Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Blaðsíða 5
til hún hrapaði fram af brúninni yfir Skorra-
víkurhlíð. Móra, sem Nenný systir mín átti,
fannst dauð í dýi fyrir utan túnið í Kölduk-
inn. Þá setti mamma saman þessa vísu:
Surtla og Móra sofið rótt
systkinin ykkar kveðja,
líf ykkar, þó liði of fljótt,
lifðuð þið til að gleðja.
En það var ekki til siðs á æskuheimili
mínu að rekja harma sína til lengdar. Miklu
fremur var okkur systkinunum ráðlagt, þeg-
ar við vorum í sorgum út af smámunum líð-
andi stundar, að hugsa til þeirra mörgu, sem
ættu við miklu stærri vanda að stríða. Var
já stundum rifjuð upp iífsspeki, sem margar
cunnar alþýðuvísur höfðu að geyma, svo sem
jessi eftir Indriða á Pjalii:
Finnst mér oft, er þrautir þjá,
þulið mjúkt í eyra,
þetta er eins og ekkert hjá
öðru stærra og meira.
NÍTJÁNDU aldar bærinn á Breiðabólstað,
sem búið var í til 1930.
ÍBÚÐARHÚSIÐ á Breiðabólstað
sem flutt var í 1930.
Þórður, Ingvar, Óskar, Karl,
Ármann, Friðjón, Keli,
Ýtar sjá við annan stall
yngsta bróður þeirra, Hall.
Allir þessir bræður náðu háum aldri, nema
Friðjón sem andaðist 1925 þá við nám í
guðfræðideild Háskóla íslands. Keli var Þor-
kell, en Hallur ólst að mestu leyti upp hjá
frændfólki sínu að Skarfsstöðum í Hvamms-
sveit.
Segja má að allt heimilisfólkið á Breiðaból-
stað hafí verið milli heims og helju þetta
síðdegi í desember. Ekkert lát var á hríðar-
veðrinu. Það hélt áfram að hamast linnu-
laust. Veðurhæðin, frostharkan og fannferg-
ið og kolamyrkur kvölds og nætur í aðsigi.
Biðin var að verða óbærileg. Við systkinin
hlustuðum og hímdum við glugga og dyr,
ef eitthvað skyldi sjást eða heyrast. Allt í
einu og öllum að óvörum var útihurðinni
hrundið upp. Hríðarmökkurinn gaus inn.
Út úr kófinu kom maður fannbarinn í kiaka-
brynju frá hvirfli til ilja. Hann snaraðist að
hundaskonsunni, þar sem Snati gamli lá og
svaf, þreif í hnakkadrambið á honum og
þeytti honum út í hríðina um leið og hann
sagði: ,Það þýðir lítið að eiga einn hund,
þegar allt féð er farið.“ Síðan hvarf hann út
í hríðarsortann á ný.
Enn liðu langar stundir dapurra hugrenn-
inga. Síðustu árin höfðu reynst mörgum
bóndanum þung í skauti. Kreppan svarf að
í sveitum landsins og kom víða við. Hvað
var til ráða, ef allur bústofninn hyrfi út í
veður og vind? Við systkinin höfðum minnst
af þessu að segja, því að allt var gert til
þess að láta okkur líða sem best. Við hlutum
þó að skynja erfiðleikana, þegar við uxum
úr grasi. En um þetta var ekki rætt og ég
vissi ekki um hina raunverulegu hættu fýrr
en iöngu seinna. Það var ekki auðvelt að fá
föður minn til að skýra frá þessu. En ein-
hvern tímann vorum við tveir á leið frá Stað-
arfelli inn að Breiðabólstað. Sagði hann mér
þá, að hann hefði verið mjög hætt kominn
fjárhagslega á þessum árum. Hann leitaði
ráða hjá „forustumönnum", en heilræði
þeirra voru, að hann ætti hið allra fýrsta
að lýsa yfir gjaldþroti. Það vildi hann ekki.
Og einhvern veginn tókst að vinna bug á
erfiðleikunum og ná efnalegu sjálfstæði á
ný, enda var faðir minn alla tíð mikill skila-
maður og vildi ekki skulda neinum neitt né
ganga á rétt nokkurs manns.
