Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Qupperneq 12
-N FRA Ammassalik á Austur-Grænlandi. VERK Guðmundar Einarssonar frá Miðdal á sýningu í Ammassalik innan um grænlenska muni. Sýningin erhaldin ígömlu kirkjunni, sem reist varárið 1905. m íslensk list í Grænlandi Um listsýningu sem fram fór í Ammassalik í október síðastliðnum. Eftir ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON Grænland er næstum eins og heil heimsálfa. Slík er stærð landsins, á aðra milljón ferkíló- metra að flatarmáli, smæð þjóðarinnar (56.000) og fjariægðin milli margra byggða í iandinu. Menning hefur þróast þar við sér- stæðar aðstæður í 4.000-5.000 ár hið minnsta. Einkenni hennar eru mjög fullkom- in verkmenning og veiðitækni í umhverfi íss og harðra lífsskilyrða og svo aftur fremur smágerður myndheimur. Hann tekur lítt til málaðra eða teiknaðra mynda, hann er öllu fremur úr litlum líkönum af brúkshlutum eða styttum af dýrum, öndum og fyrirbær- um í fomum trúarheimi. Grænlendingar hafa vissulega átt og eiga enn prýðisgóða listmál- ara, teiknara og tijáristumenn. Sumir, eins og Aaron af Kangeq og Karale Andreassen, sögðu sögu þjóðar sinnar í myndum en aðr- ir, eins og t.d. Aka Höegh, mála fantasíur. Nokkrir grænlenskir myndhöggvarar færast æ meira í fang. Flestir grænlensku listamann- anna em þó sjálflærðir og vinna í bein og stein (karlar) eða stunda perluþræðingar (konur). HlNIR ÞEKKTU TUPILAKKAR Perluverkin eru í raun geometrísk, óhlut- læg myndverk með sterkri litaskipan og nýt- ast sem hluti þjóðbúnings en hin verkin skipt- ast aðallega í tvo flokka. Beinhlutimir em svonefndir tupilakkar eða þá Iítil myndverk (skúlptúrar) af dýram, t.d. selum, náhvölum og hvítabjörnum. Steinverkin em langflest. úr gráum tálgusteini; aðallega dýr á borð við hvítabimi og rostunga. Nokkuð er til af myndum tálguðum úr tré, einkum af fólki, en aðrar trémyndir em afskræmdar grímur sem notaðar em við suma trommudansa. , Flestir tupilakkar eru myndverk með stór- skomum andlitum eða dýrahöfðum, oft sam- settir af mörgum slíkum og Iíkari skrímslum en mannvemm. Tupilakkar em myndverk af illum uppvakningum sem menn bjuggu til á sérstakan hátt eða „sharmaninn“ (maður andanna) magnaði og gegndu ákveðnum hlutverkum er ekki verður lýst hér. Græn- lendingar áttu lengst af ekki til myndir af tupilökkum. Menn sáu þá að eigin sögn og lýstu þeim bara í orðum. Þegar Norður- Iandabúar hittu Austur-Grænlendinga síðla á 19. öld og vildu vita meira um tupilakka hófu inúítar að skera tupilakkana út í bein. Smám saman breiddist listin um allt Græn- land. Nú em tupilakkar meðal þekktustu minjagripa frá Grænlandi og meirihluti þess- ara áhrifamiklu listaverka er enn búinn til á Austur-Grænlandi. Náhvalstennur og hrein- dýrshom em algengustu smíðaefnin. Listafélag Og Menningar- SAFN í AMMASSALIK Um 52.000 Grænlendingar búa á vestur- ströndinni, nærri alla Ieið frá Hvarfi norður fyrir Thule (Qaanaq). Á allri austurströnd- inni, sem er enn vogskomari og fjöllóttari en hin, búa um 4.000 manns. Hémðin eru tvö. Norðurfrá, rétt hjá Scoresbysundi, er um 700 manna byggð (Ittoqqortoormiit). Miklu sunnar, á svipaðri breiddargráðu og Patreksíjörður, er svo Tasiilaq-hérað. Þar eru bæirnir Ammassalik (1.600 íbúar), Kulusuk (350 íbúar) og Kuummiut (400 íbúar) og fimm smáþorp. Þetta eru næstu nágrannar íslenskra byggða í vestri. Flatarmál sveita- stjórnaramdæmisins er 40.000 fkm, mest granítfjöll, jöklar og firðir með borgarís. Ljósmyndir/Ragnar Th. Sigurðsson LISTAMAÐURINN Anders Kilime sker út túpilakk í náhvalstönn. Austur-Grænlendingar einangruðust frá öðr- um inúítum Grænlands fyrir löngu síðan og menning þeirra og þó einkum tungan er frá- bmgðin því sem fyrirfinnst vestan megin. íbúamir lifa aðaliega af veiðum og ferðaþjón- ustu. í Ammassalik starfar listafélagið Tunu. Það gengst fyrir námskeiðum handa áhuga- fólki, einkum málurum, útskurðarmönnum og unglingum sem eru að feta fyrstu sporin upp listahæðimar. Það hefur einnig stuðlað að listsýningum. í bænum er líka menningar- safn alls héraðsins; eins konar blanda af ÚTSKORIN tréstytta af grænlen- skum trommudansara. minjasafni og listasafni. Á máli bæjarbúa heitir það Tasiilap Katersugaasivia. Safnið á mikið af munum tengdum atvinnu, menningu og sögu landsvæðisins. Það á bæði kajaka og konubát (umiaq), hefur reist vetrarhús og sumartjöld inúíta og hýsir marga muni, auk myndverka, í gömlu