Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Qupperneq 9
Naut hún stuðnings sjálfstæðismanna á
þingi og hluta Framsóknarflokksins. Ekki
hafði hún setið nema rúmt ár þegar gengið
var til kosninga um kjördæmamálið (16.
júlí 1933) og galt þá Framsóknarflokkurinn
afhroð. Um þessa stjórn Ásgeirs segir í
íslandssögunni:
„Fáar stjórnir Jiafa síður verið öfunds-
verðar en stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar sem
sat þegar dekkst var í álinn 1932-34. Ekki
bætti það úr skák að frá nóvember 1933
sat hún sem minnihlutastjórn milli þinga.
Neyddist hún því til að halda að sér höndum
á hveiju sem gekk þann tíma. Þó herti hún
með bráðabirgðalögum höft á verslun með
gjaldeyri.“
Enn var kosið 24. júní 1934 eftir því
nýja fyrirkomulagi sem samkomulag hafði
tekist um. Mynduðu þá Framsóknar- og
Alþýðuflokkurinn stjórn sem af fylgismönn-
um sínum var kölluð „stjórn hinna vinnandi
stétta“. Hékk meirihluti hennar á einu at-
kvæði og ekki hafði hún öruggan meiri-
hluta í báðum deildum þingsins fyrr en
utanflokkamaðurinn Ásgeir Ásgeirsson
gekk til liðs við hana og síðar Magnús
Torfason úr Bændaflokknum.
Fiskiráð - Fiskimálanefnd
Milliþinganefnd hafði starfað í sjávarút-
vegsmálum og var að vonum upptekin af
áhrifum heimskreppunnar á útveginn.
Lagði hún fram tillögur sínar um skulda-
skil útgerðarinnar og skil milli gamals og
nýs tíma með eflingu Fiskveiðasjóðs og um
reksturslánafélag útgerðarmanna. Þá um
haustið flutti Ólafur Thors frumvarp á Al-
þingi um skipan 7 manna Fiskiráðs. Ekki
náði það fram að ganga, en Arnór Sigur-
jónsson telur „ ekki ólíklegt að það frum-
varp hafi átt einhvern þátt í að kalla fram“
frumvarp stjórnarflokkanna um Fiskimála-
nefnd. Það frumvarp var svo afgreitt sem
lög frá Alþingi og staðfest af konungi 29.
des. 1934. Formaður nefndarinnar varð
Héðinn Valdimarsson, skjótráður maður og
ódeigur til framkvæmda.
Fiskiráð Ólafs Thors hafði verið hugsað
sem hugmyndabanki forsvarsmanna at-
vinnulífs, atvinnurekenda, launþega og
stjórnmálamanna. Fiskimálanefnd varð hins
vegar mikið framkvæmdaapparat með tölu-
verð fjárráð (eina milljón úr ríkissjóði) og
fasta tekjustofna (Vi - % % fiskimálasjóðs-
gjald af útfluttum fiskafurðum) og gat því
haft allmikið umleikis. Má raunar segja að
undir forystu Héðins fór nefndin langleiðina
í að jafngilda aukaráðuneyti fyrir Alþýðu-
flokkinn.
AtökUmSölumál
Fiskimálanefnd lét flest svið íslensks
sjávarútvegs til sín taka. Þó var eftir lang-
varandi deilur veturinn 1935 á það sæst
að saltfiskverslunin skyldi áfram vera í
höndum SIF og löggilti atvinnumálaráð-
herra (Haraldur Quðmundsson) SÍF sem
aðalútflytjanda á því sviði með bráðabirgða-
lögum í maí 1935. Byggist allt tal um einok-
uríaraðstöðu SÍF í sölumálum saltfísks síðan
á þessari ráðstöfun alþýðuflokksráðherrans.
Enn var þó tekist á um verksvið þessara
tveggja stofnana næstu ár og hlutdeild
þeirra í útflutningsversluninni. Lyktaði
þeim deilum með því að SÍF annaðist salt-
fiskverslunina eingöngu en Fiskimálanefnd
fryggði sér einkarétt á útflutningi frysta
físksins með því að skuldbinda þau hrað-
frystihús, sem upp komust með hennar
aðstoð, til að fela sér einkasölu á afurðum
sínum.