Það var huggun harmi gegn, að pabbi var
mjög ratvís og þekkti hvert kennileiti í landi
jarðarinnar frá blautu barnsbeini. Aðeins
einu sinni sagðist hann hafa verið kominn
að því að villast. Hann var þá innan við ferm-
ingu að smala uppi á Breiðabólstaðarfjalli
ríðandi á jörpum hesti. Þá skall allt í einu
yfir svartaþoka. Hann reyndi að spretta úr
spori og komast út úr þokunni sem fyrst.
Beindi hann klámum í rétta átt að því er'
hann taldi, en Jarpur gamli gerðist þá svo
latur og þver, að hann kom honum varla
úr sporunum. Greip hann þá til þess ráðs
að kasta taumnum fram á makkann. Þegar
klárinn fékk lausan tauminn tók hann mikið
viðbragð, snarsneri sér við og geystist nú á
harðastökki gegnum þokumökkinn þar til
hann nam staðar á Hrútaborgarbrún. Þá
létti þokunni skyndilega og þótti pabba þá
sem hann sæi niður í hyldýpi, þegar hann
leit niður hlíðina og heim að Breiðabólstað.
í annan stað má geta þess, að faðir minn
var hraustmenni og þrekmenni á besta aldri.
Ég man ekki eftir að hafa tekið í þykkari
hendi en hans um dagana. En aldrei hældi
hann sér af kröftum eða þreki né nokkru
öðru, sem honum sjálfum viðkom. Því fór
víðsfjarri. Þó hafði mér eitt sinn tekist að
veiða upp úr honum eftirfarandi sögu: Sum-
arið 1906 vann flokkur símamanna við að
ÞORGILS Friðriksson, bóndi í
Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dala-
sýslu, 1894-1918, síðan heimilisfast-
ur á Breiðabólstað. Ljósm.: Jón Guð-
mundsson, Ljárskógum. Myndadeild
Þjóðminjasafns Islands.
leggja síma i Dölum. Svo bar við, að pabbi,
sem þá var sextán ára að aldri átti leið út
að Staðarfelli á sunnudegi. Voru þá síma-
menn a‘ð leik úti á svonefndum Harðbala í
Staðarfellstúni. Verkstjórinn var norskur,
harðsnúinn kraftakarl, og var þegar hér var
komið sögu búinn að gersigra allt liðið „í
sjómann". Kölluðu strákarnir þá í pabba og
skoruðu á hann að takast á við þann norska.
Hann lét loks tilleiðast og hófst nú hörð við-
ureign nokkra stund. Lauk henni svo, að
pabbi hafði sigur. Þetta vakti bæði undrun
og aðdáun því að þarna var margt hraustra
manna. En sá norski faðmaði pabba að sér,
þakkaði honum fyrir drengileg átök og sagði:
„Ja, þú færð einhvern tímann krafta í köggla,
drengur minn.“
Degi var nú mjög tekið að halla, en veðr-
ið hélst óbreytt, grenjandi stórhríð. Var þá
enn knúið dyra á Breiðabólstað. Þetta var
faðir minn, fannbarinn sem fýrr, en yfir-
bragð hans var allt rólegra en áður. Sagði
hann okkur nú í fáum orðum, hvernig kom-
ið var. Honum hefði á löngum tíma tekist
að ná fénu saman í einn meginhóp, sem nú
væri í smávari fyrir neðan Brautarholts-
sporðinn, en ógerningur væri að koma því
heim á móti veðrinu. Ekki mætti heldur
mikið út af bera, því að á aðra hönd væri
Köldukinnará orðin ólgandi ófær og full af
krapi. Var nú ákveðið að gera enn eina til-
raun til þess að bjarga fénu. Mamma og
Þorgils afi bjuggu sig í skyndi í hlýjustu
föt, sem völ var á og lögðu af stað með
pabba út í bylinn. Ekki var tekið í mál, að
nokkurt okkar systkinanna fengi að fara út
fyrir dyr. Hef ég að sjálfsögðu oft skamín-
ast mín fyrir að fara ekki út og reyna að
hjálpa til, þó að ég hefði vísast orðið að litlu
liði.
