Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Síða 4
HJÓNIN á Breiðabólstað, Þórður Krisijánsson og Steinunn Þorgilsdóttir, með fimm börn sín. Talið frá vinstri: Sturla,
Steinunn, Guðbjörg Helga, Sigurbjörg Jóhanna, Ingibjörg Halldóra, Þórður og lengst til hægri er greinarhöfundurinn Friðjón.
Segir fátt af eimim
Eftir FRIÐJÓN
ÞÓRÐARSON
angt að baki í móðu minninganna rís dagur einn
úr dökkvanum. Mynd hans er enn furðu skýr,
þó að nokkrum fölva hafi slegið á hana í hugan-
um á langri leið. Óvíst er því, að allt sé nákvæm-
lega rétt munað. Þessi dagur var laugardagur-
inn 14. desember. Ég var fremur snemma
á fótum og hraðaði mér út til að heilsa nýj-
um degi. Morgunhúmið var kyrrt og hljótt,
en heldur dökkt, því að jörð var alauð. Ég
heyrði mannamál uppi á túni og rann á hljóð-
ið. Þar voru faðir minn, Þórður Kristjáns-
son, bóndi á Breiðabólstað, og Jón Eiríks-
son, bóndi á næsta bæ, Hafursstöðum, að
tala saman. Jón mátti heita daglegur gestur
á Breiðabólstað. Hann var góður vinur okk-
ar allra og ævinlega velkominn, því að hann
var glettinn og gamansamur og sagði vel
frá. Hann var fæddur 1864. Hann var þekkt-
ur fyrir að vera afburða veðurglöggur. Á
þessum árum var útvarpið að breiðast út á
bæina, einn af öðrum. Þótti að því mikiil
fengur sem vonlegt var. Mikil áhersla var
snemma lögð á að heyra veðurspána í útvarp-
inu eða frétta af henni. í því skyni voru
unglingar og börn send milli bæja eða þá
með rafgeyma, sem þurfti að hlaða, svo að
útvarpið væri í lagi. — „Ég er bóndi, allt
mitt á undir sól og regni,“ kvað Stefán
Klettafjallaskáld eitt sinn fyrir munn allra
bænda. - Að sjálfsögðu höfðu heimamenn
sína fyrirvara og trúðu ekki til fulls á veður-
spána, enda brást hún stundum. Eitt sinn
hafði Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, sá
mæti maður, spáð rigningu við Breiðafjörð,
en enginn dropi kom úr Iofti. Varð Jóni á
Hafursstöðum.þá að orði: „Nú hefur nafni
minn verið orðinn þyrstur. Hann er búinn
með alla rigninguna, sem hann spáði í gær“,
- pg svo hló hann sínum dillandi hlátri.
I þetta sinn vildi Jón ekki koma í bæinn,
en sagðist ætla að hraða sér heim. Fé hans
stóð inni, sennilega nýbaðað. Um leið og
hann kvaddi barst talið að því, að kvenfélag-
ið ætlaði að halda skemmtun á Staðarfelli
þá um kvöldið. Sagði Jón, að kvenfélagskon-
ur hefðu heppnina með sér, því að hið besta
liti út með veður og færð. Horfur áttu því
að vera harla góðar fyrir eldri systur mínar
tvær. Þeim hafði verið lofað, að þær skyldu
nú í fyrsta sinn fá að fara á kvenfélags-
skemmtun.
Féð á Breiðabólstað hafði verið látið út
snemma morguns. Það hafði runnið upp með
Gilinu, fram í Selkeldu, þar sem haglendi
var gott. Faðir minn var ágætur fjármaður
og glöggur með afbrigðum. Hann hafði yndi
af sauðfé, þekkti hveija kind með nafni, vissi
ætt hennar og eiginleika og hvar hún hélt
sig í högum vor, sumar og haust. Hann
hafði ræktað upp góðan stofn og átti hraust
og tápmikið fjallafé. Um þessar mundir hef-
ur það verið um 220 að tölu.
Veður hélst gott fram eftir morgni, en
um hádegisbil fór að draga í loftið og anda
köldu af útnorðri. Gekk þá fyrst á með
smáéljum, svo að gránaði í rót. Síðan þyngdi
Engum var fært út fyrir
hússins dyr. Sortabylur
geisaði og eirði engu. Við
systkinin reyndum að
þíða göt á hélaðar
gluggarúðurnar og rýna
út í sortann eða standa
og hlusta við útidyrnar,
en ekkert sást né heyrðist
utan hamslaus átök
veðurs og vinda.
Klukkustundirnar
siluðust áfram ...