Fiskimálanefnd hafði forgöngu um fleira
en hraðfrystingu. Hún fékk hingað norska
menn til að kenna íslendingum skreiðar-
verkun og studdi einstaka útgerðarmenn
til að koma upp skreiðarhjöllum með hag-
stæðum lánveitingum og beinum styrkjum.
Hún stuðlaði að stórfelldum karfaveiðum
til mjöl- og lýsisframleiðslu. Hún studdi og
við bakið á fyrstu rækjuveiðunum og niðurs-
uðuverksmiðjunum, sem komust á fót á
þessum árum, stuðlaði að auknum fiski-
rannsóknum og leit nýrra fískimiða, styrkti
skipasmíðar innanlands og tilraunir með
ný veiðarfæri og stóð fyrir margháttaðri
markaðsleit erlendis. Ekki hefði þó árangur
hennar á þessum sviðum nægt til að halda
nafni hennar á lofti um ókomin ár fremur
en annarra opinberra nefnda, sem skipaðar
hafa verið í tuga- og hundraðatali fyrr og
síðar. Það er árangur Fiskimálanefndar á
sviði fyrstu uppbyggingar hraðfrystiiðnað-
arins og sölu frystra fiskafurða, sem haldið
hefur nafni hennar á loft, svo að hennar
er enn minnst í útflutningssögu landsins.
Strax á fyrstu fundum nefndarinnar í
byijun janúar 1935 er hafín stefnumótun
í þessum málum. Reynt er að koma á sam-
starfí við bæði frystihúsin, sem fyrir eru,
Sænska frystihúsið og Skyrfrystistöð Esp-
hólíns við Norðurstíg. Komst nefndin fljótt
að þeirri niðurstöðu, að hún þyrfti sjálf að
ráða yfír frystihúsi til tilrauna og fram-
leiðslu upp í sýnishornasendingar og í lok
janúar er skrifstofustjóranum, Olafi Briem,
falið að semja við Esphólín um kaup á
frystistöð hans. Var frá kaupunum gengið
í lok mars 1935. Jafnframt var Esphólín
ráðinn í þjónustu nefndarinnar til að vinna
að hraðfrystingu í Reykjavík, kenna hrað-
frystingu úti á landi og leiðbeina um upp-
setningu á hraðfrystivélum. Einnig skyldi
hann vinna að markaðsleit erlendis.
Fyrsti Sölusamningurinn
í júlí þetta sama ár var hér á ferð sendi-
maður frá bresku físksölufyrirtæki, H.
Smethurst í því skyni að leita fastra samn-
inga um kaup á ferskum físki til frystingar
í Grimsby. Fiskimálanefnd komst í samband
við þennan mann og benti honum á að lít-
ill vegur væri að koma físki héðan
óskemmdum til hraðfrystingar erlendis, en
bauð í staðinn að sjá um hraðfrystingu á
umsömdu magni af ýmsum fisktegundum.
Fljótlega tókst að ganga frá uppkasti að
samningi, en eftir undirskrift kom fljótlega
í Ijós að margir endar voru óhnýttir. í ág-
úst þetta ár komst að vísu á talsímasam-
band við útlönd, sem hlýtur að hafa valdið
byltingu í samskiptum inn- og útflytjenda
við viðskiptaaðila sína. En í þessu tilfelli
varð sérfróður maður að kynna sér aðstæð-
ur á staðnum. Ingólfur Esphólín var sendur
til Grimsby í september til að kynnast fryst-
ingu þar og ræða nánar útfærslu samnings-
ins. Fór raunar svo að í samningum stóð
við breska fyrirtækið í nærri ár, eða til
júníloka 1936.
Annars vegar varð fljótlega ljóst að hrað-
frystistöðin var of afkastalítil til að geta
uppfyllt samninginn, sem gerður var til
tveggja ára. Var þó boginn ekki hátt
spenntur: Afhenda skyldi 120 tonn fyrra
árið, en 180 tonn hið síðara, mánaðarlega
í sem jöfnustum sendingum. Kom þá að
hinum þröskuldinum sem var í veginum.