En nú varð biðin ekki löng. Þremenning-
arnir, sem lagt höfðu af stað til að sækja
féð, komu aftur von bráðar. Þau höfðu ekki
treyst sér nema niður fyrir hlið og spölkorn
eftir þjóðveginum (inn að Hornahúsum). Þar
snéru þau við, því að ófært þótti að sleppa
veginum. Nú var komið langt fram á kvöld
og útséð um, að nokkuð frekar yrði aðgert
fyrir nóttina að óbreyttu veðri. En þó að illa
horfði og aðeins veikar vonir blöktu á skari,
var sem friður og ró færðist yfir heimilið á
ÞÓRÐUR Jónsson, bóndi á Breiða-
bólstað 1845-1892 og kona hans,
Jófríður Einarsdóttir. Ljósm. Jón
Guðmundsson, Ljárskógum. Mynda-
deild Þjóðmiiyasafns íslands.
Breiðabólstað. Allir voru heilir á húfi. Pabbi
tók sér bók í hönd og las í henni fram á
nótt. Hann virtist fullkomlega rólegur, en
veðurbarinn var hann og eitthvað kalinn, en
þó furðanlega lítið. -Hann mun lítið hafa
sofið, því að seinni hluta nætur tók veðrið
að ganga niður og var þá ekki beðið boð-
anna að hefjast handa að nýju og huga að
fénu. Sem betur fór hafði megin fjárhópur-
inn haldið kyrru fyrir, þar sem pabbi náði
að stöðva það kvöldið áður og var nú látið
ganga fyrir að koma því í hús. Þetta var
undir morgun og komið kyrrt veður. Það var
minnisstæð stund, þegar hópurinn rann upp
með túninu upp á Jöfnubáðuholtið. Flestar
ærnar voru furðu hressar, en hátt lét í klaka-
brynjum þeirra, þegar þær stukku yfir gijót-
garðinn í átt til fjárhúsanna. Á undan fór
myndarleg skálhyrnd ær sem Sunna hét.
Hún hafði forustuhæfileika og sá lítt á henni
eftir volkið, þó að hún hefði ekki treyst sér
til að beijast heim á móti hríðarveðrinu dag-
inn áður. Var nú gefið vel á jötuna og tók
féð hressilega til matar síns.
í fyrstu skímu um morguninn komu ná-
grannarnir Jón á Hafursstöðum, Snorri á
Þúfu, Kristján á Hellu o.fl. til aðstoðar. Það
vantaði fé í húsin. Hófst nú leit að því. Fyrst
var farið niður að ánni. Hún var öll uppbólg-
in. Nokkrar kindur voru fastar í krapinu en
þó með lífsmarki. Pabbi stiklaði út í krapið
og reyndi að losa þær og slæða þær upp
úr, en Jónsi stóð á bakkanum, pjakkaði nið-
ur stóra broddstafnum sínum og kallaði:
„Farðu varlega, Þórður minn. Þú drepur þig
á þessu, Þórður minn,“ og þar fram eftir
götunum. Nokkrar kindur fundust afvelta
úti í Hvömmum og Hvammabörðum. Þær
sem verst voru á sig komnar, voru teknar
heim í eldhús og kjallaraherbergi meðan
snjóbrynjan var að þiðna. Þegar upp var
staðið höfðu 14 kindur týnst eða drepist í
áhlaupi þessu. Flestar þeirra höfðu farið í
djúpan hyl í Köldukinnará fyrir neðan Lamb-
abyrgið, og fundust reyndar ekki fyrr en ísa
leysti um vorið og sumar aldrei. Þar missti
ég tvær kindur: Surtlu mína og gráa gimb-
ur, sem ég hafði fengið keypta í Glerárskóg-
um um haustið af Geir Sigurðssyni. Ein ær,
Skák að nafni, hafði brotist suður yfir á í
óveðrinu og haldið áfram allar götur, þar
Og svo sannarlega átti þetta við nú, þeg-
ar fregnir fóru að berast af tjóni, skakkaföll-
um og voveiflegum atburðum hvaðanæva
af landinu, sem orðið höfðu í þessu hættu-
lega áhlaupi. En menn voru misheppnir.
Sumir voru með fé sitt á húsi af ýmsum
ástæðum. Aðrir urðu fyrir einhveijum skaða.
