Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Side 4
4- Eftir SIGRÚNU DAVÍÐSDÓTTUR KRAFTURINN. Ein af myndum listamannsins í Nikolaj-kirkju, 1974. FÓRNARLAMB óttans. Olía á léreft, 1974-86. KONA frá Sikiley, 1958. Brenndur Ieir. höfuð...“ Og svo hanga hans eigin myndir uppi á vegg, gamlar og nýjar innan um gamlar koparstungur og myndir eftir aðra Iistamenn og litlar leirmyndir hans stinga víða upp kollinum. Ekki af því hann þurfi að dást að eigin verkum, heldur af því sumt er hann enn að vinna við og annað hefur hann í sjónmáli til að hafa yfirsýn yfir það sem áður hefur farið. „Og þegar ég sýni get ég sjálfur valið úr gömlum og nýjum verkum, því ég hef þau innan seilingar. Það gæti ég ekki ef ég væri þræll hjá einhverj- um galleríeiganda. Þegar ég sýndi á Feneyja-tvíæringnum 1964 buðust mér sambönd við stór gallerí, en ég hafnaði því, þvi ég er ekki þannig gerður að það henti mér. Of náin samvinna við gallerí getur leitt til þess að listamaður- inn taki við fyrirmælum þaðan og það er hættulegt. Auðvitað er ekki hægt að vera án gallería, en sambandið verður að vera í hófi. Einhvem tímann hefur verið sagt að þjóðleg list sé slæm... en að öll góð list sé þjóðleg. Sama má segja um alþjóðlega list. Alþjóðleg list er slæm... en öll góð list er alþjóðleg. Nú er list oft notuð sem fjár- festing og það kann ég ekki við, því hún ætti frekar að vera lífsfesting. Fyrir þá sem kunna að meta myndlist verða einstakar myndir þeim oft samastaður." - Og því má bæta við að Svend Wiig Hansen er heldur ekki giska mikið gefinn fyrir að selja verk- in sín og vill helst sýna á söfnum eða öðmm listastofnunum, þar sem fólk getur vitjað myndanna. Alltaf Á LEIÐINNI Innganginn um ofuráhrif gallería fær gesturinn á leið- inni inn í stofu, þar sem sam- talinu víkur að upphafinu, nefnilega hvernig krókurinn beygðist í listaáttina? „Mér skilaði bara einhvern veginn í þessa átt. Langafi minn var Norðmaður, þaðan er Wiig-nafnið og hann gekk á akademíuna á sínum tíma og fékk sveinsbréf upp á það, eins og þá var. Hann rak síðan lista- og skreyt- ingafyrirtæki, eins og tíðk- aðist þegar fólk reisti sér hús og lét skreyta þau og mála. Pabbi var járnbrautarstarfs- maður, en bæði söng, orti og teiknaði. Þetta kom svo allt saman í mér í efldri mynd. Æska mín var samfelldur draumur, ég var alltaf á leið- inni eitthvert, án þess að vita hvert. Ég hafði engan sér- stakan áhuga á skólalær- dómi og hætti þegar ég var þrettán, fjórtán ára, en vildi samt ekki vera iðnaðarmað- ur. í sumarfríinu söng ég og dansaði. Eftir fríið tilkynnti pabbi mér stuttaralega að nú biði mín hjól hjá kaup- manninum, ég ætti að vera sendill þar. Eg fékk algjört áfall, því pabbi, sem alltaf var svo hlýlegur og elskuleg- ur, skipaði mér nú skyndi- lega að fara að vinna. En auðvitað hafði járnbrautar- starfsmaður þá afstöðu að sonur, sem ekki væri í skóla, ætti að hjálpa til við að fram- fleyta íjölskyldunni. Ég vann svo hin og þessi störf og naut þess í raun, því þannig hitti ég svo fullt af fólki og það var mér dýr- mætt, því maðurinn er mér stöðugt íhugun- arefni. - Já, það sést líklega i verkunum mínum... - Ég vann í verksmiðju, svo heyrði ég um að vantaði fólk í sirkus til að þjálfa hesta og ég þangað. Ég var aldrei rekinn úr vinnu, en hætti bara sjálfur, því ég var alltaf á leiðinni. Á skemmtistaðnum Lorry þvoði ég upp i fjórtán daga og sagði þá við samstarfsmenn mína að nú væri kominn tími fyrir mig að tala við forstjórann og skipta um starf. Þeim fannst þetta út í hött, en forstjórinn sagðist vilja tala við mig á föstudaginn. Á fimmtudeginum var ég þó farinn, því ég hafði fengið annað starf. Ég vildi í sjálfu sér ekkert endilega halda áfram þarna, en þurfti bara að vita að ég ætti tækifæri á því. Að eiga tækifæri á tækifæri... það er sjálft lífið. Sá, sem ekki er nógu bjartsýnn til að vilja lifa á morgun, lifa fyrir ókomin andarbök, er markaður dauðanum. Þá er það búið... Á einhveijum tímans punkti fékk ég vinnu við að steypa gipsstyttur, afskaplega flnar og fágaðar. Ég fékk þá hugmynd að þetta gæti ég nú gert sjálfur, sem ég gat þó að sjálfsögðu ekki, en ég gerði annars konar flgúrur, grófari, styttur af verka- mönnum. Þær vöktu athygli og voru málað- ar og seldar. Ég hugsaði þó ekki alvarlega um þetta, því ég ætlaði að verða söngvari. Eiginlega ætla ég það enn, syng alltaf eitt- hvað og held ég hafi bara aldrei verið betri en nú, þó ég sé 72 ára, en fjölskyldan hlær SVEND WiigHansen. Ljósm. Sigrún Davíðsdóttir. Lífsfesting fremur en ijárfesting Svend Wiig Hansen er einn af allra þekktustu og mikilhæfustu myndlistarmönnum Dana og þó víðar væri leitað. Starfsæfi hans er orðinn löng, þar sem listamaðurinn er fæddur 1922 og afköst- in eru mikil. Teikningar, málverk, grafík, gler- Rætt við danska myndlistarmanninn Svend Wiig Hansen, sem sýnir verk sín í Norræna Húsinu á Sólstöfum, norrænu menningarhátíðinni. Sýningin verður opnuð í dag. myndir og skúlptúr, margt í gríðarlega stóru formi, auk listskreytinga víða um lönd. Hann var um tíma prófessor við Listaakademíuna. Hann hefur sýnt víða um lönd og á verk á söfnum á Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkj- unum og Suður-Ameríku, meðal annars bæði á Museum of Modem Art í New York og British Museum í London. En hann er líka alltaf að, þessi kviki, gráhærði maður. í dag verður opnuð sýning á verkum hans í Norræna húsinu, meðal annars_ fyrir tilst- uðlan Galleri Profíl í Árósum. í tilefni af því ræddi Sigrún Davíðsdóttir nýlega við listamanninn á heimili hans að Helsingjaeyri. Hús listamannsins er gömul villa, sem stendur á hæðadragi skammt frá ströndinni á Helsingjaeyri og útsýnið úr stofugluggun- um er yfír til Svíþjóðar. Þangað flutti hann fyrir sex árum, eftir að hafa búið hér og þar. Hann er ekki mikið fyrir að halda kyrru fyrir... Innan dyra er útsýnið vítt og breitt yfir listasöguna og kennir margra grasa. Undir flyglinum er fom marmara- haus, uppi á hillu em litlar afrískum tré- styttur. „Fólki fínnst þær svo sætar“, segir listamaðurinn, „en sjáðu! Þetta er allt bækl- að fólk með alltof stutta fætur og stór 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.