Samgöngum var verulega áfátt. Tryggja
þurfti að kæliskip ætti leið um Hull eða
Grimsby mánaðarlega. Stóð í langvarandi
samningum við Eimskipafélagið um þetta
atriði og náðust ekki endanlegir samningar
fyrr en 1 og Vi ári síðar eða í nóvember
1936. í millitíðinni flutti Brúarfoss frysta
fiskinn til Leith og þaðan fór hann til
Grimsby í kælivögnum. í lokasamkomulag-
inu var ákveðið að Dettifoss annaðist þess-
ar ferðir og veitti Fiskimálanefnd Eimskipa-
félaginu 25 þúsund króna styrk til að útbúa
skipið kælivélum til að sjá þessum viðskipt-
um borgið. Að þessu leyti var til dæmis
ólík aðstaða okkar og Norðmanna, sem
gátu sett sinn físk strax í járnbrautarvagna
og sent hvert sem var á meginlandinu.
ÞORSKUR í LITLUM METUM
Fyrra atriðið leysti nefndin með því að
taka á leigu íshús Kveldúlfs, ísbjöminn, við
Skothúsveg fyrir starfsemi sína og búa það
ýmsum nýjum tækjum, sem ýmist voru
keypt frá Ámeríku eða framleidd hér heima.
Gat stöðin þá afkastað 2 tonnum á sólar-
hring af flökum. Fór svo að þegar á fyrra
ári samningsins við Smethurst tókst að
afhenda þau 180 tonn, sem afhenda skyldi
síðara árið. Þetta magn skiptist þannig á
fisktegundir að þriðjungur skyldi vera
þorskur, tæplega helmingur rauðsprettu-
og sólkolaflök, og rúmlega fimmtungur
ýsu- og lúðuflök. Það verður því tæpast
sagt að markaðurinn hafi gert meginuppi-
stöðunni í afla landsmanna, þorskinum,
hátt undir höfði til að byija með. Var það
enda svo framan af að reyna varð að
þröngva kaupendum til að taka við vissu
hlutfalli af þorski með hinum eftirsótta flat-
físki.
Smethurst sendi hingað tvo menn til að
leiðbeina við flökun og frystingu á árinu
1936. Vann annar þeirra hér í sex vikur
en hinn í 5 mánuði. Smethurst gaf líka
nákvæm fyrirmæli um pökkun og allan frá-
gang á fiskinum, sem leiddi til róttækra
breytinga frá þeim háttum sem áður höfðu
verið á hafðir. Hér hafði það löngum tíðk-
ast að sjómenn og útgerðarmenn töldu sitt
hlutverk að ausa sem mestum fiski í land
og verka eftir því sem aðstæður leyfðu.
Annarra beið svo það létta hlutverk og
löðurmannlega að selja þennan „besta físk
í heimi“ á erlendum mörkuðum. Hér var
það frá upphafí markaðurinn sem gaf fyrir-
mæli um verkun og útlit vörunnar. Þegar
önnur frystihús risu með aðstoð Fiskimála-
nefndar fékk hvert þeirra sitt sérstaka
merki sem auðkenni á hveijum pakka, auk
þess sem hver pakki hafði sérstakt númer,
svo að rekja mátti hveija skemmd eða galla
á vörunni til þess starfsmanns sem pakkann
hafði búið út og handfjallað. Stuðningur
nefndarinnar við uppbyggingu frystistöðv-
anna tryggði henni svo nálega einkarétt á
sölu afurðanna. Var framleiðslan þannig
frá upphafí stöðluð og löguð að ítrustu
kröfum markaðarins.
„Ein Sé Stjórn
FlSKSÖLUMÁLANNA“
Hver sem svo er skoðun manna á ríkis-
rekstri og einkaframtaki má telja að það
hafi gert gæfumun að frá upphafí var freð-
fisksalan öll á einni hendi. Um það voru
reyndar ekki svo skiptar skoðanir heldur á
þessum árum, fremur hitt á hverra hendi
hún væri. Vorið 1936 segir Ólafur Thors á
aukafundi SIF í apríl, þar sem hörð átök
urðu um tilraunir þess félagsskapar til að
koma á sölu með frystan fisk til Bandaríkj-
anna: „Það sem skeð hefur í þessu máli
sýnir nauðsynina á því að ein sé stjórn físk-
sölumálanna í landinu ... Til þess að skapa
fólkinu atvinnumöguleika þarf að finna
nýjar leiðir; við þurfum að brúa fjarlægðina
milli auðugustu fiskimiða heimsins og þeirra
milljóna manna, sem vilja kaupa fiskinn."
