hefur brunnið á öllum vestrænum þjóðum á undanförnum árum. Flestar þeirra hafa brugðizt við vandanum og sett það skipulega fram hvað eigi að ganga fyrir í heilbrigðis- þjónustu. Þessi vandi er í sjálfu sér ekki nýr. Það hefur aldrei verið hægt að veita fullkomna heilbrigðisþjónustu við öllum kvillum. En sú mismunun og sú skömmtun sem átt hef- ur sér stað hérlendis og víða hefur verið dulin og ráðizt af margs konar óviðeigandi hagsmunum og sjónarmiðum sem koma réttlæti ekkert við. Þegar stjórnvöld í Oreg- onríki í Bandarikjunum ákváðu að móta heilbrigðisstefnu sem kæmi þegnum ríkisins til góða á árangursríkan, hagkvæman og sanngjarnan hátt, ráku margir upp rama- kvein því að ljóst var og gert heyrinkunn- ugt að sumir hópar myndu ekki njóta heil- brigðisþjónustu. Fjölmiðlar drógu fram nafngreinda einstaklinga sem fengju ekki þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þörfnuðust í hinu nýju kerfi. Samt hafði það hróplega ranglæti viðgengizt lengi í Oregon eins og annars staðar í Bandaríkjunum að fjölmarg- ir væru án lágmarksheilbrigðisþjónustu. Það hafði bara ekki verið sett fram í formi heil- brigðisstefnu. Siðblind markaðslögmálin höfðu knúið fjölmarga til heilsuleysis vegna fátæktar; blind réttlætisgyðjan krafðist þess nú að einhvetjir einstaklingar nytu ekki rándýrrar, gagnslítillar heilbrigðisþjónustu sem tæki verulegt fjármagn frá því heil- brigðiskerfi sem gagnaðist öllum almenn- ingi. Oregonkerfið er að sjálfsögðu gagnrýni- vert eins og önnur mannanna verk og að sumu leyti óréttlátt. En þessi saga sýnir hversu mikilvægt það getur verið að stjóm- völd hafi heilbrigðisstefnu sem skýri þær viðmiðanir sem unnið skal eftir. Erfitt er að henda reiður á því hver hún er hérlend- is. Stjómmálamenn hafa alls ekki axlað þá ábyrgð sem fylgir aðsteðjandi vanda í heil- brigðismálum. I stað þess að leitast við að móta sanngjarna, árangursríka heilbrigðis- stefnu og virkja fagfólk og almenning til samráðs í því skyni, hefur vandanum verið velt yfir á einstakar stofnanir sem virðist vera ætlað sem áður að veita öllum „full- kornna" heilbrigðisþjónustu en fyrir sífellt minna fé. Þetta hefur verið nefndur „flatur" niðurskurður og í raun gegnir hann því eina hlutverki að losa stjórnvöld við að taka óþægilegar ákvarðanir. Þau hafa ekki þorað að móta almennar leikreglur sem tryggja sanngjarnan en skertan aðgang þegnanna að heilbrigðisþjónustu, e.t.v. vegna þess að í fámennu landi eru persónuleg tengsl svo sterk að þau bera óhlutdrægar reglur ofur- liði. Maður hefði hins vegar haldið að í vanda af þessu tagi ætti fámennið að gagnast okkur íslendingum. Fara mætti að dæmi þeirra Oregonmanna og efna til borgara- funda um heilbrigðismál þar sem rætt væri hvaða heilbrigðisþjónustu væri brýnast að veita. Með því mætti endurskapa þá þjóðar- sátt um heilbrigðisþjónustu sem sögð hefur verið ríkja. Slík sátt á sér ekki stað í eitt skipti fyrir öll heldur þarf stöðuga gagnrýna samfélagslega rökræðu um hana. Ég legg áherzlu á rökræðu því að ýmsar aðrar leið- ir lýðræðisins hafa reynzt vægast sagt vara- sarnar í þessu tilliti. Þetta á til dæmis við um skoðanakannanir. Ein slík í Bretlandi leiddi í ljós að fólk virtist ótrúlega reiðu- búið að mismuna fólki eftir lífsstíl og það veigraði sér ekki við að rneta sum mannslíf meira en önnur. Gift fólk með börn er meira virði en ógift, barnlaust og samkynhneigt, reyklausir meira virði en reykinganienn, hófdrykkjumenn meira virði en alkóhólistar o.s.frv. Eg vona að fordómar af þessu tagi nái ekki yfirhöndinni þegar íslenzk stjórn- völd öðlast kjark til þess að móta heilbrigðis- stefnu. Þá væri flatneskjan betri. VILHJÁLMUR ÁRNASON dósent í heimspeki við H.í. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.