Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Page 10
 M E R G U R M Á L S 1 N S 5 Hafa andróða Eftir JÓN G. FRIÐJÓNSSON Thomas Anhava Igömlum texta frá 13. öld er m.a. fjallað um þessa heims gæði sem eru eins og við öll vitum hégómi og eftirsókn eftir vindi. í þessum texta er að finna fallega líkingu og mér finnst þess virði að dusta af henni rykið. Þar stendur: Þeir [veraldar- menn] leita heims dýrðar og finna eigi. Og er þá sem þeir hafi andróða og verði ávallt afturreka til sömu strandar. í þessum stutta textabút er að finna þrjú orðatiltæki: (1) hafa andróða; (2) verða afturreka og (3) e--n ber aftur að sama landi. í öllum þremur vísar líkingin til sjómennsku og hér er hvorki of né van, líkingin er skýr og eftirminnileg. Sjómaðurinn sætir andbyr, bátinn hrekur til baka aftur að sömu strönd. Ég hygg að tvö síðari orðatiltækin séu öllum ljós enda er efnivið- urinn alþekktur úr nútímamáli. Öðru máli gegnir um orðatiltækið hafa andróða, sem einnig er kunnugt í afbrigðinu eiga andróða. Eðlilegast virðist að skilja textann svo að andróði merki ‘andbyr, mótbyr’ og verður þá líkingin fullljós. Þessu til styrktar má benda á að úr fornu máli er kunnugt nafnorðið andviðri í sömu merkingu. í nútímamáli eru alkunn ýmis orðatiltæki sömu merkingar, t.d. hafa andbyr og hafa mótbyr, sbr. enn fremur það blæs á móti og það blæs ekki byrlega (fyrir e-m). Höfundur er dósent við Háskóla íslands og gaf út í fyrra bókina Mergur málsins sem fjallar um íslenzk orðatiltæki. En ekki voru nándar nærri öll kurl komin til grafar og á næstu mánuðum mun hann skrifa í Lesbók stutta þætti um íslenzk orðatiltæki og byggir þar ekki á þvi sem komið er í bókinni. i ! t I I \ f í i l l I I i I ELÍN EBBA GUNNARSDÓTTIR ... því þinn er máttur- inn, okkar er dýrðin ... Er Guð við biðjum blessa vora sál á bak við leynist ósk um annað meira. Svo þýleg beiðni þykir sjálfsagt mál og þess vegna við biðjum hann um fleira. Nú lyftast bænir logandi af þrá; sko, lífið það er auglýsing um kaffi; og margir heita Hallgrímskirkju á, en hóta annars Guði löngu straffi. Á blússur fitublettalausar skín og bindi vængi öryggisins hljóta, svo líður sérhver dagur uns hann dvín í draumi um vort frelsi til að njóta. Já, stöðugt lyftast logandi af þrá lottóbænir hverjum manni frá. Tómas Guðmundsson in Memoriam Ég vildi ég hefði kynnst þér, sérstaklega finnst mér ef uppi hefðir verið á eftir sjálfum þér. Um það er ekki’ að fást um, því Ijúfa skáld!: — Þú sást um það að hverfa héðan í friði fyrir mér. Þú borgarskáldum barst af, svo rökkrið það varð bjart af þeim Ijóðum sem þú samdir, þú gafst oss nýja sýn, þú fegurð sást í flestu, sem skiptir líka mestu máli fyrir okkur sem dáum skrifin þín. Höfundur er heimavinnandi og býr í Reykjavík. I I „Net með þétt- ríðnum möskva“ Um finnska skáldið TUOMAS ANHAVA Formáli og ljóðaþýðingar eftir LÁRUS MÁ BJÖRNSSON Eg lofsyng óvissuna / og hugrekk- ið / að sneiða hjá því liðna og hinu ómeðvitaða.“ Svo mælir efahyggjumaðurinn Tuomas An- hava, af illri nauðsyn sáttur við öryggis- leysi tilverunnar, hið skamma lífsins skeið. Anhava er skáld afstæðishyggjunnar, efasemdanna. Sú afstaða mótar einnig sýn hans á samfélag manna. „Hefðu ekki á loft fána hugsjónanna / um síðir mun hann sveipast um líkkistu þína.