Það tók menn hins vegar nokkurn tíma að
átta sig á að þessi fjarlægð varð kannski
ekki tryggilegast brúuð með einni brú. Því
að hraðfrystingin er ekki bara aðferð til
að geyma físk. Með henni skapaðist alger-
lega ný markaðsafurð, sem átti ekkert sér-
stakt sammerkt með saltfisksölu til suð-
rænna landa. Markaðirnir lágu annars stað-
ar og kröfðust greiðra samgangna með
sérútbúnum farartækjum; frystikeðjan varð
að vera samhangandi frá verstöðinni heim
í íbúð neytandans. Viðskipti með frystan
físk áttu því meiri samleið með viðskiptum
með fryst matvæli yfírleitt en með hinni
gamalgrónu saltfiskverslun. Jafnvel þótt
framleiðendurnir væru í báðum tilfellum
hinir sömu hlutu þeir að sérhæfa viðskiptin
í höndum aðgreindra fyrirtækja.
Höfundur er blaöamaöur.
VARLA höfðu veizluglamrið og skálaræðurnar hljóðnað eftir Alþingishátíð-
ina 1930, þegar nýr og kolsvartur veruleiki heimskreppunnar helltist yfir
þjóðina með almennu verðhruni á útflutningsvörum hennar. Myndin er tekin
í Reykjavík 1935, afli landhelgisbrjóts á uppboði næst á myndinni.
HAUKUR
SIGTRYGGSSON
Snjóflóðin
í Súðavík
Þegar fjallið í fírðinum speglar
og fannir við efstu brún
hylja hvassbrýnda kletta,
kaldar, þó minni á dún,
en veturinn stefnir til vorsins,
þó vegurinn sé ekki fær,
sólin á Kofranum sýnir
að sumarið færist loks nær.
En þó að byljir á bresti
svo bátar fari’ ekki á sjó,
fólk dvelur í húsunum heima
með hugann svo fullan af ró.
Það veit að veðrinu slotar
og vegur til byggðanna nær,
allt verður einhvernveginn
eins og það var í gær.
En þó svo að kvöldið sé kynlegt,
það hvessi og bæti í hríð,
fólkið það fer allt í háttinn
með fullvissu um batnandi tíð,
en nóttin, nóttin hún felur
nálæga hættu og vá,
því fannir í tjallabrúnum
festingu tæpri þar ná.
Frá óttu miðar til morguns
— misjafnt í draumana ber —
enginn veit ævina sína
eða hvenær hann fer.
Hver andrá reynist sem eilífð,
allt verður kynlega hljótt
þó fárviðrið áfram æði
og öllu það breyti í nótt.
En fylling úr fjallinu hrynur
og fer með drunum á slóð,
ægilegt snjóflóð öskrar
þó enn sé byggðin öll hljóð.
Fólkið það uggir ei að sér,
allt það nú sefur í ró,
en byggðin, byggðin er horfin,
þó brak standi upp úr snjó.
Nú dagur af degi er liðinn
með dapurleg sorgarský,
en fólkið sem lifði a f flóðið
það fer til starfa á ný,
það veit að veðrinu slotar
og vegur til byggðanna nær,
þó allt verði einhvernveginn
öðruvísi’ en í gær.
Höfundur er ráðsmaður hjá
Hafnarfjaröarbæ.
KRISTJANA EMELÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Á örlaga-
stundu
Svo agnarsmá
við erum
í alheimsskauti
allt okkar hugvit
og afl
fá þar engu breytt
með ógnarkrafti
er öll okkar
tilvera skekin
— við skellum
og undrumst það afl
sem á okkur dynur
á örskotsstundu
ævistarfið hrynur
en sáðkorn í jörðu
spíra og vaxa að vori
— vonin glæðist
með tímanum sárin gróa
við hlúum að blómum
á látinna ástvina leiðum
lítil sáðkorn
í mannlegum jarðargróða.
Höfundur er bókavörður í Kópavogi og
hefur gefið út tvær Ijóðabækur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1995 9