/
í lofti og fyrr en varði kom kolsvartur élja-
bakki sígandi inn með Brekkunum fyrir utan
túnið. Var þá séð, að veðrabrigði voru í
nánd. Brá pabbi þá skjótt við og fór að
huga að fénu. Sjö ær stóðu við fjárhúsdyrn-
ar og var þeim hleypt inn. Þær höfðu verið
keyptar um haustið frá Kjallaksstöðum og
voru búnar að standa inni um tíma og orðn-
ar húsvanar. Pabbi hraðaði sér nú sem mest
hann mátti upp með Gili til fjárins. Áður
en hann fór lagði hann ríkt á við heimilisfólk-
ið, að það skyldi halda sig innan dyra, ef
veður færi versnandi. Hann var fljótur upp
í Selkeldu, en er þangað ko’m var þar ekk-
ert fé að fínna. Það hafði rásað í góða veðr-
inu inn í Torfdal og niður í Stapa, eins og
síðar kom á daginn. Nú voru góð ráð dýr.
Féð sennilega dreift um stórt svæði og erf-
itt að smala því saman á skammri stundu.
Nú var líka að bresta á hríðarbylur, gnýr í
lofti og allra veðra von. Skipti nú engum
togum, að vindáttinn snérist sem hendi væri
veifað frá vestri til norðausturs. Ofsaveður
var brostið á með fannburði og hörkufrosti.
Segir nú fátt af einum.
Heimilisfólk á Breiðabólstað var á þessum
tíma eftirtalið:
1. Þórður Kristjánsson, bóndi, f. 26. mars
1890, 2. Steinunn Þorgilsdóttir, húsfr., f.
12. júní 1892, 3. Ingibjörg Halldóra, dóttir,
f. 29. maí 1919, 4. Guðbjörg Helga, dóttir,
f. 11. okt. 1920, 5. Friðjón, sonur, f. 5. feb.
1923, 6. Sigurbjörg Jóhanna, dóttir, f. 5.
feb. 1924, 7. Sturla, sonur, f. 31. júlí 1925,
8. Þorgils Friðriksson, afí, f. 12. ágúst 1860,
9. Kristján Þórðarson, afi, f. 4. okt. 1860,
10. Sigurbjörg Jónsdóttir, amma, f. 9. jan.
1868.
Engum var fært út fyrir hússins dyr.
Sortabylur geisaði og eirði engu. Við systkin-
in reyndum að þíða göt á hélaðar gluggarúð-
urnar og rýna út í sortann eða standa og
HJÓNIN á Breiðabólstað, Steinunn
Þorgilsdóttir og Þórður Kristjáns-
son, á brúðkaupsdegi sínum 23. júní,
1918. Ljósm.: Jón Guðmundsson,
Ljárskógum. Myndadeild Þjóðminja-
safns Islands.
hlusta við útidyrnar, en ekkert sást né heyrð-
ist utan hamslaus átök veðurs og vinda.
Klukkustundirnar siluðust áfram og nú var
farið að halla degi og bregða birtu. Margar
hugsanir flugu gegnum hugann. Eitthvað
alvarlegt hlaut að hafa komið fyrir. Það var
kvíði og uggur í öllu heimilisfólkinu. Við
þekktum margar sannar sögur frá liðinni tíð
úr héraðinu, þar sem menn höfðu lent í
hrakningum eða orðið úti við að bjarga fé
sínu í hús. Gat verið, að voðafréttir væru í
nánd? En vonin er lífseigur verndarengill.
Hún lifði áfram og reynt var öðru hvoru að
rifla upp í huganum eitthvað, sem verða
mætti henni til styrktar.
Þórður faðir minn var fæddur og alinn
upp á Breiðabólstað, elstur tólf systkina. Þar
höfðu forfeður hans búið mann fram af
manni. Þegar hann byijaði búskap þar árið
1921; var hann fímmti ættliðurinn í beinan
karllegg sem bóndi á þeirri jörð. Þar var
aðallega stundaður sauðfjárbúskapur. Hann
byijaði ungur að smala og fást við fé. Átta
ára gamall var hann sendur í fyrsta sinn til
að sitja hjá kvíaám frammi á Dal. Hann
fékk að hafa Jón bróður sinn sex ára að
aldri með sér til halds og trausts. Sú mynd
lifði í minni fólksins, þegar þeir bræður trítl-
uðu upp túnið á leið í hjásetuna með nestis-
bitann sinn. En þeir máttu ekki leggja af
stað heimleiðis með ærnar fyrr en forsælan
var komin að ákveðnu kennileiti eða hvítt
lak hafði verið breitt á bæjarþekjuna, ef
ekki sást til sólar. Jón bróðir hans var nú
löngu dáinn. Hann hafði verið lánaður um
vetrartíma suður í Laxárdal þrettán ára
gamall. Þar varð hann úti, er hríðarveður
skall á, í leit að hestum. Hann bar nafn afa
síns, var prúður drengur og hvers manns
hugljúfi. Þetta var fyrsta ferð hans að heim-
an, en jafnframt sú síðasta. Var mikill harm-
ur kveðinn að allri fjölskyldunni á Breiðaból-
stað við fráfall hans. En þó voru þá eftir
átta bræður og var það gervilegur hópur.
Um þá var þessi vísa kveðin, þar sem upp
eru talin nöfn þeirra að mestu í aldursröð:
BREIÐABÓLSTAÐUR á Fellsströnd. Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson, 1975.