kirkjunni í Ammas- salik en hún var reist 1905. EITT HUNDRAÐ ÁRA Afmæli Ammassalik Eftir að norrænir menn hurfu í Grænlandi á 15. öld voru afskipti Evrópubúa af þeim engin þar til snemma á 18. öld er Hans Egede gerði víðreist til Grænlands. Fljótlega komust Danir að því að sagnir voru á kreiki um fólk búandi austan við jökulinn mikla. Upp úr 1880 var þess leitað skipulega og brátt fundust nokkur hundruð ínúítar með sína fornu menningu og siði þar sem nú er Tasiilaq-hérað og reyndar víðar. Og ávöxtur trúboðsstarfs og verslunar Dana var svo bærinn Ammassalik sem hóf sinn vöxt við fallegan, fjöllum skreyttan vog árið 1894. Upp úr 1925 fluttust allmargir þaðan norður til Scoresbysunds og stofnuðu þar nýjar byggðir í góðum veiðilöndum. I sumar héldu Ammasalikbúar og nágrann- ar þeirra upp á aldarafmæli bæjarins með margvíslegum hætti, m.a. með þátttöku vina- bæjarins á íslandi: Kópavogs. Síðasti liðurinn á hátíðardagskránni var svo íslensk myndlist- arsýning og tveir íslenskir fyrirlestrar í haust. Grænlenskt Myndefni Og þjóðsagnaverur Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895- 1963) var ekki einasta afkastamikill og þekktur myndlistamaður, hann var_ einnig annálaður ferðagarpur og könnuður. Á flakki sínu komst hann nokkrum sinnum til Austur- Grænlands og hreifst mjög af náttúru lands- ins og hinum hagleiknu og snjöllu veiðimönn- um. Hann skilaði þeim hughrifum meðal annars með því að mála og teikna margar myndir af grænlensku efni og móta í leik ýmsar styttur af dýmm sem svo voru fjölda- framleiddar i Listvinahúsinu, einkum á árun- um 1945-1965. Málverkin, bæði olíu- og vatnslitamyndir, sýna fjöll, firði, jökla, hafís, gróður, veiðimenn og dýr, t.d. rostunga, hvítabirni og sauðnaut en keramikverkin em t.d. hvítabirnir, blöðruselir, rostungar, sauð- naut o.fl. auk fugla og dýra sem eru til bæði á íslandi og í Grænlandi. Guðmundur er einn örfárra íslenskra listamanna sem unnið hefur verk með grænlensku efni og vafalítið sá sem mest hefur að því gert. STÓRSKORIÐ andlit, sem notað er við suma grænlenska trommudansa. Það var því að ráði að Listasafnið á Akur- eyri og fjölskylda Guðmundar sendu verk hans til Ámmassalik nú í haust til þess að styrkja tengsl íslendinga og Austur-Græn- lendinga og eiga um leið þátt í að Islending- ar fögnuðu aldarafmæli bæjarins. Listasafnið hafði sýnt nokkur grænlensku verka Guð- mundar á sýningunni „Náttúrusýn“ á Akur- eyri í apríl sl. og nú var allmörgum myndum bætt við og einnig 13 leirmunum. Auk þessa varð að ráði að höfða til áhuga manna á sagnavemm (m.a. tupilökkum) og sýna einn- ig myndir sem Haraldur Ingi Haraldsson myndlistamaður og forstöðumaður safnsins á Akureyri hefur unnið meðfram rannsóknum sínum á kynjaverum íslenskra þjóðsagna og notaði við fyrirlestur sinn. Upaa Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Norræni menningarsjóðurinn, Grænlands- sjóður (í umsjá Alþingis), Ammassalikbær, Menningarsafnið og listafélagið Tunu sáu til þess að unnt var að koma sýningunni upp í Ammassalik. Flytja þyrfti verkin og vandaða sýningarskrá flugleiðis til Kulusuk og þaðan sjóleiðina til Ammassalik en bæjarstjórinn, Anders Andreassen, opnaði sýninguna að viðstöddum boðsgestum 1. október og sagði heimamenn mjög ánægða og einnig þakkláta fyrir framtakið. Verk beggja listamannanna vöktu athygli og þá sérstaklega dýramyndirn- ar. Um kvöldið hélt greinarhöfundur lit- skyggnuerindi um Guðmund og Haraldur Ingi um kynjaverur í íslenskum þjóðsögum. Sýningin stóð yfir til 16. október. Vonandi fylgja fleiri sýningar og menning- arviðburðir þessari fyrstu íslensku myndlist- arsýningu í Ammassalik. Reyndar er rými til að auka mjög samskipti íslendinga og Austur-Grænlendinga á mörgum sviðum og til þess er vilji vestra. Ef til vill geta báðar þjóðirnar skipst á miklu meira menningar- efni, vörum, þjónustu og þekkingu sem ná- < grannar en þær gera nú. i Á máli heimamanna er oft sagt: „Upaa“, eftir ýmsar yfirlýsingar manna í milli eða loforð. Það þýðir: „Ef til vill,“ og vísar til hugsunarháttar veiðimannsins sem lifir við erfið skilyrði og óvissu, oftar en ekki. Orðið upaa á þess vegna við hér meðan annað ekki kemur í ljós. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamað- ur um aukin samskipti íslenbinga og Grænlend- inga. Hann er sonur Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1995 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.