Jón frændi minn á Hallsstöðum náði saman
fé sínu, en kom því ekki heim. Hann stóð
yfír því mest alla nóttina og gat haidið því
saman. Á Ytra-Felli á Fellsströnd varð sá
hörmulegi atburður að húsbóndinn og tveir
fóstursynir hans fórust allir, þegar þeir voru
að sækja kindur fram í eyjar rétt undan
landi. Á snöggu augabragði stóð húsfreyjan
alein uppi, en það er önnur saga og átakan-
legri, sem ekki verður rakin hér.
Þriðjudaginn 17. desember 1935 segir
Morgunblaðið frá tíðindum undir fimm dálka
fyrirsögn: Mannskaðaveðrið varð 26 mönn-
um að bana. Síðan segir:
„Veðrið náði yfír allt land vestan Vest- |
mannaeyja og Eyjafjarðar. I ofviðrinu á
laugardaginn búast menn við að 26
manns hafi farist, 7 bátar með 20 manna
áhöfn, einn á Eyjafirði, tveir á Skaga-
fírði, þrír á Breiðafírði og Akranesbátur-
inn Kjartan Ólafsson, sem talið er vonlít- !
ið að komi fram.
Auk þess druknaði einn maður á Vest-
mannaeyjahöfn, háseta tók út af togaran-
um Sviða, tveir menn urðu úti í Skaga-
fírði, einn á Svalbarðsströnd og maður í
Grænumýrartungu í Hrútafírði varð
bráðkvaddur við að bjarga fje í hús í
ofviðrinu.
Norðanveðrið á laugardaginn var, náði
yfir allan vesturhluta landsins, til Vest-
mannaeyja að sunnan og Eyjafjarðar að
norðan.
Veðrið stóð yfir frá nóni eða miðaftan á
laugardag og fram til sunnudagsmorg-
uns. Veðurhæð var hjer í Reykjavík orð-
in snemma á laugardagskvöld 11 stig.
Sami vindhraði eða meiri hefir verið um
mestalt þetta svæði.“
Síðan greinir blaðið nánar frá veðurlýs-
ingu og válegum atburðum á hveijum stað
fyrir sig. Sú frásögn verður ekki endurtekin
hér. En hún hefur vafalaust verið geymd
en ekki gleymd í hugskoti margra manna i
langan tíma.
A Breiðabólstað færðist lífið fljótlega í
svipað horf og áður. Að vísu hafði útlitið
verið all svart um sinn, en úr rættist betur
en áhorfðist einkum vegna þess, hvað þetta
skelfílega áhlaup gekk fljótt yfír. Var því
enn leitað huggunar og hollráða í faðmi fer-
skeytlunnar, m.a. rifjuð upp þessi visa eftir
Jón Bergmann:
Láttu aldrei þjakast, þótt
þrengist stundarhagur,
eftir kalda klakanótt
kemur sólardagur.
Heimilisfólkið á Breiðabólstað hafði að
sönnu orðið fyrir eftirminnilegri lífsreynslu.
Faðir minn hafði orðið að ganga gegnum
stranga þrekraun. Enginn veit, hvað hann
hefur hugsað eða hvernig honum hefur raun-
verulega liðið allan tímann, sem hann var
einn að beijast fyrir lifi «ínu og fjölskyldu
sinnar úti í iðulausri stórhríð, sem virtist þá
og þegar ætla að hrifsa til sín allan arð af
löngu striti undangenginna erfiðleikaára og
leggja líf hans í rúst eða a.m.k. sýna honum
rækilega í tvo heimana. En i þessari mann-
raun náði hann sigri með karlmennsku, þoli
og þreki, sem hann var svo ríkur af.
Það var komið fast að jólum. Jólasveinam-
ir voru farnir að tínast til byggða. Undirbún-
ingur hátíðanna var hafinn. Bráðlega myndi
jólastjarnan blika á vetrarhimni okkar norð-
læga lands. Ég liygg, að allt fólkið á Breiða-
bólstað hafí að þessu sinni tekið á móti fagn-
aðarboðskap jólanna með glöðum huga og
þakklátu hjarta.
Höfundur er fyrrverandi sýslumaður og alþing-
ismaður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1995 5