“ - segir í einu ljóða hans. Andúð á heildarhyggju, altæk- um hugmyndakerfum, marxískum lausn- um á hann sameiginlega með flestum þeim skáldum sem hófu feril sinn á sjötta ára- tugnum í Finnlandi. „Ótti við misnotkun tungumálsins í pólitískum tilgangi hefur gert það að verkum að Anhava og margir aðrir af hans skáldakynslóð hafa gert sér far um að „hreinsa“ tungumálið af viðtekn- um, fyrirfram ákveðnum merkingum.“ Með svofelldum orðum lýsir bókmennta- fræðingurinn Sven Willner Anhava og þeirri skáldakynslóð sem hann tilheyrir. Tuomas Anhava er fæddur í Helsinki, árið 1927. Hann lagði stund á bókmenntafræði og listasögu og hefur starfað við bókafor- lög, sem ritstjórnarfulltrúi og ritstjóri. Prófessor í listasögu hefur hann verið frá 1970. Auk frumsamins efnis hefur hann birt þýðingarsöfn með verkum enskra, franskra, grískra og japanskra skálda. Nafn Anhavas tengdist snemma á sjötta áratugnum bókmenntagagnrýni; skarpri og óvæginni, sem þótti ný á nálinni. Hann er virtur gagnrýnandi og fræði- maður; hefur gefið út ritgerðásöfn og fræðirit um finnskar bókmenntir og er- lendar. Svo sem vænta mátti var fyrsta bók Anhavas, Runoja, (Ljóð, 1953) eins konar kennslubók í nútímaljóðlist; nálgun- in er hlutlæg, hnitmiðuð, vitræn, nánast þurr. Þau stíleinkenni hans hafa haldið sér, enda þótt viðfangsefni og þemu hafi breyst, í anda nýrra tíma. Tuomas Anhava kynnti Finnum skáldið Ezra Pound í finnskri þýðingu með úrvali ljóða hans á bók árið 1949. Um svipað leyti var T.S. Eliot kynntur og hófst þar með „engilsaxneska tímabil- ið“ í Finnlandi, leysti hið „þýsk/austur- ríska“ af hólmi. Einkenni ljóða Anhavas eru hvass stfll, vitrænn þungi og fágætlega úthugsað orðalag. Titlar bóka hans eru svo þurrir að við gamansemi jaðrar. Meðal seinni verka hans eru: 36 Runoja (36 ljóð, 1958), Ronoja 1961 (Ljóð 1961), Kuudes kirja (Sjötta bókin, 1966). Enda þótt Anhava sé ekki „tilfinningaskáld" má fínna á stangli í verkum hans ástarljóð og ljóð sem hann tileinkar börnum sínum. Skáldið á þannegin fleira sammerkt með öðrum dauðlegum mönnum en í fljótu bragði kann að virðast. Á áttunda áratugn- um hóf Anhava markvissa kynningu á japanskri nútímaljóðlist í heimalandi sínu. Vart fer á milli mála að hann hefur sótt sitthvað í smiðju japanskra skáld- systkina sinna. Það er kaldhæðni líkast að hinn há- menntaði fræðimaður hefur hin síðari ár um margt gerst talsmaður einfaldrar, jafn- vel frumstæðrar lífsspeki, sem í senn má rekja til japanskra hefða og kassískra kín- verskra. „Sunnudagur, grá þögul stræti, andlit barnsins og himinsins og á milli þeirra gagnslaust haust.“ Heimildir: 1. Verk Tuomas Anhava. 2. Kai Laitinen: Suomen kiijallisuuden historia, 1981. 3. Sven Wiilner: Pá flykt frán várldsáskádningar, 1964. 4. Jaakko Ahokas: A History of Finnish Literature, 1973. Nafnlaust Ijóð Ég syrgi. Þyt í skógi. Vakna morgun einn, með nafn föður míns á vörum, minnist stunda, húsa, eyja, vatnsins mjúka, þar synti égsem drengur. Til þín vil ég komást, hverfa burt í þér, í þessum sögðu orðum. Fjögur smáljóð Vorið, vetur, vor í mars, í mér takast á elli, æska snjóbylur og sólskin. Mávarnir draga klettagjárnar. Á gráum vængjum og hvítum flýgur hafið Sálin er alls staðar í mér: þannig skiptir eilífðin í sífellu ham: er ég minnist nafns míns, gleymi ég. Vindurinn augngota, myrkrið ekkert nema eyra á næturengi. Höfundur greinar og þýöandi Ijóða, er rithöf- undur og félagsfræöingur. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.