Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 1
O R G U N Stofnuð 1925 11. tbl. 18. MARZ1995 - 70. árg. Loftmyndlna tók Oddur Sigurðssori. SÉÐ ÚR íofti yfír Álftafjörð. Súða- vík sént vid fftíi-ðin n á itiyndintii miðrí og fjw skágát' Látiwyrín lít / tjðrð-- ittti. Á hetitii öf svölli lögð tíöin sm skev sig út; Á mhmi itiyiminii sm tökin váf áð sumáríági liýlegá, sjást falleg einbýlishús, garðar við mal- bikaða götu. Brot úr sögu Súðavíkur LANDNÁMI Alftafirði Fornar heimildir eru næsta fáorðar um landnám í byggðunum við ísafjarðardjúp og er Álftafjörð- ur þar engin undantekning. Samkvæmt Land- námabók hét landnámsmaður í Álftafirði Ey- vindur kné og var frá Ögðum í Noregi. Frásögn Hansakaupmenn versl- uðu á Langeyri en upphaf þéttbýlis má rekja til hvalstöðva Norðmanna á 19. öld. Eftir JÓN Þ. ÞÓR Sturlubókar Landnámu af för hans út hing- að og landnámi er stutt, aðeins ein máls- grein, og hljóðar svo: „Eyvindur kné fór af Ögðum til íslands ok Þuríðr rymgylta, kona hans. Þau námu Álftafjörð ok Seyðisfjörð ok bjuggu þar. Þeira son var Þorleifr ... ok Valbrandr, faðir Hallgríms ok Gunnars ok Bjargeyjar, er átti Hávarðr halti. Þeira sonr var Öláfr." Lengri er þessi frásögn ekki, en óhætt virðist að álykta, að þau Eyvindur kné og Þuríður rymgylta (eða rúmgylta) hafi reist bæ sinn á Eyri í Seyðisfirði, sem þá er landnámsjörð. Erfitt er að tímasetja landn- ám þeirra með nokkurri vissu, en líklegast er, að það hafi verið á fyrstu þrem áratug- um 10. aldar, sennilega einhverntímann á árunum 915—930. Fýrstu aldirnar eftir landnám koma Álft- firðingar lítt við sögu í fornum heimildum. Þeirra er ekki getið í íslendingasögum að heitið geti, en í Sturlungu er Súðavíkur og Súðavíkurbænda nokkrum sinnnm getið, bæði í íslendingasögu Sturlu Þóroarsonar og í sögum af Hrafni Sveinbjarnarsyni. Veita þær frásagnir þó engan fróðleik um mannlíf eða byggð í sveitinni, en staðfesta, að jörðin Súðavík hefur verið byggð þegar um 1200, og sjálfsagt löngu fyrr. Er ljóst af Hrafnssögu, að á þessum árum var Súðavík í alfaraleið, mannferð mikil um Djúpið, og að ekki tróðu allir ferðalangar friðarslóð um Álftafjörð á sturlungaöld. V ERSLUN ARHÖFN Hansamanna Þýskir Hansakaupmenn voru, sem kunn- ugt er, umsvifamiklir hér á landi á 15. og 16. öld. Þeir sóttust einkum eftir skreið til útflutnings, en ólíkt enskum keppinautum sínum stunduðu þeir ekki eigin útgerð að marki. Þess í stað hreiðruðu þeir um sig á góðum höfnum og keyptu allan þann fisk, sem þeir gátu komið höndum yfir. Voru þess jafnvel dæmi, að Hansamenn fjár- mögnuðu útgerð íslendinga og tryggðu sér þannig fisk til útflutnings. Helsta miðstöð Hansamanna á Vestfjörð- um var á Langeyri við Álftafjörð. Þar réð- ust þeir í ýmsar framkvæmdir og sá þeirra enn nokkurn stað er Ólafur Olavius frá Eyri í Seyðisfirði fór þar um á ofanverðri 18. öld. Hann lýsti Langeyrinni og mannvir- kjaleifum þar svo í Ferðabók sinni: „Á Langeyri, sem hlífir höfninni, eru rústir 10 aflangra og 4 kringlóttra húsa og eldstæða; hafa hin síðasttöldu sennilega verið notuð til lýsisbræðslu. Hin svokallaða þýzka krambúð hefur verið allstór, en hitt voru minni hús. Tala húsanna sýnir, að hér hefur ekki verið um svo litla verzlun að ræða, og virki eða garður, sem þeir hafa látið gera yfir þvera eyrina ofanverða, til þess að ekki yrði komizt að verzlunarhúsun- um af landi að næturþeli, þykir benda til þess, að þeir hafi ekki ætlað sér svo skjót- lega á braut. Norðanvert á Langeyri rétt við sjóinn er allstórt vatn eða tjörn, sem nú er að mestu fyllt jarðvegi og gróin mosa og grasi, en sagt er, að hún hafi fyrrum verið miklu dýpri. Tjörnin heitir Skipatjörn og er haldið, að þar hafi Þjóð- vetjar lagt skipum sínum á vetrum. Það er ekki hægt að bera brigður á þetta með ölíu; að vísu er malarkamburinn fyrir fram- an tjörnina óslitinn, en ofán í hann er þó skárð, seni gæti stútt þessá sögri manna, að skipin hefðu verið dregin í gegnum það. Það mundi ekki vera ókleift að hleypa sjó ÍHtt í tjörnina með Hdkkrutn kostnaöi, en þé er þaé miklu erfiðara nú en fyrrum, þvi að ajávarborð virðist vera miklu lmgra nú en til ferna;'1 Þessi frásegn Ölaviusar §r eina heimiieU in, sem höfundar þessara iína hefur fundið um athafnir Hansakaupmanna á Langeyri. Þeirra er ekki getið i íslenskum fornbréf- um, svo mér sé kunnugt, og fyrirspurnir, sem ég gerði til þýskra sérfræðinga í sögu Hansasambandsins varðandi þessa sögu fyrir nokkrum árum, báru ekki árangur. Áf þeim sökum verður ekkert fullyrt um það, hve stór þýska verslunin á Langeyri hefur verið, hve lengi hún hefur staðið né hvers konar hús Þjóðveijar hafi reist þar. Lýsing Olaviusar virðist hins vegar trúverð- ug og hafa ber í huga, að þegar hann var á ferð um æskuslóðimar og samdi skýrslu sína um landshagi á íslandi, 1775—1777, hafa tæpast verið nema liðlega tvær aldir liðnar frá því Hansamenn hurfu endanlega frá Langeyri. Þá virðist verslun þar hafa lagst af, en útlendingar héldu þó áfram að venja komur sínar á Álftafjörð og í Ferðabók sinni segir Olavius frá því, að Hollendingar leggi gjarnan fiskiduggum sínum upp á Langeyrarvík, þegar þeir þurfi að þétta þær. Leggur hann enda áherslu á það, hve hafnaraðstæður séu góðar á vík- inni. Þar sé nægilegt dýpi, góður botn, ís- laust og siglingaleiðin hrein utan af hafi og inn í víkurbotn. Hvalveiðistöðin Á LANGEYRI Heimildir greina ekki frá neins konar atvinnustarfsemi á Langeyri frá því Hansa- menn hurfu þaðan á braut og þar til norsk- ir hvalveiðimenn settu þar upp stöð sína á 9. áratug 19. aldar. Tildrög þess voru þau, að hinn 1. janúar 1883 rann út sérleyfi, sem hvalveiðimaðurinn Svend Foyn hafði haft til veiða á tilteknu svæði í Varangurs- firði í Norður-Noregi og tók hann þá að svipast um eftir öðrum stað undir starfsemi sína. Foyn þekkti nokkuð til aðstæðna á íslandi, hafði komið hingað í kynnisför árið 1882, og þá m.a. skoðað aðstæður við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.